Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA IS LB I 34 64 6 10 /2 00 6Maður, náttúra og mynd Í Landsbankanum, Austurstræti, í afgreiðslusal og á 2. hæð, eru sýnd málverk í eigu Færeyjabanka eftir þrjá af helstu listamönnum færeysku þjóðarinnar. Ingálvur av Reyni Sámal Joensen-Mikines Zacharias Heinesen Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans til 30. nóvember. NÚ STENDUR yfir ljós- myndasýning Sigurður Gunn- arsson á Kaffi Mokka á Skóla- vörðustíg. Um er að ræða portrettmyndir af goðum Ása- trúarfélagsins og Reykjavík- urgoðorðs. Á sýningunni má sjá níu svart-hvítar ljósmyndir af goðunum þar sem þeir standa í sínum goðorðum. Valið á sýningarstaðnum er ekki tilviljunarkennt því á Kaffi Mokka fór fram umræða stofnenda Ása- trúarfélagsins um stofnun félags um heiðin sið í byrjun áttunda áratugarins. Sýningin stendur til 6. desember. Ljósmyndasýning Goð í sínum goð- orðum á Mokka Eyvindur P. Eiríksson Á SKEMMTISTAÐNUM Classic Rock í Ármúla 5 verður haldið blúskvöld í kvöld. Það eru hljómsveitirnar Mood og Rætur sem stíga á svið í kvöld en þess má geta að Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, fer fyr- ir Rótum. Þessi blúskvöld verða viku- lega á staðnum en þau eru haldin í tengslum við útvarps- þáttinn Bölverk sem einbeitir sér að því að breiða út blúsfagnaðarerindið til landans í gegnum XFM 91,9. Blúsinn hefst kl. 20.30 og aðgangur er ókeypis. Blúskvöld Mood og Rætur á Classic Rock Classic Rock heldur blúskvöld. MYNDLISTARMAÐURINN Katrín Sigurðardóttir heldur fyrirlestur um verk sín í Listaháskóla Íslands í Laug- arnesi kl. 12.30 í dag. Katrín hefur sýnt víðs veg- ar um Bandaríkin og hefur nafn hennar verið skráð í al- þjóðlegar uppflettibækur um fremstu listakonur samtím- ans. Hún lauk BFA-gráðu frá San Francisco Institute of Art og mastersnámi frá Mason Gross School of the Arts, Rutgers University. Hinn 9. nóvember nk. verður opnuð í i8 galleríi sýningin „Stig“ með verkum Katrínar. Fyrirlestur Hefur sýnt víða um Bandaríkin Katrín Sigurðardóttir Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÚT ER komin platan Magga Stína syngur Megas en þar flytur hún ellefu lög meistarans, og þar af þrjú sem ekki hafa heyrst áður. Blaðamaður hitti á Möggu á ágætu kaffihúsi Kaffitárs í Þjóð- minjasafninu og ræddi við hana um þetta nýjasta ævintýri hennar. Hent í plötu Magga Stína segir að rekja megi upphaf plötunnar til afmæl- istónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrravor. Þar kom fram fjöldi listamanna sem flutti lög eftir afmælisbarnið og Magga Stína söng „Fílahirðinn frá Súrín“. „Hún hafði velkst svona hug- myndin með okkur í nokkurn tíma eftir þessa tónleika og á þessu ári fór ég að velta því fyrir mér, hvort maður ætti ekki bara að kýla á það að henda í plötu. Í vor fórum við svo saman í hljóðver, ég, Krist- inn H. Árnason gítarleikari, Þórð- ur Högnason kontrabassaleikari, Hörður Bragason orgelleikari og Matthías Hemstock trommuleik- ari.“ Fer alla leið Magga segir að þetta hafi verið nokkuð þungt að mörgu leyti, eitt- hvað sem má t.d. heyra í lagi eins og „Björt ljós, borgarljós“. „Þessar upptökur höfðu mikla tilfinningalega þýðingu fyrir mig. Eftir lagið sem þú nefnir hefði maður sennilega þurft á nokkra daga heilsuhælisvistun að halda. Það má kannski kallast kostur en er jafnframt heilmikill galli í mínu fari að ég hef lítinn áhuga á því að nálgast hluti nema að taka þá alla leið. Ég sleppi því þá frekar. Það getur verið dálítið óþægilegt á meðan á því stendur en svo gefur það manni líka margfalt eitthvað annað óvænt og miklu betra til baka.“ Magga valdi saman fleiri lög en þau ellefu sem birtast á plötunni. „Svo var þetta spurning um hvaða lög færu „inn“, hvaða lög væru semsagt að virka. Það var líka mikilvægt að þau myndu tóna einhvernveginn við huga minn.