Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K Omega-3 fitusýrur geta dregið úr hættu á hjarta og kransæðasjúkdómum. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi omega-3 gegn liðagigt. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Veður 8 Umræðan 28/32 Staksteinar 8 Bréf 32 Viðskipti 14 Minningar 33/37 Erlent 16/17 Leikhús 42 Höfuðborgin 20 Myndasögur 44 Akureyri 20 Dagbók 44/49 Suðurnes 21 Staður og stund 46 Landið 22 Velvakandi 48 Daglegt líf 22 Bíó 46/49 Menning 18 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, segir að all- ar símhleranir sem hann vissi af á 40 ára starfsferli sínum hjá Pósti og síma hafi verið löglegar. Ríkis- saksóknari hefur ákveðið að taka til rannsóknar ásakanir um hleranir í utanríkisráðuneytinu, en viðbúið er að komist upp um glæpsamlegt at- hæfi sé sök fyrnd, nema um landráð hafi verið að ræða. » 26  Fimmtán ára stúlka varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að bekkjarfélagi hennar birti persónu- legar upplýsingar um hana, þar á meðal símanúmer, á vefsíðunni einkamál.is. Fékk hún 58 símhring- ingar frá ókunnugum karlmönnum áður en upplýsingarnar voru fjar- lægðar af heimasíðunni. »52  Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í gær að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný. Verður heimilt að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur en skiptar skoðanir eru um málið á meðal þingmanna. »1  Allt að 55% verðmunur er á lyf- seðilsskyldum lyfjum á höfuðborg- arsvæðinu samkvæmt könnun verð- lagseftirlits ASÍ. Lyfjaver og Skipholtsapótek voru oftast með lægsta verðið í könnuninni, Lyf og heilsa við Egilsgötu reyndist oftast vera með hæsta verðið. »52 Erlent  Norður-Kóreumenn voru í gær varaðir við frekari kjarnorku- tilraunum eftir að stjórnvöld í Pyon- gyang lýstu því yfir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna jafngiltu stríðsyfirlýsingu. Talsmaður Banda- ríkjaforseta gaf til kynna að stjórnin í Washington byggist við því að Norður-Kóreumenn myndu sprengja aðra kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. »1  George W. Bush Bandaríkja- forseti skrifaði í gær undir umdeild lög sem heimila starfsemi leynifang- elsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól sem á að fjalla um mál meintra hryðjuverka- manna. » 17  Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi í gær að hann hefði borgað heimilishjálpinni sinni undir borðið. Upplýsingarnar eru taldar enn eitt áfallið fyrir Fred- rik Reinfeldt, forsætisráðherra Sví- þjóðar. »16 GUNNAR Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og varaformaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, vill að sameiginleg umsókn hitaveitunnar og Orku- veitu Reykjavíkur um rannsókn- arleyfi í Brennisteinsfjöllum á Reykjanesi verði dregin til baka. Að sögn Gunnars liggur ljóst fyrir að í skýrslu auðlindanefndar og almennri þjóðmálaumræðu end- urspeglist það viðhorf að Brenni- steinsfjöllin fái ákveðna friðhelgi gegn röskun. „Við í Samfylkingunni höfum auðvitað lagt á það áherslu að Brennisteinsfjöllin falli innan þeirra nýju svæða sem við teljum að eigi að skoða friðlýsingu á,“ bendir Gunnar á. „Þetta tengist þeim hugmyndum okkar að setja fram svokallaða náttúruverndaráætlun. Það sem ég er að benda á er að orkufyrirtækin þrjú, Landsvirkjun, sem á líka um- sókn um Brennisteinsfjöllin, Orku- veita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja, eigi nú að stíga fram og draga umsóknina til baka og einbeita sér að því með iðnaðar- og umhverfisráðuneyti og öðrum að þessi fyrirtæki kanni það til hlítar hvort ekki sé unnt að fá rann- sóknaleyfi á röskuðum svæðum svo sem Krýsuvík og Trölla- dyngju.