Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 35 Rúmum tveimur vikum áður en afi kvaddi sagði ég honum að fjölskyldan væri að byggja. Spurði hann þá hvort ég skuldaði nokkuð mikið, því það væri ekki gott. Hann var alltaf samur við sig þegar kom að peningamálum, ekki taka of mikla áhættu þegar fjöl- skyldan væri annars vegar. Takk fyrir allt, afi minn. Magni Þór Samsonarson. Elsku afi minn hefur nú kvatt þenn- an heim. Þegar ég hugsa til baka um þau 12 sumur sem ég dvaldi hjá afa og ömmu vestur á Patró átta ég mig á þeirri gæfu sem það var að fá að dvelja hjá þeim. Allt frá fyrsta sumri sam- tvinnaðist leikur og vinna þar sem aflatölur gærdagsins voru það fyrsta sem rætt var að morgni og veðurspáin kom þar á eftir. Minningar mínar um afa tengjast þannig hvað sterkast sjónum. Við fórum saman ófáar grá- sleppuferðirnar þar sem glíman við þessar furðuskepnur stóð frá snemma morguns til seint að kveldi. Amma beið svo heima með heitan mat og eftir að hafa hlustað á kvöldspána tókum við oft tafl eða spiluðum rússa. Ég man sérstaklega eftir einni grásleppu- ferð þar sem við höfðum daglangt dregið upp trossurnar og lagt nýjar þegar gríðarmikil þoka skall á og hafði afi á orði að sjaldan hefði hann séð hana svo þykka. Heimstímið á trill- unni tók tæpa tvo tíma og höfðum við ekkert annað en kompás og dýptar- mæli til aðstoðar. Þarna í stýrishús- inu, sem rétt rúmaði okkur báða, störðum við út í tómið og skröfuðum um heima og geima. Öðru hverju rýndi afi í dýptartölur og mér fannst óþægilega langur tími hafa liðið án þess að við sæjum land. Mér fannst allt eins að við gætum steytt á skeri þá og þegar. Skyndilega birtist hafnar- mynnið á Patró og mér fannst það breiða út faðminn í átt til okkar. Ég man hvað ömmu létti mikið að sjá okk- ur en aldrei minnist ég þess að hún hafi haft á orði að sleppa skyldi úr sjó- ferð. Þessi sumur vestur á Patró munu ætíð búa sterkt í hjarta mér. Þessi sumur eru í minningunni eins og skemmtilegt ferðalag sem ekki verður endurtekið. Það veganesti sem afi gaf mér hefur markað djúp spor í lífsvið- horf mitt og er ég þakklátur honum fyrir það. Það er með söknuði sem ég kveð þennan aldna vin sem með föð- urumhyggju sinni átti svo stóran þátt í mótun unglingsára minna. Hugi Hreiðarsson. Elsku afi, þá er komið að kveðju- stundinni. Nú hefur þú fengið hvíldina eftir langa og farsæla ævi. Ég er viss um að amma hefur nú tekið á móti þér með opnum örmum. Við bræðurnir og Hugi frændi vorum svo heppnir að hafa átt þess kost að geta farið á hverju sumri vestur á Patró til ykkar ömmu. Það var alltaf mikil eftirvænting þegar líða tók að vori, vegna hugsana um að geta farið til ykkar því við fengum allt- af blíðar móttökur hjá ykkur. Það var notalegt að vakna á Urðargötunni í þessu stóra og tignarlega húsi ykkar og finna ilminn af kleinubakstri á morgnana og heyra vélahljóðið í bátunum sem lágu við höfnina. Þar sem líf þitt snerist að stórum hluta um sjóinn var yfirleitt talað mikið um fiskirí og báta og um allt sem því fylgir. Ég smitaðist snemma af þessum áhuga á sjónum og vildi fara sem fyrst með þér, en þá var ég of ungur til að hægt væri að nota mig við slík störf. Þú vildir að ég byrjaði á því að vinna við að taka á móti hrogn- unum þegar þú og eldri bróðir minn komu í land á kvöldin og salta síðan grá- sleppuhrognin daginn eftir, enda reynd- ist þetta vera alveg nóg fyrir 12 ára gutta. En það kom að því að við fórum að róa saman og gerðum við það í nokkur sumur, fyrst á Valnum síðan á Svan- inum og Mummanum. Þær stundir sem við áttum saman úti á Patreksfló- anum eru mér mjög kærar og munu ávallt lifa í minningunni. Elsku afi, takk fyrir þær ómetan- legu stundir sem við áttum saman. Þinn dóttursonur, Jóhann Samsonarson.  Fleiri minningargreinar um Krist- inn J. Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfund- ar eru: Kristinn Samsonarson; Auður Magndís; Máni Þór og Logi Már. ✝ Ketill Eyjólfs-son fæddist í Merkinesi í Hafna- hreppi í Gull- bringusýslu 20. apr- íl 1911. Hann andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 11. