Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að þingmenn hefðu, líkt og margir fjöl- miðlamenn, ruglað saman þeim málum er vörðuðu kalda stríðið og þeim sem ríkissaksóknari hefði tek- ið ákvörðun um að rannsaka. Sagð- ist hann telja að búið væri að koma báðum þessum málum í eðlilegan farveg. Ef í ljós kæmi að tengsl væru á milli þessara mála myndu menn bregðast við því í framhald- inu. Gagnrýndi hann harðlega að gefið væri í skyn að innlendir stjórnmálamenn hefðu staðið fyrir ólöglegum hlerunum og að slíkar ásakanir væru ófyrirgefanlegar að- dróttanir. Ef hins vegar erlendir að- ilar hefðu staðið fyrir slíkum hler- unum væri það alvarlegt mál sem ríkissaksóknari ætti að rannsaka. Fordæmi Norðmanna Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi að rannsókn ríkissaksóknara geti vel orðið fullnægjandi hvað varðar þau tilvik sem hún nær til, en ekki málið í heild. Hann kvaðst skilja minna og minna í því hvers vegna ríkisstjórn- in og einkum ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins héldu því fram að verið væri að taka á málunum með tæm- Hlerunarmálin þ Geir H. Haarde friðhelgi þess rofin. Í No fórnarlömb hlerana fen nokkrar miskabætur. Eðlilega unnið að málin Jón Sigurðsson, formaðu sóknarflokksins, sagði fram menn telja mjög eðlilega málinu og með fullnægjand þessu stigi. andi og fullnægjandi hætti með rannsókn ríkissaksóknara og starfi nefndar sem forsætisráðherra skip- aði og á að ákveða aðgang fræði- manna að skjölum. Steingrímur benti á fordæmi Norðmanna sem skipuðu sérstaka nefnd, Lund-nefndina, til að rann- saka hleranir þar í landi. „Við getum skipað nefnd á svipuðum grunni og Lund-nefndina sem hafi það hlut- verk, ekki bara að skoða fyrirliggj- andi gögn, heldur að rannsaka at- burðina með hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Í því skyni þarf að setja lög sem létta af mönn- um trúnaðarskyldum og jafnvel gefa þeim upp sakir fyrirfram í þágu sannleikans.“ Steingrímur nefndi tvennt sem hann taldi að hlyti að koma upp við rannsókn þessara mála. Annars vegar miskabætur og hins vegar að þeir sem urðu fyrir hlerunum gætu fengið upplýsingar um þær. Hann telur mjög líklegt að rannsókn leiði í ljós að einstaklingar hafi goldið að ósekju fyrir þetta athæfi stjórn- valda. T.d. að þeir hafi ekki notið eðlilegrar framvindu í starfi eða ekki fengið opinber störf sem þeir höfðu menntun og hæfni til að gegna. Einnig væri spurning um miska sem hlýst af því að ráðist sé að ósekju inn í einkalíf manna og Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ALMENNINGUR fær upplýsing- ar um niðurstöðu rannsóknar sýslu- mannsins á Akranesi á meintum símhlerunum í utanríkisráðuneyt- inu þegar rannsókn lýkur, segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. Hann segir það alvarlegt sakarefni, hafi símar ráðuneytisins verið hleraðir, jafnvel þótt líklegt sé að sök geti verið fyrnd í málinu. „Ég held það séu allir sammála um að það sé alvarlegt ef hleraðir voru símar utanríkisráðherra og ut- anríkisráðuneytisins. Þetta er al- varlegt sakarefni,“ segir Bogi. Hann segir það rétt að sök geti ver- ið fyrnd í málinu en það breyti því ekki að heimild