Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 44
44 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee DV eeeee Jón Viðar – Ísafold BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON MÝRIN mogga tilb. gildir ekki kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. THE LAST KISS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12.ára WORLD TRADE CENTER kl. 10:30 B.i. 12.ára THE QUEEN kl. 8 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. FRÁ HANDRITSHÖFUNDI „MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“ HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. Mogga Bíó í bíófyrir2 1 sjá miða framan á morgunblaðinu í dag gildir ekki á Borat né mýrina* the last kiss Vel gerð og rómantísk með þeim Zach Braff („Scrubs“, „Garden State“), Rachel Bilson („The O.C.“ þættirnir) ofl. eeee EMPIRE MAGAZINE Pennavinir ritstjorn@mbl.is Vont veður „ÞRIÐJA leiðin gæti verið sú, að vinna með markvissum hætti gegn fjölgun bíla og aukinni notkun strætisvagna. En er það raunhæf leið á Íslandi, þar sem veður er oft vont yfir vetrartímann? Tæplega.“ (Úr ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins týsdaginn 1. nóvember 2006.) Þetta var snaggaralega afgreitt. Var veður síður vont yfir vetrar- tímann fyrir hálfri öld, þegar við leiðarahöfundur vorum mennta- skólastrákar? Þá voru strætis- vagnar troðnir. Að vísu voru þá bið- skýli á hverri viðkomustöð vagn- anna, en nú er sjaldnast nokkurt skjól fyrir veðrum og vindum á bið- stöðvum. Leiðakerfi vagnanna var stór- bætt fyrir nokkrum misserum og ýmsir vankantar lagaðir síðan, en tekið var stökk aftur á bak þegar ferðum var fækkað í sumar og haust. Satt að segja virðist á flestan hátt reynt að fæla menn frá því að taka strætó. Farþegum er t.d. ekki gefið til kynna hvað biðstöðvar heita, ekki einu sinni á skipti- stöðvum eins og Ártúni (þar er reyndar hvorki nafn á stöðinni, skrá um vagna sem hafa þar viðkomu, né leiðbeiningar um hvar sé hægt að komast í þá). Þeim sem ekki gjör- þekkja bæði borgina og kerfið er gert mjög erfitt um vik. Góð leiða- bók bætir úr, en venjulega er hún orðin úrelt. Á því er enginn vafi að langsam- lega besta og hagkvæmasta leiðin til að leysa úr umferðaröngþveiti á höf- uðborgarsvæðinu er að vinna með markvissum hætti að fækkun bíla í umferð og aukinni notkun strætis- vagna. Hvaða vit er í því að tíu eða tuttugu þúsund manns setjist á morgnana upp í jeppann sinn til að mjakast í vinnuna í þvögu, hafa jepp- ann standandi fyrir utan yfir daginn, setjast svo upp í hann aftur eftir vinnusetuna og mjakast til baka heim í þvögu? Þessir menn gætu hæglega tekið strætó sem er á ferð- inni hvort eð er, en vissulega þarf að fjölga ferðum verulega. Aukin notkun strætisvagna stuðl- ar að minni loftmengun vegna um- ferðar, þar á meðal minna svifryki vegna nagladekkja. Hún minnkar þörf á umferðarmannvirkjum og bílakaupum og er þjóðhagslega hag- kvæm. Því ættu strætisvagnar að vera undanþegnir öllum opinberum gjöldum og kostaðir af almannafé. Fyrirtæki ættu að eiga þess kost að bjóða starfsmönnum sínum strætó- kort gegn því að þeir hætti að taka upp bílastæði. Haukur Jóhannsson, verkfræðingur og strætófarþegi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is AURÉLIO M. Da Silva, sem er frá Suður-Ameríku, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann skrifar á ensku. Aurélio M. Da Silva, Rua Padre Nóbrega, 50 16400-726 Lins - Sp. Brazil, South-America - Br. aurelio.machado@zipmail.com.br FRANS Rodriguez, sem er frá Spáni, óskar eftir íslenskum pennavinum. Frans Rodriguez, El Cercao Z, 04760 Berja, Almeria, Spain. CELESTE Balboni, sem er frá Banda- ríkjunum, óskar eftir íslenskum penna- vinum. Hún er að vinna að verkefni um Ísland í skólanum. Celeste Balboni, 97 Buttrick Lane, Carlisle, MA 01741, U.S.A. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Gunnhildur Einarsdóttir og Guðný Ósk Guðnadóttir, söfnuðu 3.818 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Á myndina vantar Dagnýju Rós Elías- dóttur. Óhugnanleg fréttbirtist í Morg- unblaðinu síðastliðinn fimmtudag, ekki raunar á forsíðu heldur á blað- síðu fjögur. Þar kom semsé fram að á þessu ári hefðu 843 flutn- ingabílstjórar verið kærðir hjá lögreglunni í Reykjavík fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa vanrækt skyldur um frágang á farmi og hleðslu. Með fréttinni fylgir mynd sem sýnir svart á hvítu að víða er pottur brotinn í þessum efnum. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðs- syni lögregluvarðstjóra að sumir at- vinnubílstjórar virðist sér ekki nægilega vel meðvitandi um þá miklu ábyrgð sem hvíli á þeim. Þetta eru orð að sönnu, raunar er hægt að tala um tifandi tíma- sprengju; spurningin er sú hvort það þurfi virkilega að verða alvar- legt slys til að menn taki sig á eða hvort lögreglan þurfi að beita harð- ari viðurlögum gegn þeim bíl- stjórum sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim. x x x Víkverji hefur lesið nokkrar bókaPatriciu Highsmith um siðvill- inginn Tom Ripley. Nokkrar bóka henn- ar hafa verið kvik- myndaðar, Víkverja telst til að fimm leik- arar hafi leikið Rip- ley í jafn mörgum myndum. Ríkissjón- varpið sýndi í gær- kvöldi fyrstu mynd- ina, sem gerð var eftir sögu Hig- hsmith, en þar fer Frakkinn Alain De- lon með hlutverkið. Þessi mynd var gerð eftir sögunni The Talented Mr. Ripley en Matt Damon lék Ripley í annarri kvikmyndagerð sömu bókar löngu seinna. Víkverji sá mynd í danska sjón- varpinu um daginn sem Þjóðverjinn Wim Wenders gerði en hún skart- aði Dennis Hopper í hlutverki Rip- leys. John Malkovich lék hann síðar í annarri kvikmyndagerð sömu sögu, Ripley’s Game. Loks hefur b- leikari, Barry Pepper, leikið Ripley en þá mynd hefur ekki rekið á þess- ar fjörur ennþá. Gaman væri að vita hvort sýning myndarinnar í gærkvöldi væri upp- hafið að sýningum allra þessara mynda, en nokkuð þykir Víkverja vanta upp á að RÚV sé á þematísk- um nótum sem slíkum. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is      dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 6. nóvember, 310. dagur ársins 2006 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp- lokið verða. (Matt. 7, 7.) Hlutavelta ritstjorn@mbl.is Breska kvikmyndaakademían(BAFTA) veitti Britannia- verðlaunin 2006 í Los Angeles síð- astliðinn fimmtudag. Þar voru Hollywood-goðsagnirnar Clint Eastwood og Sidney Poitier heiðraðir fyrir ævistarf sitt. Þá hlaut breska leikkonan Rachel Weisz verðlaun sem listamaður ársins og landi hennar, leikstjórinn Anthony Minghella, var verðlaunaður fyrir framúrskarandi árangur á sviði leik- stjórnunar. Britannia-verðlaunin voru fyrst veitt fyrir sautján árum. Þá voru ein verðlaun veitt einstaklingi en ekki kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Síðan þá hefur hátíðin orðið viða- meiri og nú voru fern verðlaun af- hent. Fólk folk@mbl.is Sveitasöngvarinn Keith Urban ernú sagður hafa farið í áfeng-ismeðferð þar sem kveðið sé á umþað í kaupmála hans og kvikmynda- leikkonunnar Nicole Kidman að hann fari í meðferð hefji hann áfeng- is- eða fíkniefnaneyslu að nýju. Þá er Kidman sögð hafa sett umrætt skil- yrði inn í kaupmálann að kröfu fyrr- verandi eiginmanns síns Tom Cruise. „Lögfræðingar Nicole settu skil- yrðið inn til að sýna Tom að fortíð- arvandi Keith myndi ekki hafa áhrif á börnin, segir heimildarmaður bandaríska tímaritsins US Weekly en Nicole og Tom eiga saman tvö ættleidd börn, Connor, 11 ára, og Isabellu, 13 ára. Þá staðhæfir heimildarmaður tímaritsins að Kidman hafi frestað áformum sínum um barneignir vegna vanda eiginmannsins. „Nicole mun ekki ráðgera barneignir fyrr en hún er viss um að Keith sé kominn á gott ról og laus við fíkniefni. Þau eru bæði mjög ástfangin og hafa oft talað um að stofna fjölskyldu en því hefur verið frestað á meðan hann tekst á við vanda sinn. Hún á þegar tvö börn sem hún elskar mjög mikið og á meðan hún þarf að annast um Keith, með þessum hætti, er hún varla í að- stöðu til að bæta fleirum við. Börnin tvö munu að mestu hafa dvalið hjá Cruise og unnustu hans. Katie Holmes frá því Kidman og Ur- ban gengu í hjónaband í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.