Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIRTASTA áhafnargreinin í sam- anlagðri tónsögu Vesturlanda, strengjakvartettinn, var í brenni- depli á sjötta norræna músíkdeg- inum af tíu þegar ofanskráðir höf- undar frá Finnlandi, Svíþjóð, Kanada (Laporte & Sokolovic) og Íslandi leiddu saman hesta sína í Listasafni Íslands. Aðsóknin mót- aðist sem fyrr mest af harðasta kjarnanum – tónskáldum kvöldsins og kollegum þeirra. Feginn vildi ég geta fullyrt af persónulegri sannfæringu að marg- ir fagurtónkerar hefðu hér misst af miklu. Og vissulega mátti það heim- færa upp á spilamennsku kanadíska Bozzini kvartettsins, er lék allt af gífurlegri snerpu, innlifun og ná- kvæmni. En fyrir vikið var lítið eftir tónskáldunum til afsökunar, er gátu sjaldnast borið fyrir sig klénan flutning heldur urðu að koma til dyra eins og þau voru klædd. Það gerðist nefnilega fjarska fátt sem maður hafði ekki heyrt margoft áð- ur undanfarna áratugi. Úr því „frumleiki“ og „nýhugsun“ ku æðsta forsenda tónsköpunar okkar tíma, er segir skilið við flest er nýtilegt þótti fyrir 1960, lá því nærri að spyrja: til hvers var leikurinn eig- inlega gerður? Það var segin saga, að vandeft- irminnileg úrvinnsluefni nútíma- tónskálda á við litbrigðaáferð eða ýmiss konar dulspekileg pappírs- „konsept“ stóðu sjaldnast undir stærri strúktúr en sem nam 10 – 15 mínútna tímalengd – í ofanálag iðu- lega niðurskipt í 6 – 8 smáþætti. Hlustendur urðu því að lifa í epísód- ísku ögurnúi. Eftir stóðu oftast fljótgleymd tilfinningahrif á við rykkjóttan heim risaskordýra í „Broken Contours“ [10:45] Askos Hyvärinens, eða meira líðandi og stundum m.a.s. þokkalega áheyri- legan „Phalanx“ [10:35] Mårtens Josjös. Ómiðilsvænir tilburðir Jean- François Laportes í „Moments“ [13:30], er lengst af gengu út á að framkalla eins óhljóðfæraleg (ó) hljóð og frekast var unnt (m.a. með því að strjúka bogum upp og niður eftir strengjum – þvert á bogah- árin!) voru hins vegar ofvaxnir mín- um skilningi. Sérstaklega úr því tölvutæknin gæti framleitt þau margfalt betur og auðveldar. Sem betur fór birti talsvert yfir eftir hlé í bezta verki kvöldsins að mínu viti, „Blanc Dominant“ [14:55] eftir Önu Sokolovic, er tjaldaði víða áhrifamiklum tjábrigðum við skáld- lega ljúfsára angurværð. Þar – líkt og í lokaverki Þórðar Magnússonar, „Kvartett“ [18:55] frá í fyrra – sýndu höfundur einnig tilþrifamikið næmi fyrir hljómalitum. Og þó að atvikabundið verk Þórðar næði ekki jafn heilsteyptri framvindu og fyr- irrennarinn, var þó alltjent hægt að gleðjast yfir ýmsu, m.a.s. fimm tóna fúgatói í einum af sex þáttum verks- ins sem í stöðunni kom manni hvað mest á óvart. Óhljóðfæraleg hljóð Tónlist Norrænir músíkdagar – Listasafn Íslands Verk eftir Hyvärinen, Josjö (frumfl.), La- porte, Sokolovic og Þórð Magnússon. Þriðjudaginn 10. október kl. 20. Bozzini strengjakvartettinn Ríkarður Ö. Pálsson „GEFÐU að móðurmálið mitt“ söng Hamrahlíðarkórinn á inngöngu fyrir þétt setinni Hallgrímskirkju á laug- ardag. Íslenzki tvísöngurinn átti þar tvöfalt erindi, því 14. október, af- mælisdagur sr. Bjarna Þorsteins- sonar, hefur verið dubbaður dagur íslenzka þjóðlagsins, og boðskapur sálmsins féll jafnframt vel að nor- rænu samkundunni þar sem þjóð- tungur Norðurlanda eiga í vaxandi höggi við ásælni enskunnar. Dagskráin var alíslenzk en fjöl- breytt, og hvergi eldri en 25 ára ef nýútsett þjóðlög eru undanskilin. Og þó að einstaka atriði lafði aðeins neð- arlega í fyrsta gæðaflokki, þá lifnaði hvert einasta rækilega við í fram- úrskarandi og einlægri túlkun Hamrahlíðarkórsins, er hér tók á hinum stóra sínum í tilefni dagsins. Hnitmiðaður einfaldleiki höfunda undir óviðjafnanlegum galdramætti þessa látlausa kraftaverks íslenzkra æskulýðskóra gat því efalítið sagt tilraunasinnuðustu tónskáldum meðal áheyrenda sitthvað um hvað skilar sér bezt þegar öllu er á