Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hef ég í tví- gang reynt að opna augu lesenda Morgunblaðsins fyrir vandamál- unum sem fylgja því að reyna að finna persónulegum Guði stað í heimsmynd raunvísindanna. Þar hef ég lagt áherslu á tvennt: 1. Það er grundvallarmunur á afstöðu helstu tals- manna vithönn- unartilgátunnar og þeirra sem aðhyllast hefðbundin sköp- unarvísindi, s.k. bók- stafstrúarmanna, til þróunar lífsins á jörð- inni. 2. Ef opnað er fyr- ir möguleikann á að Guð geti unnið í efnisheiminum í gegnum lögmál skammtafræðinnar fellur gagnrýni á vithönnunartilgát- una um sjálfa sig. Jafnharðan hefur sr. Kristinn Jens Sigurþórsson gert þennan málflutning minn tor- tryggilegan með dylgjum og ósann- indum. Af þessum sökum hyggst ég nú enn einu sinni reyna að skýra mál mitt. Þann 23. febrúar s.l. birtist í Le Monde greinin „Í átt að for- dómalausum raunvísindum“ sem undirrituð var af hópi franskra og bandarískra raunvísindamanna. Þar benda þeir á að andstæðingar vit- hönnunar hafi gert tilgátuna tor- tryggilega með því blanda sköp- unarsinnum saman við þá „sem styðja þróunarkenninguna heilshug- ar en aðhyllast aðrar tilgátur um or- sakir hennar“ en þær sem almennt eru viðurkenndar. Af þessum sökum telja þeir að einungis ætti að nota hugtakið „sköpunarsinni“ til á lýsa þeim sem „hafna því að allar meg- ingerðir lífs á jörðinni séu komnar frá sameiginlegum forföður og sem hafna því að þróun hafi breytt upp- runalegu lífsformunum í lífverur dagsins í dag“. Ef ekki er gætt að þessari aðgreinungu „væri hægt að lýsa öllum gyðingum, múslimum, kristnum einstaklingum og trúuðum raunvísindamönnum sem sköp- unarsinnum vegna trúar þeirra á skapandi afl“, sbr. fyrirlestur dr. Einars Sigurbjörnssonar „Kristin sköpunartrú“ (2003) þar sem fram koma hugmyndir sem eiga margt sameiginlegt með vithönnun. Einn þessara einstaklinga er bandaríski eðlisfræðiprófessorinn Lothar Schäfer. Auk þess að aðhyll- ast vithönnunartilgát- una er Schäfer í hópi þeirra fræðimanna sem trúa því að hinn per- sónulegi Guð eingyð- istrúarbragðanna geti notað skammtafræðina til þess að vinna með efnisheiminn án þess að „brjóta“ náttúrulög- málin. Í fyrirlestrinum „Darwinism and In- telligent Design in a Quantum Universe“, sem Schäfer flutti við Háskólann í New Brunswick árið 2000, hélt hann því til að mynda fram að „þeir sem halda fram vithönnunartilgátunni geti átt von á því að hugtök þeirra séu ekk- ert annað en hugvitsamlegar lýs- ingar á skammtaeðli alheimsins“. Schäfer útfærir þessar hug- myndir nánar í glænýrri grein sem nefnist „Quantum Reality and the Consciousness of the Universe“ og birtist í nýjasta hefti tímaritsins Zy- gon. Í niðurlagi greinarinnar kemst hann að þeirri niðurstöðu að „eðli skammtatilverunnar sé grundvöllur fyrir talsverða von um að líf með merkingu og tilgang sé ekki í mót- sögn við hina raunvísindalegu hugs- un. Skammtafyrirbærin hafa aftur opnað upp alheiminn; vélhyggjuhluti tilverunnar [þ.e. viðfangsefni hefð- bundinna raunvísindanna] er ein- ungis ysta lag einhvers dýpra og breiðara sem getur innihaldið hið andlega, og trúin á persónulegan Guð er ekki í mótsögn við hlutlæg raunvísindi“. Ennfremur segir hann að „uppástungan um að flókin regla [þ.e. lífverur] spretti upp af sýndar- skammtaeðli alheimsins sé hófsöm tilgáta. Ekkert kemur í veg fyrir að þessi sýndar-regla hafi Skapara“. Það ætti nú að vera ljóst að náin tengsl eru á milli talsmanna vithönn- unartilgátunnar og þeirra sem