Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 39 Kópavogsbær, Rjúpnahæð vesturhluti. Úthlutun á byggingarétti Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum: 1. Einbýlishús á einni hæð. Um er að ræða 9 lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð: Austurkór nr. 85, 87, 89, 91, 93, 95, 127, 129 og 161. Bent er á að hreyfihamlaðir hafa forgang á úthlutun byggingaréttar í Austurkór 127 og 129. 2. Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða 27 lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara: Austurkór nr. 12, 14, 16, 18, 20, 22, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52, 54, 64, 66, 105, 107, 109, 123, 125, 135, 137, 139, 153, 155 og 157. 3. Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða 24 lóðir fyrir tveggja hæða ein- býlishús: Austurkór nr. 4, 6, 8, 10, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 56, 58, 60, 62, 111, 113, 115, 117, 141, 143 og 159. 4. Parhús á einni hæð. Um er að ræða eitt parhús (2 íbúðir) á einni hæð: Austurkór nr. 163 og 165. 5. Parhús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða tvö parhús (4 íbúðir) á einni hæð auk kjallara: Austurkór nr. 68, 70, 72 og 74. 6. Parhús á tveimur hæðum. Um er að ræða 7 parhús (14 íbúðir) á tveimur hæðum: Austurkór nr. 81, 83, 97, 99, 101, 103, 119, 121, 131, 133, 145, 147, 149 og 151. 7. Fjölbýlishús (fjórbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara). Um er að ræða 9 fjórbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara: Austurkór nr. 76, 78, 80, 82, 84, 86, 88, 90 og 92. 8. Fjölbýli á 3 hæðum auk kjallara. Austurkór 79 (6 íbúðir). Um er að ræða bygg- ingarétt fyrir eitt fjölbýlishús. Einnig er hægt að sækja um ákveðið svæði til vara og er um að ræða tvö svæði, svæði 1 og svæði 2: Svæði 1 - tekur til byggingaréttar á lóðum Austurkór 4 - 92 (sléttar tölur). Svæði 2 - tekur til byggingaréttar á lóðum Austurkór 79 - 159 (oddatölur) Lóðagjöld. Lágmarks gatnagerðar- og yfirtökugjöld: Einbýlishús 12,3 milljónir kr. (miðað við 700 m3) Parhús 8.6 milljónir kr. (á íbúð) (miðað við 600 m3) Fjórbýlishús 6,1 milljón kr. (á íbúð) (miðað við 450 m3) Fjölbýlishús 4,7 milljónir kr. (á íbúð) (Miðað við 300 m3) Gert er ráð fyrir að ofangreindar lóðir verði byggingarhæfar í desember 2007. Skipulagsuppdráttur ásamt umsóknareyðu- blöðum og úthlutunarreglum, fást afhent á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, frá kl. 8-15:30 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8-14 frá mánudeginum 16. október 2006. Úthlutunargögn fást af- hent fyrir 1.000 kr. en einnig er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu Kópavogs www.kopavogur.is Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 16:00 mánudaginn 30. október 2006. Vakin er athygli á reglum Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðar- húsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarétt þarf að fylgja staðfest- ing banka eða lánastofnunar á greiðslu- hæfi. Fyrir umsækjendur einbýlishúsalóða 35 milljónir kr. og fyrir umsækjendur par- húsa 30 milljónir kr. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2005 og eða milliuppgjöri fyrir árið 2006 árituð- um af löggiltum endurskoðendum. Yfir- lýsing frá banka og lánastofnun um greiðsluhæfi og lánamöguleika umsækj- enda skal vera án fyrirvara. Æskilegt er að umsækjendur leggi inn skattframtal. Byggingarétti á lóðum verður úthlutað með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Ýmislegt Vetrarfagnaður - villibráðarkvöld! Á Hótel Leirubakka fögnum við vetri á fyrsta vetrardegi, 21. október, með glæsilegri villi- bráðarveislu. Borðin svigna undan kræsingum og dýrum veigum og gesta bíður gisting í glænýrri hótelbyggingu. Pantanir í símum 487 8700 og 865 0359 eða á netfangi leirubakki@leirubakki.is. Erum einnig byrjuð að taka niður pantanir fyrir jólahlaðborð í nóvember og desember fyrir einstaklinga og hópa. Hótel Leirubakki, 851 Hellu, sími 487 8700. leirubakki@leirubakki.is www.leirubakki.is Félagslíf  HELGAFELL 6006101819 VI  GLITNIR 6006101819 III I.O.O.F. 9  18710188½  Fl. I.O.O.F. 7  18710187½  Fl I.O.O.F. 18  18710188  Kk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100 FRÉTTIR Ráðstefna um gildi hreyfingar SÍBS gengst fyrir ráðstefnu um gildi hreyfingar n.k.föstudag, 20. október, í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13–16. Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðisráðherra, setur ráðstefn- una og síðan flytur Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir ávarp um áhrif líkamsþjálfunar. Aðrir frummælendur eru dr. Erlingur Jóhannsson prófessor, forstöðumaður íþróttafræðaseturs Kennaraháskóla Íslands á Laug- arvatni, Ásdís Kristjánsdóttir, sviðsstjóri lungnasjúkraþjálfunar á Reykjalundi, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari, Gígja Gunn- arsdóttir, verkefnastjóri hreyf- ingar hjá Lýðheilsustöð, og Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Fund- arstjóri verður Ludvig Guð- mundsson, endurhæfingarlæknir. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Óskað er eftir að þátt- takendur tilkynni mætingu á net- fangið helgi@sibs. Opið bréf til heilbrigðisráðherra LÁRUS Þorvaldur Guðmundsson skrifaði í Morgunblaðið í gær grein um málefni heyrnarskertra. Í með- förum Morgunblaðsins féll út úr greininni að um væri að ræða opið bréf til heilbrigðisráðherra og leið- réttist það hér með. LEIÐRÉTT Málþing um félagsstarf fullorðinna ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Laugardals og Háaleitis gengst fyrir málþingi um félagsstarf fullorðinna í Fé- lagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 föstudag 20. október kl. 13 til 15.45. Á málþinginu verða m.a. fulltrúar heilbrigðiskerfisins, félagslega stoð- kerfisins og notendanna sjálfra og munu mælendur ræða kosti fé- lagsstarfs á breiðum grundvelli. Snerta þá málefnin í senn persónu- lega reynslu fólks og faglega og fræðilega þætti sem snúa að fé- lagsstarfi, segir í fréttatilkynningu. Á málþinginu verða umræður með nokkuð óhefðbundnu sniði. Þannig verður búið til nokkurs kon- ar kaffihús, þar sem fólk skeggræðir málin innbyrðis á milli erinda en að loknum þessum „smáumræðum“ verður hugmyndum safnað saman og þær bornar undir stærri hóp. Samhliða málþinginu er stefnt að því að opna netkaffi sem er til- raunaverkefni í samstarfi við not- endur félagsstarfs í Hæðargarði 31. Tilgangur þess er að efla og styðja við tölvulæsi og netnotkun fullorð- inna. Aðgangur að netkaffinu verð- ur opinn á tíma Hæðargarðs og verður aðgangur að tölvunum gjald- frjáls. Ennfremur verður boðið upp á námskeið í tölvunotkun. Aðgangur að málþinginu er opinn og eru allir velkomnir. Stefnt er að öðru málþingi með vorinu þar sem sjónum verður sérstaklega beint að notendum. Viðbót við prófkjörsgreinar Í GREINUM í blaðinu sl. sunnudag um baráttu frambjóðenda um sæti á listum stjórnmálaflokka fyrir næstu kosningar voru ekki taldir upp allir þeir, sem bjóða sig fram, enda ekki ætlunin að hafa upptalninguna tæm- andi. Hins vegar hefði í sumum til- vikum mátt hafa umfjöllunina ít- arlegri. Ekki var nefnt í aðalgrein að Ill- ugi Gunnarsson, fyrrverandi aðstoð- armaður forsætisráðherra, byði sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, en framboð hans var tíundað í styttri grein, þar sem jafnframt voru taldir upp aðrir fyrrverandi og núverandi aðstoð- armenn ráðherra sem eru í fram- boði. Illuga hefði réttilega átt að geta í aðalgreininni, þar sem hann er nýr frambjóðandi í Reykjavík. Steinn Kárason umhverfishag- fræðingur er einnig nýr frambjóð- andi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stefnir á 3.