Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Peking. AFP. | Kínverskur fræðimað- ur, sem hafði tekið þátt í útgáfu margra bóka þar sem fjallað var um stjórn landsins með gagnrýnum hætti, hefur verið hnepptur í varð- hald eftir að fulltrúar stjórnarinnar ruddust inn á heimili hans og tóku tölvu, handrit, erlendar bækur og ýmis gögn traustataki. „Ding Dong var fluttur frá heimili okkar þegar klukkuna vantaði kort- er í sex um morguninn, þeir sökuðu hann um að vera grunaðan um glæpi en sögðu ekki hvað hann hefði gert af sér,“ sagði Xing Xiaoqun, eiginkona Dings. Að hennar sögn tóku 15 lögreglu- menn og starfsmenn öryggissveita stjórnvalda þátt í aðgerðinni sem var gerð aðeins nokkrum dögum áður en Ding hugðist gefa út ritgerðasafn eftir He Jiadong, frjálslyndan menntamann af eldri kynslóð komm- únista, sem lést á mánudag. Jafnframt skýrði Xing frá því að hún hefði heyrt að prentiðnaðarmað- urinn sem falið hefði verið að prenta bókina hefði verið handtekinn, þótt ætlunin hefði aðeins verið sú að dreifa bókinni á meðal vina, sem voru sagðir tilheyra eldri kynslóð kommúnistaflokksins. Þá bætti vinur Dings, sem ekki vildi láta nafns síns getið, við að í mörgum bóka hans hefði verið lögð fram gagnrýni á skort á lýðræði í landinu. Allar bækur þurfa að öðlast sam- þykki kínverskra yfirvalda áður en þær koma út og hafa einkaútgáfur því verið þeim mikill þyrnir í augum. Brottrekstur Li Erliangs, rit- stjóra eins helsta dagblaðs kommún- istaflokksins, hefur vakið spurningar um frelsi fjölmiðla í Kína. Erliang var talinn ábyrgur fyrir birtingu rit- gerðar þar sem lögð var fram gagn- rýni á þjóðernissinnaða söguskoðun á aðgerðum útlendinga í landinu á ofanverðri nítjándu öld. Handtóku gagnrýnanda kínverskra stjórnvalda Í HNOTSKURN »Eftirlit með fjölmiðlum íKína hefur verið hert í embættistíð Hu Jintao for- seta. »Stjórnin samþykkti nýlegastrangar kvaðir á starf- semi erlendra miðla í landinu. »Hún liggur einnig undirámæli fyrir nýtt mynd- band sem sýnir morð her- manna á óvopnuðum Tíbeta. »Vonir eru bundnar við aðnetsjónvarp muni öðlast miklar vinsældir í Kína. »Stjórnin gefur fyrirmælitil ríkismiðla um hvernig taka eigi á einstökum málum. Washington. AP. | Þrjú hundruð milljónasti Bandaríkjamaðurinn kom í heiminn í gær ef marka má gang „mannfjöldaklukku“ banda- rísku hagstofunnar, sem hækkar íbúafjöldann um einn á sjö sek- úndna fresti. Lítið var þó um há- tíðarhöld vestanhafs enda telja sérfræðingar að þessum áfanga hafi í raun verið náð fyrir nokkr- um mánuðum. „Ég held ekki að nokkur trúi því að þetta verði nákvæmlega stundin sem mannfjöldinn nær 300 millj- ónum,“ sagði Howard Hogan, starfsmaður hagstofunnar, áður en klukkan „sló“ þrjú hundruð millj- ónir, fjórtán mínútum fyrir hádegi að íslenskum tíma í gær. Þrjátíu og níu ár eru nú liðin frá því að þáverandi forseti Bandaríkj- anna, Lyndon B. Johnson, efndi til blaðamannafundar þar sem rætt var um fortíð og framtíð landsins í tilefni þess að íbúafjöldinn hafði náð 200 milljónum. Í dag fjölgar íbúum landsins um 2,8 milljónir á ári, eða um minna en eitt prósent, og má rekja 40 prósent þeirrar aukningar til innflytjenda. Bandaríkja- menn 300 milljónir AÐ MINNSTA kosti einn lést og á annað hundrað slösuðust þegar neð- anjarðarlest skall á kyrrstæðri lest á Piazza Vittorio Emanuele II stöðinni á annatíma í miðborg Rómar í gærmorgun. Óvíst er um tildrög slyssins en talið er að stjórnandi lestarinnar sem var á ferð hafi ekið yfir á rauðu ljósi. Reuters Harmleikur í Rómarborg ANDERS Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi í gær, að hann hefði borgað heimilishjálpinni sinni undir borðið