vilja finna persónulegum Guði stað innan skammtafræðinnar. Guðfræðingar hafa einnig notað skammtafræðina til þess að sýna fram á „sannleika“ kraftaverkanna sem lýst er í Biblí- unni, t.d. meinta upprisu Jesú, sbr. greinina „Quantum Theory and the Resurrection of Jesus“ (Anders S. Tune, 2004), sem birtist í tímaritinu Dialog: A Journal of Theology (sjá hvar.is). Þessi notkun á skammtafræðinni hefur verið harðlega gagnrýnd af eðlisfræðingum og heimspekingum, meira að segja af þeim sem virðast trúa á Guð. Í þessu sambandi bendi ég áhugasömum á fjórar greinar um þetta efni sem birtust í sept- emberhefti tímaritsins Zygon árið 2000 og greinina „Schrödinger’s Cat and Divine Action“ (Robert J. Brecha, 2002), sem einnig birtist í Zygon (sjá hvar.is). Í stað þess að reyna finna persónulegum Guði stað innan heimsmyndar raunvísindanna ættu þeir sem endilega vilja halda í átrúnaðinn auðveldlega að geta tek- ið undir með einum af höfundum áð- urnefndra greina sem eftir gagnrýni á þessa misnotkun á skammtafæð- inni segir að „það sé fátækleg guðs- hugmynd sem felur í sér að hann sé bundinn af eigin lögmálum“, enda er alls ekki nauðsynlegt að mati eðl- isfræðiprófessorsins að binda mögu- leika Guðs til þess að hafa áhrif á til- veruna við lögmál skammtafræðinnar. Hinn meinti Guð Biblíunnar á að geta gert hvað sem er hvenær sem hann vill, hvort sem um er að ræða svör hans við bænum einstaklinganna eða afskipti af upphafi og þróun lífsins og fram- gangi alheimsins, enda segir biskup Íslands að „þegar trúin grípur um hönd Guðs, þá eru engin takmörk fyrir því sem getur gerst“. Ótrú- verðugar trúarhugmyndir eiga því ekkert erindi inn í heimsmynd raun- vísindanna! „Upprisa“ Jesú, vithönnun og skammtafræði Steindór J. Erlingsson fjallar um trúmál, vithönnun og skammtafræði » Ótrúverðugar trúar-hugmyndir eiga því ekkert erindi inn í heimsmynd raunvísind- anna! Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. RAGNAR Halldór Blöndal, starfsmaður Body Shop (hér eftir skammstafað BS), ber mér á brýn að ég fari með staðlausa stafi í Morgunblaðinu þann 7. október. Í grein minni, sem um ræðir, fjallaði ég um og gagnrýndi nýlegan samruna BS við risa- samsteypuna L’Oreal/ Nestlé, þar sem ég hef hingað til talið viðmið og gildi þess- ara fyrirtækja ósam- ræmanleg. Að fyr- irtæki sem byggt hefur verið upp kringum hugsjónir mannúðar- og náttúruverndarmála skuli ganga til liðs við fyrirtæki sem vægast sagt eru þekkt fyrir annað, þykir mér ekkert minna en svik við almenna neytendur, sem auk þess verða sjálfir að afla sér upplýsinga um eignarhaldsskiptin. Mér er ekki kunnugt um hvort Ragnar mistúlkar fyrri skrif mín vísvitandi eða skilur einfaldlega ekki hvað ég á við, en hvort sem kann að vera, er mér í mun að fyr- irbyggja allan misskilning sem af þessu gæti hafa sprottið. Mér þykir fyrst og fremst und- arlegt að skilja megi af skrifum Ragnars, að ég sé ein um að hneykslast á samruna BS við L’Oreal/Nestlé. Hið rétta er að málið hefur verið afar umdeilt víða um heim undanfarin misseri og fyrir áhugasama getur leitarvélin www.go- ogle.com bent á ótal tengla á umræður og greinar. Fullyrðir Ragnar í grein sinni að BS stundi ekki tilraunir á dýrum, og virðist hon- um ennfremur þykja sú staðreynd varpa ljósi á „dómgreind- arleysi“ undirritaðrar. Ég tel það engu skipta í þessu samhengi hvort BS standi fyrir slíkum tilraunum. Ég vil aðeins koma á framfæri þeirri uppgötvun minni að fyrirtækið er nú í eigu L’Oreal, sem aftur er að