Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 4
„MÉR er óskiljanlegt að ríkið
skuli gera kröfu í Þeistareyki,“
segir Friðbjörn Garðarsson, lög-
maður hjá Regula lögmannsstofu,
sem m.a. hefur unnið fyrir sveit-
arfélög og fjölda landeigenda
vegna þjóðlendukrafna ríkisins á
svokölluðu svæði 5 á Norðaust-
urlandi.
„Þeistareykir voru jörð í eigu
Múlakirkju. Síðar var jörðin seld
og lögð til afréttar. Fyrirfram
hefði ég talið hæpið að slík land-
svæði gætu talist þjóðlenda nema
eitthvað meira kæmi til.“ Frið-
björn segir að þegar land sé úr-
skurðað eða dæmt þjóðlenda verði
það eftirleiðis á forræði ríkisins:
„Ríkið getur ráðstafað öllum fast-
eignarréttindum innan þjóðlendna
gegn gjaldi ef því er að skipta. Það
er því súrt í broti fyrir landeig-
endur að réttindi, sem þeir hafa
talið sig eiga til þessa, séu tekin af
þeim bótalaust og jafnvel framseld
gegn gjaldi.
Ég vil ekki saka stjórnvöld um
að ásælast dýrmætar auðlindir
með þessum hætti en á svæðum 5
og 6 er gerð krafa í landsvæði þar
sem dýrmætar auðlindir eru. Álver
á Húsavík er t.d. innan seilingar
að margra mati og bendir margt
til þess að Þeistareykir verði virkj-
aðir og orkan nýtt til þess að
knýja álverið ef af framkvæmdum
verður. Tilraunaboranir þar lofa
gríðarlega góðu og svæðið virðist
nánast ótakmörkuð orkuupp-
spretta. Með nýjustu þjóðlendu-
kröfum sínum er ríkið að ásælast
háhitasvæðin við Þeistareyki, sem
eru í eigu Aðaldælahrepps og
Þingeyjarsveitar, og einnig háhita-
svæðin við Gjástykki.“
Fasteignir nánast í gíslingu
„Enn fremur valda þessi mál
tortryggni á fasteignamarkaði,“
segir Friðbjörn. „Málum fyrir
austan, á svæði 5, er ekki enn lok-
ið og lýkur kannski ekki fyrr en
eftir u.þ.b. tvö ár ef dómstólaleiðin
verður farin. Hver ætli vilji kaupa
jarðir af bændum og landeigend-
um á þessum svæðum á meðan á
þessu þrasi stendur? Þessar jarðir
eru nánast í gíslingu meðan þetta
ástand varir og það er grafalvar-
legt mál.“
Þjóðlendukröfur ríkisins á svæði
6 snerta marga tugi jarða, bæði
beint þar sem kröfur ríkisins ná
inn fyrir þinglýst landamerki og
þar sem kröfugerð fer eftir landa-
merkjum jarða.
Hvað varðar þjóðlendukröfurnar
á svæði 5, norðaustan Vatnajökuls,
er nú búið að flytja málin og
óbyggðanefnd hefur fengið þau til
úrskurðar. Friðbjörn vonast eftir
úrskurði kringum áramótin en
slíkt sé þó engan veginn víst. Ríkið
hafi gert kröfu í gríðarlega mikið
land á áhrifasvæði Kárahnjúka-
virkjunar. Nái þær fram að ganga,
sem ekki sé vitað, verði um 55–
60% af orkunýtingarrétti þeirra
fallvatna sem koma til með að
knýja Kárahnjúkavirkjun á for-
ræði ríkisins og þar sem ríkið eigi
Landsvirkjun þurfi það væntan-
lega ekki að borga sjálfu sér
krónu.
Ekki áhrif á þjóðgarðsstofnun
Um bótakröfur landeigenda við
Jökulsá á Dal vegna missis orku-
nýtingarréttinda, en Regula hefur
unnið mikið fyrir þá aðila, segir
Friðbjörn þau mál væntanlega
verða flutt snemma á næsta ári.
„Ágreiningurinn verður síðan lagð-
ur í hendur matsnefndar en máls-
aðilar geta skotið úrskurði hennar
til almennra dómstóla og það er
nýmæli í ágreiningsmálum af
þessu tagi, því ef gerðardómsleið
væri farin hefði það ekki verið
hægt.“
Hvað hugsanlega stofnun Vatna-
jökulsþjóðgarðs snertir segist
Friðbjörn ekki telja að sjónarmið
um stofnun þjóðgarða og verndun
svæða komi eignarhaldi við og því
eigi þjóðlendukröfur ríkisins ekki
að hafa áhrif á það ferli.
Til stendur að halda almennan
fund um þjóðlendukröfur ríkisins á
svæði 6 fljótlega, þar sem lögmenn
Regula munu fara nánar yfir
kröfugerð ríkisins.
Ásælist ríkið virkjan-
legar náttúruauðlindir?
Þjóðlendukröfur ríkisins á svæði 6 snerta marga tugi jarða
Í HNOTSKURN
»Þeistareykir og Gjástykkifalla undir þjóðlendukröf-
ur ríkisins á svæði 6 og allt að
60% af orkunýtingarrétti
þeirra fallvatna sem knýja
munu Kárahnjúkavirkjun á
svæði 5.