lögreglu til að rann- saka málið sé fyrir hendi. Einnig er þó hugsanlegt að við rannsókn málsins komist upp um brot gegn valdstjórninni, landráð, en Bogi staðfestir að slík brot fyrnist ekki. „Ég reikna til dæmis með því að væri þarna um að ræða sök ein- hverra starfsmanna Pósts og síma væri hún örugglega fyrnd. En það kann að vera – ef almannahagsmun- ir krefjast, eins og ég tel vera í þessu tilviki – nauðsynlegt að reyna að fá niðurstöðu í þetta mál. Þeir sem komið hafa fram í fjölmiðlum með þessar upplýsingar virðast búa yfir þráðum að upplýsingum sem gætu varpað ljósi á það sem gerð- ist.“ Ekki eðlilegt að málið sé rannsakað í Reykjavík Heimildir lögreglu til að rann- saka mál sem hugsanlega eru fyrnd finnast í 66. gr. laga um meðferð op- inberra mála, en þetta lagaákvæði kom inn í lögin árið 1999. Í 4. máls- grein segir: „Þegar sérstaklega stendur á er ríkissaksóknara heim- ilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök sé fyrnd, ef ríkir almanna- og einka- hagsmunir mæla með því.“ Bogi segir að bæði stjórnvöld og almenningur fái að vita hver nið- urstaða rannsóknarinnar verður. „Það verður skýrt frá henni með þeim hætti sem nauðsynlegur er, það verður að gera grein fyrir því að fengist hafi niðurstaða í málið. […] Það er enginn vafi á að í ráðu- neytinu verður gert ráð fyrir því en ég held að almenningur eigi kröfu um það líka að fá upplýsingar um það hvort málið hafi verið upplýst eða ekki.“ Bogi segist ekki vita til þess að viðlíka mál hafi verið rannsakað áð- ur, í það minnsta ekki á þeim tíma sem hann hafi gegnt embættinu, frá upphafi árs 1998. Spurður hvers vegna sýslumað- urinn á Akranesi hafi verið fenginn til að rannsaka málið segir Bogi: „Sýslumaðurinn fer með ýmsa málaflokka, en samskipti mín eru við hann sem lögreglustjóra. Ég taldi ekki eðlilegt að lögreglustjór- inn í Reykjavík hefði með þetta mál að gera vegna þess að utanríkis- ráðuneytið var í húsnæði lögreglu- stjórans [í Reykjavík]. Lögreglu- stjórinn á Akranesi er í svolítilli fjarlægð frá þessu svæði hér og það er fyrst og fremst það sem um er að tefla.“ Hann tekur þó fram að lögreglan í Reykjavík liggi ekki sérstaklega undir grun í málinu. „Ég held að það sé bara þægilegast að þetta sé gert með þessum hætti. Ég hef lagt það þannig fyrir að þetta sé gert í nánu samráði við mig og að það sé lögreglustjórinn sjálfur beinn þátttakandi í þessu ekki ráð fyrir því að það reglustjórar á höfuðborga sem hafi tök á slíku samsta ir Bogi. Rannsókn sýslumanns v hraðað eins og kostur e Ólafur Hauksson, sýslu Akranesi, fundaði með sóknara vegna málsins í g un og segir hann ríkissa hafa lagt á það áherslu að r verði hraðað eins og kostu sé unnið í því að skipulegg sóknina og því ekki hægt til um hversu langan tíma h taka. Hann segir að rætt verð Baldvin Hannibalsson, fyr utanríkisráðherra, og Á Árnason, fyrrum aðsto Jóns Baldvins, en þeir h fullyrt að símar sínir hafi v aðir. Einnig verði rætt við ildarmenn sem þeir bend sínu til staðfestingar. Ekki er fyrirsjáanlegt maðurinn á Akranesi þurf Rannsókn á hleru Hleranir hafa verið í kastljósinu undanfarna daga og nú er hafin rannsókn á fullyrðingum um að