Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 21 LANDIÐ Hótel Hvolsvöllur Villibráðarhlaðborð Jólahlaðborð Gisting Fundir / ráðstefnur Einstaklingar, hópar og fyrirtæki leitið tilboða Sími 487-8050. Símabréf 487-8058. hotelhvolsvollur@simnet.is www.hotelhvolsvollur.is Hótel Hvolsvöllur Betra val Hvanneyri | Landbúnaðarháskóli Íslands er með í athugun að taka upp starfsnám í umhirðu og ræktun grasvalla. Jafnframt er skólinn þátttakandi í athugun norrænna landbúnað- arháskóla á því að setja upp samnorrænna námsbraut í grasvallafræðum á háskóla- stigi. Töluvert sérhæft rækt- unarstarf fer fram á knatt- spyrnu- og golfvöllum landsins og víðar. Einhverj- ir Íslendingar hafa numið þessi fræði erlendis. Björn Þorsteinsson, aðstoðarrekt- or kennslumála við Land- búnaðarháskóla Íslands, segir að nefnd á veg- um skólans sé að fara yfir garðyrkjunámið. Hún muni skoða sérstaklega þörfina fyrir starfsnám í ræktun og umhirðu grasvalla. Enginn norrænu landbúnaðarháskólanna hefur boðið upp á sérstakt nám á háskólastigi í umhirðu og ræktun golfvalla og annarra gras- valla en þeir hafa sinnt þessu verkefni með starfsnámi. Nú fer fram umræða á milli þeirra um að bjóða upp á háskólanám á þessu sviði og tekur Landbúnaðarháskóli Íslands þátt í þeim. Hugmyndin með háskólanáminu er, að sögn Björns, að mennta fólk til að stjórna og skipu- leggja ræktunina á meðan starfsnámið felst í verkunum sjálfum. Björn segir því að mark- aðurinn fyrir háskólanámið sé það lítill að ekki hafi verið talinn grundvöllur fyrir einstaka skóla til að standa að því. Allt umhverfið á dagskrá „Þetta er dæmi um það hvernig viðfangsefni menntastofnana landbúnaðarins er að breyt- ast. Í stað þess að sinna eingöngu landbún- aðarframleiðslu er allt umhverfið á okkar námsskrá, meðal annars náttúruvernd. Þessi nýju viðfangsefni tryggja í raun líf hinna gömlu námsbrauta,“ segir Björn Þorsteinsson. Huga að námi í gras- vallafræðum Björn Þorsteinsson Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Höfn í Hornafirði | Stemningin frá árunum í kringum 1960 er ríkjandi á Höfn í Hornafirði um þessar mundir. Skemmtun með lögum frá þessum tíma, American Graffiti, var frumsýnd á Hótel Höfn um helgina og ekki fer hjá að andblærinn frá þessum tíma smitist inn á mörg heimili og vinnustaði bæjarins vegna þess hversu margir taka þátt í verk- efninu og sækja sýningarnar. Hornfirska skemmtifélagið hef- ur staðið fyrir tónlistardagskrá á hverju ári í samvinnu við Hótel Höfn í nokkur ár. American Graffiti er fimmta skemmtunin sem það stendur fyrir. Fyrri sýn- ingar hafa verið afar vel sóttar og skapað skemmtilega stemningu í bæjarfélaginu. Þarf að þvo sér tvisvar „Við komum saman og ýmsum hugmyndum er velt upp. Þetta varð fyrir valinu núna en aðrar hugmyndir bíða betri tíma,“ segir Heiðar Sigurðsson, tónlistarstjóri sýningarinnar. Hann er í hljóm- sveitinni Kusk sem leikið hefur í tónlistardagskránni frá upphafi. Á dagskránni eru 25 lög sem endurspegla líf bandarískra ung- menna á árunum 1958 til 1965 eins og því var lýst í samnefndri kvikmynd. Reynt er að skapa stemningu þessa tíma með ýms- um öðrum hætti, búningum söngvara, skreytingu hússins og meira að segja með matseðlinum. Þannig er í forrétt amerísk kjúk- lingaveisla en rétturinn minnir á lítinn hamborgara. Og í eftirrétt er mjólkurhristingur. Hljóm- sveitin er ekki undanskilin, þeir eru klæddir upp og greiddir með brilljantíni. „Þetta er allt í lagi. Maður þarf bara að þvo sér tvisv- ar um höfuðið þegar maður kem- ur heim,“ segir Heiðar. Tæplega þrjátíu manna hópur stendur að sýningunni, allir í sjálfboðavinnu. Tekjur sem félag- ið fær fyrir sýningarnar eru not- aðar til að standa fyrir blúshátíð og ýmsum öðrum skemmtunum. „Þetta er skemmtilegt. