Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRISTJÁN L. Möller og Einar Már Sigurðarson, alþingismenn Samfylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi, héldu sínu í prófkjöri en niðurstaða póstkosningar var kynnt á Akureyri á laugardagskvöldið. Kristján varð í fyrsta sæti, Einar Már í öðru og Lára Stefánsdóttir varaþingmaður í þriðja sæti. Röð þriggja efstu á listanum við kosn- ingarnar í vor verður því sú sama og hjá flokknum í kjördæminu fyrir fjórum árum. Alls voru 2.834 á kjörskrá, 1.878 greiddu atkvæði eða 66,3%. Loka- niðurstaða prófkjörsins, sem var í formi póstkosningar, varð sú að Kristján L. Möller hlaut 1.295 at- kvæði í 1. sæti, Einar Már Sigurð- arson 781 í fyrstu tvö sætin og Lára 903 í efstu þrjú sætin. Auðir og ógildir voru 14, 0,7%. Gild atkvæði voru 1864, 99,3%. Mikil fjölgun Félagsmönnum Samfylkingarinn- ar í kjördæminu fjölgaði um ríflega 45% á síðustu vikunum fyrir próf- kjörið og eru nú tæplega 3.000. Benedikt Sigurðarson, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, sem sótt- ist eftir fyrsta sæti listans en hafði ekki erindi sem erfiði, var ekki ánægður þegar úrslit lágu fyrir. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég lét mig dreyma um á tímabili, en ég get alveg viðurkennt að þegar mað- ur sér hvernig skráning í flokkinn skiptist þá kemur það ekki beinlínis á óvart þótt niðurstaðan verði í þessa veru,“ sagði hann. Benedikt var spurður hvað hann ætti við: „Bókstaflega það að þátt- taka í þessum kosningum og skrán- ing í flokkinn skiptist mjög á milli byggðarlaga og það er alveg greini- legt að Fjallabyggð og Fjarðabyggð hafa gríðarlega mikið vægi í félag- inu. Það er alveg skýrt,“ sagði hann. Þess má geta að Kristján L. Möller er úr Siglufirði, sem nú er hluti Fjallabyggðar, og Einar Már Sig- urðarson er úr Fjarðabyggð. Hann sagði ljóst að gríðarlega miklu munaði eftir svæðum hve margir hefðu gengið í flokkinn en það hefði ekki komið á óvart. Þegar ákveðið hefði verið að beita þessari aðferð hefði legið ljóst fyrir að hún myndi gagnast þingmönnunum tveimur mun betur en sér. En telur hann listann sterkan? „Ég held ég væri ekki sjálfum mér samkvæmur ef ég svaraði því ekki til að hann hefði getað orðið sterk- ari öðruvísi. Ég er alveg sannfærð- ur um það.“ Kristján L. Möller svaraði gagn- rýni Benedikts á þann hátt, fyrst varðandi aðferðina, að kjördæmis- þing hefði ákveðið aðferðina, sem væri sú sama og síðast og þá hefði hún tekist vel. „Og það að við fáum 70% þátttöku sýnir að þetta er ágætis aðferð.“ Varðandi fjöldann sagði Kristján að um 2.000 félagar hefðu verið skráðir þegar gengið var til leiks, þeim hefði fjölgað um 750–800 fram að prófkjöri „og það kemur alls staðar að úr kjördæminu. Ég get bara sagt að í húsi okkar eru marg- ar vistarverur og allir velkomnir, og það er hlutverk okkar frambjóð- enda og flokksmanna að fjölga fé- lögum sem mest og það hef ég alltaf haft að leiðarljósi, hvort sem er í kosningum, prófkjöri eða öðru“. Þingmennirnir héldu velli Kristján L. Möller sigraði örugglega í keppninni um efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í NA-kjör- dæmi og Einar Már Sigurðarson hélt öðru sæti. Þrjú efstu sætin eins skipuð og fyrir fjórum árum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægð Kristján L. Möller og Lára Stefánsdóttir fagna niðurstöðunni. Benedikt Sigurðarson, sem sóttist eftir fyrsta sætinu, er vonsvikinn. Í HNOTSKURN »Þegar fyrstu tölur vorubirtar höfðu 500 atkvæði verið talin, 27%. Þá var Krist- ján í 1. sæti með 346 atkvæði, Einar Már var annar með 192 atkvæði í 1.