einum fjórða í eigu Nestlé. Ragnar kann- ast við þá staðreynd upp að því marki að BS hafi „samþykkt yf- irtökusamning“. Nestlé minnist hann ekki á, og lái honum hver sem vill. Ég hef hvorki haldið því fram að dýratilraunir eigi sér stað í húsakynnum BS eða í þeirra nafni, enda var víst skilyrði fyrir „samþykki yfirtökusamningsins“ að þeim yrði hlíft við slíkum skítverk- um. Hitt er einnig staðreynd, að L’Oréal höfðu hvergi skuldbundið sig til að hvika frá stefnu sinni varðandi dýratilraunir, þegar geng- ið var frá samningum við BS. Einnig hefur Anita Roddick, stofn- andi BS, verið gagnrýnin á L’Oreal og ámóta fyrirtæki gegnum tíðina og hafnaði t.a.m. samruna við fyr- irtækið Lush árið 2001 þar sem henni þótti, að sögn, stefna þeirra ekki nógu sterk siðferðislega. Samningar hennar við L’Oreal hafa aftur verið sagðir bera siðleysi vitni, m.a. af Ruth Rosselson hjá tímaritinu Ethical Consumer. Snyrtivörutilraunir á dýrum eru nú bannaðar í þremur Evr- ópuríkjum; Bretlandi, Belgíu og Hollandi, og fyrir löggjafarþingi Evrópusambandsins liggur frum- varp þess efnis að algert bann við slíku taki gildi árið 2008. Rík- isstjórn Frakklands hefur þó staðið í vegi fyrir frumvarpinu og heft framgang þess, og eru hags- munir L’Oreal taldir nátengdir andstöðu þeirra. PETA-samtökin segjast binda vonir sínar við að stefna BS muni hafa áhrif til hins betra á L’Oreal. Ég myndi vissulega fagna slíkum lyktum og vildi geta sagst bjart- sýn á þær, en get það ekki að svo stöddu. L’Oreal hefur nýverið kynnt þá stefnu sína að hætta til- raunum á dýrum á næstu 20 ár- um, og er einfaldlega svo marg- falt stærra fyrirtæki en BS að áhrifakenningin verður að teljast hæpin. Því má bæta við að „Á móti dýratilraunum“, slagorðið gamla og góða, er reyndar ekki jafngam- alt fyrirtækinu sjálfu. Árið 1989 kvað dómstóll í Vestur-Þýskalandi upp úr um það að BS hefði mark- aðssett vörur sínar þar í landi með misvísandi auglýsingum, og fyrirtækinu í kjölfarið gert skylt að breyta þáverandi einkunn- arorðum sínum, sem fram að því höfðu verið „Við gerum ekki til- raunir á dýrum (hvorki til fram- leiðslu hráefnis né endanlegrar vöru)“. Voru rök dómstólsins þau, að snyrtivöruframleiðendur sem styddust við niðurstöður úr dýra- tilraunum annarra fyrirtækja og nytu góðs af þeim, eins og BS sannanlega gerði, gætu ekki firrt sig ábyrgð á slíku með þessum hætti. Það skal þó í heiðri haft að síðan árið 1990 hefur BS stefnt að bragarbót á hráefnavali sínu, sem Ragnar bendir einmitt á. Það er gott út af fyrir sig en að mínu viti fjarri kjarna málsins, auk þess sem mér þykja einkunnarorðin endurskoðuðu óþægilega óljós. Að sniðganga vörur ofan- greindra fyrirtækja er mín per- sónulega afstaða og val, byggð á ofangreindum staðreyndum, og vilji einhver gera athugasemdir þætti mér áhugavert að heyra þær. Dæmi annars hver fyrir sig, því það er fjarri mér að ætla öðr- um sömu skoðanir eða hugsjónir og mínar eigin. Að lokum tek ég fram, að ég dreg ekki heilindi forráðamanna BS á Íslandi í efa og þykir leitt, hafi einhver tekið því á þann veg, en fyrirtækið er ekki íslenskt og því full ástæða til að líta á málið í stærra samhengi. Enn um málefni dýra og neytenda Erla Elíasdóttir svarar grein Ragnars Halldórs Blöndal » Snyrtivörutilraunir ádýrum eru nú bann- aðar í þremur Evr- ópuríkjum; Bretlandi, Belgíu og Hollandi, og fyrir löggjafarþingi Evrópusambandsins liggur frumvarp þess efnis að algert bann við slíku taki gildi árið 2008. Erla Elíasdóttir