Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Petólína Sig-mundsdóttir fæddist 16. sept- ember 1922 í Hæla- vík á Horn- ströndum. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 10. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigmundur Ragúel Guðnason, bóndi og skáld í Hælavík, f. þar 13. desember 1893, d. 1973, og Bjargey Halldóra Pétursdóttir, f. í Hælavík 5. júní 1902, d. 1987. Systkini Petólínu eru Pétur, f. 1.9. 1921, d. 1992, tví- burasystir Petólínu; Hjálmfríður Guðný, f. 16.9. 1922, d. 2004, Jón Þorkell, f. 11.1. 1925, Kjartan Hólm, f. 22.12. 1927, Guðfinna Ásta, f. 20.2. 1931, d. 1979, Ingi- hennar eru: Þórður Guðmundur og Anna Marín. Árið 1956 hóf Petólína sambúð með Guðbjarti Birni Hjálmarssyni, bónda á Mosvöllum í Önund- arfirði, f. 31.7. 1900, d. 1974. Börn þeirra eru: 4) Guðbjörg Jóhanna, f. 19.10. 1956. Sonur hennar er Björn Zakarías. 5) Hjálmar Stein- þór, f. 14.10. 1959, d. 2003, maki Friðgerður Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Hanna Rósa og Björn Jóhannes. Langömmubörn Petólínu eru orð- in ellefu. Lína, eins og hún vildi láta kalla sig, fór einn vetur í Húsmæðra- skólann á Ísafirði. Árið 1954 fórst Guðmundur Óli í Hornbjargi og stóð hún þá ein uppi með þrjú ung börn. Árið 1956 tók hún saman við Björn Hjálmarsson, bónda á Mos- völlum í Önundarfirði, og bjuggu þau þar til ársins 1967 er þau brugðu búi og fluttu til Ísafjarðar. Þar vann hún ýmis störf en lengst af starfaði hún við matseld og umönnun á elliheimilinu á Ísafirði. Útför Petólínu verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. björg Unnur, f. 20.5. 1933, og Trausti, f. 24.11. 1937, d. 1989. Petólína giftist Guðmundi Óla Guð- jónssyni, bónda og trésmið, f. í Skjald- arbjarnarvík, 20.12. 1914, d. 1954. Þau hófu búskap í Skjald- arbjarnarvík en fluttu svo til Ísafjarð- ar 1947. Börn þeirra eru: 1) Sigmundur Tryggvi, f. 28.7. 1945, maki Þórunn Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru: Lína Björg, Guðmundur Óli og Sigrún Halla. Fyrir á Þórunn dótt- urina Hörpu. 2) Björgvin, f. 12.12. 1949, maki Elín Rögnvaldsdóttir. Börn þeirra eru Guðmundur Óli, Aðalbjörg og Bjargey. 3) Erna Sigurveig, f. 27.7. 1953. Börn Nú ertu komin yfir móðuna miklu sem aðskilur okkur lifendur frá hinum látnu. Í gegnum hugann renna minn- ingarbrot um langt og strangt lífs- skeið þitt með mörgum sárum atburð- um sem bugað hefðu einhvern að fullu, en einnig með ótöldum hamingju- stundum eins og líknandi smyrsl á ógróin sár. Þú ásamt tvíburasystur þinni, Hjálmfríði, sem alltaf var kölluð Fríða, varst fædd við endimörk byggðar, í lágreistum torfbæ í Hæla- vík á Hornströndum þar sem úthafs- aldan skall óheft í sæbarið fjörugrjót og marbakkann rétt við bæjarvegginn og stríð vetrarveður stóðu stundum vikum saman án uppstyttu. Börnin voru þá orðin þrjú á tveimur árum, en Bjargey móðir ykkar var einstaklega þrekmikil kona sem vílaði ekki fyrir sér að leggjast til hvílu á köldum vetr- arkvöldum með blautar ungbarnarýj- ur innanklæða til að hafa þurrar að morgni. Þrátt fyrir fátækt og harð- neskju náttúrunnar voru unglingsárin áhyggjulaus í stórum barnahópi tveggja fjölskyldna sem voru sem ein. Þú varst orðin 19 ára þegar þú kynnt- ist Guðmundi Óla Guðjónssyni, smið