botn- inn hvolft. „Ísland“ (2004) eftir Örlyg Bene- diktsson var dæmigert fyrir slíka markvissa nálgun; tignarlegt en þó viðráðanlegt fyrir áhugakór og vel samið við hvetjandi nútímaljóð Hannesar Péturssonar. Klasafeng- inn aldaniðurinn í útsetningu Huga Guðmundssonar frá 2001 á gömlu lagi úr Hymnodiu Sacra sameinaði fornt og nýtt í aðdáunarverðu jafn- vægi undir aukaáhrifum íslenzks tví- söngs. Kórinn frumflutti síðan tvö lög eftir Snorra Sigfús Birgisson – sjarmerandi göngugikkinn „Dreng- urinn bezti“ (þjóðlagsúts.) og hressi- legu bordúnsþuluna „Heyrði ég í hamrinum“ er byggð var á nokkrum íslenzkum þjóðlögum. Svipuð en hefðbundnari áferð var á ljúfu lagi Mistar Þorkelsdóttur, „Vikivaka fyr- ir stúdínufrænkur“, frá 2005 við kvæði Ólafs á Söndum. Öllu þykkari ritháttur var yfir „Fögnuði“ (2004) við ljóð Matthíasar Johannessen eft- ir Hauk Tómasson, er skartaði lit- ríkri hómófóníu með hnífsbroddi af síðmiðaldalegum fauxbourdon í lok- in. „Á raupsaldrinum“ (Þorgeir Sveinbjarnarson) frá 2005 eftir Þor- kel Sigurbjörnsson var gætt gam- ansömum þokka og hljómamálið í mínum eyrum m.a.s. ávæningi af djassi. Hægferðugu tónsetningar Atla Heimis Sveinssonar á örljóðum Stefáns Harðar Grímssonar, „Húm I og II“ (2005), voru þrungnar mun- úðarfullri næturlýrík, og féll dul- úðugur klarínettblástur kórfélagans Gríms Helgasonar fullkomlega að heildinni. Loks voru fimm verk eftir aldurs- forsetann Jón Nordal – ástsæl „Heilræðavísa“ hans frá 1981, „Haust“, „Þögn“ & „Vor“ (1995; Snorri Hjartarson) og hið áhrifa- mikla „Vorkvæði um Ísland“ (1994) við magnað ljóð Jóns Óskar um lýð- veldisstofnunina 1944. Lét það eng- an ósnortinn, enda má segja að Þor- gerður Ingólfsdóttir hafi jafnvel laðað meira fram úr unga söngfólki sínu þennan dag en venjulega. Og er þá mikið sagt. Aldaniður ungra radda Tónlist Norrænir músíkdagar – Hallgrímskirkja Hamrahlíðarkórinn u. stj. Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Laugardaginn 14. október kl. 14. Ný íslenzk kórverk Morgunblaðið/Sverrir Góður Hamrahlíðarkórinn í Hallgrímskirkju. Ríkarður Ö. Pálsson Sun 22/10 kl. 14 UPPS. Lau 28/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 Sun 5/11 kl. 14 Fös 20/10 kl. 20 Sun 29/10 kl. 20 Fös 3/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Sun 22/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 BRILLJANT SKILNAÐUR MANNTAFL ÁSKRIFTARKORT 5 sýningar á 9.900 SÍÐASTA SÖLUVIKA! Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is Lau 21/10 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 TÓNLISTARSKÓLI AKRANESS Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi Mið 25/10 kl. 20:30 Miðaverð 1.500 Fim 19/10 kl. 20 Fös 20/10 kl. 20 Sun 22/10 kl. 20 Aðeins þessar sýningar Kortasala enn í fullum gangi! Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Lau 21. okt kl. 14 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 13 Aukasýning - í sölu núna Sun 22. okt kl. 14 UPPSELT Sun 22. okt kl. 15 UPPSELT Sun 22. okt kl. 16 UPPSELT Sun 29. okt kl. 14 UPPSELT Sun 29. okt kl. 15 Næstu sýn: 5/11, 12/11 Mike Attack - Gestasýning sýnd í Rýminu Fös 20. okt kl. 20 Síðasta sýning! Herra Kolbert – sala hafin! Lau 28. okt kl. 20 Frumsýning UPPSELT Næstu sýn.: 29/10, 2/11, 3/11, 4/11, 5/11, 9/11, 10/11, 12/11, 16/11 www.leikfelag.is 4 600 200                                      ! "           #   $   $     $$   $  %&'( )*+ ,-. /   $#   $     $/   $  -,,&- 01-*- 2 + 3 444     5       !"## $% & '( ()'  * +,  $6   7 8 69  :7 7     ;  <0=  / 6  --.    / 0.  12   3/- 4 1     " *!  8 : ! >   ! ? @"  A !  B  0  !      "C Gunnlaðarsaga eftir Svövu Jakobsdóttur laugardag 21. okt. kl. 20.00 sunnudag 22. okt. kl. 20.00 Hvað ef ...? miðvikudag 18. okt. uppselt Viðtalið fimmtudag 19. okt. örfá sæti laus Miðasala í síma 555 2222 www.hhh.is | www.midi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.