Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 12

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 12
12 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ foreldrar og börn V enjulegt fólk ver ófáum vöku- stundum í vinnunni. Það er því engum blöðum um það að fletta að atvinnurekendur geta tekið þátt í að skapa fjölskylduvænna samfélag á Íslandi, m.a. með því að takmarka fjölda vinnustunda og gera vinnutímann sveigjanlegri. Meðal fyrirtækja sem innleitt hafa stefnu, sem hlýtur að teljast fjölskyldu- væn, er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Innn hf. sem starfrækt hefur verið frá árinu 1997. Gyða Guðjónsdóttir, rekstrarstjóri Innn, segir tvennt skipta mestu máli í stjórn- un fyrirtækja í dag. Það er að þau séu sveigj- anleg og hlúi að starfsmönnum. Sextán manns starfa hjá Innn og þar af búa um tíu við sveigjanlegan vinnutíma. „Sveigjanleikinn er mjög mikill og þessir starfsmenn stýra sínum vinnutíma sjálfir. Það eina sem við förum fram á er að þeir skili sjö og hálfri vinnustund á dag. Það skiptir engu máli hvort fólk vinnur þessa tíma á vinnustað eða heima hjá sér. Því er einnig frjálst að bregða sér frá eftir þörfum, hvort sem er til að sinna börnum sínum eða fara í ræktina, svo dæmi séu tekin.“ Gyða segir fyrirkomulagið ekki endilega sniðið að þörfum barnafólks en það henti því fólki óneitanlega mjög vel. „Markmiðið er að hlúa að starfsmönnum okkar og gildir þá einu hvort þeir eiga börn eður ei. Menn geta þurft á sveigjanleika að halda af ýmsum ástæðum, t.d. vegna veikinda maka eða vegna þess að þeir eru með hund, svo ég til- greini tvö ólík dæmi sem standa okkur nærri.“ Mikill hraði, miklar kröfur Ástæðan fyrir því að Innn getur leyft sér þetta fyrirkomulag er að viðskiptavinir fyr- irtækisins eru ekki í beinu sambandi við þann starfsmann sem vinnur viðkomandi verkefni. „Þar komum við raunar að vanda- málinu í þessu sveigjanlega kerfi. Við verð- um að vera með tengiliðahóp, fimm til sex manns, sem hefur samskipti við viðskipatvini á sinni könnu. Viðskiptavinir eru rosalega kröfuharðir og þess vegna eigum við erfitt með að veita þessum hópi starfsmanna sveigjanleika varðandi vinnutíma. Þetta fólk verður að vera til taks ef viðskiptavinurinn þarf á upplýsingum eða aðstoð að halda.“ Gyða hefur reynt þetta á eigin skinni. „Ég hef verið að reyna að taka mér svolítið frí að undanförnu þar sem ég er að klára lokaverk- efni í meistaranámi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og finn að það er hreint ekki hlaupið að því. Hraðinn í þjóðfélaginu og krafan um góða þjónustu er svo mikil að það er ekki ásættanlegt að vera ekki í stöðugu síma- og tölvupóstssambandi.“ Í þessu samhengi getur Gyða þess að sér þyki þjóðfélagið fyrir sinn smekk rumska heldur seint á daginn. „Sjálf vildi ég helst byrja fyrir klukkan átta á morgnana og vera búin klukkan fjögur. Hins vegar byrja býsna margir daginn ekki fyrr en klukkan níu eða tíu og því fólki finnst alltof snemmt að aðrir hætti klukkan fjögur. Við erum að leita að verkefnastjóra þessa dagana og verðum af þessum sökum að setja það skilyrði að hann vinni a.m.k. til klukkan fimm á daginn. Við- skiptavinirnir sætta sig ekki við að fá ekki þjónustu lengur en til klukkan fjögur.“ Gyða segir það lykilatriði í rekstri fyrir- tækis að enginn starfsmaður sé ómissandi. „Hjá okkur er það ekkert mál ef starfsmaður veikist, fer í sumarfrí eða fæðingarorlof. Það er bara sjálfsagður hlutur. Hér „á“ enginn ákveðin verkefni og menn geta leyst hver annan af hólmi.