“ Stefán Jón og Steinunn hljóta að fylgja fordæminu „Ég hef ekki trú á öðru en að fé- lagar mínir í Samfylkingunni, þau Stefán Jón Hafstein í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur og Steinunn Valdís Óskarsdóttir í stjórn Landsvirkjunar, muni einnig taka upp þessa umræðu í stjórnum þeirra fyrirtækja,“ segir Gunnar. Vill hætta við áform í Brennisteinsfjöllum Óröskuðu svæðinu verði hlíft við orkufyrirtækjum Í HNOTSKURN »Umhverfisráðuneytiðmælir ekki með til- raunaborunum í Brennisteins- fjöllum en bendir þess í stað á möguleika sem kunna að finn- ast á Reykjanesskaganum s.s. í Krýsuvík og Trölladyngju. »Ráðuneytið telur aðBrennisteinsfjöll hafi mik- ið verndargildi sem ósnortið víðerni enda sé svæðið talið einstakt á heimsvísu. Þar eru enn fremur margir hellar sem fáir hafa séð og vill Hellarann- sóknafélagið vernda svæðið. ÖKUMAÐUR komst ómeiddur á land eftir að bifreið hans rann út í sjó við Geirsnef í Reykjavík í gær. Að sögn sjónarvotts var maðurinn einn í bílnum og komst hann af sjálfsdáðum út úr honum, var hann svo aðstoð- aður í land af vegfaranda. Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins og lögreglan í Reykjavík komu á vettvang auk kranabifreiðar sem fengin var til að ná bílnum upp, en hann mun hafa farið nokkuð langt út og var allur á kafi. Á myndinni er kafari frá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins að störfum við björgun bílsins eftir að öku- maðurinn sjálfur bjargaðist á land. Morgunblaðið/Júlíus Bíll rann út í sjó við Geirsnef FYRRVERANDI starfsmaður Landssímans, sem mun hafa sagt Jóni Baldvini Hannibalssyni frá því er hann varð vitni að því er sími Jóns var hleraður í stjórnstöð Landssím- ans í ráðherratíð hans, hefur nú gefið skýrslu hjá Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni og mun ekki tala við fjölmiðla um málið. Hann mun hins vegar greina þar til bærum opinberum rannsóknaraðilum frá reynslu sinni, að sögn Ragnars. „Þessi maður hefur komið á skrif- stofu mína og staðfest frásögn sína með formlegum hætti hjá mér,“ seg- ir Ragnar. „Hann mun að ég tel tví- mælalaust gefa skýrslur hjá þeim stjórnvöldum sem verður falið að rannsaka málið, eða dómstólum.“ Ragnar mun varðveita framburð mannsins í sínum vörslum og segir Ragnar að hann vilji ekki eiga sam- skipti við fjölmiðla, heldur sinna lagaskyldum sínum fyrir réttum stjórnvöldum verði hann til þess kallaður. Samkvæmt frásögn Jóns Baldvins hringdi viðkomandi maður í hann fyrir skemmstu til að segja honum frá hlerunum hjá Landssímanum. Hefði hann séð kollega sinn sitja mánuðum saman við hleranir. Heim- ildarmaður Jóns Baldvins þorði ekki að gera neitt í málinu á sínum tíma af ótta við að missa starfið en fann sig knúinn til að leysa frá skjóðunni mitt í allri fjölmiðlaumræðunni sem stað- ið hefur yfir undanfarnar vikur. Símamaðurinn gefur skýrslu MAÐURINN sem lést í umferð- arslysi sem varð á Kjósarskarðs- vegi, á móts við Þórufoss, skömmu fyrir há- degi á mánudag hét Gunnlaugur Jón Ólafur Axels- son, til heimilis að Kirkjuvegi 67 í Vestmannaeyjum. Gunnlaugur var 66 ára, fæddur 31. maí árið 1940, og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn Atvikið vildi þannig til að Gunn- laugur var á ferð þegar bifreið hans fór út af veginum, hugsanlega vegna vindhviðu en afar hvasst var á þess- um slóðum. Hann skaust út í veltu og lenti að hluta til undir bílnum. Gunnlaugur Axelsson Lést í um- ferðarslysi                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                          

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.