Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ foreldrar og börn miklum vanda vegna skorts á umönnunarúrræðum í þessum ald- urshópi. Auðvitað bitnar það á börnunum.“ Halldór segir ASÍ vilja lengja í fæðingarorlofinu en jafnframt þurfi að auka þjónustu samfélagsins við barnafólk þegar út á vinnumark- aðinn er komið. Hvað eru lífsgæði? En það er ekki nóg að skapa hlut- lægar aðstæður, það þarf líka að skapa rétt viðhorf. Halldór segir mikilvægt að fólk velti fyrir sér spurningunni: Hvað eru lífsgæði? „Eru lífsgæði fyrst og fremst fólgin í efnislegum hlutum eða eru þau kannski frekar fólgin í samvistum með okkar nánustu? Það er kannski banalt að taka svona til orða en er þetta samt ekki málið? Afar okkar og ömmur komu út úr moldarkof- unum og allar götur síðan hefur þjóðin verið upptekin af því að njóta allra þeirra efnislegu gæða sem lengi vel voru ekki til staðar. Þar höfum við aftur á móti almennt séð náð ákveðnum endamörkum og maður elur þá von í brjósti að yngri kynslóðirnar vakni til vitundar um það. Mér finnst ég þegar sjá þess ákveðin merki. Hitt er annað mál að skólakerfið hefur að mörgu leyti lagað sig vel að félagslegu hlutverki sínu og við snúum ekki aftur til þess tíma þegar stórfjölskyldan sá um uppeldi barna frá fæðingu til full- orðinsára. Það er einfaldlega liðin tíð. Hlutverk okkar og komandi kynslóða er að finna jafnvægið. Hinn gullna meðalveg.“ Halldór segir það áhyggjuefni að þátttaka barna í íþróttum og frí- stundanámi sé í auknum mæli að verða háð efnahag. „Það er dýrt að stunda íþróttir. Greiða þarf æf- ingagjöld, sækja mót í öðrum lands- hlutum og festa kaup á búnaði af ýmsu tagi. Þetta getur hlaupið á tugum þúsunda. Sama gildir um tónlistarnám. Svo þarf að keyra börnin og sækja þau. Allt kostar þetta peninga og er farið að hafa áhrif á möguleika barna sem búa við lakan efnahag til að taka þátt.“ Enn er ónefnt mál sem Halldór segir verða fyrirferðarmikið á næstu árum og misserum, ör fjölg- un fjölskyldna af erlendum uppruna á Íslandi. „Þar eru allskonar úr- lausnarefni sem kalla á sérstaka skoðun og lausnir. Þetta snýst um menningu, tungumál, efnahag, stöðu barnanna í samfélaginu og ýmislegt fleira og maður hefur óneitanlega af því áhyggjur að þarna gætu skapast aðstæður sem eru ennþá fjandsamlegri börnunum en þær sem fyrir eru. Ekki það að fólk vilji ekki gera vel við börnin sín, aðstæðurnar eru bara svo ólíkar því sem við eigum að venjast. Svo dæmi sé tekið er viðhorf til vinnu ungmenna allt annað í sumum af þessum menningarheimum en hér. Þar er lífið bara vinna og fram- færsla sama hvort þú ert barn eða fullorðinn.“ Getum búið til barnvænna samfélag Enda þótt ýmislegt megi betur fara er Halldór sannfærður um að Íslendingar hafi burði til að skapa hér barnvænna samfélag í nánustu framtíð. „Við eigum betri möguleika á því en flestar aðrar þjóðir að ná þessu markmiði. Hér er engin rótgróin menningarleg mismunun vegna stéttarskiptingar og við höf- um náð hér ákveðnum efnislegum markmiðum sem við höfum mögu- leika á að láta alla njóta góðs af. Það kallar að vísu á svolítið breytta hugsun, bæði á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu. Það er engin laun- ung á því að við í verkalýðshreyf- ingunni viljum líta til þeirrar sam- félagsgerðar sem byggð hefur verið                                            ! ""                    #  $   %   $  & '   (  )( **( +   ",-  .       . .                               ! !"  # $ / ./. ./. ./ ./ / / /  " %!&'( Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson » Þurfum við endilega að vinna svona of- boðslega mikið og vera svona virk í ýmsu starfi fyrir utan heimilið? Á heildina litið höfum við það gott efnahagslega og margir eru í aðstöðu til að draga úr vinnu ef viljinn er fyrir hendi. S ú var tíðin að íslenskar mæður voru upp til hópa heimavinnandi. Er líða tók á tuttugustu öldina jókst at- vinnuþátttaka þeirra jafnt og þétt og nú er hún löngu orðin almenn og sjálfsögð. Viðmælendur Morgunblaðsins eru á einu máli um að það sé ekki valkostur að hverfa aftur til þeirrar samfélagsgerðar þegar mamma eða jafnvel amma vann heima og tók á móti börnunum þegar þau komu heim úr skól- anum. Það sé einfaldlega liðin tíð. „Konur mega alls ekki fá samviskubit yfir því að vinna launaða vinnu utan heimilis,“ seg- ir Fanný Gunnarsdóttir formaður Jafnrétt- isráðs. „Ég skil samt konur sem hugsa þannig og þar komum við að óásættanlegum launa- mun kynjanna. Ef foreldrum finnst þeir þurfa að taka ákvörðun um að annað foreldrið minnki við sig vinnu er ég hrædd um að í lang- flestum tilfellum komi það í hlut konunnar þar sem hún er með að jafnaði lægri laun. Í okkar samfélagi bera ungar barnafjölskyldur oftast þungar fjárhagsskuldbindingar og því er dæmið reiknað á þennan hátt. En svona meg- um við ekki setja þetta upp. Það yrði mikið bakslag í jafnréttisbaráttuna ef konur færu undir þessum formerkjum af vinnumarkaði. En gleymum því ekki að foreldrar, mæður jafnt sem feður, vilja geta átt það val að sinna börnum og uppeldi um lengri eða skemmri tíma.