Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stjórn á blóðþrýstingi LH inniheldur náttúruleg lífvirk peptíð sem geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu og því fitulaus. Auk þess að innihalda peptíð hefur hann verið bættur með kalki, kalíum og magníum en rannsóknir benda til að þessi steinefni geti einnig haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Barnsburður,hormónalyf,hreyfing ogerfðir eru með- al þeirra þátta sem hafa áhrif á nýgengi brjósta- krabbameins sem eykst stöðugt. Líkur íslenskra kvenna á að greinast með sjúkdóminn á lífs- leiðinni eru nú um tíu prósent. Á árunum 1970–1974 fengu um 50 af hverjum 100 þúsund konum brjóstakrabbamein en í dag hefur tal- an nærri tvöfaldast að sögn Lauf- eyjar Tryggvadóttur faraldsfræðings og framkvæmdastjóra Krabbameins- skrár Krabbameinsfélags Íslands. „Frá því að Krabbameinsskráin tók til starfa árið 1955 hefur nýgengið nærri þrefaldast þannig að aukningin er ótrúlega mikil.“ Konur geta þó gripið til ýmissa ráða til að minnka líkurnar. „Við get- um notað öll tækifæri sem gefast til að hreyfa okkur sem mest, forðast áfengi og tíðahvarfahormón og haft börnin okkar á brjósti sem allra lengst,“ segir Laufey. „Einnig ættum við að borða sem mest af grænmeti, ávöxtum og fiski. Þetta eru helstu leiðbeiningarnar sem hægt er að gefa í dag samkvæmt niðurstöðum far- aldsfræðilegra rannsókna.“ Hún segir langt síðan menn áttuðu sig á áhrifum hormónatengdra þátta á meinið, s.s. fjölda barna sem kona á og hversu gömul hún er þegar hún eignast fyrsta barnið. „T.d. kom snemma á daginn að nunnur áttu frekar á hættu að fá brjósta- krabbamein.“ Laufey heldur áfram: „Einn af áhættuþáttunum er að konur byrja yngri með blæðingar núna en áður en áhættan eykst eftir því sem tíða- hringir eru fleiri. Í hverjum tíðahring fer brjóstið í gegnum frumufjölg- unarskeið og þegar frumur skipta sér eykst hættan á stökkbreytingum sem aftur geta valdið því að fruma verði að krabbameinsfrumu.“ Eftirköst kjarnorkusprengja Hormónalyf, s.s. p-pillan svokall- aða og tíðahvarfahormón eru einnig þættir sem taldir eru hafa áhrif á brjóstakrabbamein. „Þar er þó mikill munur á,“ segir Laufey. „Rannsóknir sýna almennt að pillan hefur lítil áhrif en tíðahvarfahormónin hafa umtals- verð áhrif til aukningar.“ Hún bendir á að eðli málsins samkvæmt sé þar um að ræða konur sem komnar eru yfir miðjan aldur. „Aukningin er líka mest í þeim aldurshópi. Fólki finnst það oft heyra um yngri konurnar en í raun sjáum við litla sem enga aukn- ingu í nýgengi brjóstakrabbameins hjá konum undir fertugu.“ Eins mótsagnakennt og það hljóm- ar er jónandi geislun, s.s. röntgen- geislar, talin auka hættuna á brjósta- krabbameini. Laufey segir konur þó ekki þurfa að óttast brjóstamynda- tökur vegna krabbameinsleitar. „Röntgengeislun virðist ekki hafa nein afgerandi áhrif þegar konur eru komnar yfir tvítugt. Hins vegar hefur hún áhrif á stúlkur á barns- og ung- lingsaldri og þá sérstaklega á þeim tíma þegar brjóstin eru að þroskast. T.d. hafa berklavarnirnar örugglega skapað einhver brjóstakrabbamein- stilfelli hjá þeim sem voru í miklu eft- irliti og fengu stóra geislaskammta.“ Þá voru eftirköst kjarnorkusprengn- anna í Nagasagi og Hiroshima rann- sökuð í þaula sem leiddi í ljós aukna tíðni brjóstakrabbameins hjá konum sem urðu fyrir geislun vegna þeirra. „Einna mest kom á óvart að stúlkur sem voru á barnsaldri þegar sprengj- urnar féllu voru í mjög aukinni áhættu áratugum síðar.“ Verðum aldrei svöng Hún segir það sem gerist á barns- og unglingsárum því greinilega mik- ilvægt. „Auðvitað skiptir líka máli hvað við gerum á fullorðinsárum og þannig er vitað að hreyfing er vernd- andi þáttur.“ Matur og áfengi hafa líka áhrif sem og þyngd kvenna, sér í lagi eftir tíðahvörf, og aukin hæð sem Laufey bendir á að sé afleiðing stöð- ugt meiri velsældar. „Við verðum aldrei svöng og kannski vantar ein- faldlega að við föstum stöku sinnum. Það er a.m.k. eitthvað við okkar alls- nægtaþjóðfélag sem veldur því að brjóstakrabbameinslíkurnar aukast.