Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 22
|miðvikudagur|18. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf verðkönnun Allt að 55% verðmunur var á lyfseðilsskyldum lyfjum í könn- un ASÍ og var Skipholtsapótek oftast með lægsta verðið. » 23 flensa Um 50.000–55.000 manns láta bólusetja sig hér á landi gegn innflúensu á hverju ári, segir Haraldur Briem. » 25 heilsa Hreyfing, mataræði, áfeng- isneysla og brjóstagjöf er meðal þess sem virðist hafa áhrif á brjóstakrabbamein. » 24 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Fullorðnar konur klæddar ífjólublátt, skrýddar rauð-um höttum að sprella ogfíflast – hér er ekki verið að lýsa leikriti heldur miðaldra konum á Íslandi og víðar. Rauð- hettuklúbburinn teygir anga sína um víða veröld og hefur það mark- mið eitt að konur komnar yfir miðj- an aldur skemmti sér sem ærlegast. Upphaf Rauðhettuklúbbsins má rekja til Bandaríkjanna þar sem kona að nafni Sue Ellen Cooper var stödd á skransölu fyrir nokkrum árum. „Þar sá hún rauðan hatt sem hún keypti eftir mikla innri tog- streitu,“ útskýrir Súsanna Svav- arsdóttir en hún þýddi bók um Rauðhettuklúbbinn sem kom út hjá Sölku forlagi í gær. „Á fimmtugs- afmælisdaginn sinn setti Sue Ellen hattinn upp og þegar vinkonur hennar urðu smám saman fimm- tugar gaf hún þeim rauða hatta í af- mælisgjöf. Einhverju sinni fóru þær vinkonur sex saman á tehús með hattana og íklæddar fjólublárri Að vera stelpur og leika sér Rauðhettur Markmið Rauðhettuklúbbsins er að sögn Súsönnu einfalt. „Að hafa gaman. Ekkert ann- að. Það eru engar reglur, lög eða skyldur aðrar en mæta á fundina með rauð- an hatt og í fjólubláu dressi og skemmta sér.“ múnderingu og skemmtu sér kon- unglega. Þá áttuðu þær sig á því að þessi misliti skrúði gaf þeim frelsi til að ærslast og hlæja og láta hrein- lega eins og fífl.“ Náttfatapartí og karókí Súsanna segir fleiri konur hafa smám saman dregist að þessari hugmynd og í dag er um hálf millj- ón kvenna í Rauðhettuklúbbnum í Bandaríkjunum og Kanada auk stórra klúbba á Nýja-Sjálandi, Ástr- alíu, Bretlandi og Belgíu. Í maí í fyrra var fyrsti Rauðhettuklúbb- urinn stofnaður hérlendis í Hvera- gerði og nú hafa fjórar nýjar deild- ir verið stofnaðar, í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Markmið klúbbsins er einfalt. „Að hafa gaman. Ekkert annað,“ segir Súsanna ákveðin. „Það eru engar reglur, lög eða skyldur aðrar en mæta á fundina með rauðan hatt og í fjólubláu dressi og skemmta sér. Jú, og svo þurfa klúbbskonur að vera orðnar fimmtugar.“ Hún segir konur almennt tregar við að sleppa fram af sér beislinu. „Við er- um ofsalega alvarlegar. Við erum svo ábyrgar og pottþéttar og látum ekki hanka okkur á neinu, síst af öllu að hlæja og vera kæruleys- islegar. Okkur finnst við alltaf þurfa að sanna að við séum al- mennilegar mæður, góðar eig- inkonur, góðir starfskraftar, fé- lagslega þroskaðar, meðvitaðar … en mikið assk… er það leiðinlegt.“ Í Rauðhettuklúbbn- um er áherslan þveröfug. „Þar njóta konurnar þess að vera með náttfatapartí, keppa í karókí, halda skemmtikvöld, borða góðan mat og drekka rauðvín. Að vera stelpur og leika sér.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti SÉRSTÖK staða tónlistarþerapista verður við fangelsi sem opnað verð- ur í Björgvin í Noregi í október. For- stöðumaður nýrrar rannsókn- armiðstöðvar í tónlistarmeðferð telur að tónlistin geti hjálpað föng- unum til að takast á við tilfinningar sínar og vandamál. Rannsóknarmiðstöðin GAMUT er sú fyrsta sem sérhæfir sig í tónlist- armeðferð á Norðurlöndum að því er vefritið forskning.no greinir frá. Um er að ræða samvinnuverkefni fang- elsisins og miðstöðvarinnar. Leif Waage, aðstoðarforstjóri fangels- ismála í fylkinu, hlakkar til að sjá hvaða árangur þessi samvinna ber. „Við verðum að nýta öll hugsanleg ráð til að draga úr glæpum í framtíð- inni,“ segir hann. „Því erum við ákaf- lega spennt að nýta okkur tónlistar- meðferð í fangelsinu, sérstaklega þar sem hún verður tengd faglegum rannsóknum.“ Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn sem tónlist er notuð til að ýta undir lífsvilja og getu fanga. Mörg fangelsi bjóða þeim sem afplána dóma upp á ýmiss konar tónlistarvinnu en oftast er um styttri verkefni að ræða sem eru háð fjármögnun hverju sinni. Að þessu sinni hefur verið veitt fé til að ráða tónlistarþerapista í eitt ár en Waage telur ekki loku fyrir það skot- ið að verkefnið verði framlengt eftir það. „Ef árangurinn verður jákvæð- ur munum við örugglega nýta okkur þetta frekar,“ segir hann. Fyllir upp í tómarúmið Forstöðumaður GAMUT, Brynj- ulf Stige, tekur í sama streng og bendir á mikilvægi þess að tónlistar- meðferð sé þéttofin daglegu lífi þeirra sem verða hennar aðnjótandi. „Síðan er hægt að fylgja meðferðinni eftir, til dæmis með því að menn hitt- ist reglulega eftir tíma til að spila saman,“ segir hann. Hann segir tónlistina geta veitt mönnum mikla útrás sem jafnvel geti komið í staðinn fyrir vímu, ekki ósvipað og hjá þeim sem eru í strangri líkamsþjálfun. „Fyrir flesta hefur tónlistin djúpstæða merkingu og þannig getur hún fyllt upp í tóma- rúmið sem margir finna fyrir meðan þeir eru í fangelsinu og fyrst eftir að þeir losna. Tónlistin er líka eitthvað jákvætt sem fólk getur beint athygli sinni að.“ Stige bendir á að spuni sé mik- ilvægur þáttur í tónlistarmeðferð. „Og þann hæfileika held ég að marg- ir fanganna hafi í ríkum mæli,“ bætir hann við. Tónlistarmeðferð í fangelsi Morgunblaðið/RAX Fangelsi Tónlist getur fyllt upp í tómarúm hjá föngum rannsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.