Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KÆRU fulltrúar á aðalfundi Ör- yrkjabandalags Íslands. Að þessu sinni er aðalfundur bandalagsins haldinn við heldur sér- kennilegar aðstæður. 1. Í ársbyrjun var framkvæmdastjóri bandalagsins rekinn úr starfi fyrirvaralaust. Ég kýs að orða þetta með þessum hætti þrátt fyrir tilkynningu á heimasíðu Ör- yrkjabandalagsins frá 9. janúar síðastliðnum þar sem rætt er um uppsögn. Formaður orðaði þetta sem „brott- rekstur“ í vitna við- urvist á fundi að- alstjórnar 18. maí síðastliðinn. 2. Formaður fer ekki að lögum bandalagsins. 3. Enn hefur ekki verið löglega ráð- inn framkvæmdastjóri. 4. Formaður hótar meintum and- stæðingum sínum í aðalstjórn stór- mælum í fjölmiðlum. 5. Heimasíða Öryrkjabandalags Ís- lands er notuð til þess að breiða út óhróður um þá aðalstjórnarmenn sem eru formanni ekki þóknanlegir. 6. Mikilvæg stefnumál bandalags- ins eru ekki kynnt aðalstjórn áður en þau eru kynnt í fjölmiðlum. 7. Öryrkjabandalagið ræðst að þeim gildum sem hingað til hafa verið virt af samtökum fatlaðra um allan heim í viðleitni til réttlátara sam- félags. 8. Meirihluti aðalstjórnar Ör- yrkjabandalagsins hefur ekki haft einurð í sér til að koma í veg fyrir þessa óhæfu formannsins. Meint ráðning nýs fram- kvæmdastjóra Á fundi aðalstjórnar, sem haldinn var í lok mars síðastliðins kynnti for- maður bandalagsins ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Í 8. gr. laga Ör- yrkjabandalags Íslands segir svo: „Framkvæmdastjórn ræður fram- kvæmdastjóra bandalagsins og gerir við hann ráðningarsamning, sem staðfestur skal af aðalstjórn banda- lagsins. „ Nú brá svo við að á fundinum neit- aði formaður að leggja fram ráðning- arsamninginn til staðfestingar að- alstjórnar þar sem hér væri um trúnaðarmál að ræða. Hvergi er gert ráð fyrir slíkum trúnaði í lögum bandalagsins. Þrátt fyrir skýr ákvæði laga var samþykkt að hver og einn aðalstjórn- armaður skyldi fá að sjá samninginn á skrifstofu þess. Mér er kunnugt um að tveir stjórnarmenn hugðust notfæra sér þann rétt sinn en var þá gert að skrifa undir trún- aðarskjal. Þegar þeir neituðu því var þeim vísað út af skrifstofu formanns. Mér er einn- ig kunnugt um að fjöldi stjórnarmanna sætti sig ekki við þessa af- greiðslu og leitaði því ekki réttar síns. Enn neitaði formaður að leggja fram samninginn á fundi að- alstjórnar 18. maí sl. Var ráðning- arsamningur, sem meirihluti að- alstjórnar hafði aldrei séð, samþykktur með 16 atkvæðum gegn tveimur, 8 sátu hjá. Hvorug atkvæðagreiðslan um ráðningu framkvæmdastjórans er lögleg því að ekki var farið að lögum bandalagsins við ráðninguna. Hvern- ig sem í pottinn er búið getur að- alstjórn ekki skotið sér undan að fara að lögum bandalagsins. Þá hef ég hvergi séð þess getið að aðalstjórn hafi verið greint frá því að formaður Öryrkjabandalagsins sé nú í fullu starfi og fái auk þess greidda yfirvinnu. Engin starfslýsing hefur verið lögð fram á starfi formanns en hún hlýtur þó að hafa verið samþykkt í framkvæmdastjórn? Það skýtur skökku við að Ör- yrkjabandalag Íslands skýli sér ein- mitt nú á bak við launaleynd. Samtök launafólks berjast nú fyrir því að launaleynd sé afnumin. Evrópu- samtök fatlaðra telja launaleynd einn versta óvin jafnréttis fatlaðra á vinnu- markaði. Öryrkjabandalag Íslands gengur hins vegar fram fyrir skjöldu, rekur fatlað fólk úr starfi, ræður ófatlað fólk til starfa og heldur síðan hlífiskildi yf- ir ófötluðum framkvæmdastjóra og formanni