–2. sæti og Lára var í þriðja sæti með 252 at- kvæði í efstu þrjú sætin. »Þegar talin höfðu verið1.200 atkvæði, 64%, var Kristján enn efstur með 828 atkvæði, Einar Már annar með 485 og Lára þriðja með 581. »Samþykkt var á aðalfundikjördæmisráðs í sept- ember að kosning í þrjú efstu sætin yrði bindandi, þó með því fororði að tryggt væri að bæði kynin ætti fulltrúa í þeim sætum. Ekki þurfti því að grípa til kynjakvótans. »Alls fjölgaði um 45% í sam-fylkingarfélögum í kjör- dæminu síðustu vikurnar fyrir prófkjörið. »Níu tóku þátt í prófkjörinuog varð röð annarra fram- bjóðenda þessi: Ragnheiður Jónsdóttir, Örlygur Hnefill Jónsson, Jónína Rós Guð- mundsdóttir, Benedikt Sigurð- arson, Sveinn Arnarson og Kristján Ægir Vilhjálmsson.                            3"%4 5 %   3 6  &" '" ("   . / #. 0  &"'1* ,-& 12( Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is KRISTJÁN L. Möller frá Siglufirði, 3. þingmaður Norð- austurkjördæmis og varaformaður þingflokks Samfylk- ingarinnar, sagðist mjög ánægður með prófkjörið þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í Lárusarhúsi eftir að síðustu tölur voru birtar. „Ég er auðvitað mjög ánægður, fyrst og fremst fyrir hönd flokksins með hvað prófkjörið tókst vel og hve þátttakan var mikil. Svo get ég ekki verið annað en mjög ánægður fyrir mína hönd, ég fæ góða kosningu og vil færa öllu stuðningsfólki mínu kærar þakkir fyrir stuðn- inginn,“ sagði Kristján. Aðspurður kvaðst hann ánægð- ur með niðurstöðu prófkjörsins. „Ágætis barátta hefði verið í prófkjörinu og mikið líf í flokknum. „Þetta er hin lýðræðislega nið- urstaða og allir verða að vera kátir með hana,“ sagði Kristján. Hann segir mörg mikilvæg verkefni á dagskránni á næstunni og hlakkar til barátt- unnar. Hann nefnir skólamál í kjördæminu, bæði á framhaldsskóla- og há- skólastigi, en ekki þurfi síst að berjast fyrir byggðamálum í víðasta skiln- ingi, sem snúist um jafnrétti og jafnræði. Mjög ánægður með prófkjörið Kristján L. Möller „MÉR sýnist augljóst að við þingmennirnir höfum fengið traustsyfirlýsingu flokksfélaganna. Að okkur var sótt en við fáum afgerandi kosningu og svo virðist sem engin stór hætta hafi verið á ferðum,“ sagði Einar Már Sigurð- arson, sem varð í 2. sæti, í samtali við Morgunblaðið. „Maður er alltaf ánægður með að ná þeim árangri sem stefnt er að. Það virðist hafa verið býsna góð þátttaka í prófkjörinu, einhverjir eru sárir en ég vona að særindin séu ekki mikil.“ Spurður um ummæli Benedikts Sigurð- arsonar um gífurlegan fjölda sem kosið hafi í Fjarða- byggð og Fjallabyggð svarar Einar því til að Benedikt hljóti að vera að leika sér með stuðla þegar hann nefnir þessi tvö byggðarlög samtímis. „Ég kannast ekki við að óeðlilegur fjöldi hafi tekið þátt í prófkjörinu í Fjarðabyggð. Ég vísa því til föðurhúsanna og tel að þátttakan hér geti ekki talist óeðlileg miðað við það fylgi sem við telj- um okkur hafa og höfum lengi haft. Langfjölmennasta samfylkingar- félagið í kjördæminu er á Akureyri og ef einhvers staðar hefði átt að vera hægt að nýta fjöldann þá skyldi maður ætla að það hefði verið þar.“ Fengum traustsyfirlýsingu Einar Már Sigurðarson „ÉG ER alsæl með þriðja sætið,“ sagði Lára Stef- ánsdóttir við Morgunblaðið þegar úrslit lágu fyrir á laugardagskvöldið. Lára var í þriðja sæti listans við síð- ustu alþingiskosningar fyrir fjórum árum og hefur verið varaþingmaður á þessu kjörtímabili. Hún sóttist eftir öðru sæti listans nú. „Maður verður að hafa metnað í pólitík, það þýðir ekkert annað,“ sagði Lára. Hún rifjaði upp að mjög litlu hefði munað að hún næði sæti á Alþingi fyrir fjórum árum. „Ég datt út klukkan hálfníu um morguninn, en við látum það ekki koma fyrir aftur.“ Lára telur þrjú efstu sæti listans vel skipuð. „Mér fínnst þetta fínn listi; skipaður þaulvönu fólki. Þetta er það sem kjósendur telja vænlegast til sigurs í vor og það er það sem gildir.