Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þið þurfið ekkert að óttast eitt eða neitt, við fengum báðir farsíma. VEÐUR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirmenntamálaráðherra hefur tekið rétta og skynsamlega ákvörð- un með því að leggja drög að því, að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi rit- stjóri Þjóðviljans, geti fengið að- gang að gögnum um hleranir á sím- um hans á árum kalda stríðsins.     Hvers vegnaskyldi Kjart- an ekki fá að- gang að þessum gögnum? Og aðr- ir þeir, sem óska eftir aðgangi að gögnum af sam- bærilegu tilefni.     Kalda stríðinuer lokið. Það heyrir sögunni til. Það er ekkert að því að helztu þátt- takendur í þeim leik, sem hér stóð yfir fái aðgang að upplýsingum og beri saman bækur sínar um það, sem gerðist á þeim árum.     Enda er það svo, að þeir einir hafamöguleika á að skilja hvað fram fór. Og geta nú borið saman bækur sínar í ellinni!     Það er alveg rétt hjá BirniBjarnasyni dómsmálaráðherra að það er æskilegt og nauðsynlegt að skrifa sögu kalda stríðsins hér og leiða fram allar upplýsingar, sem til eru um það tímabil í lýðveld- issögunni.     Björn Bjarnason hefur umframaðra menn hvatt til þess að öll gögn um þetta tímabil verði dregin fram í dagsljósið enda hafa hann og skoðanabræður hans engu að leyna. Þeim er þvert á móti kapps- mál að þessi saga verði sögð til fulls.     Nýjar kynslóðir Íslendinga þurfaað hafa aðgang að upplýs- ingum um þessa sögu. Það verður erfitt fyrir þær að skilja sumt af því, sem þá gerðist. Það er erfitt ef ekki ómögulegt að koma tíðaranda þeirra ára til skila. en það er sjálf- sagt að reyna og tryggja greiðan aðgang að upplýsingum. STAKSTEINAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Rétt ákvörðun SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '- ./ '. '' .0 .1 ' .. ./ .2 '3 4 *%      5! 5! ) % 5! 5! 5!    5! 5!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   ( 6 .2 .2 .6 .0 .2 .. .. .- . )*5! 5!    4 5! 5! 5! 7 5! ) % ) % 7 5! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 2 . . . ' +0 +. / 1 1 .' 7 5! 7 5! 5! 5! 7 5! 7 5!  !7 5! 5! 5! 7 5! 9! : ;                      !      " #    $ %  & "  '" '( (  ) #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89     #-         <6    :! :    *  *% ;     <    =   4  %   . 6  <   * =.-<.18      =  ;  ) >% 7 5! = ;7     ' 1  <    =        ?; *5  *>    "3(4= =<4>"?@" A./@<4>"?@" ,4B0A*.@" -2- '.3 -=0 -=/ /'0 026 (22 .'6 .-'3 .'2- ./.( 621 .02/ .('( '-2' .21' ('6 (23 ('' 61( .61( .611 .62( .6'0 ''1' .313 2=' .=6 .=. .=6 .=. -=0 -=1 -=6 2=1 .=3 .=' .=( .=- -=6            LÖGREGLUEMBÆTTI á lands- byggðinni munu halda uppi virku eftirliti með rjúpnaveiðimönnum á þeim tíma sem veiðar eru ólöglegar. Embættin eru oftast nær fáliðuð en reyna að láta eftirlitið ekki koma nið- ur á öðrum störfum. Veiðitímabilið hófst sl. sunnudag og stendur til 30. nóvember. Sam- kvæmt tilskipun frá umhverfisráðu- neytinu eru veiðar ekki heimilar á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum og á að vera virkt eftirlit í samvinnu við dómsmálaráðuneytið – úr lofti eftir því sem kostur er. Hjá lögreglunni í Borgarnesi sinna menn eftirliti úr lofti en emb- ættið hefur aðgang að lítilli flugvél. Þar á bæ segja menn það árangurs- ríkasta og raunhæfasta eftirlitið. Annars staðar, s.s. á Patreksfirði, eru aðeins tveir menn á vakt í einu en engu að síður er haldið úti eftirliti. „Við tökum þetta verkefni fyrir með- an á því stendur, það er ekki hægt að gera það öðruvísi,“ segir varðstjóri og bætir við að reynt sé að láta eft- irlitið ekki koma niður á öðrum störf- um. Farið var í eftirlitsferðir á mánudag og í gær. Einnig verður rík áhersla lögð á eftirlit hjá lögreglunni á Vík en þar segjast menn geta veitt verkefninu sérstaka athygli þar sem minna er að gera en á öðrum árstímum. Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að ekki væri gefið upp hvenær eftirlit úr lofti færi fram. „Það er hugsanlegt að það verði eitt- hvert eftirlit með þessu en við gefum það ekki upp fyrirfram,“ sagði upp- lýsingafulltrúi gæslunnar. Virkt eftirlit með ólöglegum veiðum Morgunblaðið/Sverrir Girnileg Veiðar á rjúpu eru óheimilar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Lögreglumenn sjá til þess að veiðimenn fari eftir því. REYNIR Krist- insson hefur ver- ið ráðinn deildar- forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bif- röst. Reynir hef- ur á undanförn- um árum m.a. verið fram- kvæmdastjóri ParX, IBM Business Consulting Service á Íslandi, Pricewaterhouse- Coopers og Hagvangs. Reynir hef- ur jafnframt verið stjórnarformað- ur CCP, Hagvangs og fleiri fyrirtækja. Reynir Kristinsson er menntaður frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum ásamt því að hafa MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Rektor Háskólans á Bifröst ræð- ur í stöðu deildarforseta en sérstök valnefnd var honum til ráðgjafar um ráðningarferli og mat umsókna. Í henni sátu ásamt rektor, stjórn- arformaður háskólans og tveir fulltrúar kjörnir af deildarfundi. Niðurstaða valnefndar um tillögu til rektors um ráðningu Reynis var einróma, segir í fréttatilkynningu. Viðskiptadeild Háskólans á Bif- röst er stærsta og elsta deild há- skólans. Við deildina stunda um 300 nem- endur nám. Nýr deild- arforseti á Bifröst Reynir Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.