Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 13 FRÉTTIR Besti grunnskóli í heimi Staður og stund Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Í dag, miðvikudaginn 18. október, kl. 17:30. - fundur um málefni grunnskólans Við Íslendingar eigum að geta boðið börnum okkar upp á besta grunnskóla í heimi. Menntakerfið er aflvél hagkerfisins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnum jöfn tækifæri í lífinu, óháð efnahag foreldra þeirra. Framsöguerindi Illugi Gunnarsson og Margrét Pála Ólafsdóttir fjalla um málefni grunnskólans og ræða hvernig við getum tryggt börnum okkar besta grunnskóla í heimi. Umræður að loknum framsöguerindum. Fundarstjóri Þórólfur Þórlindsson. Illugi Gunnarsson er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Margrét Pála Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Allir velkomnir  SÓLVEIG Jónsdóttir sál- fræðingur varði doktorsritgerð sína í klínískri taugasálfræði við læknadeild Rík- isháskólans í Groningen (Rijksuniversiteit Groningen) í Hol- landi 27. sept- ember síðastliðinn. Doktorsritgerðin fjallar um at- hyglisbrest með ofvirkni og tengsl þess við fylgikvilla og kyn og nefnist á ensku „ADHD and Its Relations- hip to Comorbidity and Gender“. Andmælendur við vörnina voru: Dr. Dirk J. Bakker prófessor, dr. Ruud B. Minderaa prófessor, dr. Jaap J. van der Meere prófessor, dr. Hanna Swaab-Barneveld prófessor, dr. Marina Schoemaker, dr. Joke M. Spikman og dr. Marijn W. Luijpen. Unnin út frá fjórum rannsóknum Doktorsritgerðin byggist á fjórum rannsóknum. Þær fjalla um a) kynjamun á ein- kennum um athyglisbrest og of- virkni og aðrar geðraskanir í heil- brigðu íslensku þýði, b) áhrif sértækrar málþroskaröskunar á vinnsluminni barna með ADHD, c) sambandið á milli taugasálfræðilegs mats á stjórnunarfærni (executive function) og hegðunarmats foreldra og kennara á einkennum athygl- isbrests, ofvirkni og hvatvísi og d) áhrif taugaraförvunar gegnum húð (transcutaneous electrical nerve sti- mulation, TENS) á vitsmunastarf, hegðun og sveifluna á milli hvíldar og virkni í börnum, sem greinast með ADHD. Það er meginniðurstaða dokt- orsritgerðarinnar, að það sé grund- vallaratriði að gerð sé ítarleg grein- ing á börnum, sem grunuð eru um ADHD, því einkenni um athygl- isbrest og ofvirkni geti í sumum til- fellum skýrst af algengum fylgikvill- um eins og t.d. málþroskaröskun, svefntruflunum og hegðunarvanda- málum, sem þarfnast sértækrar meðferðar. Þrjár greinar hafa birst í er- lendum vísindatímaritum Þrjár greinar byggðar á dokt- orsritgerðinni hafa þegar birst í er- lendum ritrýndum vísinda- tímaritum. Sólveig hefur undanfarin 6 ár, samhliða störfum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH), stundað doktorsnám undir handleiðslu dr. Erik J.A. Scherder prófessors og dr. Anke Bouma prófessors við Ríkishá- skólann í Groningen og dr. Joseph A. Sergeant prófessors við Óháða háskólann (Vrije Universiteit) í Amsterdam. Hún lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1975, masters prófi (M.Ed.) í Educational Psychology frá John Carroll Uni- versity í Ohio ríki í Bandaríkjunum 1982, sérfræðingsprófi (certifica- tion) í School Psychology frá John Carroll University 1984 og diploma- prófi í taugasálfræði barna frá The European Graduate School of Child Neuropsychology í Amsterdam 1998. Sólveig hlaut löggildingu sem skólasálfræðingur í Ohio ríki í Bandaríkjunum 1984 og sem sál- fræðingur á Íslandi 1985. Hún hlaut sérfræðingsviðurkenningu í klín- ískri barnasálfræði árið 2000 og í klínískri taugasálfræði barna árið 2002. Hún hefur síðan 1985 starfað sem sálfræðingur í skólum, hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík og síð- an 1998 sem klínískur taugasálfræð- ingur á LSH auk þess að reka eigin stofu. Sólveig er gift Gesti Þorgeirssyni yfirlækni og eiga þau 4 börn og 4 barnabörn. Doktor í klínískri taugasálfræði Sólveig Jónsdóttir LIONSHREYFINGIN á Íslandi stendur fyrir fræðslufundi fyrir al- menning um sjónvernd þann 19. októ- ber n.k. í Norræna húsinu í Reykja- vík. Hefst fundurinn kl 17:00. Fundarefni er: Blindusjúkdómar á Íslandi, erum við í vörn eða sókn? Fyrirlesarar eru Guðleif Helga- dóttir hjúkrunarfræðingur og Har- aldur Sigurðsson augnlæknir. Guðleif og Haraldur sem eru hjón hafa nýlega birt grein í Læknablaðinu um aldursbundnar hrörnunarbreyt- ingar í augnbotnum sem er algeng- asta ásæða blindu í hinum vestræna heimi í dag. Haraldur hefur fjallað um blindu sykursjúkra, einkum þeirra yngri. Aukin hætta er á þeim fylgi- kvilla fylgist hinn sykursjúki ekki grannt með sínum veikindum. Sjónvernd og aðstoð við blinda og sjónskerta hefur frá upphafi verið eitt höfuðverkefni Lionshreyfingarinnar um allan heim. Það var meðal annars vegna hvatningar frá Helen Keller sem var bæði blind og heyrnarlaus. Lionsklúbbar á Íslandi hafa frá upp- hafi stutt sjónvernd á einn eða annan hátt m.a. með tækjagjöfum. Rifja má upp fyrstu fjársöfnun Lionshreyfing- arinnar hér á landi undir nafni Rauðu fjaðrarinnar 1972 þar sem ágóðinn rann til Augndeildarinnar á Landa- koti sem og innkaupa á augnlækn- ingatækjum fyrir heilsugæslustöðvar um land allt. Alþjóða Lionshreyfingin hefur frá 1990 staðið fyrir svokölluðu ,,Campa- in Sight First“ átaki en það er aðstoð við þróunarlönd í glímu við ýmsa augnsjúkdóma sem leiða til blindu. Þar er miklu hægt að áorka fyrir lítið fé. Annars staðar í heiminum hefur athyglin fyrst og fremst beinst að uppfræðslu um og greiningu á syk- ursýki sem er nú algengasti sjúkdóm- urinn sem veldur blindu í okkar heimshluta. Alls hefur verið veitt 179 milljónum dollara til 739 verkefna í 88 löndum. Markmiðið nú er að safna 150 milljónum dollara. Fundur um blindrasjúkdóma Undirskriftasöfnuninni stopp.is lauk á laugardaginn, en hún er hluti herferðarinnar „Nú segjum við stopp“ sem Umferðarstofa hefur staðið fyrir ásamt samgönguráðu- neytinu og aðilum Umferðarráðs. Á þeim mánuði sem söfnunin stóð yfir skrifuðu 37.597 Íslendingar undir áheit um bætta hegðun í umferðinni. Með átakinu er gerð tilraun til að höfða til betri vitundar ökumanna. Vekja þá til vitundar um ábyrgð sína í umferðinni og fá þá til að líta sér nær. 37.597 Ís- lendingar sögðu stopp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.