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Gísladóttir, f. 7. sept. 1881, d. 29. des. 1957, og Eyj- ólfur Símonarson, f. 22. ágúst 1851, d. 22. ágúst 1931. Ketill var einn af átta börnum þeirra hjóna. Hin voru Páll, f. 1901, Helgi, f. 1903, Guðmundur, f. 1905, Björg, f. 1907, og Símon, f. 1913, sem öll eru látin. Eftirlifandi eru Sig- urveig, f. 1915, og Guðlaugur, f. 1918. Ketill hóf störf sín í Vest- mannaeyjum ungur að árum hjá uppeldisbróður sínum Jóni Gísla- Eiginkona Ketils var Anna Rósa Árnadóttir, f. 6.7. 1923, d. 20.2. 1996. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Sigríður Magn- úsdóttir, f. 28. ágúst 1898, d. 7. des. 1971, og Árni Steindór Þor- kelsson, f. 24. júní 1888, d. 17. júlí 1932. Börn Ketils og Önnu eru: Sigurður Steinar, f. 1948, kona hans er Sólveig Baldursdóttir, f, 1951, þau eiga synina Baldur Óla, f. 1975 og Ketil, f. 1977. 2) Helga Eyberg, f. 1952, dóttir hennar og Hauks Kristinssonar er Anna Ey- berg, f. 1971. Sambýlismaður Helgu er Torfi Kristinsson, f. 1949, synir þeirra Kristinn, f. 1984, og Ingvar, f. 1986. Fyrir átti Ketill dótturina Guð- rúnu Eyberg, f. 1939, sem alin var upp hjá frænku Ketils, Jór- unni Gísladóttur og manni hennar Oddgeiri Þórarinssyni. Maður Guðrúnar er Sæmundur Árnason, f. 1938. Börn þeirra: Sigrún, f. 1962, Oddgeir Sæmundur, f. 1966, og Fjölnir, f. 1970. Afabörnin eru átta og langafabörnin tólf. Útför Ketils verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. syni útgerðarmanni að Ármóti. Árið 1940 flytur hann til Reykjavíkur og starfaði þar við akst- ur og síðar lengi í Sælgætisgerðinni Víkingi. Hann flytur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur árið 1952. Hann vann um tíma á Keflavíkurflugvelli en stundaði síðar út- gerð ásamt bróður sínum og fleirum. Árið 1965 keyptu hann og Anna kona hans Efnalaug Hafn- firðinga og fluttu þau til Hafn- arfjarðar tveimur árum síðar. Við efnalaugina störfuðu þau saman til ársins 1978 en seldu þá fyr- irtækið. Starfsorkan var mikil og næstu tíu árin vann Ketill hjá áhalda- húsi Hafnarfjarðar eða framundir áttræðisaldur. Tengdafaðir minn, Ketill Eyjólfs- son, lést þann 11. október sl. Hann lauk jarðvist sinni eins og hann hafði lifað, hress og óbugaður þrátt fyrir háan aldur. Hann talaði gjarnan um að hann vildi ekki verða öðrum til byrði, honum varð að ósk sinni. Hann lifði langan aldur og upplifði þær mestu breytingar sem orðið hafa í íslensku þjóðlífi og varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að geta fylgt þessum breytingum og tekið þátt í atvinnulífinu við góða heilsu. Ketill fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum og var með öll svör á reiðum hönd- um hvernig ætti að leysa málin og þá vafðist ættfræðin heldur ekki fyrir honum. Þegar hann hafði farið yfir ættir og atburði sem höfðu jafn- vel orðið fyrir mitt minni og ég fylgdist kannski ekki alveg nógu vel með, átti hann til að segja: Hvað er þetta, manstu þetta ekki, drengur. Það er að mörgu leyti erfitt fyrir okkur nú á tímum að gera okkur grein fyrir því hvernig var að alast upp á kreppuárunum og því síður hvernig lífsbaráttan var á þeim tíma. Við kveðjum nú mann sem hafði lifað í 95 ár og eftir langa og farsæla starfsævi átti hann góð ár á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þar kynntist hann mörgu fróðu og merku fólki og eign- aðist góða vini. Hann lét einnig til sín taka með því að vera í forsvari fyrir þau er þar bjuggu og hafði virkan áhuga á velferð þeirra og var óþreytandi að benda á það sem bet- ur mætti fara. Átti hann þar farsælt samstarf við stjórnendur og starfs- fólk stofnunarinnar. Hann spilaði vist á virkum dögum og var meira að segja kominn í golfið. Snyrtimenni var Ketill með afbrigðum og ekki hvarflaði annað að honum en að skipta um föt fyrir mat og kaffi og að mæta jakkalaus eða án bindis var óhugsandi. Ég vil minnast Ketils sem manns með mikla þekkingu á þjóðmálum, jafnvel pólitískur á stundum, manns sem gaman var að rökræða við og skapa smá ágreining en leysa síðan þjóðmálin í sátt á farsælan og öruggan hátt. