Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar MÁLMIÐNAÐARMENN ÓSKAST ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 650 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stóriðjuver, hafnar- gerð, vega- og brúagerð auk flug- valla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitar- félög, fyrirtæki og einstaklinga. Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is. Ístak hf. óskar eftir að ráða málmiðnaðarmenn til vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða fjölbreytta vinnu við smíði og uppsetningu á hlutum úr svörtu stáli. Einnig leitum við að mönnum sem hafa reynslu af smíði úr ryðfríu stáli og áli. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akra- nesi, Merkigerði 9, Akranesi, sími 430 6000, fax 430 6002, http://www.sha.is Bókari – Tímabundið starf Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) óskar eftir vönum bókara í tímabundið starf hið fyrsta. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur mikla og góða reynslu af bókhaldsvinnu, uppgjörsmálum og afstemmingum. Mögulegt er að gera sam- komulag um sveigjanlegan vinnutíma. Æskilegt er að viðkomandi hafi kunnáttu á Oracle e-busi- ness suite, fjárhagskerfi ríkisins. Umsóknum sem greini frá menntun, reynslu og fyrri störfum skal skilað til skrifstofustjóra SHA í síðasta lagi þann 23. október 2006. Öllum umsóknum verður svarað. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Ásgeirsson skrifstofustjóri í síma 430 6000, netfang asgeir.asgeirsson@sha.is Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á gæði og hagkvæmni þar sem velferð skjólstæðinga er höfð að leiðarljósi. Sjúkrahúsið er deilda- skipt sjúkrahús. Aðal upptökusvæðið er vestur- og norðvesturhluti lands- ins. Veitt er fjölþætt sérfræðiþjónusta með viðbúnaði til móttöku og með- ferðar bráðveikra allan sólarhringinn. Íbúum höfuðborgarsvæðisins og öðrum landsmönnum er í vaxandi mæli boðin sérfræðiþjónusta í tilteknum greinum. Heilsugæslustöðin veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness og hefur jafnframt forystuhlutverk varðandi heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigð- isstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. SHA er reyklaus stofnun. Bókhald og umsýsla Vanur bókari getur bætt við sig vinnu við bók- hald og uppgjör. Unnið í DK-bókhaldskerfi. Uppl. í síma 660 9503 eða box@mbl.is merkt: „B — 19181“. Grundarfjarðarbær Starf skrifstofustjóra Grundarfjarðarbær auglýsir starf skrifstofustjóra laust til umsóknar. Skrifstofustjóri stjórnar skrifstofuhaldi bæjarins og hefur umsjón með bókhaldi, gerð fjárhags- áætlana, fjárreiðum, uppgjörsvinnu og ársreikn- ingagerð. Skrifstofustjóri hefur umsjón með starfsmannamálum, ritar fundargerðir bæjar- ráðs og bæjarstjórnar, er staðgengill bæjarstjóra og annast önnur störf á sviði stjórnsýslunnar sem bæjarstjóri felur honum. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Miðað er við að viðkomandi hefji störf í nóvember. Næsti yfirmaður skrif- stofustjóra er bæjarstjóri. Grundarfjörður er framsækið sveitarfélag þar sem búa tæplega eitt þúsund íbúar. Góð þjón- usta er í bænum, þ. á m. góður grunn- og leik- skóli, tónlistarskóli, heilsugæsla, verslanir, ýmis önnur þjónusta, verktakafyrirtæki og íþróttaað- staða. Umhverfi og náttúrufegurð við Breiða- fjörðinn eru víðkunn og rómuð. Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem er skipulagður og agaður í störfum og sem hefur mikla hæfileika til góðra mannlegra samskipta. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun sem nýtist í starfinu en góð reynsla af sambæri- legu starfi kemur einnig til greina. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri þekkingu og færni í tölvu- vinnslu. Skrifstofustjóri hefur samstarf við alla starfsmenn og stjórnendur bæjarins og einnig eru mikil samskipti við íbúana. Leiðbeint og aðstoðað verður við húsnæðisleit ef þörf er á því. Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2006. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og ferilskrá (CV), skal skila til skrifstofu Grundar- fjarðarbæjar merktum „Starf skrifstofustjóra“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un hefur verið tekin um ráðningu í starfið. Bæjarstjóri veitir frekari upplýsingar um starfið í s. 430 8500 eða á skrifstofu Grundarfjarðarbæj- ar á Grundargötu 30 í Grundarfirði. Tölvupóst má senda á: baejarstjori@grundarfjordur.is Heimasíða: www.grundarfjordur.is Bæjarstjóri Grundarfjarðar. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Grundarhverfi - Kjalarnesi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit sem nær yfir svæðið á milli Klébergsskóla og íbúðabyggðar í Grundarhverfi, frá Vallargrund og að sjó. Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkuð verði lóð, tólf hundruð og fimmtíu fermetrar, 1250m², þar sem heimilt verði að byggja allt að 300m² hreinsistöð fyrir fráveitu. Ekki er gert ráð fyrir eiginlegum bílastæðum á lóðinni. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 18. okt. til og með 29. nóvember 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemd- um við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 29. nóvember 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 18. október 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Umhverfismat áætlana - ný lög nr. 105/2006 — Kynningarfundir Skipulagsstofnunar í október 2006 Tekið hafa gildi lög um umhverfismat áætlana sem varða skipulagsáætlanir sveitarfélaga og áætlanir stjórnvalda í einstökum málaflokkum, s.s. um samgöngur og orkumannvirki. Lögin verða kynnt á opnum fundum í október ásamt breytingum á lögum vegna efnistöku í eldri námum. Fulltrúar Skipulagsstofnunar og um- hverfisráðuneytisins munu svara fyrirspurnum að kynningu lokinni. Kynningarfundirnir verða á eftirtöldum stöð- um:  Kópavogi, í Félagsheimili Kópavogs, Fann- borg 2, fimmtudaginn 19. október kl. 14.  Akureyri, á Hótel KEA, mánudaginn 23. októ- ber kl. 14.  Höfn á Hornarfirði, í Nýheimum, fimmtudag- inn 26. októberk kl. 14.  Egilsstöðum, á Hótel Héraði, mánudaginn 30. október kl. 14. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál og taka þátt í umræðum eru hvattir til að mæta. Raðauglýsingar • augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.