“ Loks hafa erfðir áhrif en fundist hafa tvö gen, BRCA1 og BRCA2, sem auka líkur á brjóstakrabbameini ef þau eru stökkbreytt. „Á Íslandi hefur aðeins fundist ein stökkbreyt- ing í BRCA1-geninu og hún er mjög fátíð,“ útskýrir Laufey. „Hjá flestum öðrum þjóðum finnast nokkrar ólíkar stökkbreytingar í þessu geni. Svo er aftur BRCA2 genið sem fannst seinna en Jórunn Erla Eyfjörð og fleiri Íslendingar hjá Krabba- meinsfélaginu og á Landspítalanum tóku þátt í að finna það gen. Það hef- ur líka bara fundist ein stökkbreyting í því geni á Íslandi sem sömuleiðis er óvenjulegt en aftur á móti er þessi eina stökkbreyting talsvert algeng því hún finnst í u.þ.b. hálfu prósenti allra Íslendinga.“ Margt annað spilar þó inn í. „Kona sem bar þessa sömu stökkbreytingu fyrir 100 árum var í um fjórfalt minni áhættu en kona sem ber hana í dag. Það sýnir í hnotskurn hvað þetta er mikið samspil umhverfis og erfða.“ Ýmis ráð sem draga úr líkum á brjóstakrabbameini Morgunblaðið/Eyþór Aukning „Í raun sjáum við litla sem enga aukningu í nýgengi brjósta- krabbameins hjá konum undir fertugu,“ segir Laufey Tryggvadóttir. Brjóstagjöf Því lengur sem barn er á brjósti, því betra. Hreyfing, mataræði, áfengisneysla, tíðahvarfa- hormón og brjóstagjöf er meðal þess sem virðist hafa áhrif á brjósta- krabbamein. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kynnti sér málið. Tíðahvörf Hormón sem notuð eru á breyt- ingaskeiði auka áhættu. Hreyfing Notum öll tækifæri til að hreyfa okkur sem mest. Vín Sú gullna regla að neyta áfengis í hófi er í fullu gildi. SÉ MAÐUR haldinn streitu, þunglyndi, kvalinn, kvíðinn eða vilji einfaldlega auka heila- starfsemina þá getur borgað sig að fjárfesta í mp3 spilara, fullyrti breska dagblaðið Guardian á dög- unum, enda virðist tónlistin geta komið að góðum notum við hin margvíslegustu tækifæri. Hafa rannsóknir til að mynda sýnt fram á að með tónlistarhlustun má draga úr bæði krónískum verkjum og þunglyndi, auk sem með aðstoð tónlistar megi minnka skammta af verkjalyfjum. Tónlist getur þó ekki síður komið að góðu gagni við ýmsar hversdagslegar aðstæður og þá getur stundum skipt verulegu máli á hvers konar tónlist við hlustum.  Þegar barnið neitar að sofna Hér getur virkað vel að setja pí- anókonsert eftir Mozart, eða aðra róandi tónlist í spilarann. Meira að segja fóstur í leginu hafa sýnt sig bregðast róandi við klassískri tónlist á ljúfu nótunum.  Barnsfæðing Gleymdu hvala- hljóðunum. Veldu frekar lög sem minna þig á rólega og gleðiríka tíma.  Megrun Hlustaðu á róandi tónlist á matmálstímum, t.d. Moz- art eða Enyu og geymdu rokk- tónlistina til betri tíma, þar sem hún hefur þau áhrif að maður borðar hraðar.  Líkamræktin Hér á uppá- haldstónlistin best við, hvort sem það er Beethoven, Beyoncé eða Botnleðja.  Fastur í umferðarteppu Settu rólega tóna í spilarann, nú eða stilltu inn á klassíska tónlist- arrás. Róleg og róandi tónlist af hvaða tagi sem er á hér best við.  Hjá tannlækninum Kipptu mp3 spilaranum með þér í stólinn og hlustaðu á uppáhaldslögin. Tónlistin leiðir hugann að öðru og útilokar hljóðið í bornum.  Hár blóðþrýstingur Hér gætu fagrir píanótónar Beethoven- lagsins Für Elise átt vel við. Ann- ars sýna rannsóknir að öll róandi tónlist getur hjálpað til við að lækka blóðþrýstinginn og róa hjartsláttinn. Tónlist fyrir öll tækifæri E inar Kolbeinsson íBólstaðarhlíð segir unnið að uppsetningu vegriðs „út á Klifinu, hvar Steingrímur J. bylti sér og yrkir: Steingríms-rið af réttri gerð, er rekið oní veginn, svo álpist síður aðra ferð, útaf vinstra megin. Jón Ingvar Jónsson bregður á leik: Aumur er ódráttur, erfiður frádráttur, fúlmennska fjárdráttur, frygðarráð samdráttur. Auðunn Bragi Sveinsson heyrði af umræðu um að hús Thors Jensens við Fríkirkjuveg yrði selt ættmennum hans og dettur í hug af því tilefni: Eignastéttin á þess von að eignast gamla slotið. Björgólfur Thor Björgólfsson bráðum fær þess notið. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af vegriði Árveknisátak um brjóstakrabbamein í október flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.