utanrík- isráðuneytið hafi verið hlerað. Viðbúið er, komist upp um glæpsamlegt athæfi, að sök sé fyrnd í mál- inu, nema um hafi verið að ræða landráð. Legið á hleri Fullyrt hefur armanns hans hafi verið hl TALSMENN stjórnmálaf telji að sú rannsókn, sem að mæla fyrir um á ætlu Hannibalssonar, fyrrvera Er rannsó Stjórnmálaflokkana greinir á um aðferðina við hlerunarrannsóknina VANHUGSUÐ ÁKVÖRÐUN Einar K. Guðfinnsson sjávarút-vegsráðherra og ríkisstjórninhafa tekið mjög vanhugsaða ákvörðun með því að leyfa hvalveiðar í at- vinnuskyni. Þessi ákvörðun skaðar ímynd Íslands meðal annarra þjóða. Hún getur haft nei- kvæð áhrif á heimsóknir erlendra ferða- manna hingað. Hún getur haft neikvæð og truflandi áhrif á sölu íslenzkra fisk- afurða í öðrum löndum. Og verst af öllu: það er engin ástæða til og engin þörf á að taka þessa ákvörðun. Til hvers er ríkisstjórnin að taka þessa ákvörðun? Er það vegna þess, að hval- veiðar muni hafa svo mikil og jákvæð efnahagsleg áhrif fyrir þjóðarbúskap- inn? Nei. Hvalveiðar skila engu sem máli skiptir í þjóðarbúið og reyndar augljóst að það verður mjög erfitt að selja hvala- afurðir til annarra landa. Er það vegna þess, að það skipti máli að auka atvinnu í landinu? Nei. Það er nóg atvinna og skortur á vinnuafli. Hvað er það þá, sem rekur sjávarút- vegsráðherra til þess að veita þetta leyfi? Er það þrýstingur frá eigendum Hvals hf. eða frá einhverjum aðilum í sjávar- útvegi, sem vilja ögra umheiminum? Ef svo er má spyrja hvers vegna sjávarút- vegsráðherra og ríkisstjórnin telja sig knúin til að heimila hvalveiðar vegna þess, að hvorki Hvalur hf. né LÍÚ hafa þau pólitísku áhrif á Íslandi í dag að ein- stakur ráðherra eða ríkisstjórnin í heild þurfi að beygja sig fyrir þeim. Þeir menn, sem taka svona vanhugs- aða ákvörðun eru ekki með heildarhags- muni íslenzku þjóðarinnar í huga. Þeir eru þvert á móti að þjóna þröngum sér- hagsmunum, sem eru svo þröngir að það er ekki nokkur ástæða til fyrir stjórn- málamenn að hlaupa eftir þeim. Íslenzkar ríkisstjórnir hafa áður tekið vitlausar ákvarðanir í hvalveiðimálum og sú ríkisstjórn sem nú situr virðist ekki hafa dregið nokkurn lærdóm af fyrri vit- leysum. MIKILVÆGI ICELANDAIR Icelandair, sem áður hét því falleganafni Flugleiðir og ætti að taka upp á ný, alla vega til innanlandsnota, er fyrirtæki, sem hefur gífurlega þýðingu fyrir íslenzku þjóðina. Að mörgu leyti má segja að þetta félag sé eins konar fjöregg þjóðarinnar og það skiptir miklu máli, hver heldur á því fjöreggi. Nú hafa orðið eigendaskipti á félag- inu og eru Samvinnutryggingar stærsti eignaraðilinn eða félag á vegum þess fyrirtækis. Þá koma helztu eigendur Ol- íufélagsins einnig að þessum kaupum. Það hefur áreiðanlega verið rétt ákvörðun hjá forsvarsmönnum FL-Gro- up að selja Icelandair út úr því fyrir- tæki. Fjárfestingar í öðrum fyrirtækj- um bæði heima og erlendis, sem eru aðal verkefni FL-Group, geta verið áhættusamar og hið sama má segja um flugrekstur. Frá sjónarmiði þeirra hagsmuna, sem íslenzka þjóðin vill standa vörð um er skynsamlegt að skilja þennan áhættusama rekstur í sundur. Forsvarsmönnum Samvinnutrygg- inga og samstarfsaðilum þeirra er vel