Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍÐUSTU árin, sem hvalveiðar voru stundaðar í ábataskyni hér við land, skiluðu þær um 2% af útflutnings- verði sjávarafurða í heild og um 1,5% af heildarvöruútflutningi lands- manna. Síðan þá hefur mikið breytzt og illmögulegt að meta hve miklu veiðarnar gætu skilað nú, væru þær stundaðar í sama mæli og þá. Afurð- irnar voru þá nær eingöngu fluttar út til Japans, kjöt, rengi og spik. Aukaafurðirnar, mjöl og lýsi, fóru annað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar við Ísland öldum saman með nokkr- um hléum þó. Fyrst í stað var það lýsið, sem gerði hvalinn verðmætan, því það var mikilvægur ljósgjafi í Evrópu, þegar á 12. öld. Baskar voru miklir hvalveiðimenn og voru nánast einráðir frá upphafi þeirra veiða og fram á 17. öld. Þá höfðu þeir verið hraktir af flestum gjöfulum miðum og hófu þá veiðar við Ísland. Danakóngur bannaði svo árið 1615 öllum öðrum en þegnum sínum að stunda veiðar á hval við Ísland. Dan- ir stunduðu svo veiðar hér næstu aldirnar auk annarra Evrópuþjóða. Veiðarnar gengu hins vegar ekki vel því lítið var um hægsyndar auð- veiddar tegundir eins og sléttbak. Bylting í veiðitækni Á seinnihluta 19. aldar varð bylt- ing í hvalveiðunum með tilkomu vélknúinna veiðiskipa og sprengiskutuls, sem Norðmaðurinn Sven Foyn smíðaði. Upp úr 1880 hófu Norðmenn að reisa hvalstöðvar hér á landi og enn var það lýsið sem skapaði verðmætin. Hvalveiðar náðu hámarki hér við land árið 1902, þeg- ar 1.300 hvalir komu á land og 30 skip voru við veiðarnar. Veiðarnar voru langt umfram af- rakstursgetu hvalastofnanna og grundvöllurinn því orðinn veikur ár- ið 1910. Alþingi setti loks lög 1916 sem bönnuðu veiðar og vinnslu á stórhvölum innan íslenzkrar lög- sögu. Veiðibannið náði ekki til hrefnu, sem var byrjað að veiða árið 1914 og voru nokkrar veiðar á hrefnu við landið allt til ársins 1985. Norðmenn hófu svo veiðar á ný við landið seint á þriðja áratugnum, en héldu sig utan landhelgi, sem var aðeins þrjár míl- ur. Hvalveiðibanninu var síðan aflétt árið 1933 og hófust þá veiðar frá Tálknafirði í samvinnu Íslendinga og Norðmanna. Seinni heimsstyrjöldin varð svo til að veiðarnar lögðust nið- ur um tíma. Það var svo 1948, sem Hvalur hf. hóf starfsemi sína í Hval- firði og stóð starfsemin óslitið fram til ársins 1985, þegar hvalveiðar í at- vinnuskyni voru bannaðar. Næstu þrjú árin voru reyndar stundaðar takmarkaðar veiðar á langreyði og sandreyði. Mest fjögur skip að veiðum Veiðar á stórhvölum með sprengi- skutli voru stundaðar með hléum frá landstöðvum við Ísland í liðlega eina öld, eða til ársins 1989. Frá árinu 1948 takmörkuðust veiðarnar við starfsemi stöðvarinnar í Hvalfirði en þar voru lengst af og mest fjögur skip að veiðum yfir vertíðarmán- uðina júní–september. Á árunum 1948–1985 voru að meðaltali veiddar 234 langreyðar og 68 sandreyðar ár- lega og 82 búrhvalir árin 1948–1982 (alfriðaður í Norður-Atlantshafi frá árinu 1982). Hrefnuveiðar voru stundaðar á litlum vélbátum hér við land mestan hluta síðustu aldar. Veiðar þessar voru lengst af smá- ar í sniðum, nokkrir tugir dýra á ári. Á árunum 1977–1985 ákvað Alþjóða- hvalveiðiráðið (IWC) árlega veiði- kvóta fyrir svæðið Austur-Græn- land/Ísland/Jan Mayen og komu flest árin um 200 hrefnur í hlut Ís- lendinga. Árið 1986 gekk í gildi ákvörðun IWC um tímabundna stöðvun veiða í atvinnuskyni. Í samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var hinsvegar veiddur takmarkaður fjöldi lang- og sandreyða í rannsóknaskyni árin 1986–1989. Frá árinu 1990 hafa eng- ar veiðar á stórhvelum verið stund- aðar frá Íslandi. Engar hrefnuveiðar voru stundað- ar hér við land á tímabilinu 1986– 2002. Að