Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 15 Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Málþing um árangur af einkavæðingu skipaskoðunar Samgönguráðuneytið boðar til opins málþings um árangur af einkavæðingu skipaskoðunar, sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 18. október nk. kl. 13:00-16:00. Markmiðið með málþinginu er að efna til opinnar umræðu um málefnið, þar sem fyrirtæki og einstaklingar sem standa að skoðunum skipa, útgerðir og eigendur skipa auk opinberra aðila geta komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Málþingið hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá: A. Setning málþings, Fundarstjóri: Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti. B. Reynsla einkarekinna skoðunarstofa og flokkunarfélaga, 1. Frumherji hf., Stefán Stephensen, tæknistjóri skipaskoðunar. 2. Skipaskoðun ehf., Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur. 3. Skipaskoðun Íslands, Hálfdán Henrysson, framkvæmdastjóri. 4. Lloyds Register EMEA, Páll Kristinsson, skoðunarmaður. C.Sjónarmið útgerða, smábátaeigenda og sjómanna. 1. Landssamband íslenskra útvegsmanna, Guðmundur Smári Guðmundsson, frkvstj. Guðmundar Runólfssonar hf. 2. Landssamband smábátaeigenda, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. 3. Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins. D.Afstaða stjórnvalda. 1. Póst- og fjarskiptastofnun, Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður tæknideildar. 2. Siglingastofnun Íslands, Fulltrúi Siglingastofnunar. E. Umræður. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis VÍSISBÁTARNIR mokfiska í haust, eins og reyndar yfirleitt. Línubátarnir fimm voru komnir með 2.500 tonn þegar einn og hálf- ur mánuður var liðinn af fiskveiði- árinu og var Kristín aflahæst með 630 tonn eða fjórðung aflans. Sig- hvatur fylgir fast á eftir en hann landaði 77 tonnum á Húsavík í upphafi vikunnar. Hrafn Sigvaldason, sem sér um hráefnisstýringu hjá fyrirtækinu, segir veiðarnar ganga vel. Bátarn- ir séu svona að jafnaði að fá um 16 tonn á lögn og leggi fjórar til fimm lagnir í veiðiferð. „Prósentustýring“ „Við stýrum bátunum með sér- stökum hætti. Það er ekki magn- stýring, heldur prósentustýring. Hún byggist upp á því að skip- stjórarnir mega veiða eins mikið og þeir vilja og geta, einu tak- markanirnar eru þær að hlutfall þorsks í heildaraflanum má ekki fara yfir ákveðin mörk. Þá er mið- að við fiskveiðiárið, en fyrst leggj- um við línuna til áramóta. Með þessu móti beinum við bátunum sjálfkrafa í aðrar tegundir, helzt ýsu. Eftir því sem þeir veiða meira af ýsu og öðrum tegundum mega þeir líka veiða meira af þorski. Við erum líka með skiptikerfi á bátunum, þannig að stálið stoppar aldrei. Bátarnir koma inn til lönd- unar og það tekur um sex tíma að landa og gera þá klára á ný og þá er farið strax út aftur. Allir skip- verjar fá sitt samningsbundna frí en hafa kost á því þar fyrir utan að taka sér aukafrí eins og þeim hentar best,“ segir Hrafn. Í haust hefur Sighvatur haldið sig við Langanesið, en hinir bát- arnir nokkuð sunnar við Austfirð- ina, frá Glettinganesflakinu og suður undir Hornafjörð. Þeir landa svo mest á Djúpavogi og Húsavík, þar sem Vísir er með starfsstöðvar, en einnig er aflanum ekið til Grindavíkur í höfuðstöðv- arnar og loks fer nokkuð af fiski til Þingeyrar, þar sem Vísir er líka með starfsstöð. Ýsan er unnin í bita, bæði ferska og frysta á Húsa- vík og fer hún á markað í Bret- landi og Bandaríkjunum. Þorsk- urinn er saltaður á Djúpavogi og í Grindavík. Það eru bæði flök og flattur fiskur, sem fara á markaði í Grikklandi, Ítalíu og á Spáni, svo- kallaður SPIG-fiskur. Hrafn segir að veiðarnar gangi vel og þeir reyni að leggja áherzlu á ýsuna, enda sé ýsukvótinn í há- marki um þessar mundir. Með þessum góða afla sé hráefnisöfl- unin tryggð og vinnslan stöðug. Línubátar Vísis eru Hrungnir, Kristín, Jóhanna Gísladóttir, Páll Jónsson og Sighvatur. Útgerðar- mynstrið hefur verið svipað und- anfarin ár og raða bátarnir sér undantekningarlítið í efstu sætin yfir afla línubátanna. Vísisbátarnir mokfiska á línu Fiskveiðar Sighvatur GK landaði 77 tonnum á Húsavík í byrjun vikunnar. Aflinn fékkst á fimm lagnir við Langanesið, mest þorskur og ýsa. Í HNOTSKURN »Kristín er aflahæst með630 tonn eða fjórðung aflans. Sighvatur kemur næst. »Bátarnir að fá um 16 tonná lögn og leggja fjórar til fimm lagnir í veiðiferð. »Vísir er með starfsstöðvarí Grindavík, á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Í HAUST hefur vinna við gerð nýrrar „Litlu bryggju“ staðið yfir og það er verktakafyrirtækið Berglín ehf. sem annast framkvæmdina. Þegar er búið að keyra út grjótgarð fram í sjó, en í síðustu viku var hafist handa við að reka niður stálþil umhverfis bryggj- una. Þar er að verki Hagtak hf. en áætlað er að þeim hluta verks verði lokið um næstu mánaðamót en þess- um fyrsta hluta verks við bryggjuna 1. desember nk. Þá mun hluti verks- ins, þekja og lagnir, verða boðinn út. Hin nýja „Litla bryggja“ verður 20 m að breidd og 100 m að lengd og mun hún leysa af hólmi eldri bryggju með sama nafni sem byggð var í nokkrum áföngum í framhaldi af steinhlöðnum bryggjukanti er reistur var í upphafi síðustu aldar en sá bryggjustúfur markaði upphaf útgerðar frá Grund- arfirði. Hafnarbætur í Grundarfirði Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson Hafnargerð Stálþilið keyrt niður í hafsbotninn. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.