Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 308. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
JÓI FEL. MÆLIR MEÐ KORNAX-HVEITI
Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is
F
A
B
R
IK
A
N
„Þú finnur bara ekki betra hveiti.“
FLOTTUR BOND
DANIEL CRAIG ÞYKIR SLÁ Í GEGN SEM
HARÐUR OG Í SENN MJÚKUR 007 >> 67
VIKUSPEGILL
ALLT Í PLATI OG FRÚ
FORSETI FRAKKLANDS
SVIPMYNDIR >> 18–20
GRÍÐARLEG hálka á götum og
stéttum mætti árrisulum íbúum
höfuðborgarsvæðisins í gær-
morgun þótt ekki hlytust af telj-
andi hálkuslys. Ekki var heldur
áberandi álag á slysadeild Land-
spítalans, hvorki vegna hálku-
slysa né áverka vegna slagsmála
úr skemmtanalífinu enda var ró-
legt yfir þeim vettvangi mannlífs-
ins að sögn lögreglu. Læknir á
slysadeild varar fólk þó við hálk-
unni til að forðast byltur og bein-
brot eins og oft vill verða við þess-
ar aðstæður. Á Húsavík var kalt í
veðri og hvasst í gærmorgun en á
Akureyri fór veður skánandi eftir
óveðursnótt og erfiðleika á Öxna-
dalsheiði sem var lokað á föstu-
dagskvöld. Vegurinn var opnaður
strax í gærmorgun og er fær öll-
um bílum á vetrardekkjum.
Hálka á
götunum
Morgunblaðið/Sverrir
Hálka og snjór engin fyrirstaða Verkamenn frá Slóvakíu leggja túnþökur á Bæjarhálsi í gær.
KÍNVERSKIR hundaeigendur mótmæla
þeirri ákvörðun kommúnistastjórnarinnar
í Peking að takmarka hundahald í borg-
inni við einn hund á heimili. Barneignir
hafa áður verið takmarkaðar með sama
hætti í Kína en ástæður bannsins eru sagð-
ar fjölmörg dauðsföll af völdum hunda-
æðis. Þá verða „hættulegir“ hundar bann-
aðir og þeir beittir refsingum sem verða
uppvísir að ólöglegu hundahaldi.
Reuters
Einn hundur á
heimili í Peking
♦♦♦
Washington. AFP. | Bandaríska varn-
armálaráðuneytið, undir forystu
Peter Pace hershöfðingja, vinnur nú
að gagngerri endurskoðun á stefnu
Bandaríkjahers í Írak og hryðju-
verkastríðinu svokallaða, sem ætlað
er að skila breytingatillögum til
George W. Bush forseta á næstunni.
Meðal herforingjanna sem koma
að endurskoðuninni eru George Cas-
ey og John Abizaid, sem borið hafa
mikla ábyrgð á stefnu hersins í Írak.
Þá mun Bush forseti fara á fund sér-
stakar nefndar um Íraksmálin, undir
stjórn James A. Baker III., fyrrver-
andi utanríkisráðherra, á morgun
þar sem rætt verður um stöðu mála.
Meðal þess sem rætt hefur verið
um er hvort fjölga eigi í liði Banda-
ríkjahers í Írak en þrýstingur um
breytingar fer vaxandi í kjölfar sig-
urs demókrata í þingkosningunum.
Lögfræðingasamtökin CCR, sem
hafa annast málsvörn fyrir meinta
hryðjuverkamenn í fangabúðunum
við Guantanamo-flóa á Kúbu, hyggj-
ast leggja fram ákæru á hendur
Donald Rumsfeld, sem lét af emb-
ætti varnarmálaráðherra í síðustu
viku, á þriðjudag vegna meintrar að-
ildar hans að því að heimila pynting-
ar í hryðjuverkastríðinu svokallaða.
Ákæran verður lögð fyrir þýskan
rétt, en hún er lögð fram fyrir hönd
tólf aðila sem telja sig hafa sætt
pyntingum í Írak og í Guantanamo.