“ En á hvað vill hún leggja áherslu í kosningabaráttunni? „Það er fjölda- margt, til dæmis atvinnumálin. Ég vil að fólk geti lifað og starfað með fullri reisn. Að fólk hafi frelsi til búsetu hvar sem er í kjördæminu en sé ekki þröngvað til þess að flytja eitthvað annað og sitji jafnvel uppi með verðlitl- ar eignir. Fólk skiptir mig máli,“ sagði Lára Stefánsdóttir. Lára alsæl með þriðja sætið Lára Stefánsdóttir FORMAÐUR læknaráðs Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) ritaði framkvæmdastjóra LSH bréf 24. október sl. þar sem stjórn lækna- ráðsins lagði til við stjórnendur sjúkrahússins að þeir tækju upp við- ræður við Stefán E. Matthíasson, fyrrverandi yfirlækni æðaskurð- lækningadeildar LSH, um að hann kæmi aftur til starfa á LSH. Var þetta gert í kjölfar þeirrar ákvörð- unar LSH að áfrýja ekki dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur í máli Stefáns. Skiptar skoðanir um vettvang Síðastliðinn föstudag var haldinn mjög fjölmennur tveggja tíma lang- ur fundur læknaráðs LSH. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins spunnust þar heitar umræður um málefni Stefáns. Var m.a. lögð fram tillaga um stuðning við málstað hans. Ekki voru greidd atkvæði um tillög- una því fram kom frávísunartillaga og var hún samþykkt með 48 at- kvæðum en 40 voru á móti og þrír sátu hjá, samkvæmt sömu heimild- um. Friðbjörn Sigurðsson, formaður læknaráðsins, var spurður um af- greiðslu fyrrgreindrar tillögu um stuðning við málstað Stefáns. Hann sagði nokkrar umræður hafa spunn- ist um að hve miklu leyti tillagan hentaði læknaráði. Læknaráðið væri ekki stéttarfélag heldur fagráð og ráðgefandi aðili. Sumum fundar- manna hefði þótt stuðningstillagan við Stefán vera meira í anda álykt- unar stéttarfélags og að læknaráð væri ekki réttur vettvangur fyrir hana. Þess má geta að læknar á LSH munu flestir vera í Læknafélagi Reykjavíkur og félagið ályktaði ný- lega um málið. Ekki ágreiningur í læknaráði Friðbjörn sagði ómögulegt að túlka frávísun tillögunnar svo að menn hefðu ekki haft áhyggjur af þessum málum. Niðurstaða fundar- ins væri að menn hefðu miklar áhyggjur af þessum deilum innan spítalans. Hann kvaðst hafa bent á það í lok fundarins að ekki væri ágreiningur um málið innan lækna- ráðs og að enginn hefði gert athuga- semd við bréf hans til forstjóra LSH. Friðbjörn sagði að læknaráð LSH hefði endurtekið fjallað um deilur einstakra lækna við yfirstjórn LSH. Ein helsta ástæða deilnanna væru vandamál sem vörðuðu stjórnskipu- lag sjúkrahússins. Því hefði lækna- ráð lagt fram ítarlegar tillögur sem væru til þess fallnar að bæta stjórn- skipulag sjúkrahússins og þar með þjónustu þess. Almenn sátt hefði skapast um megininntak tillagna læknaráðsins og því hvetti það til að hugmyndir þess yrðu nú þegar sett- ar í framkvæmd. Ekki boðið að sitja fundinn Stefán E. Matthíasson kvaðst hvorki hafa séð bréf formanns læknaráðs LSH frá 24. október sl. né heyrt af því þegar viðbragða hans var leitað í gær. Hann sagði að sér hefði ekki verið boðið að sitja fund- inn á föstudag og gæti hann því að- eins tjáð sig um það sem hann hefði heyrt af fundinum. Hann sagði að sér þætti óeðlilegt að hafa ekki verið boðið að sitja fundinn. „Ekki síst vegna þess að lækn- ingaforstjóri LSH hélt þar langa tölu, sem mér skilst af þeim sem til þekkja að hafi ekki verið í samræmi við staðreyndir – að hluta til að minnsta kosti. Það er afskaplega óheppilegt að ég skuli ekki hafa verið á staðnum til þess að andmæla því.“ Stefán kvaðst ekki hafa séð tillög- una sem lögð var fram honum til stuðnings á fundi læknaráðsins og vísað var frá með frávisunartillögu. „Mér skilst að tillagan hafi verið eitt- hvað svipuð áliti Læknafélags Reykjavíkur. Frávísunartillagan var samþykkt með rúmlega helmingi at- kvæða, svo efnisleg umræða um upp- haflegu tillöguna fór ekki fram og engin afstaða tekin til efnis hennar. Mér skilst að þeir sem tóku til máls hafi ýmist verið með eða á móti, aðrir töldu ekki ástæðu til að ítreka þetta frekar þar sem búið væri að ítreka þetta frá Læknafélaginu og að málið væri í einhverju ferli. Svo virðist sem helmingur lækna spítalans líti þetta einum augum og hinn helmingurinn öðrum augum.“ Stjórn læknaráðs leggur til að stjórnendur LSH ræði við Stefán E. Matthíasson um endurráðningu Miklar áhyggjur af deilum á LSH Friðbjörn Sigurðsson Stefán E. Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.