og fyglingi frá Skjaldarbjarnarvík. Með ykkur tókust ástir og þú fluttir til hans í Skjaldarbjarnarvík þar sem hann bjó með foreldrum sínum. Þið fluttuð svo til Ísafjarðar 1947 þegar öll byggð á þessu svæði var að hrynja. Á Ísafirði bjugguð þið saman í sjö ham- ingjusöm ár fram til sumars 1954, höfðuð eignast þrjú börn, það yngsta tæplega eins árs. Voruð síðustu árin að byggja tvílyft einbýlishús á Selja- landsvegi og flutt inn á neðri hæðina. Þá var eins og hendi væri veifað svipt í burtu lífsöryggi þínu og hamingju þegar þú fréttir að maðurinn þinn hefði látist í bjargsigi í Hornbjargi. Á þessum tíma var ekki einfalt mál fyrir fátæka ekkju með þrjú ung börn að halda saman fjölskyldunni, en þú varst ákveðin í að gera það með öllum ráð- um. Þú fórst í kaupavinnu í Dýrafirði næsta sumar og réðir þig síðan sem ráðskonu á Mosvöllum í Önundarfirði. Þar varst þú komin að nýjum kross- götum í lífinu, því þið Björn Hjálm- arsson, bóndinn á Mosvöllum, hófuð samvistir og eignuðust tvö börn. Á Mosvöllum bjugguð þið í tæp tólf ár en urðuð að hætta búskap eftir að Björn lenti í alvarlegu dráttarvélaslysi sem hann varð aldrei jafngóður af. Þið bjugguð svo saman á Ísafirði í húsinu þínu á Seljalandsvegi þar til Björn lést í ágúst 1974. Á þessum árum komust börnin þín öll á legg og þér tókst að halda þeim öllum saman sem einni fjölskyldu eins og þú heitstrengdir á sínum tíma. Við hjónin fluttumst til Ísafjarðar 1975 þá komin með þrjú börn. Þú vannst þá á elliheimilinu í Mánagötu. Börnin okkar eignuðust strax hjá þér öruggan samastað sem þau gátu alltaf leitað til þegar á þurfti að halda. Ótaldar eru ferðirnar á Seljalandsveginn til að fá heitt súkku- laði, pönnukökur og tertur. Fyrir þremur árum þurftum við svo öll að takast á við sára sorg þegar yngsta barnið þitt, Hjálmar Steinþór, fórst í fjallgöngu. Þú spurðir oft, hvers vegna?, en fékkst ekkert svar. Þinni göngu er nú lokið en þú lifir áfram í huga okkar. Kær kveðja, elsku mamma og tengdamamma. Tryggvi og Þórunn Elsku mamma mín. Ég held að það séu fagnaðarfundir einhvers staðar. Ég held að þú sért búin að hitta ömmu, Bjargey mömmu þína sem þér þótti svo vænt um. Ég held líka að þú sért búin að hitta Stein- þór bróður, son þinn sem þú saknaðir svo óskaplega mikið. Og ég held að þú sért búin að hitta Fríðu, tvíburasystur þína og þið veltist um af hlátri við það eitt að líta hvor á aðra eins og venja var þegar þið tvær hittust. Enginn veit hvað var svona fyndið. Já, ég held að einhvers staðar séu bakaðar pönnu- kökur og miklum sykri stráð yfir. Í þessari veislu eru eflaust allir hinir ástvinir þínir og okkar sem farnir eru. Vertu sæl, mamma mín, og skilaðu kveðju, Erna. Elsku amma mín, núna ertu komin í friðinn hjá Steinþóri þínum og afa. Mikið eigum við eftir að sakna þín, en ég veit að þú hefur það gott núna. Við viljum þakka þér fyrir að vera okkur góð amma og langamma. Aron Ingi leit alltaf svo stórt á þig og mun alltaf gera og Ægir Þór fékk að kynnast þér þó stutt væri. Við þökkum fyrir allar þær stundir sem við fengum að eiga hjá þér, og munum alltaf hugsa um góða kakóið, pönnsurnar og bestu rjómatertu sem gerð hefur verið. Það var alltaf nóg að gera þegar ég var hjá þér sem krakki, og þegar ég kom til þín eftir