en ekki þykir líklegt, að ráðherradómur hans sé í hættu þess vegna. Upp- lýsingarnar eru hins vegar enn eitt áfallið fyrir Fre- drik Reinfeldt for- sætisráðherra. Borg nefndi þetta að fyrra bragði í gær þegar hann svaraði spurningum fréttamanna en taldi sig ekki hafa greitt konunni, sem þreif hjá honum, meira en 10.000 sænskar krónur. Sagði hann, að þess vegna hefði honum ekki borið skylda til að greiða launatengd gjöld en vissu- lega hefði hann átt að gefa greiðslurnar upp. „Ég harma það, að mér skyldu verða á þessi alvarlegu mistök en ég vona, að ég fái að halda áfram við það verk, sem ég er byrjaður á. Það er þó ekki mitt að meta það,“ sagði Borg. Konan, sem þreif hjá honum, upplýsti í gær, að hún hefði fengið meira en 10.000 kr. sænsk- ar í laun eða nokkuð á tólfta þúsundið. Samkvæmt því hefði Borg ekki aðeins átt að gera skattayfirvöldum grein fyr- ir launagreiðslunum, heldur greiða líka af þeim launatengd gjöld. Mikil þrýstingur á Billström Tobias Billström, sem fer með mál- efni útlendinga í ríkisstjórninni, kom aftur til starfa í gær eftir nokkurra daga veikindi. Eru uppi kröfur um, að hann verði látinn fara en hann eins og þeir tveir ráðherrarnir, sem hafa sagt af sér, Maria Borelius og Cecilia Stegö Chilo, hefur ekki greitt afnotagjald af ríkisútvarpi og -sjónvarpi. Sagt er, að hann hafi aldrei gert það, hvorki fyrr né síðar, og hann þótti sýna hroka er hann sagði ástæðuna þá, að hann hefði verið andvígur rekstri ríkisútvarpsins. Billström sagði í gær, að hann ætlaði ekki að segja af sér en jafnaðarmenn leggja mikla áherslu á, að hann verði að fara. Innan Hægriflokksins, flokks Billströms, virðast líka margir vera á þeirri skoðun. „Það gengur ekki, að menn greiði ekki lögboðna skatta og gjöld af hug- sjónaástæðum,“ segir Henrik West- man, kunnur hægriflokksmaður, í við- tali við Svenska Dagbladet og Henrik S. Järrel, einn þingmanna Hægri- flokksins, tekur undir það. Hótað dauða Magnus Ljungkvist, einn af blaða- fulltrúum jafnaðarmanna og bloggari, sem segja má, að hafi fellt Mariu Bore- lius, segir, að sér hafi borist alls konar hótanir að undanförnu. Það var hann, sem upplýsti um tekjur Borelius- hjónanna á síðasta áratug en þær voru mjög miklar. Borelius hafði hins skýrt svörtu greiðslurnar til barnfóstrunnar með peningaleysi. Ljungkvist segir, að hann hafi fengið mikið af haturspósti og beinlínis verið hótað dauða. Enn einn ráðherrann borgaði undir borðið Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Raunir sænsku stjórnarinnar ekki búnar í bráð Anders Borg París. AP. | Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að átök geti blossað upp í Vest- ur-Sahara í Norður-Afríku á ný um leið og friðargæslu lýkur og hyggst leita eftir því að dvöl friðargæsluliðs þar verði framlengd, að því er fram kemur í skýrslu öryggisráðsins. Þannig telur Annan dvöl frið- argæsluliðsins „ómissandi fyrir við- hald vopnahlésins“ en eftirlit þess rennur út þann 31. október nk. Mikil spenna hefur verið á milli Marokkómanna og sjálfstæðishreyf- ingar Vestur-Sahara, Polisario, sem notið hefur stuðnings stjórnvalda í Alsír. Árið 1991 komu Sameinuðu þjóðirnar á vopnahléi eftir áralöng átök og sendu friðargæslulið sem er þekkt af franskri skammstöfun sinni, MINURSO. Hefur friðargæsluliðinu tekist að hafa eftirlit með því að vopnahléið sé virt en mistekist að ná því mark- miði sínu að koma á þjóðaratkvæða- greiðslu í V-Sahara. Marókkomenn hafa alfarið hafnað sjálfstæði en lagt fram tillögur um sjálfstjórn Polisario, sem neitar við- ræðum nema sjálfstæði sé í boði. Varar við átökum í V-Sahara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.