Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 51 Eins árs gamall drengur fráMalaví, sem poppstjarnan Ma- donna vill ættleiða, kom í gær til Bretlands frá Jó- hannesarborg í Suður-Afríku í fylgd lífvarðar og einkaþjóns söng- konunnar. Ekki er ljóst hvort dreng- urinn, sem heitir David Banda, verður fluttur að sveitasetri Mad- onnu í Wiltshire eða hvort Madonna og maður hennar, Guy Ritchie, muni fara með hann til Bandaríkjanna en drengurinn hefur fengið vegabréfs- áritun þangað. Madonna sendi frá sér yfirlýsingu í nótt um að dómstóll í Malaví hefði veitt henni bráðabirgðaleyfi til að ættleiða David í 18 mánuði. Hópur góðgerðarsamtaka hefur reynt að koma í veg fyrir ættleið- inguna og segir hana ólöglega vegna þess að Madonna hafi ekki dvalið í Malaví. Samtökin segja, að eðlilegra hefði verið að Madonna veitti föður drengsins fjárhagslegan stuðning og gæfi David þannig tækifæri til að spjara sig á sínum heimaslóðum. Móðir drengsins er látin. Madonna kom til Bretlands fyrir þremur dögum en David Banda hafði þá ekki enn fengið vegabréf.    Fólk folk@mbl.is Kvikmyndaleikstjórinn OliverStone ætlar að fylgja eftir kvikmynd sem hann gerði um hryðjuverkaárás- irnar á Bandarík- in þann 11. sept- ember 2001, með mynd um innrás- ina á Afganistan. Myndin er að hluta til byggð á metsölubók CIA foringjans, Gary Berntsen, Jawbreaker, sem bæði fjallar um innrásina og leitina að for- ingja al-Qaeda, Osama Bin Laden. Kvikmynd Stone World Trade Center segir sögu tveggja slökkvi- liðsmanna og segir leikstjórinn að hann hafi aldrei gert mynd sem er eins ópólitísk. Stone fékk á sínum tíma Ósk- arsverðlaun fyrir myndirnar Born on the Fourth of July og Platoon sem báðar fjalla um Víetnamstríðið og afleiðingar þess.    Mel B, fyrrum söngkona í SpiceGirls og leikarinn Eddie Murphy ætla að gifta sig í næsta mánuði. Mel og Murphy hafa ver- ið saman í eina fjóra mánuði. Eldri bróðir Murphy, Charlie, segir bróður sinn hamingjusaman með kryddpíunni og það skipti öllu máli. Murphy skildi við eiginkonu sína, Nicole, í apríl s.l. en þau eiga fimm börn. Mel B er líka fráskilin og á eitt barn, sjö ára dóttur sem heitir Phoe- nix Chi. BangShowbiz fréttaveitan segir frá þessu.    Thom Yorke, söngvari hljóm-sveitarinnar Radiohead, hefur staðfest að hljómsveitin hafi hafið upptökur á sjöundu breiðskífu sinni. Söngvarinn skrifaði á vefsíðu sveitarinnar þar sem hann fjallaði um umhverfisverndarherferðina Big Ask, að sveitin væri „að taka upp fyrir alvöru, loksins“. Síðasta plata sveitarinnar kom út fyrir þremur árum, en Yorke gaf hins vegar út plötu upp á eigin spýt- ur fyrr á þessu ári. BRESKA drengjasveitin Tak That var stödd hér á landi á dögunum við upptökur á nýjasta myndbandi sínu, en stutt er síðan drengirnir fjórir tóku upp þráðinn í samstarf- inu á ný. Drengir kallast þeir nú víst varla lengur þó, enda allir nær fertugir. Take That var ein vinsælasta drengjasveit heims á tíunda ára- tugnum en lagði fljótlega upp laup- ana þegar þekktasti liðsmaðurinn, Robbie Williams, hóf sólóferil. Þeir fjórir sem eftir stóðu, Gary Barlow, Mark Owen, Jason Orange og Howard Donald, blésu svo í glæð- unar fyrr á árinu og mættu sem sé hingað til lands til að taka upp myndband við nýjasta lag sitt, „Patience“. Í umfjöllun breska blaðsins Daily Star um för fjórmenningana upp á Íslandsstrendur segir meðal annars að hljómsveitarmeðlimir hafi orðið afar hissa á því að aðdáendur þeirra skyldu hafa dúkkað upp útí óbyggð- unum til að fylgjast með upptök- unum. Þar segir meðal annars að „aðdáendur hljómsveitarinnar hafi hætt á að soðna til dauða í ein- hverjum af hverum landsins til þess eins að sjá Take That.“ Þá þótti það sérstaklega eft- irtektarvert að fólk hefði lagt á sig svo langt ferðalag, en upptökur myndbandsins voru sagðar hafa farið fram „í ískulda í um hálfs dags göngufjarlægð frá næstu byggð“. Ekki fylgdi þó sögunni hvar upp- tökurnar hefðu farið fram. Í greininni stóð jafnframt að fjór- menningarnir hefðu búist við snjó en í staðinn séð landslag „sem minnti helst á yfirborð tunglsins“. Íslenskir aðdáendur hættu lífi og limum REUTERS Take That Hissa á vinsældum sínum á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.