beiðni stjórnvalda gerði Haf- rannsóknastofnunin veturinn 2002/ 03 rannsóknaáætlun sem fól í sér veiðar á 200 hrefnum, 200 langreyð- um og 100 sandreyðum á tveim árum auk flugtalninga og gervitungla- merkinga. Í ágúst 2003 hófust hrefnuveiðar samkvæmt áætluninni. Á tímabilinu 18. ágúst til 30. september voru veiddar 37 hrefnur, 25 dýr í júní og júlí 2004 og 39 í júlí og ágúst 2005 og loks 60 á þessu ári. Það er mat Hafrannsóknastofnun- arinnar að veiðar á 400 hrefnum á ári séu sjálfbærar og sömuleiðis veiðar á 150 til 200 langreyðum á ári. Heimildir: Ástandsskýrsla Hafró og Sjávarnytjar við Ísland. Hvalveiðar skiluðu 2% af heildar- verðmæti sjávarafurða síðustu árin Í HNOTSKURN »Síðustu árin, sem hvalveiðarvoru stundaðar í ábataskyni hér við land, skiluðu þær um 2% af útflutningsverði sjávarafurða í heild »Á árunum 1948–1985 voru aðmeðaltali veiddar 234 lang- reyðar og 68 sandreyðar árlega og 82 búrhvalir árin 1948–1982 »Það er mat Hafrann-sóknastofnunarinnar að veið- ar á 400 hrefnum á ári séu sjálf- bærar og sömuleiðis veiðar á 150 til 200 langreyðum á ári          !       " !                  !"                                                                                       !        ! !!   " "  !  ! !!! ! ! !   ! ""  !! ! !   ! "  !  "  !! !! !!   "  # #  " $ %&'  %  (  %  $ '  %  )*'   +* '   +       !     ""   !   "  !           "      ! " !!     ! !!   "    "   " "  ! !!  "! ! !  !! !       !   "   !  !     ""       "   " !" "   !   ! "     #  % &              &    )!   * + # (       ! ,--, Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is „Í OKKAR augum er þetta bara enn ein atlagan að ferðaþjónust- unni á Íslandi. Þarna er verið að fara á stað í eitthvað allt annað en vísindaveiðar á nokkrum hrefn- um. Það er verið að fara í stór- hveli sem hafa sterka ímynd er- lendis,“ sagði Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvala- skoðunarsamtaka Íslands, að- spurður um þá ákvörðun að hefja hvalveiðar. Hann sagði að samtökin hefðu lagst eindregið gegn hvalveiðum Íslendinga og teldu einu ástæð- una fyrir þeim vera löngun til að sýna mátt sinn og megin, því eng- ar efnahagslegar forsendur væru fyrir veiðunum. Eina sjálfbæra nýtingin á hvalastofnunum við Ís- land væri hvalaskoðun, því bæði þyrftu að vera fyrir hendi efna- hagslegar og félagslegar forsend- ur í þeim efnum og það væru eng- ir markaðir fyrir hvalaafurðir á sama tíma og hvalaskoðun væri að skila af sér gríðarlegum tekjum fyrir þjóðarbúið. Um 90 þúsund ferðamenn hefðu líklega farið í hvalaskoðun í sumar og því væri klárlega verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Finnbogi. A. Baldvinsson, for- stjóri Icelandic Europe, segir að þeir muni fylgjast með viðbrögð- um viðskiptavina sinna á næst- Konráð að- spurður hvort hann teldi að ákvörðun um veiðar ætti eftir að vekja hörð viðbrögð. Það væri búið að hrópa úlfur, úlfur lengi, en þrátt fyrir það fjölgaði ferða- mönnum stöðugt og enginn talaði um mengunina á bakvið hvern ferðamann. Ekki markaður fyrir kjötið Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, sagði að stærð þess kvóta sem ákveðin væri kæmi ekki á óvart í ljósi þess að það væri enginn markaður fyrir kjötið hvorki á Ís- landi né annars staðar og það væri ekki fyrirsjáanlegt að það breyttist. „Því verður maður að spyrja sig til hvers stjórnvöld eru að þessu og hvað gengur sjávar- útvegsráðherra til?.“ Árni sagðist búast við að flest náttúrverndarsamtök myndu furða sig á þessari ákvörðun þar sem hér hefði verið að byggjast upp mjög öflugur hvalaskoðunar- iðnaður, auk þess sem ferðaþjón- ustan væri mjög öflug. „Hvort þetta skaðar ferðaþjónustuna skal ósagt látið, en þetta hjálpar ekki til.