Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 308. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is JÓI FEL. MÆLIR MEÐ KORNAX-HVEITI Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is F A B R IK A N „Þú finnur bara ekki betra hveiti.“ FLOTTUR BOND DANIEL CRAIG ÞYKIR SLÁ Í GEGN SEM HARÐUR OG Í SENN MJÚKUR 007 >> 67 VIKUSPEGILL ALLT Í PLATI OG FRÚ FORSETI FRAKKLANDS SVIPMYNDIR >> 18–20 GRÍÐARLEG hálka á götum og stéttum mætti árrisulum íbúum höfuðborgarsvæðisins í gær- morgun þótt ekki hlytust af telj- andi hálkuslys. Ekki var heldur áberandi álag á slysadeild Land- spítalans, hvorki vegna hálku- slysa né áverka vegna slagsmála úr skemmtanalífinu enda var ró- legt yfir þeim vettvangi mannlífs- ins að sögn lögreglu. Læknir á slysadeild varar fólk þó við hálk- unni til að forðast byltur og bein- brot eins og oft vill verða við þess- ar aðstæður. Á Húsavík var kalt í veðri og hvasst í gærmorgun en á Akureyri fór veður skánandi eftir óveðursnótt og erfiðleika á Öxna- dalsheiði sem var lokað á föstu- dagskvöld. Vegurinn var opnaður strax í gærmorgun og er fær öll- um bílum á vetrardekkjum. Hálka á götunum Morgunblaðið/Sverrir Hálka og snjór engin fyrirstaða Verkamenn frá Slóvakíu leggja túnþökur á Bæjarhálsi í gær. KÍNVERSKIR hundaeigendur mótmæla þeirri ákvörðun kommúnistastjórnarinnar í Peking að takmarka hundahald í borg- inni við einn hund á heimili. Barneignir hafa áður verið takmarkaðar með sama hætti í Kína en ástæður bannsins eru sagð- ar fjölmörg dauðsföll af völdum hunda- æðis. Þá verða „hættulegir“ hundar bann- aðir og þeir beittir refsingum sem verða uppvísir að ólöglegu hundahaldi. Reuters Einn hundur á heimili í Peking ♦♦♦ Washington. AFP. | Bandaríska varn- armálaráðuneytið, undir forystu Peter Pace hershöfðingja, vinnur nú að gagngerri endurskoðun á stefnu Bandaríkjahers í Írak og hryðju- verkastríðinu svokallaða, sem ætlað er að skila breytingatillögum til George W. Bush forseta á næstunni. Meðal herforingjanna sem koma að endurskoðuninni eru George Cas- ey og John Abizaid, sem borið hafa mikla ábyrgð á stefnu hersins í Írak. Þá mun Bush forseti fara á fund sér- stakar nefndar um Íraksmálin, undir stjórn James A. Baker III., fyrrver- andi utanríkisráðherra, á morgun þar sem rætt verður um stöðu mála. Meðal þess sem rætt hefur verið um er hvort fjölga eigi í liði Banda- ríkjahers í Írak en þrýstingur um breytingar fer vaxandi í kjölfar sig- urs demókrata í þingkosningunum. Lögfræðingasamtökin CCR, sem hafa annast málsvörn fyrir meinta hryðjuverkamenn í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu, hyggj- ast leggja fram ákæru á hendur Donald Rumsfeld, sem lét af emb- ætti varnarmálaráðherra í síðustu viku, á þriðjudag vegna meintrar að- ildar hans að því að heimila pynting- ar í hryðjuverkastríðinu svokallaða. Ákæran verður lögð fyrir þýskan rétt, en hún er lögð fram fyrir hönd tólf aðila sem telja sig hafa sætt pyntingum í Írak og í Guantanamo. Stefna Bandaríkjahers í Írak tekin til skoðunar Í KÖNNUN sem Capacent gerði fyrir Jafnréttisstofu nýverið kom fram að 90% foreldra finnst þeir stundum eða oft eiga erfitt með að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Morgunblaðið veltir því fyrir sér í greinaflokki sem hleypt er af stokkunum í dag hvaða leiðir séu foreldrum færar vilji þeir sýna börnum sínum meira tilfinninga- legt atlæti. Viðmælendur blaðsins eru á einu máli um að stytting vinnutíma sé lykilatriði í þessu sambandi. „Það er auðvitað margþvæld tugga en alveg jafn mikilvæg fyrir því, að vinnutíminn skiptir gífur- lega miklu máli. Við Íslendingar áttum til skamms tíma illræmt Evrópumet í löngum vinnutíma,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ. Vinnutími kvenna að lengjast Hann segir það áhyggjuefni að vinnutíminn hér á landi virðist ekki vera að styttast sem neinu nemur. „Ef maður skoðar þróunina síðustu tíu árin er heildarvinnutími karla að vísu heldur að styttast en á móti kemur að heildarvinnutími kvenna er að lengjast. Þetta eru ákveðin vonbrigði. Meðalvinnutími karla á viku er yfir fimmtíu stundir og meðalvinnutími kvenna yfir fjöru- tíu stundir. Það segir sig sjálft að svona langur vinnutími takmarkar möguleika fólks til að sinna sínum börnum.“ Svo virðist sem atvinnurekendur séu í einhverjum mæli farnir að huga að þessum málum. Hjá ráð- gjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Innn hf. er t.a.m. rekin starfs- mannastefna sem hlýtur að teljast fjölskylduvæn. Þar býr þorri starfsmanna við mikinn sveigjan- leika í starfi. „Það eina sem við förum fram á er að þeir skili sjö og hálfri vinnu- stund á dag. Það skiptir engu máli hvort fólk vinnur þessa tíma á vinnustað eða heima hjá sér. Því er einnig frjálst að bregða sér frá eft- ir þörfum, hvort sem er til að sinna börnum sínum eða fara í ræktina, svo dæmi séu tekin,“ segir Gyða Guðjónsdóttir rekstrarstjóri í sam- tali við Morgunblaðið. Stytting vinnutíma er lykilatriði fyrir foreldra Í HNOTSKURN » Gyða Guðjónsdóttir,rekstrarstjóri Innn hf., segir tvennt skipta mestu máli í stjórnun fyrirtækja í dag; að þau séu sveigjanleg og hlúi að starfsmönnum. » Heildarvinnutími karlahefur styst, er um 50 stundir á viku, en heildar- vinnutími kvenna hefur lengst, er um 40 stundir.  Eru foreldrar | 10 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is AUÐUNN Jónsson varð í gær annar Íslending- urinn til að vinna gull- verðlaun á heimsmeist- aramótinu í kraftlyft- ingum, sem fram fór í Stafangri í Noregi, er hann bar sigur úr býtum í 125 kílóa flokki. Auð- unn fékk silfur í hné- beygju, þar sem hann lyfti 395 kílóum, brons í bekkpressu, með 280 kíló og gull í réttstöðulyftu, með 365 kíló. Samtals gerði þetta 1.040 kíló en næstur kom Bretinn Clive Henry sem lyfti alls 1.020 kílóum í keppninni. Þriðji varð Bandaríkjamaðurinn Tony Cardella með 1007,5 kíló. Guðni Sigurjónsson vann keppnina fyrstur Íslendinga árið 1991. Auðunn náði gullinu í Stafangri Auðunn Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.