Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 27
með sjónvarpsþáttagerð. Þegar
Danirnir uppgötvuðu að ég kynni
eitthvað í dönsku var ég gerð að
skriftu. Þátturinn sem ég fylgdist
aðallega með fjallaði um menningu
og ef enginn var á sýningunum sem
verið var að segja frá var ég fengin
til að vera statisti. Það gekk bara vel
og ég var orðin nokkuð sjóuð í að
skoða málverk íbyggin á svip og
túlka sýningargest með ýmsum
hætti. Þarna orti ég líka ljóð í ljóða-
bókina mína Ísfrétt.“
Frásagnargleðin byrjaði að gera
vart við sig strax á barnsaldri og á
Gerður Kristný enn sögur sem hún
samdi þegar hún var sjö ára á vísum
stað.
„Ég heftaði saman blöðin sem ég
skrifaði sögurnar á og skrifaði aftan
á þær: Útgefandi: Bókaforlag Guð-
jóns. Ég hef augljóslega verið alveg
viss um að ef ég fengi ekki útgef-
anda myndi pabbi gefa bækurnar
mínar út. Fyrst teiknaði ég myndir
og svo skrifaði ég sögurnar við
þær,“ segir hún, en í þeim er fjallað
um ýmsar raunir hversdagsins, eins
og til dæmis hvernig hægt er að
bregðast við ef lítill frændi sem
draslar mikið til er væntanlegur í
heimsókn.
Sér á parti
Þú virðist dálítið akkúrat, ef hægt
er að orða það þannig, og mér skilst
að þú sért bindindismanneskja.
Þarftu oft að afsaka það?
„Ég þurfti stundum að útskýra
þetta þegar ég var yngri en fólk er
hætt að spyrja í seinni tíð. Það eru
svo margir á mínum aldri hættir að
drekka að ég sker mig í raun og veru
ekkert úr. Kannski halda einhverjir
að ég sé nýkomin úr meðferð og mér
finnst það bara ósköp indælt. Mér
finnst fullt fólk oft svolítið asnalegt.
Mig hefur aldrei langað til að vera
full og þá sjaldan að ég hef smakkað
áfengi finnst mér það bara vont á
bragðið,“ segir hún.
Ertu oft sér á parti?
„Stundum hefur mér fundist það
en eftir að ég eignaðist barn hef ég
óneitanlega meira um að tala við
annað fólk. Það er orðið auðveldara
að brydda upp á samræðum en áð-
ur.“
Gerður Kristný þykir hafa frem-
ur sérkennilegan húmor, sem ekki
hefur leynt sér í þessu spjalli, og
hún hefur oft verið spurð að því
hvort kaldhæðni og kvikind-
isskapur séu hennar helsta vöru-
merki. En er það rétt? „Nei, nei,
hann er ekkert öðruvísi en húmor
vina minna. Í dómum um bækurnar
mínar er samt stundum minnst á
kvikindislegan húmor, en hann er
ekki það yfirdrifinn að það sé ekki
hægt að skrifa um neitt annað.
Stundum er náttúrlega verið að
grípa til einhverra frasa. En auðvit-
að skil ég hvað við er átt.“
En veit fólk alltaf hvenær þú ert
að gera að gamni þínu og hvenær
ekki?
„Nei, það verð ég oft vör við. Þeg-
ar ég var yngri hló ég mikið að eigin
bröndurum og þegar ég var í bók-
menntafræðinni kynntist ég manni
sem heitir Guðmundur Brynjólfsson
og hann gat sagt brandara án þess
að bregða svip. Ég ákvað að temja
mér þetta og nú get ég það og hef til
dæmis gengið grafalvarleg upp að
afgreiðslustúlku í Body Shop og
spurt hvort sápan sem ég haldi á sé
gerð úr niðurmuldum indjánum.
Brandarar verða miklu fyndnari ef
maður segir þá grafalvarlegur.“
Hefur þú gaman að því að ganga
fram af fólki?
