Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Árnað heilla ritstjorn@mbl.is Keppni í ruddmennsku og dónaskap? MÉR hefur oft blöskrað það sem okkur áhorfendum er boðið upp á í viðtalsþáttum í Kastljósi RÚV. Til- efni þessara skrifa er einræða Öss- urar Skarphéðinssonar mánudags- kvöldið 9. október, þar sem Guðni Ágústsson sat á móti honum við borðið. Í eina skiptið sem svo virtist að Guðni fengi að svara, vegna þess að Össur þurfti að anda, greip stjórn- andinn fram í fyrir honum og baun- aði á hann spurningu. Guðni fékk hvorki að ljúka máli sínu né svara spurningunni, vegna þess að Össur var þá byrjaður aftur. Því miður er þetta ekkert einsdæmi. Ég hefði gjarnan viljað heyra hvað Guðni hafði til málanna að leggja, en finnst samt að hann hafi komið út með pálmann í hönd- unum, nema þetta hafi átt að vera keppni í ruddamennsku og dóna- skap. Það er allt gott um það að segja að stjórnendur þáttanna skjóti inn spurningum, en mér finnst samt að aðalhlutverk þeirra eigi að vera að sjá til þess að allir þátttakendur fái að taka þátt og framígrip ætti að banna. Mönnum sem ekki kunna mannasiði ætti ekki að hleypa inn í kastljósið, en ef einhver slæðist inn óvart ætti stjórnandinn að hafa vald til að vísa honum á dyr í beinni útsendingu. Þórhallur Hróðmarsson. Heilsutengd ferðaþjónusta í íslenskum víðernum VÍÐA erlendis eru farnar nátt- úruskoðunarferðir með ferðafæra sjúklinga um óbyggðir og þá gist í óspilltri náttúru í umsjá tilheyr- andi lækna eða sérfræðinga. Oftast er um að ræða einstaklinga sem ráða ekki við sterkar geðsveiflur eða ofstopaáráttu eða hafa skadd- ast vegna ofdrykkju eða fíkniefna- notkunar. Sagt er að í slíkum ferð- um læri þeir að upplifa þögn og kyrrð m.a. til að íhuga eigið líf, læra að þekkja sjálfa sig og sinn styrk til að breyta um lífsstíl. Slík- ar sjálfsskoðunarferðir hafa einnig verið farnar í íslenskri óspilltri náttúru a.m.k. með erlenda sjúk- linga. Nýlega lýsti íslenskur ferða- málafrömuður því yfir að hann hygðist nýta þær náttúruskemmdir sem unnar hafa verið á Kára- hnjúkasvæðinu til að skipuleggja þangað ferðir fyrir erlenda ferða- menn. Hefði hann og aðrir íslensk- ir ferðarekendur ekki átt að athuga það fyrr? Áhugamaður um víðerni. Trúlofunarhringur týndist í miðbænum TRÚLOFUNARHRINGUR tap- aðist í miðbæ Reykjavíkur, hugs- anlega nálægt Hverfisgötu, laug- ardagskvöldið 7. október. Fundarlaunum heitið. Skilvís finn- andi vinsamlega hafi sambandi við Guðmund í síma 660 8488 Henry Hlíðar er týndur í Kópavogi HENRY er vinalegur tveggja ára högni, gulbröndóttur, með hvítt trýni, háls og hosur. Hann hef- ur ekki komið heim til sín að Kópavogsbraut 113 síðan 11. okt. Henry hefur endurskinsól með grænu nafnspjaldi, eyrnamerktur 4R212. Er líklega ennþá á Kársnes-svæðinu. Ef ein- hver hefur orðið hans var, vinsam- legast hafið samband í símum 554 2957 / 695 8955 eða með tölvu- pósti: hhar@internet.is Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90ára afmæli. Ídag, 18. októ- ber, er níræð Ráðhild- ur Jónsdóttir, Gull- smára 7, Kópavogi. Í tilefni af þeim tíma- mótum mun hún vera með heitt á könnunni fyrir ættingja og vini sunnudaginn 22. október að Gullsmára 7, á 12. hæð í samkomusalnum, milli kl. 15 og 17. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Sylvía Grétarsdóttir og Sigrún Erla Lárusdóttir, söfnuðu kr. 4.220 til styrktar ABC barnahjálp. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569 1100 eða sent á netfangið rit- stjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Engar nýjar vís-bendingar hafa komið fram um morð- ið á rússneska blaða- manninum Önnu Po- litkovskaju, en samsæriskenning- arnar dafna. Á vef- síðu tímaritsins Der Spiegel voru nokkrar helstu kenningarnar taldar upp. Þeirra ósennilegust þótti að hún hefði fyrir til- viljun orðið fórn- arlamb glæpamanna. Politkovskaja hafði gagnrýnt rússneska valdhafa og beint spjótum sínum að Vladimír Pútín. Þremur dögum eftir að Politkovs- kaja var myrt – nær væri að segja tekin af lífi – opnaði Pútín loks munninn og hafði þá verið spurður á blaðamannafundi. Hann notaði tækifærið til að gera lítið úr áhrif- um Politkovskaju. Hann tók ekki fram að það gæti hafa verið vegna þess að markvisst var reynt að þagga niður í henni og halda henni úr sviðsljósinu. Hún var hætt að koma fram í sjónvarpi og sagt er að bækur hennar séu illfá- anlegar í rússneskum bókabúðum þannig að minni á Sovéttímann þegar skrif tiltekinna manna fóru um í ljósritum í óþökk stjórnvalda og kallað var sam- isdat. Ramsan Kadýrov, forsætisráðherra Tétsníu, sem líta má á sem lepp Pútíns, var iðulega skotspónn Po- litkovskaju. Hún leiddi meira að segja fram vitni að því að hann hefði með eigin hendi pyntað téténska fanga. Kadýrov kemur fyrir í sumum þeim samsæriskenningum, sem þýska vikuritið birti í liðinni viku. Hann lýsti yfir sak- leysi sínu í sjónvarps- viðtali, en fjarvistarsönnun hans var í meira lagi undarleg: „Ég hef ekki drepið konur og ég drep þær aldrei.