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka Katli tryggð og góða samfylgd. Sæmundur Árnason. Hann Ketill afi okkar hefur nú kvatt þennan heim. Afi fæddist í Merkinesi í Höfnum á Reykjanesi árið 1911. Þar ólst hann upp fyrstu fjögur árin ásamt systkinum sínum. Fjögurra ára að aldri var hann sendur til dvalar til ættingja sinna í Vestmannaeyjum og dvaldi hann þar í hartnær þrjátíu ár. Afi leit allt- af á sig sem Eyjamann enda voru það Eyjarnar og líf hans þar sem mótuðu hann. Afi flutti síðan til Reykjavíkur árið 1940 og vann þar ýmis störf. Árið 1947 giftist hann ömmu Önnu og hófu þau búskap saman. Árið 1952 fluttu afi og amma til Keflavíkur og bjuggu þar en fluttu til Hafnarfjarðar árið 1967. Við bræðurnir þekktum bara heimili þeirra ömmu og afa á Hringbraut- inni í Hafnarfirði. Þar áttu þau heima skammt frá æskuheimili okk- ar og það var ekki nema nokkurra mínútna gangur á milli. Það var ávallt gott að koma heim til afa og ömmu. Þegar við bræðurnir komum í heimsókn gaf amma okkur alltaf kandís og bakaði hún oft pönnukök- ur eða vöfflur handa okkur sem við átum með bestu lyst. Það var alltaf gaman að tala við afa og hafði hann ávallt sögur að segja frá árunum í Eyjum. Hann hafði sínar skoðanir á hinum ýmsu málum og hafði gaman af að ræða þær við aðra. Afi fylgdist líka vel með þjóðmálum og lá ekki á skoð- unum sínum um ástand mála í sam- félaginu. Afi gerði mikið af því að fara í gönguferðir um bæinn, eink- um hin síðari ár. Stundum slógumst við bræðurnir í för með honum og er það okkur mjög minnisstætt. Í þess- um gönguferðum var afi oft að leggja okkur lífsreglurnar. Það var lífsskoðun afa að allir þeir sem gætu ættu að standa á eigin fótum og vera ekki upp á aðra komnir. Sjálfstæði og vinnusemi voru hans einkenni enda hafði afi alla tíð verið mjög drífandi og vinnusamur maður. Þeg- ar afi hætti sjálfstæðri atvinnustarf- semi við rekstur Efnalaugar Hafn- firðinga, þá sjötugur að aldri, hóf hann störf hjá áhaldahúsi Hafnar- fjarðar og vann þar í tíu ár eftir það. Þegar afi var um áttrætt, og enn við vinnu, voru settar reglur um að starfsmenn bæjarins ættu að hætta sjötugir og ákvað afi þá að segja upp störfum, kominn tíu ár fram yfir þann tíma. Hann vildi hætta sjálfur því að í öll þau ár sem hann hafði verið við vinnu hafði honum aldrei verið sagt upp störfum og því vildi hann halda. Hann afi hafði unnið hin ýmsu störf um ævina, hann hafði verið bílstjóri, iðnverkamaður, verk- stjóri, útgerðarmaður, rekið efna- laug og ýmislegt fleira. Afi leit ekki svo á að eitt starf væri öðrum merki- legra. Hann gekk að öllum sínum störfum með því hugarfari að maður ætti að vanda sig og leysa öll störf af hendi, eins vel og mögulegt væri. Hann afi vildi miðla okkur því hug- arfari að það skipti ekki öllu hvað maður gerði heldur að maður leysti það vel og samviskusamlega af hendi sem maður tæki sér fyrir hendur. Við bræðurnir urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast afa Katli sem lagði okkur lífsreglurnar. Afi var af þeirri kynslóð sem flutti þjóðina úr húsum moldargólfsins til allra nútíma þæginda. Hann afi hafði skilað löngu og veigamiklu ævistarfi og naut góðrar heilsu allt til þess að hann taldi tíma til kominn að kveðja okkur. Vertu sæll, kæri afi, og hafðu þökk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur og ekki síst öll þau heil- ræði og góðu lífsgildi sem þú tamdir okkur. Ný störf á Guðs vegum munu vafalaust bíða þín, kæri afi. Kristinn og Ingvar. Hann afi Ketill er dáinn. Þegar þú sagðir við mig síðasta vetur, þegar þú varst á spítalanum, að nú væri ekki mikið eftir og þú myndir kveðja þennan heim fljótlega tók ég þeim orðum með fyrirvara, því þú hafðir það mikið þrek ennþá og ég trúði því ekki að nú væri tíminn komin