„Já, já, það held ég að hljóti að
vera. Mér finnst gaman að sjá
hvernig það bregst við.“
Sinnar gæfu smiður
Læturðu ekki auðveldlega koma
þér úr jafnvægi? „Ég er svolítið góð
í því að flokka hvað skiptir mig máli
og hvað ekki í lífinu. Og ýta því frá
mér sem mér finnst hafa vond áhrif
á mig og sem mér leiðist. Ég lít svo á
að ég ráði því hvort mér líður vel og
hversu vel mér líður. Ég fer reglu-
lega í ræktina og hitti vinkonur mín-
ar en hef líka varast tímafrek áhuga-
mál.“
Hefur það breytt þér að eignast
barn?
„Nei, það breytti lífi mínu. Sumt
hefur orðið miklu skemmtilegra þó
að það hafi líka verið ágætt áður.
Eftir að ég eignaðist Skírni finnst
mér ofar öllu að fara vel með mig svo
ég sé örugglega til staðar fyrir
hann.“
Og Gerður Kristný ljóstrar því
upp, að vera orðin svolítið dömulegri
í seinni tíð og upptekin af hreið-
urgerð eftir að frumburðurinn kom
til sögunnar. Ein birtingarmynd
þess er óvænt dálæti á matarstelli
og dúkum og þá dugir ekkert minna
en hin konunglega Kaupmannahöfn.
„Þetta byrjaði allt sumarið þegar
ég fór ólétt til Kaupmannahafnar.
Mig langaði ekki í neitt nema Royal
Copenhagen og damaskdúk. Áður
en við Kristján eignuðumst Skírni
höfðum við nokkrum sinnum haldið
jólin í bústað í Biskupstungum.
Það var ofboðslega gaman og hví-
lík jól, kafaldssnjór og við hjónin í
heita pottinum, berrössuð eins og
Jesúbarnið, þegar hátíðin var hringd
inn. Eftir að drengurinn kom til sög-
unnar langaði okkur frekar til að
halda upp á jólin heima hjá okkur og
þá fannst mér ég allt í einu verða að
eiga fallegt stell og dásamlegan dúk.
Og það er eins og ég segi, fólk sem
hefur ekki gaman af því að eyða pen-
ingum hefur bara ekki verið í réttu
búðunum,“ segir hún sposk.
Þáttaskil
Eiginmaður Gerðar er Kristján B.
Jónasson, núverandi formaður Fé-
lags íslenskra bókaúgefenda, en
hann er nýhættur störfum hjá Eddu
útgáfu og er að skrifa MA-ritgerð í
bókmenntum.
Hvernig kynntistu manninum þín-
um?
„Við kynntumst í Háskólanum ár-
ið 1991, vorum saman í ljóðaáfanga
hjá Kristjáni Árnasyni. Kristján
maðurinn minn er Skagfirðingur og
talar því við hvern sem er, annað en
sumir þarna sem voru sífellt að
passa sig. Einn daginn spurði hann
mig af hverju ég væri að læra
frönsku og ég sagði honum að ég
hefði meðal annars lært hana á með-
an ég var au pair í klaustri í Frakk-
landi þegar ég var 19 ára. Nunn-
urnar ráku gistiheimili og hlutverk
mitt var að þrífa herbergin. Þá kom í
ljós að Kristján hafði lært þýsku í
þýsku klaustri. Svo liðu árin og
haustið 1995 fórum við að rekast
hvort á annað fyrir tilviljun hér og
þar og eftir það fórum við að vera
saman. Fyrsta veturinn sem við vor-
um par var Kristján reyndar í námi í
Þýskalandi, en hann kom heim sum-
arið 1996 og þá vorum við bæði með
bækur hjá Máli og menningu. Hann
hafði skrifað Snákabana og ég Regn-
boga í póstinum.“
Gerður og Kristján giftu sig árið
2001, í Dómkirkjunni, hjá ferming-
arpresti Kristjáns, séra Hjálmari
Jónssyni. „Við höfðum enga tónlist
og kysstumst ekki heldur. Í athöfn-
inni var bara farið með ritúalið, það
sem dugði til að við teldumst gift.