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum í þessu ár eftir ár,“ segir Heiðar. Tónlistardagskráin var flutt í fyrsta skipti á Hótel Höfn síðast- liðinn laugardag. Var fullur salur og góð stemning, að sögn Heið- ars. Allir starfsmennirnir með Heiðar vinnur hjá Galdri ehf. sem gefur út héraðsfréttablaðið Eystra Horn, auk annarar starf- semi. Fjórir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu og taka allir þátt í sýningunni. „Jú, þetta er heil- mikið rætt á kaffistofunni. Svo þurftum við að loka snemma á föstudaginn til að undirbúa sýn- inguna,“ segir Heiðar. Stemningin frá 1960 á Höfn Gömul amerísk rokklög og unglingamenning setja svip sinn á Hornafjörð Ljósmynd/Urður María Tilþrif Kristján Hauksson lagði sig vel fram þegar hann söng lokalagið á frumsýningu American Graffiti. Tæplega þrjátíu manns taka þátt í sýningunni, þar á meðal tólf söngvarar og fjögurra manna hljómsveit. Í HNOTSKURN »American Graffiti erfimmta tónlistar- dagskráin sem Hornfirska skemmtifélagið stendur fyr- ir, auk blúshátíðar. »Sýnt er á hverjum laug-ardegi fram eftir nóv- ember. »Sýningunni fylgir kvöld-verður og dansleikur og gestir fá tilboð í gistingu á Hótel Höfn. Keflavíkurflugvöllur | Fulltrúaráð Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hvetur í ályktun stjórnvöld og sveitarfélög til að koma upp á Keflavíkurflugvelli æfingasvæði fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og aðra við- bragðsaðila svo sem lögreglu, björg- unarsveitir og Landhelgisgæslu. Það álit kemur fram í ályktuninni að nú sé lag til að byggja upp til framtíðar öflugan skóla og þjálfun- araðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Bent er á að svæði fyrir verklega þáttinn sé fyrir hendi á varnarliðssvæðinu og einnig góð aðstaða fyrir kennslu og þjálfun, svo sem skóli og íþróttamannvirki. Í fréttatilkynningu sem LSS hefur sent frá sér af þessu tilefni er vakin athygli á því að Brunavarnir Suður- nesja hafi byggt upp vísi að æfinga- og kennsluaðstöðu við gömlu sorp- eyðingarstöðina sem er í jaðri varn- arliðssvæðisins. Þar sé mengunar- varnabúnaður og önnur aðstaða. Framtakið sé hins vegar í uppnámi vegna óvissu um framtíð svæðisins. Loks kemur fram það álit að tíma- bært sé að auka samvinnu skóla sem koma að kennslu og þjálfun við- bragðsaðila og jafnvel sameiningu. Óska eftir æfingaað- stöðu á varnarsvæðinu SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Bæjarverkfræðingurinn í Grindavík undirbýr útboð á fjölnota íþróttahúsi, knattspyrnuhúsi. Húsið verður reist austan við stúkuna við knattspyrnuvöll Grindvíkinga. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG styður áformin. Stefnt er að því að „Grindavíkurhöllin“ verði tekin í notkun 1. nóvember á næsta ári. Fjölnota íþróttahúsið í Grindavík verður 50 sinnum 70 metrar að stærð. Bæjarráð Grindavíkur ákvað að gefa kost á tilboðum í tvær gerðir húsa. Annars vegar ódýrt og óupp- hitað hús úr dúk, í stíl við hús FH við Kaplakrika. Hins vegar upphitað hús úr varanlegu efni. Líkur á vönduðu húsi Áform voru uppi um byggingu ódýrs knattspyrnuhúss og voru 100 milljónir ætlaðir til þess á fjárhags- áætlun bæjarins í ár. Var þeim áformum skotið á frest og nú telur Pétur Bragason bæjarverkfræðing- ur mestar líkur á að ráðist verði í byggingu vandaðs húss. Kostnaður er áætlaður 165 til 270 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir búningsað- stöðu í þessum áfanga og snyrtingar í stúkunni verða notaðar. Hins vegar er gert ráð fyrir að búningsklefar og önnur aðstaða fyrir húsið verði í framlengingu af stúkunni sem einka- aðilar hyggjast byggja í samvinnu við knattspyrnudeild UMFG. Töluverð þróun er í gervigrasi fyr- ir slík hús. Pétur segir ákveðið að velja það nýjasta sem í boði er í dag. Hringinn í kringum knattspyrnu- völlinn verður göngu- og hlaupa- braut. Annars segir Pétur Bragason að mest muni íþróttahúsið verða not- að af knattspyrnufólki, ekki síst í yngri flokkunum. Á móti losni tímar í íþróttahúsi Grindvíkinga sem meðal annars verði úthlutað til íþrótta- greina sem ekki hafi komist þar að. Ingvar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar UMFG, segir að tilkoma hallarinnar muni breyta miklu fyrir starfið. Grindvík- ingar eigi ekki átt kost á öðru en af- gangstímum í öðrum æfingahúsum og hafi orðið að æfa úti og við slæmar aðstæður yfir veturinn. „Nú kom- umst við í skjól með alla flokka á góð- um tímum og getum æft allt árið,“ segir Ingvar. Knattspyrnuhús tekið í notkun að ári Æfing Boltinn byrjar væntanlega að rúlla í Grindavíkurhöllinni 1. nóv- ember á næsta ári. Útboð verður auglýst eftir áramótin. Grindvíkingar stefna að upphituðu og vönduðu íþróttahúsi Í HNOTSKURN »Fjölnota íþróttahús meðgervigrasi verður tekið í notkun í Grindavík eftir ár. »Æfingaaðstaða knatt-spyrnumanna á öllum aldri batnar til mikilla muna. Hefði þurft að koma ári fyrr, segja forystumenn knatt- spyrnunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.