Höfundur stundar háskólanám. RÉTTINDABARÁTTA launa- fólks á Íslandi á sér langa sögu og merkilega. Framan af var barist fyr- ir grundvallarréttindum eins og rétt- inum til að semja saman um kaup og kjör sem fram á síðustu öld var ekki sjálfgefinn. Mikið hefur áunnist. Svo mikið að farið er að fyrnast yfir til- urð þeirra réttinda sem öllum þykja sjálfsögð. Staðan Í heild er staða launafólks á Íslandi góð. Hér hefur oftast ríkt sátt um þróun vinnumarkaðarins og samstarf verkalýðs- hreyfingar, stjórn- valda og samtaka at- vinnurekenda verið sæmilegt ef ekki gott á köflum. Þessir hópar hafa deilt ábyrgð á vinnumarkaðnum m.a. hvað varðar rétt- arstöðu sjúks launa- fólks, öryrkja og aldr- aðra. Verkalýðshreyfingin fórnaði í lok sjötta áratugarins verulegum kaupkröfum til að setja á stofn al- mennt lífeyriskerfi fyrir launafólk. Það átak byggði upp eitt sterkasta ellilífeyriskerfi í heimi. Á svipuðum tíma var lagt í öfluga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir launafólk. Í sameiginlegu átaki tókst síðan að brjóta verðbólguna á bak aftur í byrjun níunda áratugarins og tryggja vaxandi kaupmátt ráðstöf- unartekna. Þrátt fyrir þetta eru verkefnin framundan næg. Hnatt- væðingunni og opnum vinnumarkaði fylgja miklar áskoranir. Á íslenskum vinnumarkaði hefur gætt tilhneig- ingar til þess að grafa undan um- sömdum leikreglum og kjörum í skjóli einkavæðingar á almannaþjón- ustu, þjónustusamninga við fyr- irtæki staðsett utan Íslands og í fyrsta sinn um langt skeið er launa- fólk sett í harða varnarbaráttu. Framtíðin Á undanförnum árum hefur veru- lega dregið í sundur milli hinna efna- meiri og hinna efnaminni. Hags- munir viðskiptalífsins, ekki alls atvinnulífsins, hafa verið settir ofar hagsmunum launafólks. Nú er svo komið að jafnræði í aðgangi að menntun, heilbrigðisþjónustu, menn- ingu og frístundum er ógnað. Það jafnræði er grundvallarforsenda þess að viðhalda jöfnuði í samfélaginu og halli þar á, bitnar það á þeim kynslóðum sem eru að vaxa úr grasi. Stór hóp- ur erlends launafólks hefur sest hér að og er kominn til að vera. Hann er sá hópur sem lægst hefur launin, oft þungar framfærslu- skyldur og skert tæki- færi. Hagsmunagæsla fyrir hann er mikilvæg, ekki einasta fyrir hann sjálfan heldur allt launafólk á Íslandi. Það lím sem áður límdi stéttir þessa lands saman hefur þornað og þarfnast endurnýjunar. Við þurfum að gera átak í því að loka öllum glufum í réttindakerfi launa- fólks og vera tilbúin til þess að mæta framtíðinni sem ein heild en ekki sundruð þjóð. Það þarfnast kjarks, einhverra fórna en mun til lengdar duga best til þess að viðhalda jöfnuði og samstöðu innan samfélagsins. Það er verk að vinna. Ég tel að Samfylkingunni sé best treystandi til þess að vinna þau í sátt við allt samfélagið. Ég hvet þig ein- dregið til þess að taka þátt í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi 4.11 næstkomandi og leggja þitt af mörkum til að móta sterkan og frambærilegan framboðs- lista í kjördæminu. Ég vil taka 2.–3. sætið á þeim lista og óska eftir stuðningi þínum. Skilyrði jafnaðar og réttlætis Magnús M. Norðdahl skrifar um réttindi launafólks Magnús M. Norðdahl » Það lím sem áðurlímdi stéttir þessa lands saman hefur þorn- að og þarfnast end- urnýjunar. Höfundur er lögfræðingur ASÍ og býður sig fram í 2.–3. sæti á fram- boðslista Samfylkingarinnar í SV- kjördæmi. TENGLAR .............................................. www.mn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.