Stefna Bandaríkjahers
í Írak tekin til skoðunar
Í KÖNNUN sem Capacent gerði
fyrir Jafnréttisstofu nýverið kom
fram að 90% foreldra finnst þeir
stundum eða oft eiga erfitt með að
samræma fjölskyldulíf og vinnu.
Morgunblaðið veltir því fyrir sér
í greinaflokki sem hleypt er af
stokkunum í dag hvaða leiðir séu
foreldrum færar vilji þeir sýna
börnum sínum meira tilfinninga-
legt atlæti.
Viðmælendur blaðsins eru á einu
máli um að stytting vinnutíma sé
lykilatriði í þessu sambandi.
„Það er auðvitað margþvæld
tugga en alveg jafn mikilvæg fyrir
því, að vinnutíminn skiptir gífur-
lega miklu máli. Við Íslendingar
áttum til skamms tíma illræmt
Evrópumet í löngum vinnutíma,“
segir Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ.
Vinnutími kvenna að lengjast
Hann segir það áhyggjuefni að
vinnutíminn hér á landi virðist ekki
vera að styttast sem neinu nemur.
„Ef maður skoðar þróunina síðustu
tíu árin er heildarvinnutími karla
að vísu heldur að styttast en á móti
kemur að heildarvinnutími kvenna
er að lengjast. Þetta eru ákveðin
vonbrigði. Meðalvinnutími karla á
viku er yfir fimmtíu stundir og
meðalvinnutími kvenna yfir fjöru-
tíu stundir. Það segir sig sjálft að
svona langur vinnutími takmarkar
möguleika fólks til að sinna sínum
börnum.“
Svo virðist sem atvinnurekendur
séu í einhverjum mæli farnir að
huga að þessum málum. Hjá ráð-
gjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu
Innn hf. er t.a.m. rekin starfs-
mannastefna sem hlýtur að teljast
fjölskylduvæn. Þar býr þorri
starfsmanna við mikinn sveigjan-
leika í starfi.
„Það eina sem við förum fram á
er að þeir skili sjö og hálfri vinnu-
stund á dag. Það skiptir engu máli
hvort fólk vinnur þessa tíma á
vinnustað eða heima hjá sér. Því er
einnig frjálst að bregða sér frá eft-
ir þörfum, hvort sem er til að sinna
börnum sínum eða fara í ræktina,
svo dæmi séu tekin,“ segir Gyða
Guðjónsdóttir rekstrarstjóri í sam-
tali við Morgunblaðið.
Stytting vinnutíma er
lykilatriði fyrir foreldra
Í HNOTSKURN
» Gyða Guðjónsdóttir,rekstrarstjóri Innn hf.,
segir tvennt skipta mestu
máli í stjórnun fyrirtækja í
dag; að þau séu sveigjanleg
og hlúi að starfsmönnum.
» Heildarvinnutími karlahefur styst, er um 50
stundir á viku, en heildar-
vinnutími kvenna hefur
lengst, er um 40 stundir.
Eru foreldrar | 10
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
AUÐUNN Jónsson varð
í gær annar Íslending-
urinn til að vinna gull-
verðlaun á heimsmeist-
aramótinu í kraftlyft-
ingum, sem fram fór í
Stafangri í Noregi, er
hann bar sigur úr býtum
í 125 kílóa flokki. Auð-
unn fékk silfur í hné-
beygju, þar sem hann
lyfti 395 kílóum, brons í bekkpressu, með
280 kíló og gull í réttstöðulyftu, með 365
kíló.
Samtals gerði þetta 1.040 kíló en næstur
kom Bretinn Clive Henry sem lyfti alls
1.020 kílóum í keppninni. Þriðji varð
Bandaríkjamaðurinn Tony Cardella með
1007,5 kíló. Guðni Sigurjónsson vann
keppnina fyrstur Íslendinga árið 1991.
Auðunn
náði gullinu
í Stafangri
Auðunn Jónsson