Svo héldum við veislu heima hjá
okkur og þá gátum við nú aldeilis
spilað tónlist og kysst. Þegar við
Kristján vorum að hittast fyrst var
hann alltaf að tala um Budden-
brooks eftir Thomas Mann. Mikið
sem mér fannst það þreytandi. Fyrir
nokkrum dögum urðu þáttaskil í
sambandi okkar Kristjáns þegar við
fórum á útsölu hjá Fjölva þar sem
hann keypti loksins handa mér
Buddenbrooks. Því get ég nú, 11 ár-
um eftir að ég þjáðist undir þessum
fyrirlestrum, kynnt mér þessa sögu
og komist að raun um hvort hún hafi
átt inni fyrir þeim öllum. Sem betur
fer var ég sannfærð um að Kristján
gæti talað um eitthvað skemmti-
legra en Thomas Mann og ákvað því
að gefa honum séns. Ég sé ekki eftir
því.“
Ertu enn þeirrar skoðunar að
erfitt geti reynst að ætlast til þess
að öll dýrin í skóginum séu vinir,
þegar svo virðist sem öll dýrin í
skóginum eigi að vera synir eins og
þú hélst einu sinni fram í Rík-
isútvarpinu?
„Jahá, ég er sannfærð um að það
væri svo miklu skemmtilegra að
vera til ef hér ríkti jafnrétti á milli
kynjanna. Kúgun veldur vanlíðan og
fólk sem líður illa elur af sér börn
sem líka líður illa.“
helga@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 27
S T Y K K I S H Ó L M U R
Starfsmannafélög og félagssamtök!
Til leigu eru íbúðir í nýju raðhúsi á besta stað í Hólminum. Húsið er við hlið
samskonar húss, sem tekið var í notkun sumarið 2005 (meðf. myndir).
Nýju íbúðirnar eru til leigu frá 1. júní 2007. Íbúðirnar rúma allt að 7 manns,
eru búnar öllum nútíma þægindum og auk þess fylgir heitur pottur hverri
íbúð. Stykkishólmur er vaxandi ferðamannastaður og eru kostir hans aug-
ljósir. Bærinn er í 2ja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við innleiðslu heita
vatnsins fyrir fáum árum var byggð glæsileg sundhöll. Góður golfvöllur er í
bænum og gönguleiðir um nágrennið. Í bænum er hótel, gistiheimili og
veitingastaðir, sem taka á móti gestum allt árið. Að ógleymdum Sæferðum
sem hafa kynnt dásemdir Breiðafjarðar.
Upplýsingar er að finna á vefnum www.orlofsibudir.is
og auk þess í síma 861 3123.
Ingólfur Guðbrandsson
Tvær sígildar gjafir á verði einnar
STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN -
MATTHEUSARPASSÍAN
Ingólfur Guðbrandsson er talinn víðförlastur Íslendinga fyrr og síðar, og hefur sjálfur
leitt þúsundir Íslendinga í orðlögðum ferðum í öllum álfum heims. Bók hans
STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN er jafnframt fyrsta bókin á íslensku um ferðalög á
heimsvísu og lýsir á kjarnyrtu máli fegurstu stöðum heims, full af fróðleik og ætti að
vera til á hverju heimili.
MATTHEUSARPASSÍAN
Jafnt af lærðum sem leikum er Mattheusarpassía Bachs talin eitt fegursta og full-
komnasta verk sögunnar, og frumflutningur hennar í hverju landi talinn til mestu
menningarviðburða. Hér býðst frumflutningur þessa meistaraverks á Íslandi í flutningi
Pólýfónkórsins, Hamrahlíðarkórsins, Kórs Öldutúnsskóla, tveggja hljómsveita, einleik-
ara og einsöngvara undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, á 4 hljómplötum í vönduðum
tóngæðum og með öllum texta verksins á íslensku. Sígildur safngripur.
Tilboðsverð
4.900 kr.
Til sölu í verslunum
Eymundsson og
Pennans.
!
"
#$ # %
& '(