“ Rússnesk stjórnvöld eru við sama heygarðshornið eftir morðið. Á föstudag bannaði dómstóll í Nisní Novgorod starfsemi sam- taka, sem hafa flett ofan af mis- þyrmingum á almennum borg- urum í Tétsníu. Úrskurðurinn er byggður á nýjum lögum úr smiðju Pútíns, sem snúast um öfgahópa og óháð samtök, en gagnrýnendur sögðu að væru verkfæri til að skerða borgaraleg réttindi. Það er greinilega ekki vinsælt að talað sé um það sem fram fer í Tétsníu. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is     dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er miðvikudagur 18. október, 291. dagur ársins 2006 Orð dagsins: „Lækna mig Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír.“ (Jer. 17, 14.) ise uri, glio rs NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee BBC eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eeee TOPP5.IS eeee SV, MBL eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eee EGB, TOPP5.IS LOKASÝNINGARTILBOÐ 400 KR. BJÓLFSKVIÐA eee H.J. - MBL eeee blaðið ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM SIGURVEGARI kvikmyndahátíðin í Berlín BESTI LEIKSTJÓRINN ÖRFÁAR SÝNINGAR! EINN AF BESTU KNATTSPYRNU- MÖNNUM SÖGUNNAR / KRINGLAN BEERFEST kl. 8 - 10:10 B.i. 12.ára. THE THIEF LORD kl. 6 - 8 LEYFÐ HARSH TIMES kl. 10:10 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 10:10 B.i.12.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS WORLD TRADE CENTER kl. 6 - 8:30 - 10:10 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12.ára. ZIDANE kl. 6 - 8 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ THE ROAD TO GUANTANAMO kl. 10:10 Án texta B.i. 16.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 6 B.i.16 .ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:15 Tilboð 400kr. B.i. 12.ára. SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG eee BBC eeee EMPIRE eee ROLLING STONE eee LIB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBL HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HEFUR MYNDIN AFTUR VERIÐ TEKIN TIL SÝNINGA. eeeeV.J.V. TOPP5.IS Munið afsláttinn Söngvari The Whitest Boy Alive,Erlend Øye, hefur lýst yfir áhuga á að syngja með norska raf- tónlistarmann- inum Skatebård þegar hann kem- ur fram á Airwa- ves á föstudags- nótt á Pravda. Skatebård er víst nískur á spilamennskuna, kemur sjaldan fram og segist Erlend alls ekki vilja missa af tækifærinu á að koma fram með kauða. Erlend mun einmitt spila á Pravda sem plötu- snúður, en hvenær það verður er leyndarmál.    Karlkyns-aðstandendur IcelandAirwaves hér á landi eru víst orðnir afar spenntir fyrir komu margra tónlistarmannanna en mest hlakka þeir víst til að hitta hiphop- píuna Amöndu Blank. Þykir hún með fegurri gestum hátíðarinnar og ljóst að hana mun ekki skorta leiðsögn á meðan hátíðinni stendur.    Listamenn og blaðamenn eruþegar byrjaðir að flykkjast til landsins. Liðsmenn The Go! Team og skosku tregarokksveitarinnar Call to Mind voru fyrstir á svæðið og hafa nú þegar gert nákvæma út- tekt á barmenningu borgarinnar.    Upplýsingamiðstöð IcelandAirwaves, sem ber hið form- lega heiti Airwaves Info Center, opnaði á mánudaginn á Hressó. Í miðstöðinni mæta blaðamenn til að ná í pressu-passana sína og upplýs- ingar en erlendu listamennirnir láta sig ekki vanta á barnum. Þar er einnig til sölu Airwavesdiskar og -bolir.    Annars verður Airwaves Barinná Pravda þétt setinn um helgina af bæði blaðamönnum og innlendum og erlendum listamönn- um. Á meðan hljómsveitir og lista- menn troða upp á efri hæð stað- arins undir merkjum Airwaves club verður Airwaves bar á neðri hæð staðarins þar sem bæði innlendir og erlendir plötusnúðar koma fram. Destinyfjölskyldan og góð- vinir ætla að hanga á þessum bar um helgina.    Meistari Jens Lekman, semkemur fram á Airwaves í stað Jenny Wilson, hefur víst tengsl við íslenskt músíklíf og hef- ur beðið nokkra meðlimi Benna Airwaves- molar Amanda Blank

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.