Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 40
Staðurstund Breska hljómsveitin Take That var stödd hér á landi á dög- unum og furðaði sig á þraut- seigju íslenskra aðdáenda. » 51 fólk Aðdáendur hljómsveitarinnar Radiohead geta nú glaðst, því nýrrar plötu er að vænta á næstu misserum. » 51 tónlist Steinunn Sigurðardóttir fjallar í pistli sínum um ritgerð Sigfús- ar Daðasonar, Athugasemdir um Brekkukotsannál. » 43 bækur Ultra Mega Techno bandið Stef- án tjáir sig um upphafið, Airwa- ves, Eurovision, snjóbolta og frumleika í einlægu viðtali. » 41 viðtal Eftir Birtu Björnsdóttir birta@mbl.is ÞAÐ BÍÐA trúlega margir spenntir eftir að geta barið Mýrina augum, kvikmyndina sem gerð er eftir margfaldri metsölubók Arnaldar Indriðasonar. Myndina sem Baltas- ar Kormákur er búinn að hafa í huga í næstum sex ár og verður frumsýnd á föstudaginn. Blaðamaður hitti Baltasar að máli í liðinni viku þegar leikstjórinn var nýkominn frá lokafrágangi mynd- arinnar í Danmörku. Baltasar komst fyrst í kynni við Mýrina, eins og svo margir aðrir, fyrir jólin árið 2000. „Mér fannst svo merkilegt að tek- ist hefði að gera trúverðuga íslenska glæpasögu. Sagan er reyndar meira en það, þetta er samfélagslýsing með glæpahrygg sem bindur söguna saman,“ segir Baltasar. „Ég ákvað að kaupa réttinn að sögunni en lenti reyndar í smá stappi því það var annar aðili að reyna það sama á sama tíma. En það hafðist á endanum og vinnan við handritið hófst.“ Baltasar segir þá vinnu hafa verið þrautinni þyngri. „Ég prófaði nokkra handritshöf- unda og einnig var um tíma hug- mynd um að hafa annan leikstjóra. Ég ákvað á endanum bara að gera þetta sjálfur, leikstýra og skrifa handritið. Ég lokaði mig af í Skaga- firðinum að vetri til og hætti ekki fyrr en ég var búinn að brjóta mig í gegnum þetta,“ segir Baltasar. „Þetta er sennilega eitt erfiðasta handrit sem ég hef gert. Það eru ákveðnir þættir í frásögninni sem ganga illa upp í kvikmynd. Til dæm- is það að þú ert að elta mann sem þú ert aldrei neitt á hælunum á alla bókina, hann dúkkar bara upp í lok- in. Þá skapast ekki þessi spenna sem þarf í kvikmynd.“ Víðförlasta bók Íslandssögunnar Baltasar segist ekki hafa unnið handritið í samvinnu við höfundinn Arnald. „Ég sýndi Arnaldi handritið þegar ég var búinn með það og hann gaf mér nokkur mjög góð ráð. Hann var sáttur við atlögu mína að sögunni því hann var kvikmyndagagnrýnandi lengi og gerir sér alveg grein fyrir því að kvikmyndin er allt annar mið- ill.“ Þrátt fyrir að handritaskrifin hafi reynst þrautin þyngri segist Baltas- ar mjög trúr kjarna sögunnar, hann fari bara aðra leið við að komast að sömu niðurstöðu. „Þegar ég keypti kvikmyndarétt- inn af sögunni var Mýrin bara áhugaverð glæpasaga sem var ný- komin út. Þegar ég gerði myndina var hún hinsvegar orðin víðförlasta bók Íslandssögunnar. Allir eru búnir að lesa hana og sex aðrar bækur um sömu karakterana og hafa sínar skoðanir á hvernig þetta eigi allt- saman að vera,“ segir Baltasar. Stór hluti af skoðunum lesenda Arnalds er trúlega sú skoðun hvern- ig aðalsöguhetjurnar líta út. Allir eiga sinn Erlend. Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Erlends í Mýrinni, Björn Hlynur Haraldsson er Sigurður Óli, Elínborg er leikin af Ólafiu Hrönn Jónsdóttur og Ágústa Eva Erlends- dóttir er Eva Lind. Hvernig ætli Baltasar hafi borið sig að við leikaravalið? „Ég hafði engan áhuga á útliti leikaranna heldur eðli þeirra. Fólk ber með sér ákveðna áru og það veg- ur þyngra en útlitið,“ segir Baltasar. „Ég þekki Ingvar mjög vel, við vorum saman í bekk í Leiklistarskól- anum. Ingvar er einfari, hann er mjög hlýr maður en ekki opinn og þannig finnst mér Erlendur vera. Mér fannst Erlendur vera trúboði, einn maður að reyna að bjarga