–5. sæti, en hans láðist að geta í umfjölluninni. Þá var þess ekki getið að Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur byði sig fram í 6. sæti í Reykjavík. Hún skip- aði 9. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu alþingiskosningum. Fleiri dæmi er hægt að finna um að frambjóðenda hafi ekki verið get- ið og á það jafnt við um þá sem þeg- ar sitja á þingi og þá sem sækja þangað inn. Þar sem reynt var að draga fram helstu átakalínur hefði t.d. mátt hnykkja á baráttunni um 2. sætið hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík, þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður berjast auk þess sem Pétur Blöndal sækist eftir 2.-3. sæti. Freysteinn Jóhannsson, Ragnhildur Sverrisdóttir. Ráðstefna um skjalastjórnun Fimmtudaginn 19. okt verður hald- in þriðja árlega ráðstefnan Skjala- stjórnun á Íslandi á Grand Hótel í Reykjavík. Meginefni ráðstefnunnar nú er innleiðing skjalastjórnar á vinnu- stað; markviss skráning, flokkun, vistun og endurheimt allra skjala og bætt nýting skjalakerfa (hug- búnaðar). Joe McDermott sérfræð- ingur frá Bretlandi talar um þetta efni. Fræðsla verður um helstu skref í innleiðingarferlinu. Sérstakt erindi er um innleiðingu skjala- stjórnunar hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Ráðstefnan er haldin af fyrirtæk- inu Skipulagi og skjölum í samstarf við Stjórnunarfélag Íslands, Rými, Focal Sofware & Consulting og Fé- lag um þekkingarstjórnun.Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráð- stefnunnar www.skjalastjornun.is Vetrarfagnaður Langnesinga ÁTTHAGAFÉLAG Þórshafnar og nágrennis heldur vetrarfagnað 1. vetrardag 21.október í reiðhöllinni í Víðidal 2. Húsið verður opnað kl. 19 og hefst borðhaldið kl. 20. Hljóm- sveitin Hófarnir leikur fyrir dansi að loknu borðhaldi. Veislu- og skemmtanastjóri er Bjarni töfra- maður. Miðar verða seldir miðviku- daginn 18.október á Sléttuvegi 3, 4.hæð (hjá Arnþóri) Ráðstefna um Hjallastefnuna FIMMTA ráðstefna Hjallastefn- unnar um kynjajafnrétti í skóla- starfi verður haldin dagana 19.–21 október á Hótel Selfossi. Þar verða starfsmenn þeirra fimm leik- og grunnskóla sem menntafyrirtækið Hjallastefnan rekur svo og starfs- menn frá 11 öðrum skólum sem starfa í anda Hjallastefnunnar. Að auki verða á ráðstefnunni starfsmenn frá tveimur norskum leikskólum sem starfa í anda Hjallastefnunnar en þeir eru meðal þeirra þúsunda kennara frá Norð- urlöndunum sem heimsækja Ísland til að kynnast Hjallastefnunni, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Berglind Rós Magnúsdóttir, Ing- ólfur Ásgeir Jóhannesson, Peggy Burks og Þorgerður Einarsdóttir, að ógleymdri Margréti Pálu Ólafs- dóttur, höfundi Hjallastefnunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ávarpar ráð- stefnuna við setningu og listamenn gleðja hjörtu gesta. Þátttakendur að þessu sinni eru um 300 talsins og er ráðstefnan lokuð, þ.e. hún er ein- ungis ætluð þeim kennurum og starfsfólki sem notar Hjallastefn- una að hluta til eða í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.