»Jarðir innan kröfusvæðaríkisins eru óseljanlegar
meðan úrskurðar er beðið.
»Vonast er eftir úrskurðióbyggðanefndar um svæði
5 í kringum áramót.
»Málflutningur vegnavatnsréttindakröfu land-
eigenda við Jökulsá á Dal á
hendur Landsvirkjun fer fram
snemma á næsta ári.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Morgunblaðið/BFH
Rautt, grænt og blátt Litadýrð er mikil á háhitasvæði Þeistareykja.
4 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík
Sími 588 0200 –www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Miele þvottavélar
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
-hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
HALLDÓR Guðbjarnason, fram-
kvæmdastjóri Visa Ísland, hefur
látið af störfum hjá fyrirtækinu og
fer á eftirlaun. Full sátt er um
starfslok hans, en Halldór hefur
verið framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins síðustu sjö ár.
Halldór, sem er orðinn sextugur,
sagðist í samtali við Morgunblaðið
hafa hugsað sér að fara með fyrra
fallinu á eftirlaun. Fram undan séu
miklar breyting-
ar hjá Visa
næstu eitt til tvö
árin. Fyrirtækið
gangi vel og aldr-
ei betur en nú og
því hafi þetta
verið talinn rétti
tíminn til að gera
þessar breyting-
ar.
Halldór Guðbjarnason
hættir hjá Visa Ísland
Halldór
Guðbjarnason
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
STJÓRN Lífeyrissjóðs starfsmanna
Reykjavíkurborgar telur heppilegra
að hluti þeirra skuldabréfa að
minnsta kosti, sem borgin fékk sem
greiðslu fyrir eignarhlut í Lands-
virkjun og renna mun til lífeyris-
sjóðsins, sé með föstum vöxtum til
að minnka áhættu sjóðsins vegna
mögulegrar vaxtalækkunar, í um-
sögn til borgarráðs vegna fyrir-
spurnar þar að lútandi.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að í þessari afstöðu
fælist engin afstaða til samninganna
um sölu á eignarhlutnum í Lands-
virkjun sem slíkum heldur einungis
ábending um að heppilegra væri að
að minnsta kosti hluti þessara
skuldabréfa, sem rynnu til sjóðsins,
væru með föstum vöxtum. „Ég geri
engar athugasemdir við þennan
samning í sjálfu sér og hef lýst því
yfir áður að ég telji það bara mjög
heppilegt að borgin selji þennan
hlut sinn í Landsvirkjun,“ sagði Al-
freð.
Samfylking tekur undir
niðurstöðu stjórnar LSR
Hann sagði að stjórn sjóðsins
væri einungis að benda á það vegna
fyrirspurnar þar að lútandi að það
væri heppilegra og hentaði hags-
munum sjóðsins betur að að
minnsta kosti hluti þessara skulda-
bréfa væri með föstum vöxtum.
Á fundi borgarráðs í gærmorgun,
laugardag, höfðu borgarráðsfulltrú-
ar Samfylkingarinnar ákveðið að
taka undir niðurstöðu stjórnar Líf-
eyrissjóðs starfs-
manna Reykja-
víkurborgar í
þessum efnum og
leggja til að
samningar um
sölu Landsvirkj-
unar yrðu teknir
upp aftur til að
ná fram ásættan-
legri niðurstöðu
fyrir borgarbúa.
Í athugasemd frá Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni borgarstjóra af þessu til-
efni segir að það hafi aldrei verið
markmið samningsaðila að greiðslu-
samningnum yrði ráðstafað á fjár-
magnsmarkaði. Lífeyrissjóðnum
hefði aldrei verið ætlað að fá
greiðslusamninginn til frjálsrar ráð-
stöfunar.
4,43% vextir nú
„Samningur ríkisins og sveitarfé-
laganna kveður á um að ríkið gefi út
verðtryggð skuldabréf með vöxtum
sem eru hinn 9. nóvember 2006
4,43%. Vextir skuldabréfanna eru
breytilegir sem þýðir að sveitar-
félögin fá markaðsvexti á hverjum
tíma. Í svari lífeyrissjóðsins er vísað
til reglugerðar um tryggingafræði-
legt mat á verðbréfaeign lífeyris-
sjóða. Þar er tilgreint að miða skuli
við að vextir á skuldabréfum með
breytilegum vöxtum skuli lækkaðir
um 1,5% áður en þau eru núvirt.
Þessari reglugerð var breytt hinn 9.
nóvember sl. á þann veg að við nú-
virðingu skuli aldrei reikna með
lægri vöxtum en 3,5%. Þar með á
fullyrðing lífeyrissjóðsins um afföll á
skuldabréfunum ekki við,“ segir
einnig.
Heppilegra að
skuldabréfin séu
með föstum vöxtum
Alfreð
Þorsteinsson
Framkvæmdir við undirbúning lóðarinnar fyrir tónlist-
arhús í Reykjavík ganga vel. Grunnurinn er orðinn djúp-
ur en af efstu hæð gamla Eimskipshússins má fylgjast
með verktökunum grafa sig æ dýpra undir sjávarmál.
Unnið undir sjávarmáli
Morgunblaðið/RAX