sínum með því að skírskota til launaleyndar. Fjölmiðlaumfjöllunin í júlílok Dagana 21. – 26. júlí urðu nokkrar umræður um starfsaðferðir formanns Öryrkjabandalags Íslands í fjöl- miðlum. Brást hann þannig við að segja að einungis væri um tvo fulltrúa lítilla félaga að ræða, sem hefðu beðið ósigur í lýðræðislegri atkvæða- greiðslu og yrði tekið fast á þessum málum innan bandalagsins. Öll aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands njóta sama réttar án tillits til stærðar. Aldrei fyrr hefur formaður Ör- yrkjabandalagsins hótað aðild- arfélögum þess stórmælum. Á heimasíðu Öryrkjabandalags Ís- lands er síðan yfirlýsing frá 25. júlí þar sem framkvæmdastjórn lýsir stuðningi við formann. Jafnframt eru hafðar uppi dylgjur um þrjá ein- staklinga sem hafi skaðað orðstír bandalagsins með málflutningi sínum. Ég skora á fulltrúa á aðalfundi bandalagsins að beita sér fyrir því að samþykkt verði tillaga um að fjar- lægja þessa tilkynningu af heimasíð- unni. Að öðrum kosti fái þessir þrír einstaklingar að koma að at- hugasemdum sínum. Þá legg ég eindregið til að sam- þykktar verði siðareglur um heima- síðu Öryrkjabandalagsins til þess að fyrirbyggja að forysta þess geti nýtt sér hana til þess að breiða út ósann- indi um andstæðinga sína. Orðstír Öryrkjabandalags Íslands hefur beðið mikinn hnekki að und- anförnu vegna þeirrar umræðu sem sprottið hefur af athöfnum formanns bandalagsins, formanns sem fer ekki að lögum þess og heitast við fulltrúa í aðalstjórn í fjölmiðlum, formanns sem virðir að vettugi þær leikreglur sem bandalagið hefur undirgengist með aðild sinni að alþjóðasamtökum fatl- aðra. Afstaða ykkar og aðgerðir á þess- um aðalfundi geta ráðið úrslitum um framtíð samtakanna og traust al- mennings á þeim. Samtök sem berj- ast fyrir bættum hag fatlaðra beita aldrei ofbeldi. Kær kveðja. Opið bréf til aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands Arnþór Helgason skrifar bréf til fulltrúa á aðalfundi ÖBÍ »Evrópusamtök fatl-aðra telja launa- leynd einn versta óvin jafnréttis fatlaðra á vinnumarkaði. Arnþór Helgason Höfundur er fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands. EF TIL vill finnst sumum að þvott- ur vistmanna á öldrunarstofnunum sé ekki spennandi um- ræðuefni. Hins vegar skipta upplýsingar sem fram komu í máli Sivjar Friðleifsdóttur heil- brigðisráðherra við fyr- irspurn minni á Alþingi í síðustu viku marga miklu máli. Þar kom fram að öldrunarstofn- unum ber skv. reglu- gerð um þjónustu á öldrunarstofnunum að sjá um þvott vistmanna og bera kostnað af hon- um, þó ekki ef um er að ræða fatahreinsun eða mjög við- kvæman þvott. Tilefni fyrirspurnar minnar var að fyrir nokkru kom til mín aldraður maður sem sagði farir sínar ekki slétt- ar. Kona hans er á hjúkrunarheimili og veikindi hennar þess eðlis að hún þarf að hafa alskipti á klæðnaði að minnsta kosti þrisvar á dag. Heimilið vísar frá sér ábyrgð á þvotti vistmanna og hefur því gamli maðurinn séð um þetta, sem er ærið viðfangsefni og kostnaðarsamt. Einu tekjur konu hans eru vasapeningar, sem eru um 24 þús- und á mánuði og duga þeir ekki til að standa undir kostnaði við þvottinn. Það sjá allir að þetta gengur ekki, enda er stofnuninni gert skylt að sjá um þvottinn, en gerir það ekki. Mikill kostnaður Á öðru hjúkr- unarheimili er þvottur vistmanna sendur í þvottahús, en á kostnað aðstandenda eða hins aldraða. Ég hef í hönd- unum reikninga upp á 7 – 20 þúsund krónur á mánuði fyrir þjónustu