treystandi fyrir þessu þýðingarmikla fyrirtæki. Hjá nýjum eigendum er til staðar mikil viðskiptaþekking og víðtæk reynsla af þátttöku í íslenzku viðskipta- og atvinnulífi til margra áratuga. Ekki er ólíklegt að með þessum við- skiptum sé búið að tryggja stöðugleika í eignarhaldi á Icelandair til lengri tíma. Uppbyggingin á Icelandair hefur ver- ið ákaflega farsæl á liðnum árum og ára- tugum. Fyrirtækið veitir landsmönnum frábæra þjónustu í samgöngum á milli Íslands og annarra landa auk þess að hafa byggt upp víðtæka flutninga á fólki frá öðrum löndum á milli landa og heimsálfa. Starfsfólk Icelandair hlýtur einnig að fagna því, að tímabili óvissu um framtíð félagsins er lokið. Óvenjulegri vegferð þess síðustu misseri er líka lokið. RANNSÓKN Á HLERUNUM Skjót viðbrögð Boga Nilssonar rík-issaksóknara við upplýsingum um að símar í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraðir á síðasta áratug vekja vonir um að fljótlega verði hægt að ræða þau mál á grundvelli staðreynda. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, sem um tíma var aðstoð- armaður Jóns og seinna embættis- maður í ráðuneytinu, hafa báðir sagt frá því að þeir hafi fengið upplýsingar um að símar þeirra hafi verið hleraðir. Hvorugur hefur viljað upplýsa hverjir heimildarmenn þeirra eru. Nú liggur hins vegar fyrir að fyrr- verandi starfsmaður Póst- og síma- málastofnunarinnar, sem nýlega sagði Jóni Baldvini frá því að hann hefði orðið vitni að því er sími hans var hleraður, hafi gefið vottfesta yfirlýs- ingu um málið hjá lögmanni og muni bera vitni við rannsókn málsins. Æskilegast væri auðvitað að heimild- armaður Árna Páls gerði slíkt hið sama. Fram hefur komið að ríkissaksókn- ari efnir til rannsóknarinnar á grund- velli ákvæðis í lögum um meðferð op- inberra mála, þar sem segir að ríkissaksóknara sé heimilt að mæla fyrir um rannsókn „þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök er fyrnd, ef ríkir al- manna- og einkahagsmunir mæla með því“. Við þessa rannsókn verður auðvitað að gæta þess að hagsmunir manna, sem vilja veita lögreglu upplýsingar og bera vitni til þess að hið sanna komi í ljós, séu ekki fyrir borð bornir. Almannahagsmunirnir í málinu eru fyrst og fremst þeir að hreinsa and- rúmsloftið og fá allar staðreyndir þessa máls fram í dagsljósið þannig að hægt sé að ræða það á traustum grundvelli. Grundvallarspurningin, sem leita þarf svars við í þessari rann- sókn er sú, hvort fram hafi farið ólög- mætar hleranir á síma viðkomandi ráðherra og embættismanns og hugs- anlega einhverra fleiri. Það eykur traust á rannsókninni að ríkissaksóknari skuli fá sýslumanns- embættið á Akranesi í lið með sér við rannsóknina. Fram hefur komið að lögreglan í Reykjavík tengdist á árum áður hlerunarstarfsemi, sem stunduð var í þágu öryggis ríkisins, a.m.k. með þeim hætti að slík starfsemi fór fram í húsnæði lögreglunnar. Það á hins veg- ar ekki að verða neinum tilefni til tor- tryggni að lögreglan á Akranesi ann- ist rannsóknina. Það er ástæða til að hraða rannsókn sýslumannsins á Akranesi á þessu máli eins og kostur er til að fá sann- leikann í málinu fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.