Morgunblaðið - 06.11.2006, Side 37
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
Ég ætla mér að flytja aftur inn í frum-skóginn þegar aðstæður leyfa það.Ég er svört að innan þótt hörundiðsé ljóst,“ segir Sabine Kuegler, 33
ára kona af þýskum ættum sem fæddist í Nep-
al 1972 og ólst upp í frumskóginum í Vestur-
Papúa. Sabine hefur skrifað sögu sína sem er
um flest afar sérstæð og bókin, Frumskóg-
arstelpan, er komin út á vegum bókaforlagsins
Útkalls.
„Foreldrar mínir eru málvísindamenn og
störfuðu á meðal ættflokks í Himalajafjöllum.
Þar fæddist ég og var fyrstu þrjú ár ævinnar
meðal frumbyggja,“ segir Sabine. Þaðan sneri
fjölskyldan til Þýskalands og var þar næstu tvö
árin, eða allt þar til faðir hennar fékk tilboð um
starf í Vestur-Papúa. Þangað fluttust þau þeg-
ar Sabine var fimm ára gömul. „Sama dag og
við fórum frá Þýskalandi bárust fregnir af því
starfsmenn byggingarfyrirtækis í nágrenni
höfuðborgarinnar, Jayapura, hefðu orðið vitni
að því þegar fjórir allsnaktir menn og fjað-
urskreyttir, með bein í gegnum nefið, komu
skyndilega út úr frumskóginum. Frumbyggj-
unum var greinilega afar brugðið að sjá hvíta
menn, og mæltu þeir fram orð sem náðist að
skrá niður. Við nánari eftirgrennslan sérfræð-
inga kom í ljós að um óþekkt tungumál var að
ræða og óþekktan ættflokk, sem síðar fékk
nafnið Fayu. Sérfræðingar vildu senda málvís-
indamann inn í frumskóginn þar sem talið var
að ættflokkurinn héldi til en vitað var að það
gæti verið hættuspil þar sem dæmi var um
mannát meðal frumbyggjanna. Faðir minn var
talinn hugrakkur maður og það var leitað til
hans. Í annarri ferðinni inn á svæðið fann hann
Fayu-fólkið sem aldrei hafði hvítt fólk augum
litið. Í þeirra huga erum við reyndar alls ekki
hvít heldur litlaus. Þeim finnst við vera eins og
lík sem hafa lengi legið í vatni. Við komumst að
því að tvær kynslóðir Fayu-manna höfðu átt í
innbyrðis átökum um landsvæði og höfðu
sundrast í fjóra hópa. Þeir vildu gjarnan að
stríðinu lyki en virtust þess ekki megnugir án
hjálpar. Faðir minn hitti höfðingja ættflokks-
ins og kvaðst gjarnan vilja búa á staðnum með
fjölskyldu sinni en eingöngu með leyfi höfð-
ingjans. Leyfið fékkst og þarna reisti faðir
minn hús sitt í frumskóginum árið 1979. Ég
var þá sex ára,“ segir Sabine.
Börnin léku sér ekki
Sabine rifjar upp þegar hún, systir hennar
Judith og bróðir hennar, Christian, hittu
Fayu-fólkið í fyrsta sinn. „Við vorum mjög ljós
á hörund og bláeygð. Fólkið umkringdi okkur
og við urðum hrædd. Ekki vegna þess að fólkið
var nakið, með fjaðrir á höfðinu og bein í gegn-
um nefið, heldur vegna þess hvernig það horfði
á okkur. Við vorum eins og frá öðrum heimi og
hringurinn í kringum okkur þrengdist. Þegar
ég kallaði á pabba hörfaði fólkið frá og virtist
undrandi á því að við gæfum frá okkur hljóð.
Fayu-fólkið hafði aldrei áður séð hvít börn. Við
vorum kynnt fyrir höfðingjanum og að því
loknu féll allt í ljúfa löð og okkur var eingöngu
sýnd dálítil forvitni.“
Morgunblaðið/Eyþór
Frumskógarstelpan Sabine Kuegler er af þýskum ættum en fæddist í Nepal 1972 og ólst upp í frumskóginum í Vestur-Papúa.
Ljós á hörund en svört
að innan
Bækur | Lifði í frumskógi Vestur-Papúa alla sína æsku
|mánudagur|6. 11. 2006| mbl.is
Staðurstund
Borat: Cultural Learnings of
America for Make Benefit Glor-
ious Nation of Kazakhstan fær
fjórar stjörnur af fimm. » 45
gagnrýni
Flugan sveimaði um borgina um
helgina og tók m.a. þátt í
löngum laugardegi, leit inn í
gallerí og skoðaði hunda.» 39
flugan
Bítillinn Paul McCartney og
Heather Mills standa í hörðum
skilnaði og alltaf er eitthvað
nýtt að frétta af þeim. » 43
fólk
Sæbjörn Valdimarsson gefur
kvikmyndinni Óttalaus þrjár
stjörnur af fimm mögulegum
m.a fyrir flott bardagaatriði. » 41
gagnrýni
Frank Aarnink slagverksleikari
hélt tónleika í Norræna húsinu í
15:15-tónleikaröðinni og fær
góða umsögn. » 38
umsögn