“ Innn vill heldur ekki að starfsfólk vinni yf- irvinnu. „Í okkar huga er það hvorki flott né fínt að vinna yfirvinnu og þá sjaldan sú staða kemur upp ræðum við það innan hópsins og finnum út úr því hver á best með að leysa málið hverju sinni. Almennt er afstaða okkar sú að ef vinna þarf yfirvinnu sé það vísbend- ing um að fólk vanti til starfa. Sjö og hálf vinnustund á dag nægir til að standa undir kröfu okkar um framleiðni.“ Gyðu er ljóst að það hefur löngum verið til siðs að vinna langan vinnudag á Íslandi en spyr hvort það sé endilega ávísun á meiri framleiðni? „Ég held ekki. Það er heldur ekki skynsamleg stefna hjá fyrirtæki að leggja þungar byrðar á starfsfólk. Hjá okkur nýtir fólk tímann rosalega vel í vinnunni en á gott frí að vinnudegi loknum. Ég er sann- færð um að við fáum mikið fyrir peninginn sem við verjum í launagreiðslur.“ Það er af sem áður var og Gyða segir Innn ryðja stolt brautina í þessu efni. „Tímarnir hafa breyst. Auðvitað er vinnan og verður áfram mikilvægur þáttur í lífi fólks. En fólk verður líka að eiga sér líf utan vinnu. Það tók einn starfsmaður hjá okkur upp á því á sínum tíma að vinna frameftir á kvöldin. Við vorum fljót að senda hann heim með þeim orðum að hann fengi engin aukaprik fyrir þetta.“ Gyða er sannfærð um að þetta viðhorf sé að ryðja sér til rúms víðar. „Í hugbún- aðargeiranum, þar sem ég þekki best til, heyri ég ekki betur en þetta sé að verða býsna algengt fyrirkomulag. En eins og gef- ur að skilja er misjafnlega auðvelt að inn- leiða þessa nýju siði eftir atvinnugreinum. Á endanum skiptir þó viðhorfið mestu máli.“ Dagvistun fyrirtækjanna Gyða segir starfsfólk Innn ánægt með vinnuskilyrðin. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að Innn hafi fengið tilnefningu frá VR sem fyrirtæki ársins 2006 í flokki smærri fyrirtækja. „Það er í okkar huga staðfesting á því að fólki þyki gott að vinna hérna og að við séum á réttri leið.“ Gyða er sannfærð um að íslensk vinnu- menning sé líka á réttri leið og ástæða sé til að horfa björtum augum til framtíðar. „Ég held að íslenskur vinnumarkaður sé þegar tiltölulega fjölskylduvænn, a.m.k. ef við ber- um okkur saman við lönd á borð við Banda- ríkin og Þýskaland. En auðvitað má alltaf gera betur. Dagvisturnarmálin brenna t.d. á mörgum. Ég held að ein leiðin í því efni sé að fyrirtæki komi sér upp dagvistun, a.m.k. stærri fyrirtæki. Það myndi veita foreldrum mikið öryggi að vita af börnunum á staðnum og geta litið á þau annað veifið. Þetta myndi líka draga úr álaginu sem fylgir því að keyra börn og sækja þau til dagmömmu eða á leik- skólann. Það fer drjúgur tími í það hjá mörg- um á degi hverjum og ekki er umferðin að léttast hérna á höfuðborgarsvæðinu. Ég tala af reynslu. Ég bý í Grafarholtinu en dóttir mín er á leikskóla vestur í bæ af því það var ekki laust pláss nær. Það fer mikill tími í þann akstur.“ „Fólk verður að eiga sér líf utan vinnu“ Morgunblaðið/Ásdís Breyttir tímar Gyða Guðjónsdóttir rekstrarstjóri ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Innn hf. segir að þar á bæ þyki hvorki flott né fínt að vinna yfirvinnu. Hálf áttunda stund nægi. framleiðni osfrv. hefur þýtt að kröf- ur til fólks í vinnu eru meiri en áð- ur.“ Sveigjanleiki hefur aukist Kannanir sýna að sveigjanleiki í vinnu hefur aukist í sumum starfs- greinum á umliðnum árum og ýmsir eiga þess kost að stunda fjarvinnu að hluta til eða í heild. Halldór segir þetta þó ekki endilega hafa skapað fólki aukin skilyrði til að sinna fjöl- skyldulífinu betur. „Kannanir benda til að það sé eiginlega þvert á móti. Farsímanum, fartölvunni, netteng- ingunni og allri þessari tækni hefur í raun fylgt aukin krafa og fólk sem nýtur þessa sveigjanleika hefur því þegar allt kemur til alls í mörgum tilfellum minni tíma til að sinna fjöl- skyldu- og einkalífi en áður. Vinnu- skilyrðin eru m.