“ ar væri 200 dýr allt í kringum landið og 150 ef einungis væri veitt á miðunum hér vestur af landinu og að óhætt væri að veiða 400 dýr af hrefnu. Báðir þessir stofnar hefðu verið metnir mjög nákvæmlega og taldir mörg und- anfarin ár. Þessi rannsóknagögn væru mjög góð og um þau hefði verið fjallað bæði í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins og NAMMCO. Stofnarnir væru tald- ir vera mjög nálægt því sem þeir hefðu verið áður en veiðar á þeim hófust fyrir 100 árum síðan. Konráð Eggertsson, hrefnu- veiðimaður, sagði að það hefði verið kominn tími til að taka þessa ákvörðun og þetta hefði átt að vera búið að gerast fyrir löngu. Þó kvótinn væri ekki stór væri aðal- málið að brjóta ísinn og byrja at- vinnuveiðar að nýju. „Það verður kannski einhver smástormur í vatnsglasi til að byrja með, en ég hef ekki trú á því að það verði til langframa,“ sagði unni, en það sé öllum ljóst að skiptar skoðanir séu á hvalveið- um. „Icelandic Group er alþjóðlegt fyrirtæki í vinnslu á sjávarafurð- um. Við kaupum fisk alls staðar að úr heiminum, meðal annars frá Íslandi. Okkar viðskiptavinir eru um allan heim. Það er öllum ljóst að það eru skiptar skoðanir um hvalveiðar og við munum fylgjast með viðbrögðum kúnna okkar á næstu dögum og hvaða skoðanir þeir hafa á þessu,“ sagði Finn- bogi. Sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson, hvalasér- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, sagði að þessi ákvörðun um hvalveiðar væri vel innan þeirrar ráðgjafar sem Hafrann- sóknastofnun hefði lagt til. Veið- arnar væru sjálfbærar og stefndu ekki þessum stofnum í hættu á einn eða annan hátt. Stofnunin hefði metið að veiðiþol langreyð- Tímabær ákvörðun – Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Gísli A. Víkingsson Finnbogi Baldvinsson Árni Finnsson Ásbjörn Björgvinsson Konráð Eggertsson „ÞESSI ákvörðun er eðlilegt framhald af því sem búið er að segja hér undanfarin ár með öllum þessum fyrirvörum sem gefnir hafa verið í gegnum ár- in. Ánægjulegt að menn hafi tekið af skarið. Einar K. Guð- finnsson er búinn að keyra þetta mál af fullum krafti eins og hans er von og vísa, enda hefur hann haft þá skoðun all- an tímann að við eigum að hefja hvalveiðar í ábataskyni,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. „Við ætlum að senda bátinn út, en það er orðið áliðið hausts og farið að bregða birtu. Þetta verð- ur kannski bara 9 til 5 vinna. Það var fyrir mörg- um árum farið í að merkja hval um þetta leyti og þá var langreyður þarna á miðunum. Við rennum þó alveg blint í sjóinn með hvað er þarna úti. Það hefur enginn farið þarna út á okkar vegum til að kanna slóðina. Við ætlum alla vega að prófa þetta og veðrið eins og það er nú hjálpar mikið til.“ Kristján segir að hvalstöðin sé tilbúin til að taka á móti hval og afurðunum verði komið í lóg. Hann gerir ekki ráð fyrir að nema þrír, fjórir hvalir náist nú og svo sé þess að geta að hval- skurðarmennirnir séu ekki lengur í æfingu eftir tveggja áratuga hvíld. „Aðalatriðið er að komast af stað. Ég hef eng- ar áhyggjur af markaðnum. Hann er til staðar. Við þurfum að láta efnagreina kjötið til að greina hugsanleg eiturefni eins og PCB og kvikasilfur til að sýna fram á að kjötið sé í lagi, en það þurfti ekki áður. Þetta er svona æfing í haust og svo höfum við tímann til að búa okkur betur undir þetta allt fyrir næsta ár. Það er talað um fisk- veiðiárið en auðvitað getur ráðherrann aukið kvótann frekar á næsta ári, ef honum sýnist svo. Hann þarf ekki að taka tillit til Alþjóðahval- veiðiráðsins í þeim efnum,“ segir Kristján Lofts- son. Ánægjulegt að taka af skarið Kristján Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.