Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 19 MENNING SIGURÐUR Bragason söngvari hefur fengið boð um að halda tónleika í Rómarborg 10. desem- ber næstkomandi í einni virtustu tónleikaröð borgarinnar sem haldin er í Borromini-salnum við Piazza Navona, sem staðsett er í miðborg Rómar. Stórblaðið The New York Tim- es valdi þessa hátíð eina af mest spennandi hátíðum borgarinnar vorið 2006. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurður er með tón- leika í Borromini-salnum við Piazza Navona í Róm því hann kom þar einnig fram í nóvember 2005. Við það tækifæri ákvað forstjóri há- tíðarinnar að bjóða Sigurði á aðra tónleika á starfsárinu 2006 og jafnframt ákvað hann að bjóða öðrum virtum íslenskum lista- mönnum á þrenna tónleika á starfsárinu 2006-2007. Þeir listamenn sem valdir hafa verið auk Sigurðar eru Rut Ing- ólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari, Kjartan Ólafs- son tónskáld og Pétur Jónasson gítarleikari, og Signý Sæmunds- dóttir söngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Frábærir dómar gagnast öðr- um íslenskum listamönnum Það sama gerðist eftir tónleika Sigurðar í Beethoven Haus í Bonn 1991 sem fengu afbragðs dóma gagnrýnanda, þá ákvað for- stjóri hátíðarinnar, Andreas Lo- esch, að bjóða 30 íslenskum lista- mönnum á hátíðina 1993. Hinir frábæru dómar um Sigurð og aðra íslenska listamenn urðu til þess að forstjórinn bauð 80 ís- lenskum listamönnum að koma á hátíðina 1995. Sigurði hefur oft boðist að halda tónleika á slíkum tónlistarhátíðum ásamt frábærum listamönnum svo sem Vovka Ashkenazy. Sigurði Bragasyni boðið til Rómar Sigurður Bragason. Þrennir tónleikar í Boromini-salnum Á FIMMTUDAGS- og föstudags- kvöld kl. 20 gefur að heyra tón- leikverkið Suzannah eftir Atla Ingólfsson á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins. Texti þess er byggður á samnefndu leikriti Jons Fosse og er flutningurinn liður í Fos- sehátíð leikhússins. Þetta er gestasýning frá Gautaborg, en þar var verkið flutt síðasta vetur og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Jon Fosse sjálfur lýsti jafnframt yfir mikilli ánægju með sýninguna. Sýningin kemur hingað beint frá Osló þar sem hún var hluti Ib- sen hátíðarhalda þar í borg en var jafnframt liður í dagskrá Ultima tónlistarhátíðarinnar. Hugrenningar um eiginmann- inn og fjarveru hans Verk Jons Fosse sviðsetur eig- inkonu Henriks Ibsen, Súsönnu Thoresen, á þremur ólíkum ævi- skeiðum samtímis. Þar talast við hugrenningar hinnar ungu, mið- aldra og gömlu Súsönnu sem snú- ast mjög um eiginmanninn og fjar- veru hans, fjarveru sem verður næstum yfirþyrmandi eftir því sem líður á verkið. Textinn byggist á því sem vitað er um heimilislíf Ibsen hjónanna og persónuleika Súsönnu. Í verki Atla eru átta hljóðfæra- leikarar á sviðinu ásamt leikkon- unum þremur. Tónlistin er notuð til að byggja upp heildarformið, ekki ósvipað því sem gerist í óp- erum þótt hér sé textinn aldrei sunginn. Hann er auðheyrður, nema þar sem tónskáldið vill að hann hverfi. Gagnrýnendur í Svíþjóð lofuðu mjög það nýstárlega samband texta og tónlistar sem hér gefur að heyra og gengu sumir svo langt að segja að svo virtist á köflum sem orðin væru undirspil fyrir tónlistina en ekki öfugt. Leikstjóri sýningarinnar er Svante Aulis Löwenborg, leikarar eru Lena Nordberg, Anna Forsell og Sara Estling en tónlistin er flutt af Göteborgs Kammarsol- isterna. Ibsen skrópar Höfundurinn Atli Ingólfsson. Nýtt íslenskt tónleik- verk í Þjóðleikhúsinu Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.