“ Í aldir báru íslenskar mæður hitann og þungan af barnauppeldi og sú ábyrgðartilfinn- ing hverfur ekki eins og hendi sé veifað. Fanný tekur undir það en bendir á að það sé fagn- aðarefni að feður séu orðnir virkari þátttak- endur í uppeldi og umönnun barna sinna. „Börn eiga bæði mæður og feður og í nútíma- samfélagi þykir okkur eðlilegt að foreldrar deili ábyrgðinni. Þess vegna voru lögin um fæðingarorlof feðra mikil framför. Þau hafa fært feður nær börnum sínum. Þegar ég var lítil hefði karlmaður á gangi með barnavagn vakið mikla athygli og fengið samúð. „Aum- ingja maðurinn ætli konan hans sé veik?“ Þar sem ég þekki til hefur aðkoma feðra að námi og skólagöngu barna líka aukist verulega. Ef faðir mætti hér áður á foreldrafund hlaut kon- an hans að liggja á sæng eða a.m.k. vera „lög- lega“ afsökuð. Í dag þykir þetta sjálfsagt mál. Sem betur fer.“ Deila þarf ábyrgðinni á heimilinu Gísli Hrafn Atlason mannfræðingur segir að Íslendingar séu enn að bregðast við aukinni at- vinnuþátttöku kvenna. „Þá er ég að tala um heimilið, það hefur ekki gengið eftir sem skyldi að bæði kynin sinni því. Það hvílir enn að verulegu leyti á konunum enda þótt karl- arnir séu hægt og bítandi að axla meiri ábyrgð. Feðraorlofslögin hafa hjálpað til hvað þetta varðar enda þótt þau dugi ekki til ein og sér.“ Í þessu samhengi segir Gísli Hrafn áberandi að hærra hlutfall kvenna bregðist við barn- eignum með því að draga úr vinnu. „Í könnun á áhrifum barneigna á útivinnandi fólk sem gerð var í vor svöruðu 57% kvenna því til að þær hefðu þurft að minnka við sig vinnu en einungis 19% karla.“ Þegar spurt var hvort fólk hefði þurft að auka við sig vinnu út af auknum útgjöldum í kjölfar barneigna svöruðu 23% kvenna játandi og 36% karla. Gísli Hrafn segir viðhorf til þess að báðir foreldrar sinni launaðri vinnu hafa breyst mik- ið á skömmum tíma. Þegar spurt var að því ár- ið 1995 hvort væri heppilegra að annað eða bæði foreldri ynnu launaða vinnu svöruðu að- eins 39% aðspurðra því til að betra væri að bæði gerðu það. Í dag er þetta hlutfall komið upp í 75% meðal barnafólks. „Það hefur því orðið hröð breyting á hug- myndum okkar um það hvernig við viljum hafa hlutina burtséð frá því hvernig þeir eru í raun og veru. Almenningsálitið styður altént það fyrirkomulag að báðir foreldrar vinni utan heimilisins,“ segir Gísli Hrafn. Hann telur það ekki valkost hjá meginþorra þjóðarinnar að annað foreldrið láti af launaðri vinnu til að sinna börnum sínum betur. „Efnameira fólk getur eflaust leyft sér það en almennt séð lít ég ekki á þetta sem valkost. Boginn er hátt spenntur hjá mörgum, hvar sem borið er niður í stétt, og flestum heimilum veitir ekki af tveimur fyrirvinnum. Ég hef tal- að við margt fólk á undanförnum misserum í tengslum við rannsóknir mínar og m.a. hitt fólk sem ekki hefur haft efni á að taka sér frí í háa herrans tíð. Svo má heldur ekki gleyma því að menntunarstig þjóðarinnar er hátt, hjá báðum kynjum, og það er metnaðarmál hjá flestum að vera í launaðri vinnu.“ Þurfum að nálgast norræna módelið Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri ASÍ, segir það samfélagslegt úrlausn- arefni að skapa foreldrum aðstæður til að verja meiri tíma með börnum sínum og málið verði ekki leyst með því að annað foreldrið hætti að vinna utan heimilisins. „Eins og við vitum voru konur langt fram eftir síðustu öld upp til hópa heimavinnandi og hafa fyrir vikið eflaust meira samviskubit yfir fjarveru sinni frá heimilinu en karlar. Það er hins vegar al- veg fráleit lausn að konur hverfi af vinnu- markaði. Í mínum huga er alveg klárt að góð réttindi foreldra í fæðingarorlofi og góð þjón- usta samfélagsins við barnafólk er ein af grundvallarástæðum þess hvað konur hafa náð langt í jafnréttisbaráttunni á hinum Norð- urlöndunum. Réttindi þeirra á vinnumarkaði eru klárlega öflugasta tækið í jafnréttisbarátt- unni og með því að draga þar í land værum við augljóslega að fara í öfuga átt. Þvert á móti þurfum við að ganga ennþá lengra í þessu efni, nálgast norræna módelið meira. Markmið okk- ar á að vera að stúlkur njóti í framtíðinni jafn- réttis við drengi í uppvexti og í atvinnulífinu á fullorðinsárum.“ Ekki valkostur að annað foreldri hætti að vinna úti Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Liðin tíð „Konur mega alls ekki fá samviskubit yfir því að vinna launaða vinnu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.