“ Til viðbótar við þau lög á plöt- unni sem áður hafa komið út í flutningi Megasar, lét hann Möggu hafa þrjú ný lög, „Flökkusögu ferðalangs“, „Óskina“ og „Deiglu“, og í síðasta laginu syngja þau meira að segja saman. „Þetta er bara botnlaus brunn- ur, Megas er náttúrulega sístarf- andi. Hann sýndi mér mikinn stuðning og hvatningu allan tím- ann við vinnslu plötunnar og það þykir mér ósegjanlega vænt um. Stundum finnst manni það auð- vitað jaðra við brjálsemi að vera að reyna eitthvað við þessi lög, Megas ristir það djúpt í mann með sínum eigin flutningi að það má al- veg kalla það fáranlega hugmynd að ætla sér hlut eins og að gera þennan disk. Það toppar hann ekki nokkur manneskja í „performansi“ náttúrulega! En ég er samt mjög hamingjusöm yfir því að hafa gengist þessari „firru“ á hönd.“ Miklar æfingar Magga segir að platan hafi tekið mjög tilfinningalega á alla flytj- endur, ekki bara hana eina. „Og það er ekkert skrítið. Plat- an tók annars ekki langan tíma í upptökum, mestur tími fór í æf- ingar. Guðmundur Kristinn Jóns- son, snillingur, tók þetta upp með okkur. Þannig að þetta var mjög góður hópur. Og þessar útgáfur af lögunum urðu eiginlega til af sjálfu sér þegar þessir þungavigt- armenn voru komnir saman í hljóðverinu.“ Skáld sem kitlar Eins og heyra má hefur Megas gríðarlega mikla þýðingu fyrir Möggu, og er hún engan veginn ein um það. „Ég held að hann hafi mikla þýðingu fyrir alla sem á hann hlusta. Hann er skáld sem kitlar öllum undir iljunum, sama hvað við erum gömul. Hann kveikir í okkur, ruggar okkur í lendunum, velgir okkur undir uggum og já, víkkar bara út öll tilfinninga- herbergin í manni,“ segir hún að lokum. „Ég held að það sé bara stundum kannski einhver örlítill ótti hjá einstaka manni við það að taka á móti því sem Megas hefur að segja en það held ég að sé mjög tímabundið ástand sem alls ekki mun vara lengi. Ég held að innst inni þráum við öll að fá að njóta þess sem hann býður okkur upp á,“ segir hún og brosir kank- vís. „Þetta er bara einhver létt- vægur ótti sem fólk þarf að yf- irstíga. Og úr því að það þráir hann ætti það með glöðu geði að ganga með opinn faðminn til móts við hann. Það verður svo ríkt af því.“ Tónlist | Magga Stína syngur ellefu lög Megasar, þar af þrjú ný Tekið á móti Megasi Megasarlög Magga Stína segir að upphaf plötunnar, Magga Stína syngur Megas, megi rekja til afmælistónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrravor. Þar kom fram fjöldi listamanna sem flutti lög eftir Megas. Morgunblaðið/Sverrir EINN vegsamaðasti kvikmynda- leikstjóri dagsins í dag, Martin Scorsese, vinnur nú að heim- ildamynd um eina af langlífustu og stærstu hljómsveit í heimi, Rolling Stones. Scorsese, sem hefur áður gert heimildamynd um Bob Dylan, hóf tökur af bandinu í seinustu viku en ráðgert er að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Rolling Stones-meðlimir eru nú staddir í New York á Bigger Band- heimstúrnum sínum. Þeir voru með tónleika í Beacon-leikhúsinu þar í borg þegar Scorsese hóf að mynda þá. Myndir úr þessari hljóm- leikaferð eiga að vera aðaluppi- staðan í heimildamyndinni, auk at- riða sem gerast á bak við tjöldin, viðtala og gamalla mynda af hljóm- sveitinni. Engu er til sparað við gerð þess- arar myndar og leikstjórinn hefur fengið til liðs við sig sum af bestu nöfnunum innan kvikmyndalist- arinnar til að vinna að henni með sér. Scorsese hefur hingað til ekki viljað tjá sig um verkefnið við fjöl- miðla en áheyrendur komust ekki hjá því að verða varir við það á tón- leikunum í Beacon-leikhúsinu í lið- inni viku. Leikhúsið tekur aðeins 2.800 manns í sæti og kvörtuðu áhorfendur yfir því að hafa ekki séð bandið almennilega fyrir kvik- myndatökuvélum og öðrum tækjum sem umléku það allan tímann. Allir fjórir meðlimir Stones eru meðframleiðendur að myndinni, Paramount hefur keypt dreifing- arréttinn fyrir Norður-Ameríku en Fortissimo Films eru með alþjóð- legan dreifingarrétt. Martin Scorsese vinnur að myndinni Rokk Mick Jagger í Rolling Stones. Heimilda- mynd um Stones                      

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.