af þessu tagi sem greitt er úr vasa hins aldraða, en ætti skv. svörum heilbrigðisráðherra að falla á hjúkrunarheimilið. Á hinn bóginn hljótum við að virða það að sum hjúkrunarheimili hafa að stefnu sinni að stuðla að því að aðstandendur sjái um þvott ættmenna sinna, kjósi þeir það. Það má ljóst vera að í þessu felst mismunun á þjónustu milli stofnana og ekki síður fjárhagslega mismunun hjá fólki sem hefur margt ekki of mikið milli handanna fyrir. Því er það ánægjuefni að í svari heilbrigð- isráðherra kom fram að hann mun beita sér fyrir að koma þessu í lag hjá þeim stofnunum sem um ræðir. Gera þarf samninga Þetta dæmi er eitt af mörgum sem dregur fram mismun í aðstöðu og þjónustu á öldrunarstofnunum sem reknar eru að mestu fyrir opinbert fé. Það er mjög brýnt að stjórnvöld geri samninga við öldrunarstofnanir um lágmarkskröfur um gæði þjónustu og aðbúnað íbúa á stofnunum sem veita öldruðum þjónustu, en slíkir samn- ingar liggja ekki fyrir í dag, nema við hjúkrunarheimilið Sóltún. M.a. þess vegna eru koma upp tilvik eins og það sem er tilefni fyrirspurnar minnar á Alþingi í síðustu viku. Er það eðlilegt að aldraðir sem eru á öldrunarstofnunum lendi í því að þurfa jafnvel að greiða megnið af ráð- stöfunarfé sínu til að þvo af sér? Ég tel ekki. Hver borgar þvottinn? Ásta Möller skrifar um þjón- ustu á öldrunarstofnunum »… í þessu felst mis-munun á þjónustu milli stofnana … Ásta Möller Höfundur er alþingismaður. VIÐ Samfylkingarmenn tölum stundum um það opinskátt að við hugsum og hegðum okkur ekki eins og sá stóri flokkur sem við viljum vera. Sá stjórnmálaflokkur sem ekki hugsar stórt, verður ekki stór. Kjósendur leita eftir því fyrir næstu kosn- ingar hvort Samfylk- ingunni sé treystandi til að fara með forystu í landsmálum. Hér eru tíu góðar ástæður fyrir því að kjósendur, sem nú styðja ýmsa aðra flokka, gætu kos- ið Samfylkinguna og gert hana að þeim stóra flokki sem hún þarf að verða: 1) Lækkun skatta: Vinstri menn tala sjaldnast fyrir lækkun skatta og eru grun- aðir um að ætla að hækka þá. Skattbyrði á Íslandi hefur aukist miklu meira sem hlut- fall af landsfram- leiðslu en í öðrum OECD löndum síðasta áratug. Hún er komin vel yfir 40%, og það er of hátt hlut- fall til ríkisins. Við eigum að lækka skatta fyrir lágtekjufólk og milli- tekjufólk. Jafna upp, því það er hægt, en ekki slá um okkur með frösum um ,,ofurlaun“ til að ,,jafna niður“ þegar engin hugmynd um framkvæmd fylgir. 2) Minna ríkisvald, valdið til fólksins: Vinstri menn eru oft rík- isafskiptasinnar. Samfylkingin á að setja minni umsvif ríkisvaldsins á dagskrá og framkvæma það. Nú eru 70% opinberra afskipta hjá rík- inu, aðeins 30% hjá sveitarfélögum, en hlutfallið er öfugt á hinum Norð- urlöndunum. Við eigum að færa stór verkefni til burðugra sveitarfé- laga, strax, og leyfa þeim að velja um hvort þau veita umbeðna þjón- ustu með eigin rekstri, útboði til einkareksturs, eða félagsvæðingu, sem er vanmetinn möguleiki í hefð- bundnum deilum við markaðs- hyggjumenn. Umfram allt: minni ríkisafskipti, minni miðstýringu. 3) Barnasáttmáli Íslands: Allt þetta eilífa tal um ,,fjölskyldu- stefnu“ er komið í ógöngur, svo- nefnd ,,fjölskyldunefnd“ er dæmi um það. Stærsta verkefnið í velferð- armálum er að styðja og styrkja þau sem engin áhrif hafa, börnin. Hér tölum við ekki einungis um langveik og geðfötluð börn, þar sem synd samfélagsins er stór, heldur öll börn, óháð því hvaða sambúð- arform foreldar kjósa, efnahag, eða á hvaða stigi vanrækslu börnin eru. Fyrir liggur úttekt á stöðu barna og unglinga. ,,Barnasáttmáli Ís- lands“ tekur á þeim vanda sem lýst er og tryggir öllum börnum öryggi og velferð með samstilltu átaki rík- is, sveitarfélaga og félagasamtaka. Framkvæmdaáætlun fyrir kosn- ingar. 