Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 25 Hómópatanám Um er að ræða 4 ára nám sem byrjar 21. og 22. okt. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Kynning á náminu verður 20. okt. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og 897 8190. Hómópataskólinn - Stofnaður 1993 www.homoeopathytraining.co.uk Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Ávefnum CNN.com voru ný-lega birtar niðurstöðurrannsóknar sem gerð var áviðhorfi fólks til bólusetn- ingar gegn inflúensu. Niðurstöðurnar vöktu nokkra athygli því m.a. kom fram að nokkurs misskilnings gætir hjá almenningi gagnvart bólusetning- unni. Einungis 48% aðspurðra hugð- ust láta bólusetja sig en 46% ætluðu að sleppa því vegna þess að fólk taldi að bólusetningin sem slík gæti valdið flensu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir var spurður út í hvernig þessi mál stæðu hérlendis. „Það kann að vera að þessa misskilnings gæti að ein- hverju leyti hér,“ svaraði Haraldur, „við höfum svo sem ekki gert neina rannsókn á þessu, en sumum finnst áreiðanlega að þeir verði veikir eftir sprautuna.“ Haraldur segir þó að efn- ið sé vel prófað og þó að fólk finni fyr- ir einhverjum smáóþægindum sé það ekkert í líkingu við venjulega flensu. Tími bólusetninga er að hefjast Á hverju ári láta 50.000–55.000 manns bólusetja sig hérlendis. „Það mætti vera meira kannski,“ segir Haraldur. „Við viljum líka helst að allir sem eru í áhættuhópi, eru eldri en 60 ára, láti bólusetja sig. Við vitum að mörg fyrirtæki í landinu láta sprauta sitt fólk til að minnka brott- fall úr vinnu og þess háttar.“ Öllum inflúensufaröldrum getur fylgt það sem Haraldur kallar um- framdauða. „Það er að segja að þá deyja fleiri en búast mætti við. Það er mjög misjafnt eftir því hvað farald- urinn er slæmur og yfirleitt er það aldrað fólk sem verður verst úti,“ seg- ir Haraldur og upplýsir að í febrúar 2005 hafi verið gerð athugun á dán- artölum eftir að reiknuð höfðu verið út eðlileg vikmörk í dánartíðni. „Þá fór þetta fyrstu tvær vikurnar í febr- úar á því ári umfram það sem búast mátti við, þannig að hægt var að geta sér til um það að einhverjir tugir manna sem létust þá hefðu ella ekki dáið.“ Á hverju ári er fólk hvatt til að láta bólusetja sig og í ár fer að koma tími á slíkt. „Ég var að kíkja yfir stöðuna í gær, í nágrannalöndunum og svona,“ segir Haraldur. „Einstaka tilfelli hafa komið upp, en engin hópsýking eða farsótt brotist út í kringum okkur, ekki ennþá, sem betur fer.“ Bóluefnið kom venju fremur seint til landsins í ár en bólusetning er að hefjast um þessar mundir. „Í þessari viku er efn- ið að fara til heilsugæslustöðvanna og þeirra sem bólusetja, við erum eig- inlega hálfum mánuði á eftir áætlun, má segja.“ 70–80% vernd Haraldur hvetur fólk til þess að láta bólusetja sig, ekki eingöngu til að verja sjálft sig, heldur aðra líka. „Margir sem láta bólusetja sig fá samt flensu,“ segir hann. „Það stafar af því að stundum er bóluefnið ekki alveg í takt við það sem er að ganga. Þetta bóluefni var búið til snemma á árinu og þá voru menn að spá í það sem var í gangi í haust. Svo getur ver- ið að þó að það dugi nokkuð vel sé það ekki alveg verndandi, þannig að nokkrir tugir prósenta geta samt sem áður fengið flensu. Þá yfirleitt væg- ari, trúum við.“ Haraldur segir að þetta valdi því jafnvel að menn missi trúna á bóluefninu. „70–80% eru samt varin þannig að á heildina litið gerir þetta gagn. Það að láta bólusetja sig er svolítil samfélagsaðgerð,“ segir hann léttilega. „Bólusetning minnkar nefnilega líkurnar á að viðkomandi smiti aðra. Þannig að í þessu er fólgin samfélagsvernd. Við höfum t.d. sagt við heilbrigðisstarfsfólk sem er að sinna gömlu og veiku fólki að það eigi að láta bólusetja sig til þess að bera nú ekki flensuna inn á stofnanirnar. Þannig vinnst tvennt. Sá sem fær bólusetninguna er verndaður og líka sá sem hefði annars hitt hann fyrir með flensuna.“ Þetta segir Haraldur vera eitthvað sem fólk mætti gjarnan hafa í huga. Bólusetning er samfélags- leg aðgerð Morgunblaðið/Sigurður Jökull Vörn Mælt er sérstaklega með því að fólk sem komið er yfir sextugt láti bólu- setja sig gegn inflúensu. 50.000–55.000 manns láta bólusetja sig hér árlega.Morgunblaðið/Golli Við höfum t.d. sagt við heilbrigðisstarfsfólk sem er að sinna gömlu og veiku fólki að það eigi að láta bólusetja sig til þess að bera nú ekki flensuna inn á stofnanirnar. HUGMYNDIR eru uppi í Bret- landi um að þjálfa upp hunda sér- staklega til aðstoðar flogaveikum. Það eru sérstakar stofnanir í Bretlandi og Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í þjálfun hunda fyrir þá sem búa við fötlun af ýmsu tagi sem taka höndum saman um verkefnið en þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjónum er beint að flogaveikum í þessu tilliti, segir m.a. í netútgáfu Guardian. Hundarnir yrðu þjálfaðir til að aðstoða eigendur sína í flogaveikikasti og sumir gætu spáð fyrir um og varað eigendur sína við komandi kasti með 15– 50 mínútna fyrirvara, ýmist með því að gelta eða sleikja hendur sjúkling- anna. Hundarnir myndu nota mismunandi aðferðir við að líta eftir fólki í kasti. Á meðan sumir hundar myndu leggjast ofan á sjúklinginn til að halda honum stöðugum myndu aðrir ganga beint að ísskápnum eftir vatni, fara í símann eða ná í viðeigandi lyf. Að sögn talskonu bresku flogaveikisamtakanna yrðu slíkir hundar ekki bara hjálplegir í köstum heldur yrðu sjúklingarnir öruggari með að fara út og ferðast um meðal ókunnugra. Hundar til hjálpar flogaveikum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.