Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 8
8 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Herra Loftsson ríður ekki við einteyming í veiði- né sölumálum.
VEÐUR
Nú er mesta prófkjörsbylgjan aðverða afstaðin, þótt eitthvað sé
eftir. Nú fer athyglin að beinast að
kosningabaráttunni sem áreið-
anlega byrjar fyrr en venja hefur
verið síðustu kosningaár og verður
vafalaust mun harðari enda mikið í
húfi. Verða þáttaskil í stjórnmálum
að loknum kosningunum?
Mesta athyglinnæstu vikur
mun beinast að
Framsókn-
arflokknum.
Hvað er sá flokk-
ur eða öllu heldur
forystumenn
hans að hugsa?
Þótt ástæðulaust sé að leggja ofmikið upp úr skoðanakönnunum
á þessum tíma eru þær þó vísbend-
ing um að staða Framsóknarflokks-
ins sé mjög erfið.
Kannski er það ekki það verstafyrir Framsóknarflokkinn held-
ur hitt að frá því að ný forysta var
kjörin á flokksþingi í ágústmánuði
sl. hefur ekkert frá henni heyrzt.
Fyrst héldu menn, að hin nýja for-
ysta lægi undir feldi og mundi svo
stökkva fram á sjónarsviðið með nýj-
an, ferskan Framsóknarflokk. En
ekkert slíkt hefur gerzt.
Þvert á móti er farinn að læðast aðmörgum grunur um, að ný for-
ysta hafi ekkert að segja. Að flokk-
urinn hafi ekkert fram að færa.
Þetta kemur á óvart vegna þess,að það hefur verið nokkuð al-
menn skoðun, að Jón Sigurðsson
hafi ýmislegt fram að færa og gæti
orðið farsæll formaður Framsókn-
arflokksins um skeið.
Ef þögn nýrrar forystu er út-hugsuð baráttuaðferð verður
alla vega fróðlegt að sjá hvað hún
hefur fram að færa þegar hún loks
rýfur þögnina.
Hún hlýtur að gera það fyrir kosn-ingar – eða hvað?
STAKSTEINAR
Jón Sigurðsson
Beðið eftir Framsókn
SIGMUND
!
"#
$%&
'
(
)
'
* +,
-
%
.
/
*,
!
"
"
# $
#
%% $
01
0
2
31,
1 ),
40
$
5 '67
8 3#'
9
)#:;< %%
! " #$ %&
'($ ) ##: )
& '(%
%'
% )
=1 = =1 = =1
& (
%* $+%,-
;< ,
>7 >
76 >
&%% %% .% %/
%%/0
1%% % $0
5 1
2%%%
%
.% %- %%
0
3 $%(
%'
$%$
0
1%%
%"%
0
:
2%''
% %
%
0%3(
%'
$%
%%
%%
0
4 $
%' 0
5/%%66
%%7 %* $
2&34?3
?)=4@AB
)C-.B=4@AB
+4D/C(-B 0 .
0"!
!0 0"
0 "0 0 0 0
0"
0 0
0
0"
0"
0"!
.
.
.
.
.!
.
.
.
.
.
.
."
.!
.
BJÖRN Ingi
Hrafnsson, vara-
þingmaður
Framsóknar-
flokksins, leggur
til í frumvarpi,
sem hann hefur
lagt fram á Al-
þingi, að manna-
nafnanefnd verði
lögð niður og að
öll ákvæði um
hana verði felld brott úr lögum um
mannanöfn. Meðflutningsmenn
Björns Inga eru Guðlaugur Þór
Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, og
Guðjón Ó. Jónsson og Sæunn Stef-
ánsdóttir, Framsóknarflokki.
Í frumvarpinu er lagt til að lög-
boðið hlutverk mannanafnanefndar
verði flutt til dómsmálaráðherra,
og að það verði hlutverk hans að
skera úr álitamálum sem upp
kunna að koma í sambandi við
nafngiftir, nafnritun o.fl.
„Markmið frumvarpsins er að
undirstrika þá meginreglu varð-
andi nöfn og nafngiftir fólks að al-
mennt skuli gert ráð fyrir að nöfn
séu leyfð og aðeins sérstakar að-
stæður í undantekningartilfellum
geti orðið til þess að ríkisvaldið
komi í veg fyrir slíkt. Slíkar að-
stæður geti t.d. verið hreinar nafn-
leysur eða að ljóst sé að nafn geti
orðið nafnbera til ama, sbr. ákvæði
núgildandi laga,“ segir m.a. í at-
hugasemdum frumvarpsins.
Mannanafnanefnd
lögð niður?
Dómsmálaráðherra skeri úr álitamálum
Björn Ingi
Hrafnsson
Björn Valur
Gíslason í Ólafs-
firði hefur ákveðið
að gefa kost á sér í
3. sæti í forvali VG
vegna alþingis-
kosninganna í vor.
Björn Valur er
fæddur á Ólafs-
firði árið 1959 og
hefur haft sjó-
mennsku að aðal-
starfi frá árinu 1975. Hann lauk stýri-
mannsprófi árið 1984 og hefur síðustu
árin verið yfirstýrimaður á frystitog-
aranum Kleifabergi frá Ólafsfirði. Þá
lauk hann í vor kennsluréttindanámi
frá Háskólanum á Akureyri sem
framhaldsskólakennari.
Björn Valur er einn af stofnend-
umVG og sat á sínum tíma á Alþingi
fyrir Alþýðubandalagið sem vara-
maður Steingríms J. Sigfússonar og
hefur meðal annars einnig setið í
ýmsum nefndum fyrir Ólafsfjarð-
arbæ.
Björn Valur vill beita sér fyrir því
að efla og styrkja stöðu landsbyggð-
arinnar meðal annars með uppbygg-
ingu framhaldsskóla og styrkingu
þeirra sem fyrir eru. Þá þarf að
treysta tekjugrunn sveitarfélaga í
landinu og vill hann auka fjármagn til
heilbrigðisstofnana, standa vörð um
íslenskan landbúnað og endurskoða
reglur um stjórn fiskveiða.
Björn Valur
sækist eftir
þriðja sæti
Björn Valur
Gíslason
Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni
Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík
Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn
K
R
A
FT
A
V
ER
K
MULTÍ VÍT inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni. Dagleg neysla byggir upp
og stuðlar að hreysti og góðri heilsu.
Djúpivogur | Að undanförnu hafa
margar tegundir flækingsfugla
verið á ferðinni á Djúpavogi.
Í flestum atriðum er um árvissa
gesti að ræða en þó sást einn nýr
og sjaldgæfur á dögunum. þar var
svonefnd þistilfinka á ferð. Þetta
mun vera í fimmta skipti sem
þessi fugl sést hér á landi. Þistilf-
inkan er afar skrautlegur fugl
með fallega söngrödd.
Finkan hefur haldið sig í húsa-
görðum á Djúpavogi í heila viku
og virðist ekkert fararsnið á
henni.
Fágæt þistilfinka á Djúpavogi
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
j