og það reyndist rétt, þú náðir heilsunni aft- ur og fórst heim á Hrafnistu. En samt var heilsan ekki alveg eins og hún átti að vera, þú áttir þína góðu daga og einnig þína slæmu, og nú í byrjun október þegar nýjasta lang- afabarnið fæddist varstu slappur, en alltaf biðum við eftir því að þú myndir hrista það af þér eins og þú hafðir alltaf gert og koma í heim- sókn, en aldrei varð af því. Það er sárt að hugsa til þess að þú sást aldrei yngsta afkomanda þinn, en við munum segja henni frá þér, hversu góður og hjartahlýr maður þú varst. Afi vissi greinilega að stundin væri að koma, nokkrum dögum áður en hann kvaddi og hélt á fund ömmu, gekk hann frá skírnargjöf- inni handa nýfædda langafabarninu, þetta sýnir hversu vel afi hugsaði um alla kringum sig. Þegar hugsað er til baka hrannast upp minningar um afa og ömmu, hversu gott var að koma til þeirra á Hringbrautina og hversu vel þau tóku alltaf á móti okkur. Eftir að amma féll frá flutti afi á Hrafnistu, þar leið honum mjög vel og hafði nóg fyrir stafni. Alltaf var gaman að koma til afa og ræða um heima og geima, hann hafði alltaf áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur hvort sem það var nám, vinna eða eitthvað annað, hann var alltaf tilbú- inn að veita manni ráð ef leitað var til hans. Afi fylgdist alla tíð vel með frétt- um og þjóðmálum og hafði ávallt skoðanir á hlutunum en gat alltaf hlustað á skoðanir annarra og virt þær. Afi hafði alltaf lesið mikið, nema undir það síðasta, hann var fróður og vel minnugur og gaman að hlusta á sögur sem hann sagði. Viljum við þakka afa fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum með honum í gegnum tíðina, allt sem hann kenndi okkur og gaf okkur. Minningin um afa mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Baldur Óli, Hildur, Daníel Freyr, Óskírð Baldursdóttir og Ketill. Í dag kveðjum við hann afa hinstu kveðju. Hann hafði skilað góðu og löngu lífsstarfi og þó að margt fljúgi í gegnum hugann og margs sé að minnast er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allt sem hann kenndi og mér og fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Bernskuminningar mínar tengjast að stórum hluta heimili ömmu og afa og hvað það var gott að vera þar. Afi var stór hluti af okkar lífi, mínu og minnar fjölskyldu og fylgdist vel með því sem við vor- um að gera. Hann kenndi okkur að taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði og af heilindum. Það var gott að leita til afa og fá ráð hjá honum, hann var alltaf hreinskilinn og sagði sína skoðun á hlutunum. Hann var hafsjór af fróðleik og miðl- aði til okkar sem yngri erum og af honum fræddumst við um það hvern- ig lífið í landinu var fyrr á árum. Afi sagði oft við mig: „Við höfum nú alltaf verið svo góðir vinir, Anna mín.“ Það voru orð að sönnu og hann á mikið í þeirri manneskju sem ég er í dag. Hann brýndi fyrir okkur að heiðarleiki er besta dyggðin og heið- arlegur var hann alla tíð. Börnin mín sakna nú þess afa sem þau þekktu best og finnst skrýtið að hugsa til komandi tíma án þess sem svo stóran hlut átti í tilverunni. Sáttur við Guð og menn kvaddi hann okkur og vitandi það kveðjum við hann í dag fullviss um að honum verður vel tekið í Himnaríki og að amma bíður þar eftir honum. Með söknuð í hjarta fylgjum við honum síðustu skrefin í dag en jafnframt er ég stolt og glöð yfir þeirri hlutdeild sem við afi áttum í lífi hvort annars. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. ( Úr Hávamálum) Anna Eyberg Hauksdóttir. Ketill Eyjólfsson Okkar ástkæra VIGDÍS EINARSDÓTTIR líffræðingur, Básenda 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 7. október, var kvödd í kyrrþey frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. októ- ber. Þökkum hlýjar samúðarkveðjur og hugsanir af þessu tilefni. Árni Vilhjálmsson, Hulda Árnadóttir, Atli Björn Þorbjörnsson, Sólveig Árnadóttir, Hulda Marinósdóttir, Einar Helgason og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.