Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 31 ÞAÐ VAR athyglisverð grein í Morgunblaðinu 13. okt sl. Höfund- urinn, Guðni Ágústsson, skrifaði hana undir fyrirsögninni sýnd- armennska Samfylkingarinnar og græna blekkingin. Landbún- aðarráðherrann hóf ritverkið á þeirri staðhæfingu að Samfylkingin hefði farið mikinn að undanförnu í gagnrýni sinni á íslenskan land- búnað. Hið rétta er að Samfylkingin telur að það verði ekki unað lengur við það að rík- isvaldið með innflutn- ingstollum og vöru- gjöldum skrumskæli verðmyndun á markaði og haldi þannig uppi óeðlilega háu vöruverði í landinu. En það hefur verið og er sameiginleg stefna stjórnarflokk- anna og þeirra sem ráða samtökum bænda í landinu að viðhalda þessu ástandi. Hverjir hagnast á því ? Máske hluti búvöruframleiðslunnar ef menn gefa sér að það sé ekki hægt að styðja hana með öðrum hætti. En þó aðallega verslunin í landinu sem verðleggur sínar vöru í skjóli of- urtolla sem ríkissjóður hirðir og neytendur borga brúsann. Það getur aldrei orðið eðlileg verðmyndun á neinum markaði nema eðlileg sam- keppni sé til staðar. Samfylkingin vill því að það verði ráðist að rótum vandans. Leiðin til þess að eðlileg verðmyndun verði á matvörumarkaði er að lækka og fella niður tolla og vörugjöld og koma á eðlilegri samkeppni. Stuðningur við landbúnaðinn Ráðherrann fullyrðir að Samfylk- ingin vilji tryggja ótakmarkað fram- boð á erlendum búvörum án þess að styðja nokkuð við bakið á íslenskri búvöruframleiðslu. Þetta er alrangt og það veit ráðherrann vel. Það þarf auðvitað að styðja íslenskan land- búnað. Það þarf jafnvel að auka tímabundið stuðning við landbúnað á meðan aðlögunin á sér stað. Það höf- um við sagt og að við viljum velja leiðirnar til þess í samráði við bænd- ur. Svonefndar grænar greiðslur verða auðvitað að vera hluti af stuðningskerfinu. Ráðherrann for- dæmir að Samfylkingin skuli m.a. leggja slíka hluti til en viðurkennir nauðsyn þess að taka þær upp síðar í greininni. Veit greinilega ekki alveg í hvaða átt skal halda. Við val á stuðningsaðferðum er grundvall- aratriði að hagsmunir allra bænda verði látnir njóta jafn- ræðis. Sjónarmið þeirra sem framleiða sauðfjár og mjólkuraf- urðir eiga ekki að ráða ein þeirri ferð. Af orð- um ráðherrans virðist mega ráða að þeir einir megi bera sæmd- arheitið bændur á Ís- landi og svo auðvitað hrossabændur sem ráðherrann hefur sér- stakt dálæti á. Þessi dilkadráttur í atvinnu- greinum landbúnaðar þarf að víkja. En ráðherrann hefur ítrekað gert sig sekan um hann og þess vegna brugðist í vörninni fyrir einstakar búgreinar. Blómabændur fengu t.d. til tevatnsins á síðasta vetri. Þeirra hagsmunir voru þá seldir fyrir hagsmuni hrossabænda. Af því tilefni lýsti maður úr bændastétt ástríðum ráðherrans til einstakra búgreina þannig fyrir mér. Ef hún baular, ástin fer að blossa, þá aldrei sparar Guðni lof og kossa. En ef hún jarmar ekki eða hneggjar óðar mun hann snúa sér til veggjar. En án gamans þá bæði megum við og getum stutt íslenskan landbúnað með sambærilegum hætti og aðrar þjóðir og það vill Samfylkingin gera. Sá stuðningur á að hafa það að markmiði að blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf geti vaxið og blómgast í ís- lenskum sveitum. Tillögur ríkisstjórnarinnar Það sést vel á þessari ritsmíð ráð- herrans að hann er skelfingu lostinn vegna þeirra tillagna sem hann sjálf- ur samþykkti til lækkunar á vöru- verði. Honum er það ljóst að þær ráðast ekki að grundvallarvand- anum sem að ofan er lýst. Í þeim er einungis lítið eitt klórað í hann með lækkun vörugjalda og tolla. Það get- ur ekki verið mikil ánægja meðal þeirra stuðningsmanna Sjálfstæð- isflokksins sem hafa barist fyrir af- námi þessara gjalda af matvörum með niðurstöðuna. Þá kemur það á óvart miðað við þær viðtökur sem tillögur Samfylkingarinnar fengu hjá bændaforystunni og stjórn- arliðum að enginn aðlögunarstuðn- ingur skuli boðaður við þá bændur sem kunna að verða fyrir skakkaföll- um vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar. Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun virðisaukaskatts eru ágætar og munu vonandi lækka matarverð. Í þeim er tekið á ýmsum vanda s.s. ferðaþjónustunnar og álagningin einfölduð. En þær breyta engu um það sem mestu máli skiptir til að koma hér á eðlilegu samkeppn- isumhverfi á matvörumarkaði. Þess vegna á orðið sýndarmennska sem ráðherrann notaði um tillögur Sam- fylkingarinnar miklu frekar við til- lögur ríkisstjórnarinnar. Það sem enn verra er að þær eru ekki upphaf að því sem er óumflýjanlegt en það er að aðlaga íslenskan landbúnað að þeirri framtíð sem hann þarf að lifa í. Í því verkefni sem hefði átt að vera meginhlutverk Guðna Ágústssonar í stóli landbúnaðarráðherra hefur hann brugðist. Sandurinn rennur nú hratt úr hans glasi. Hann fékk lang- an tíma og mörg tækifæri til að vinna að þessu mikilvæga verki. Hann lét þau ganga úr greipum sér en notaði kraftana til að verja hand- ónýtt stuðningskerfi við landbúnað á Íslandi. Sýndarmennska ? Jóhann Ársælsson skrifar um stuðning við landbúnaðinn og verðmyndun á matvöru » Tillögur ríkisstjórn-arinnar um lækkun virðisaukaskatts eru ágætar og munu von- andi lækka matarverð. Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í landbún- aðarnefnd Alþingis. ÞAÐ er ótrúlegt en satt, að á öld allsnægta og auðlegðar skuli aldraðir íbúar einnar efnuðustu þjóðar ver- aldar þurfa að kvíða ellinni. Ekkert má út af bera með heilsuna, né félagslegar að- stæður breytast svo viðkomandi sé ekki kominn í vandræði. Frásagnir AFA- samtakanna sann- astar Frásagnir þeirra sem standa að AFA -samtökunum eru sannastar um ástandið á þessum vettvangi. Fyrirhyggjuleysi stjórnvalda er algjört ef eitthvað ber út af. Aldrað fólk sem alla tíð hefur búið sem sjálfstæðir ein- staklingar má þakka fyrir ef því gefst kost- ur á hvíldarinnlögn á hjúkrunar- eða elli- heimili við annan eða þriðja mann í her- bergi. Lítum í eigin barm, er þetta nokkr- um manni bjóðandi? Aðbúnaður aldraðra öllum til skammar Hvergi á Norðurlöndunum þekk- ist annar eins aðbúnaður eða neyð- arlausn. Stjórnvöld ættu að skamm- ast sín og setja sér þau sjálfsögðu markmið að innan fimm ára þurfi enginn að búa með öðrum í herbergi á hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins, að öðrum kosti verði rekstrarleyfi þeirra afturkölluð. Þetta er kannski hægara sagt en gert kynni einhver að segja. – Það er þó staðreynd að þjóðin veit ekki aura sinna tal. Henni er því engin vorkunn að hlúa svo að öldruðum að full sæmd sé að. Vandinn liggur ekki eingöngu í skorti á dvalarrými, hann er ekki síður skortur á fólki til að starfa með sjúka aldraða. Skorturinn á starfsfólki er hrikalegur og ýmsar leiðir farnar, svo sem útboð á ein- stökum verkþáttum hjúkrunarheim- ila og ráðningu erlendra starfs- manna. Þess eru dæmi að á einu og sama hjúkrunarheimilinu séu töluð 14 tungumál sem þykir betra en ekki þó engin skilji annan. Fólk fæst ekki til starfa Í dag standa hjúkrunarrými auð vegna manneklu. Þar ber allt að sama brunni. Fólk fæst ekki til að starfa við hjúkrun aldraðra þar sem málefnið er ekki talið til þeirra starfa sem kallast launahvetjandi, eða metnaðarfull. Vinnutími, vinnu- aðstaða eða annar aðbúnaður starfs- manna er langt frá því hvetjandi fyr- ir ungt fólk til að leggja hjúkrunarstarfið fyrir sig með löngu og krefj- andi námi. Til þess þurfum við að gjör- breyta launum, vinnu- umhverfinu og vinnu- tímanum. Ungt