skóla, fékk ég að leggja mig í sófanum þínum og var vakin með heitu kakói og nýsmurðu brauði. Ég hef svo gert það fyrir Aron Inga, þeg- ar hann kemur inn með kaldar tásur eftir að hafa verið að leika sér úti, þá geri ég heitt kakó og smyr brauðið eins og þú gerðir fyrir mig. Honum þykir það svo gott eins og mér fannst. Það eru þessar stundir sem skipta mestu máli þegar maður kveður ein- hvern sem maður elskar. Við elskum þig, elsku amma okkar, og við munum alltaf muna eftir þér. Við kveðjum þig með sorg en brosum yfir því sem við áttum með þér. Ég læt fylgja með bæn sem þú fórst með fyrir mig þegar ég svaf hjá þér í ömmukoti. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín ömmu og langömmubörn, Anna Marín, Bergþór, Aron Ingi og Ægir Þór. Elsku Lína amma mín. Nú er ævin þín liðin og við hin eftirlifandi stöndum eftir og minnumst þess hve heppin við erum að hafa þekkt þig og átt þig að. Þú gegndir stóru hlutverki í lífi okk- ar systkinanna á Ísafirði og þeir voru ófáir sunnudagarnir sem þú varst tilbúin með heitt súkkulaði og pönnu- kökur eftir langan skíðadag. Þú tókst okkur alltaf opnum örmum, sama hve- nær sólarhringsins við komum, því alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur. Amma, þú ert mín tengsl við gamla tímann. Þú upplifðir miklar breyting- ar í íslensku þjóðfélagi, breytingar frá bændaþjóðfélagi í nútíma framfara- þjóðfélag. Lífshlaup þitt var ekki alltaf auðvelt, en þú gafst ekki upp þó að oft hafi dregið ský fyrir sólu. Þú ert kona sem ég mun alltaf dást að og líta upp til. Manstu hvað það var gaman hjá okkur þegar ég kom til þín nánast hvern einasta dag eftir skóla? Þú varst með heitan mat tilbúinn fyrir mig og svo hjálpuðumst við að með uppvaskið eftir matinn á meðan við spjölluðum um lífið og tilveruna. Þú hlustaðir áhugasöm á mig á meðan ég sagði þér frá því sem gerðist í skólanum, ráð- lagðir mér þegar mér sinnaðist við vini eða skólafélaga og þú huggaðir mig þegar ég var leið. Við áttum svo sann- arlega margar góðar stundir saman. Þú kenndir mér að sauma kross- saum, mála myndir og hjálpaðir mér líka við handavinnuna sem ég var nú ekkert alltof góð í sjálf, en þú bjarg- aðir mér alltaf fyrir horn ef ég var komin á eftir hinum krökkunum með handavinnuverkefnin. Þú kenndir mér bænir og sagðir mér sögur frá Horn- ströndum þar sem þú bjóst þegar þú varst lítil, staður sem mér hefur alltaf fundist vera töfrastaður. Þú varst einn- ig alltaf svo dugleg í garðinum, kenndir mér að reyta arfa og gróðursetja blóm, þú kenndir mér að sjá fegurðina í nátt- úrunni. Við sátum oft inni í stofu á Selja- landsveginum við borðið sem afi smíð- aði og spiluðum á spil. Við kenndum hvor annarri þau spil sem við kunnum. Þú kenndir mér að spila marías og lönguvitleysu, sem við spiluðum oft, en í staðinn kenndi ég þér tunnu. Það fannst þér alveg sérstaklega sniðugt spil vegna þess að í tunnu þurfti maður að styðjast við sjónminni, enda spiluð- um við „minnisspilið“, eins og við vor- um farnar að kalla það, mjög oft. Allar þessar minningar eru ómetan- legar og ég mun alltaf muna stundirnar sem ég átti með þér, elsku amma. Þú varst svo góð, amma mín, þú varst allt- af til staðar þegar ég þarfnaðist þín. Þú varst athvarfið mitt og besti vinur minn. Elsku amma, ég vildi óska þess að ég hefði getað þekkt þig lengur, en ævi okkar mannanna er því miður svo stutt. Þó að áætlanir okkar um að þú ætlaðir að mæta í brúðkaupið mitt ef ég skyldi gifta mig, halda á fyrsta barninu mínu undir skírn, og jafnvel verða 100 ára, skyldu ekki hafa ræst, er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona vel. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gert fyrir mig. Þú munt ávallt eiga vísan stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Sigrún Halla. Elsku Lína amma, nú ert þú fallin frá en þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Ég á margar góðar minningar um ömmu. Það var alltaf gott að koma til ömmu á Seljalandsveg 52 og aldrei kom maður að tómum kofanum þar, alltaf átti amma heitt kakó og kökur handa okkur þegar fjölskyldan kom í heim- sókn, hvort sem það var eftir skíði á helgum eða á virkum dögum. Það var alltaf hægt að leita til ömmu þegar þurfti og hún reyndist okkur systkin- um vel, bæði sem vinur og amma, sér- staklega reyndist hún Sigrúnu systur vel þegar hún þurfti mest á því að halda. Synir mínir, þeir Ívan Breki og Tryggvi Leó, koma til með að muna eft- ir Línu langömmu sinni, þeir minnast reglulega á að langamma þeirra hafi bakað bestu pönnukökur í heimi, þegar amma tók sig til í sumar og bakaði pönnukökur handa okkur þegar hún var í heimsókn hjá mömmu og pabba í Móholtinu. Elsku Lína amma, það var gott að fá að hitta þig og kveðja rétt áður en þú féllst frá, ég veit að þér líður betur núna. Við komum alltaf til með að muna eftir þér. Saknaðarkveðjur, Guðmundur Óli, Ívan Breki og Tryggvi Leó Elsku Lína amma mín er látin og mig langar til að skrifa nokkur orð í minningu hennar. Hún Lína amma var mér alltaf góð og ég gat alltaf leitað til hennar þegar ég þurfti á að halda. Hún hafði alltaf trú á manni og hvatti mann í því sem mað- ur var að gera hverju sinni. Ég man sérstaklega eftir öllum sunnudögunum sem amma var tilbúin með kakó og pönnsur þegar við fjölskyldan vorum að koma af skíðum. Amma hafði mjög gaman af handa- vinnu og gerði marga fallega hluti, bæði sem hún málaði, saumaði og smyrnaði. Ég gat alltaf leitað til hennar með handavinnuna mína þar sem það var ekki mín sterkasta hlið. Hún kenndi mér að smyrna teppi og þegar ég var 13 ára kom ég alltaf eftir skólann til hennar til að fá kakó, halda áfram með teppið og ræða um allt milli himins og jarðar. Það voru góðar stundir sem við áttum saman sem munu alltaf vera mér kærar. Líf ömmu var ekki alltaf dans á rós- um. Hún missti mann sinn ung frá 3 börnum, en amma var sterk kona og var ákveðin í að halda fjölskyldunni saman, sem hún gerði. Amma var alltaf mjög ákveðin og lýsir það því vel þegar hún málaði fyrir mig stóra mynd og rammaði hana inn til að gefa mér í jólagjöf. Ég var úti í Bandaríkjunum á þessum tíma en það var ekki um að tala að bíða með að ég fengi myndina, ég skyldi fá að taka hana upp á jóladag og það varð úr að hún sendi hana dýrum dómum til mín á jólunum. Þessi mynd er mér alltaf kær. Ömmu þótti vænt um garðinn sinn á Seljalandsveginum og var hún mjög dugleg að setja niður blóm og gera hann fallegan. Ég hjálpaði oft við að slá og reyta arfa og kenndi hún mér mikið í þessari list. Hún amma mín var góð og guð- hrædd kona sem þótti vænt um allt sem lifði. Hún vildi manni alltaf allt það besta og gerði allt til þess að manni liði vel. Elsku amma mín, takk fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með þér, ég mun alltaf geyma þær í mínu hjarta. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Lína Björg Það er ekki hægt að segja að ævi þín hafi verið dans á rósum, amma mín. Eftir uppvaxtarár í Hælavík þar sem oft var þröngt í búi misstir þú manninn, hann afa, aðeins 32 ára gömul og stóðst þá ein eftir með þrjú börn. Þrátt fyrir þetta hélst þú börnunum og komst þeim til manns og náms ásamt tveimur öðrum sem þú eignaðist síðar. Ég held að þessar aðstæður sem þú þurftir að glíma við hafi útheimt mikinn styrk á þessum erfiðu tímum. Þegar ég lít yfir farinn veg eru sterk- ustu minningar mínar um þig tengdar æsku minni og húsinu þínu á Selja- landsveginum. Ég man eftir hænunum þínum, garðinum þínum, steinunum í steyptum veggjunum, loftinu með öll- um bókunum og litla kyndiklefanum en allt þetta var ævintýraheimur fyrir borgarbarn eins og mig. Þá man ég líka eftir því að alltaf voru pönnukökur á borðstólum enda viss- irðu að þær fundust mér bestar af öllu bakkelsi. Meira að segja einu sinni bak- aðir þú pönnukökur úr svartfuglseggj- um vegna þess að hænuegg voru ekki til. Þetta var í eina skiptið sem ég vildi ekki pönnukökurnar þínar en borgar- barnið sætti sig ekki við sterkt bragðið sem kom frá eggjunum enda hef ég eins og aðrir af minni kynslóð ekki þurft að sætta mig við einhver frávik í mat og drykk. Er þetta atvik í mínum huga dæmi um að þú reyndir alltaf að gera allt mér til hæfis eins og þú gerðir þegar þú komst í heimsókn suður og ég þvældi þér fótgangandi langan veg í ýmsar verslanir til að kaupa eitthvað sem mig langaði í. Barnabörnin þín voru gimsteinar í þínum augum enda hef ég það fyrir satt að þú þoldir aldrei nokkuð það frá öðr- um sem hægt var að túlka sem gagn- rýni á þau. Ég man vel eftir síðasta skiptinu sem við hittumst en þá kom ég til Ernu frænku þar sem þú varst, til að sýna þér litlu dóttur mína hana Bjargeyju. Ég man hversu glöð þú varst að sjá hana og hvernig andlit þitt lýstist upp af gleði og stolti þegar sú stutta rembd- ist við að standa og ganga. Mér þykir því verst að mér hafi ekki auðnast að koma til þín með nýfæddan son minn áður en þú fórst. Ég get þó lofað þér því að hann mun í gegnum mig þekkja þig og uppruna sinn og vera stoltur af hvoru tveggja eins og ég er sjálfur. Vertu sæl, amma mín. Guðmundur Óli Björgvinsson Við fráfall Línu koma margar minn- ingar um hana og frásagnir úr lífi henn- ar upp í hugann. Bernskuminningar frá Hælavík þar sem þær tvíburasysturn- ar þurftu að vera til skiptis í skólanum af því að þær áttu bara ein skólaföt. Þegar frumburður okkar Björgvins fæddist rifjaði hún upp ferðalag sitt með frumburðinn Tryggva frá Ísafirði til Skjaldarbjarnavíkur. Þau fóru bæði á bát og fótgangandi sem var svo sem ekki í frásögur færandi. Það sem enn sat fast í minningunni var skelfingin sem greip hana þegar Óli bar hana yfir jökulána og skyldi hvítvoðunginn eftir á hinum bakkanum. Þeirri stundu sagðist hún hafa verið fegnust þegar Petólína Sigmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.