4) Náttúran númer eitt: Samfylk- ingin hefur djöful að draga í þeim efnum, ekkert kemur til greina nema staðföst lína um það að ekki verði fleiri stórvirkjanir og verk- smiðjur fyrr en lokið er nátt- úruverndaráætlun samtímis ná- kvæmu mati virkjanakosta. 5) Varið land og öryggi: Ef vinstri stjórn hefði klúðrað öryggis- málum landsins eins og núverandi stjórn gerði væri búið að steypa henni. Við getum ekki bara verið ,,hí-á-þig-ríkisstjórnar- flokkur“ í svona mik- ilvægum málum; smá- flokkar hegða sér þannig. Landið getur ekki verið varnarlaust til langframa. Skuld- binding Bandaríkja- manna er óljós. Við verðum að hafa skýra skoðun á þessu máli, sérstaklega þegar aðrir hafa hana ekki og hafa forystu um að byggja upp gæslu- og öryggis- mál innanlands í sam- ræmi við skilgreinda almannahagsmuni þar sem öryggi á götum úti er hluti af baráttu gegn glæpum. 6) Lagabætur: Við setjum inn ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir lands og sjáv- ar séu sameign þjóð- arinnar, og gefum al- menningi rétt til að verja sig gagnvart of- ríki stjórnvalda með því að krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu með auðveldum hætti. Eftirlaunalögin um Alþing- ismenn og ráðherra felld úr gildi og réttindi þeirra gerð sambærileg við opinbera starfsmenn. Upplýs- ingalög verði mun víðtækari. 7) Öryggi á þjóðvegum: Hvers vegna tala vinstri menn aldrei um verklegar framkvæmdir? Fjár- magna á sérstaklega stórútboð fyrir hringveginn sem tekur af allar ein- breiðar brýr á örfáum árum og kemur honum á öryggisstig sem stenst Evrópustaðla innan 10 ára. Greitt upp með blöndu af not- endagjöldum og sköttum á eðlileg- um afskriftatíma. 8) Menntun er forgangsatriði, aukin framlög: Það þýðir að fram- haldsskólarnir fari í gjörgæslu strax með stórauknu námsframboði, sveigjanleika og markvissum að- gerðum gegn brottfalli. Háskóla- umhverfið verði alþjóðlegt og aukin framlög, sem eru nauðsynleg, mið- ist við verðleika og árangur í kennslu og rannsóknum. Íslend- ingum bjóðist að mennta sig hvar- vetna þar sem háskólamenntun er best. 9) Neytendavernd - landbún- aðarkerfið í uppstokkun: Mat- vælaframleiðsla og innflutningur miðist við þarfir neytenda og mark- vissa lækkun matarverðs sem bygg- ir á kerfisbreytingu, ekki smák- rukki eins og ríkisstjórnin boðar. Þetta er aðeins fyrsta skrefið til meiri neytendaverndar og sam- keppnishvata á markaði. 10) Sókn inn á miðjuna: Fyrir ári flutti formaður Samfylkingarinnar ræðu á flokksstjórnarfundi undir þessari yfirskrift. Þessi sókn fær inntak með því sem að ofan er rak- ið, og því, að Samfylkingin gengur óbundin til næstu kosninga og hafn- ar ekki samstarfi við neinn flokk sem tekur undir þessi meg- inmarkið, það verður að vera á hreinu. Tíu ástæður til að kjósa Samfylkinguna Stefán Jón Hafstein skrifar um stefnumál Samfylkingarinnar Stefán Jón Hafstein »Hér eru tíugóðar ástæður fyrir því að kjós- endur, sem nú styðja ýmsa aðra flokka, gætu kosið Samfylk- inguna … Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Sagt var: Um eitthvað slíkt samkomulag er að ræða. RÉTT VÆRI: Um eitthvert slíkt samkomlag er að ræða. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.