fólk sér ekki framtíðina í því að vinna alla daga ársins kvöld, nætur og helgi- daga sem og stórhá- tíðir, án þess að eitt- hvað komi á móti. Það eitt að rekstur leikskóla er aðeins miðaður við þarfir skrifstofu- og verslunarfólks frá 08:00 til 17:00 frá mánudegi til föstudags gerir það að verkum að einstætt foreldri getur á engan hátt leyst vanda barns- ins og vinnunnar svo vel sé. Komið af fjöllum Almenningur áttar sig ekki fyrr en kemur að því að þurfa að njóta aðstoðar heilbrigð- isþjónustunnar fyrir aldraðan föður eða móður. Því hafa margir komið af fjöllum þegar aldraður afi, amma, pabbi eða mamma eru sjúk eða las- burða og geta af þeim sökum ekki búið ein. Eða maki stendur ekki lengur undir því að hlú að maka sín- um heima. Hvað gerist? Fólk trúir hvorki eigin augum né eyrum. Ekk- ert pláss? Það rekur í rogastans. Þó er búið að klifa á þessum aumu að- stæðum í fréttum sjónvarps, útvarps og dagblaða, ekki mánuðum heldur árum saman. Krafa um mannúð Ekki skortir umræðuna né ábend- ingarnar, talað er fyrir daufum eyr- um stjórnvalda. Hér er ekki um neitt útrásarverkefni að ræða, eng- inn græðir, aðeins er gerð krafa um mannúð sem gefur engan mæl- anlegan arð. Því miður erum við með þeim ósköpum brennd að við hvorki heyrum né sjáum fyrr en að okkur sjálfum kemur. „Því sárastur er sá eldur er á sjálfum okkur brennur.“ Þess hafa stjórnvöld notið og nýtt sér út í ystu æsar. Nú er mál að linni, látum það ekki viðgang- ast lengur að öldruðum skuli ekki búin viðunandi elli, veitum aðeins þeim brautargengi til Alþingis sem lýsa yfir stuðningi við aldraða og málefni þeirra. Úrræði fyrir aldraða og sjúka í molum Kristín Á. Guðmundsdóttir fjallar um málefni aldraðra Kristín Á. Guðmundsdóttir » Stjórnvöldættu að skammast sín og setja sér þau sjálfsögðu markmið að inn- an fimm ára þurfi enginn að búa með öðrum í herbergi á hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins … Höfundur er formaður Sjúkraliða- félags Íslands og frambjóðandi í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. KJALARANESPRÓFASTS- DÆMI hélt ráðstefnu fyrir nokkru undir yfirskriftinni ,,Sáttaleið til frið- ar“. Þar gafst mér tækifæri til þess að hlýða á mál aðalfyrirlesaranna dr. Rodney Peterson (Boston Guðfræði Stofnun) og dr. Raymond Helmick (Boston Háskóli) en þeir eru sérfræð- ingar á sviði sem nefnist félagslegt sáttaferli. Í slíku ferli eru fjögur lykilorð: fyr- irgefning, sáttagjörð, endurbyggt réttlæti og samfélag. Árekstrar eru ekki bara neikvæðir heldur geta þeir líka verið jákvæðir og auðg- að samskipti fólk og þá samfélagið allt ef unnið er eftir viðmiðum fé- lagslegs sáttaferlis. Ég hef ekki kunnáttu til þess að útskýra þetta nánar en mig langar að segja frá því hvernig ég upplifði og túlkaði orð þeirra Helmick og Peterson. Það ríkir aðeins friður á yfirborðinu ef minnihlutahópur sem telur e.t.v. 5% af þegnunum mætir óréttlæti í sam- félagi og verður bara að þegja og þola það til þess að halda friðinn. Standi minnihlutinn upp og krefst réttlætis gætu orðið árekstrar og jafnvel bar- átta. Ef samfélagið viðurkennir tilvist ágreiningsins og leitar lausna á skap- andi hátt geta allir grætt á því. Samfélag er hópur fólks og fólk hef- ur tilfinningar. Stundum eru tilfinn- ingar þess særðar og það býr um sig sársauki í huga þess og hjörtum. Það getur verið flókið að lækna slíkan sárs- auka. Fyrirgefningin er nauðsynleg í því ferli en hún felur ekki aðeins í sér að fólk eigi að fyrirgefa öðrum, það verður einnig að fyrirgefa sjálfu sér. Í deilum er það líka oftast ágreinings- efni hver særði hvern. Oftast upplifa flestir sem hlut eiga að máli sig sem fórnarlömb. Þess vegna er nauðsyn- legt að fólk, sem ágreiningurinn snert- ir, nái