ö.o. ekki að verða fólki hagfelldari.“ Halldór segir einstaka fyrirtæki vera að reyna að bregðast við þessu en á heildina litið sé ástandið ekki nægilega gott. „Ég hlýddi fyrir nokkru á forstjóra fyrirtækis lýsa fjölskylduvænni stefnu fyrirtæk- isins með miklu stolti. Sú stefna fólst í því að fjölskyldur starfs- manna fengu hlífðarfatnað sem var merktur fyrirtækinu á afsláttar- verði. Á þessu viðhorfi sést að það er við ramman reip að draga.“ Lág laun eru þáttur sem Halldór segir mikilvægt að hafa í huga. „Því lægri sem launin eru þeim mun minna svigrúm hefur fólk til að leyfa sér þau gæði sem við erum að tala um eins og styttri vinnutíma. Það hefur hreinlega ekki efni á því.“ Halldór tilgreinir einnig fólk sem er utan vinnumarkaðar í lengri eða skemmri tíma. „Þar er vinnutíminn að sjálfsögðu ekki vandamál en á móti kemur að hinar efnahagslegu aðstæður eru gífurlegur vandi. Þetta er hluti af því sem við hjá ASÍ bentum á þegar við vorum að fara gegnum velferðarkerfið. Það eru til fátæktargildrur í okkar kerfi sem koma sérstaklega illa við barna- fjölskyldur. Það að vera án vinnu, þó ekki nema í tiltölulega stuttan tíma, getur þýtt algjört hrun á efna- hag. Þar náðum við að vísu ákveðnum árangri í sumar þegar tekin voru upp lög um tekjutengdar atvinnuleysisbætur en það er samt sem áður mikið verk óunnið.“ Ábyrgð samfélagsins Þegar Halldór horfir til stuðnings samfélagsins við fjölskyldur nefnir hann fyrst barnabótakerfið. „Hug- myndir okkar hjá ASÍ um norrænt velferðarsamfélag ganga út á það að samfélagið styðji dyggilega við bak- ið á barnafólki. Breytingar á barna- bótakerfinu á síðustu árum hafa því miður leitt til þess að dregið hefur úr þessum stuðningi. Þá er staða einstæðra mæðra í mörgum til- fellum með öllu óásættanleg. Það er mikið áhyggjuefni. Fæðingar- orlofslögin eru merkileg fyrir margra hluta sakir en barna- fjölskyldur eru eigi að síður fórnar- lömb þess að erfiðlega hefur gengið að brúa bilið frá því orlofinu lýkur og þangað til samfélagið kemur til móts við foreldra með þjónustu leik- skóla. Við þekkjum það öll að marg- ir foreldrar með börn á aldrinum sex mánaða til tveggja ára eru í Morgunblaðið/Ásdís Styttri vinnutíma „Meðalvinnutími karla á viku er yfir fimmtíu stundir og meðalvinnutími kvenna yfir fjörutíu stundir. Það segir sig sjálft að svona langur vinnutími takmarkar möguleika fólks til að sinna sínum börnum,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Morgunblaðið/Ásdís Hvað eru lífsgæði? „Hraðinn er mikill í samfélaginu og það má velta því fyrir sér hvort svokallaðar gerviþarfir séu farnar að spila of stórt hlutverk í lífi okkar,“ segir Gísli Hrafn Atlason mannfræðingur. Morgunblaðið/Ásdís Álag „Við þurfum að taka okkur saman í andlitinu. Við erum því miður ekki að sinna börnunum okkar nægilega vel. Leggjum alltof mikið á þessar litlu sálir,“ segir Fanný Gunnarsdóttir kennari og formaður Jafnréttisráðs. »Ég hlýddi fyrir nokkru á forstjóra fyrirtækis lýsa fjöl- skylduvænni stefnu fyr- irtækisins með miklu stolti. Sú stefna fólst í því að fjölskyldur starfs- manna fengu hlífð- arfatnað sem var merkt- ur fyrirtækinu á afsláttarverði. Á þessu viðhorfi sést að það er við ramman reip að draga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.