heiminum. Í hlutverk Sigurðar Óla var ég að leita að andstæðu Erlend- ar. Hann er nútímamaðurinn. Björn Hlynur er svona eins og Brad Pitt, það er eins og hann sé fæddur í gallabuxum. Mér fannst þeir mynda gott teymi. Elínborg er aftur á móti frekar óljós karakter, sérstaklega í fyrstu bókunum. Hún verður því einskonar stoðkarakter. Hún er sú sem Er- lendur trúir fyrir vandamálum sín- um án þess þó að segja það. Hún er eins og mamma Sigurðar Óla og vin- kona Erlendar. Hún er jörðin. Ólafía Hrönn er að mörgu leyti eins, maður segir henni margt sem maður myndi kannski ekki segja öðrum.“ Ágústa Eva er Eva Lind, en hún er trúlega þekktust landsmönnum sem hin eina sanna Silvía Nótt. „Ég kynntist Ágústu þegar hún passaði strákana mína á Laufásborg áður en hún varð Silvía Nótt. Þar var hún lítil sæt mús í sandkassa en svo birtist þetta skrímsli á Skjá ein- um. Ég gerði mér grein fyrir að hún hefur tvíeðli og það er nákvæmlega það sama og Eva Lind, sem er við- kvæm og þarf hjálp en getur einnig verið andstyggileg. Manneskjurnar á bakvið leikarana vógu því þyngst í hlutverkavalinu,“ segir Baltasar. Opnar dyr allstaðar Upptökur Mýrarinnar tóku á ann- an mánuð og segir Baltasar ferlið hafa gengið vel. „Það sem kom mér mest á óvart voru viðtökurnar sem við fengum. Við komum allstaðar að opnum dyr- um, lögreglan var okkur einstaklega hjálpleg. Kári Stefánsson opnaði Ís- lenska erfðagreiningu fyrir okkur og fer meira að segja með smá hlutverk í myndinni. Þrátt fyrir að þjóðin hafi yfirleitt verið jákvæð út í verkin mín hef ég aldrei kynnst neinu þessu líku, allir vildu hjálpa til. Ég held að bókin hafi haft mikið um viðtök- urnar að segja, hún er grunnurinn að þessu öllu,“ segir Baltasar. „Ég hef átt ansi misjöfn samskipti við lögregluna gegnum tíðina, það var svolítill hamagangur í mér þegar ég var yngri. Ég hafði kannski til- hneigingu til að mála þessa stétt svolítið svarta en þegar ég fór að vinna að Mýrinni með lögreglunni voru þeir allir af vilja gerðir til að hjálpa til á allan hátt. Mér fór að þykja ansi vænt um þessa kalla sem voru að berja mig hér í gamla daga. Þetta eru menn sem eru að reyna eins og þeir geta að halda okkur hin- um réttum megin við línuna. Það er örugglega erfitt að vera lögregla í eins anarkísku ríki og Ísland er, þar sem allir mega segja allt og gera allt.“ Allir í bíó! Mýrin er tilbúin til sýninga og stóra stundin rennur upp næstkom- andi föstudag. Baltasar segist sáttur með útkom- una en viðurkennir fúslega að hann sé taugaóstyrkur gagnvart við- tökum almennings. „Sérstaklega núna þegar það er ekkert meira sem ég get gert. Ég er samt sáttur við mitt og finnst ég hafa gert heiðarlega atlögu að þessu,“ segir Baltasar. „Það sem skiptir mig mestu máli er að íslenskir áhorfendur komi í bíó. Það er frábært að fá verðlaun fyrir það sem maður gerir en það sem skiptir mig mestu máli núna er að Íslendingar fari í bíó að sjá ís- lenskar myndir. Það hefur verið dapurt ástand í því uppá síðkastið og ég vona sannarlega að það muni breytast. Annars gæti róðurinn orð- ið þungur,“ segir Baltasar að lokum. Trúverðug íslensk glæpasaga Mýrin Björn Hlynur, Ólafía Hrönn og Ingvar í hlutverkum sínum sem Sigurður Óli, Elínborg og Erlendur. Baltasar Kormákur leikstýrir Mýrinni, sem gerð er eftir margfaldri metsölu- bók Arnaldar Indriðasonar. Morgunblaðið/Kristinn Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir sér það hjartans mál að Íslendingar fjölmenni í bíó á íslenskar myndir, annars gæti róðurinn orðið þungur. Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í dag. Árni Matthíasson mælir með atriðum sem vert er að sjá á fyrsta degi hátíðarinnar. » 41 tónlist |miðvikudagur|18. 10. 2006| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.