saman svo að fyr- irgefningin geti orðið að sáttagjörð. Það er gíf- urlega flókið ferli sem má nálgast út frá mörg- um sjónarhornum, sam- félaginu, sálfræðinni, stjórnmálunum en ekki síst trúnni. Fyrirgefning eða sáttagjörð er einn af hornsteinum kirkjunnar. Undanfarnar vikur hafa verið miklar um- ræður um stöðu sam- kynhneigðra í íslensku samfélagi. Mönnum og konum hefur greint á um eitt og annað en það jákvæða er að ágreiningurinn eru uppi á borðinu. Nú er hefur Al- þingi samþykkt frumvarp sem bætir mjög réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi. Á prestastefnu þjóðkirkjunnar í apríl sl. var samt að kirkjan héldi áfram að skoða samkynhneigð út frá guðfræðinni en myndi samtímis kanna möguleg form á blessun kirkjunnar og „giftingu“ samkynhneigðra para. Það má því segja að út frá tæknilegu sjón- armiði sé orðin sátt um þessi mál. En hvað um tilfinningalega og and- lega? Hafa allir sem hlut eiga að þessu máli orðnir sáttir og sæst hver við ann- an? Hvað er fyrirgefning og hvað er sáttagjörð? Í umræðuferlinu á undan ákvarðanatökunni gekk margt sam- kynhneigt fólk og stuðningsmenn þeirra úr þjóðkirkjunni. Sumir lýstu því formlega yfir en aðrir fóru bara. Málefni samkynhneigðra snúast ekki aðeins og kenningar kirkjunnar og túlkun á Biblíunni heldur líka um til- finningar fólks sem starfað hefur lengi innan kirkjunnar og virðingu. Tilfinn- ingar þeirra sem voru ósammála rök- um samkynhneigðra voru líka særðar í þessari umræðu. Það fólk mætti al- mennt mikilli gagnrýni í samfélaginu og sumir þeirra tjáðu sig um það op- inberlega. En það var líka þriðji hópurinn og honum tilheyri ég sjálfur. Það er fólkið sem starfar innan kirkjunnar og vill styðja baráttu samkynhneigðra. Það mætti bæði mótstöðu innan kirkj- unnar en þurfti líka að þola hörð um- mæli frá samkynhneigðum um kirkj- una sína. Auk þess virtist mér, sem að sumir, færðu sér í nyt þetta tækifæri til þess að gagnrýna kirkjuna án tillits til afstöðu sinnar til málefnisins. Ég verð að játa það, að fyrir mig persónu- lega, var þetta erfiður tími og reynsla. Í tilefni af hátíð samkynhneigðra, Hinsegin dögum, sem haldin var í ágúst, var í Hallgrímskirkju svokölluð Regnbogamessa en hana sótti fjöldi manna. Messan var nokkurs konar tákn um sátt á milli kirkjunnar og samkynhneigðs fólks, en samt var hún ekki sáttargjörð. Ein af forsendum sáttagjarðar er að aðilar sem hlut hafa átt að máli geti viðurkennt að þeir hafi sært hvorn annan. Að viðurkenna sársauka er hins vegar ekki það sama og gera málamiðlun um ágreining. Þó að einn viðurkenni að hann sé búinn að særa annan, t.d. í umræðu, þá þýðir það ekki að fullyrðing þess fyrrnefnda sé röng og rökin rétt hjá hinum. Það eru tvö aðskilin mál. Það skiptir miklu máli að stíga fyrsta skrefið til sáttagjörðar sem fyrst í kjölfar ágreinings eða árekst- urs, því við höfum öll tilhneigingu til þess að muna aðeins það sem hentar okkur og gleyma því sem óþægilegra er þegar frá líður. En hver á að hafa frumkvæði að sáttagjörð? Ef við met- um það sem svo, að í þjóðkirkjunni starfi hópur sérfræðinga að málum sem m.a. varða fyrirgefningu og sátt- argjörð, þá finnst mér kirkjunni skylt að hafa frumkvæði. M.ö.o. á kirkjan að biðja samkynhneigðt fólk fyrirgefn- ingar með hugrekki. Ég óska svo inni- lega eftir sáttagjörð milli kirkjunnar og samkynhneigðra og skora hér með á kirkjuþingið sem haldið verðu í októ- ber að stíga fyrsta skrefið. Óskað eftir sáttagjörð Toshiki Toma fjallar um kirkj- una og samkynhneigða »Ég óska svo innilegaeftir sáttagjörð milli kirkjunnar og samkyn- hneigðra og skora hér með á kirkjuþingið sem haldið verðu í október að stíga fyrsta skrefið. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.