Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 28

Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 28
sægarpur 28 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er kyrrlátt kvöld við bátahöfnina á Seyð- isfirði. Ég stend við svarta seglskútu sem sker sig úr flotanum sem liggur þar við bryggju. „Mesut“ stendur á kilinum. Ég er greinilega á réttum stað. Samt er ekkert lífsmark að sjá, þannig að ég kalla stund- arhátt: Halló! Augnablik líður áður en dyrunum að káetunni er hrundið upp og glaðlegur miðaldra maður stingur höfðinu út. Góða kvöldið, ert þú Hauke Trinks? spyr ég enda þótt ég viti svarið. „Já, það er ég,“ segir maðurinn og stekkur fram á þilfarið. Hann býður okkur ljósmyndaranum að koma um borð. Meðan við heils- umst spyr ég hvort ég megi kalla hann Hauk. „Já, já, Haukur er fínt. Menn eru byrjaðir að kalla mig því nafni hérna,“ segir hann og brosir. Káeta skútunnar er vistleg enda verður hún heimili Hauke Trinks fram á vorið. Eins og sönnum skip- stjóra sæmir dregur hann fram tálknolíu en gestirnir verða að láta kaffið duga þar sem þeir eiga fyrir höndum bílferð til Egilsstaða. Nú er ég frjáls maður Þessi geðþekki 63 ára gamli þýski eðlisfræðiprófessor fór á eftirlaun í sumar og sneri stýrinu strax í norð- ur. „Nú er ég frjáls maður og geri það sem mig lystir. Ég hef margoft kom- ið til Íslands og kann vel að meta land og þjóð. Það er ekki bara stór- brotin náttúran sem heillar mig held- ur líka fólkið. Samt get ég ekki leyft mér að halda því fram að ég þekki Ís- land fyrr en ég hef búið hérna. Það er ekki nóg að koma sem túristi og taka ljósmyndir. Þannig kynnist maður ekki landinu. Ég sigldi því til Seyðisfjarðar í sumar og hér verður mín vetrarhöfn. Þetta leggst ákaf- lega vel í mig og ég get ekki beðið eftir að veturinn gangi í garð með til- heyrandi stormi og stórsjó. Það er nauðsynlegt að þjást svolítið,“ segir Hauke og hlær. En hvers vegna Seyðisfjörður? „Líttu bara í kringum þig. Seyð- isfjörður er stórkostlegur staður. Ég var alltaf staðráðinn í að dveljast úti á landi. Ég hef oft verið í Reykjavík og kann prýðilega við mig þar – þú mátt alls ekki misskilja mig – en með fullri virðingu fyrir höfuðborginni ykkar þá er Ísland í mínum huga náttúran og strjálbýlið. Ég sigldi höfn úr höfn í sumar en Seyð- isfjörður tekur öllu fram. Hér slær hjarta Íslands.“ Þú ætlar ekki bara að upplifa veðr- ið og náttúruna, heldur kynnast fólk- inu líka? „Heldur betur. Það er í raun aðal tilgangurinn. Þess vegna er einmitt svo spennandi að vera hér á Seyð- isfirði sem er mikill sögubær. Hér er gott bókasafn og menningin í háveg- um höfð. Fólkið er líka yndislegt. Fyrr í dag var ég með fyrirlestur fyrir eldri borgara og nú bíða mín ófá heimboðin. Ég hlakka til að þiggja þau og kynnast heimamönnum bet- ur. Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Farinn að skilja fréttirnar Ætlarðu að læra tungumálið? „Ég er byrjaður á því. Það verður Hér slær hjarta Íslands Í bátahöfninni á Seyð- isfirði liggur tíguleg svört seglskúta. Skip- stjóri er þýski eðlisfræð- ingurinn Hauke Trinks sem þangað er kominn til að kynnast landi og þjóð. Orri Páll Orm- arsson brá sér um borð og ræddi við Hauke um Ísland, siglingar og Mu- hammed Atta. Skipstjórinn „Ég finn til mikillar samkenndar með víkingunum,“segir sægarpurinn Hauke Trinks. Morgunblaiðið/RAX Gesturinn Trinks hefur oft komið til Íslands. „Samt get ég ekki leyft mér að halda því fram að ég þekki Ísland fyrr en ég hef búið hérna. Það er ekki nóg að koma sem túristi og taka ljósmyndir. Þannig kynnist maður ekki landinu.“ Ævintýri Hauke Trinks fékk stund- um gesti í heimsókn á Svalbarða, yfirleitt óboðna. Hauke Trinks var um árabil pró-fessor í eðlisfræði við Tæknihá-skólann í Hamborg og deild-arforseti á tímabili. Hlutfall erlendra stúdenta er hátt við skólann og kenndi Hauke fólki frá ólíkum menningar- heimum, þar á meðal mörgum múslimum. Frægastur þeirra er án efa Mohammed Atta sem fór fyrir hópi hryðjuverkamanna sem flaug á turnana World Trade Center í New York 11. september 2001. „Að hugsa sér að ég skuli hafa setið and- spænis Muhammed Atta, rétt eins og þér nú, og rætt við hann í rólegheitunum. Þetta var fágaður og vingjarnlegur náungi að öllu leyti og ég átti ekki í neinum erfiðleikum með hann,“ rifjar Hauke upp. Í eitt skipti var Atta þó ósáttur. „Það var þegar hann óskaði eftir því að fá úthlutað aðstöðu til að biðjast fyrir í skólanum en var synjað. Ég var deildarforseti á þessum tíma og þurfti að gera Atta grein fyrir því að reglur skólans leyfðu þetta ekki. Hann sýndi því lítinn skilning en sætti sig eigi að síður við þessar lyktir mála.“ Hauke segir að sér hafi brugðið í brún þegar þáttur Attas í voðaverkinu varð mönn- um ljós. „Ég held að allir sem kynntust hon- um í Hamborg hafi orðið steinhissa. Það var ekkert í fari mannsins sem benti til þess að hann hefði slík áform á prjónunum. Þetta var mikið áfall. Ég fullvissa þig um að það var ekki ég sem kenndi honum að sprengja,“ segir Hauke grafalvarlegur en hlær svo dátt. Fræðsla í stað sprenginga Tækniháskólinn í Hamborg hefur um langt skeið hvatt til styrkveitinga útlend- ingum til handa og Hauke segir þetta atvik ekki breyta neinu þar um. „Ég barðist fyrir þessari stefnu á sínum tíma og styð hana enn. Lykillinn að öruggari heimi er að fræða fólk og upplýsa en ekki valta yfir það með skriðdrekum og sprengjum eins og gert hef- ur verið í Írak. Ég yrði síðasti maðurinn til að verja hryðjuverkin 11. september – þau voru skelfilegur verknaður – en er ekki nær að leggja áherslu á uppbyggingu en nið- urrif? Hverju hefur stefna Bandaríkjanna í Írak skilað? Engu nema hörmungum. Hefði ekki verið nær að verja milljörðunum sem sú aðgerð hefur kostað til að fræða fólk í Írak og Íran? Ég hef rætt þetta við tvo fyrrver- andi kanslara í Þýskalandi, Helmut Kohl og nafna hans Schmidt, sem er ágætur vinur minn, og ég er sannfærður um að þeir eru mér sammála. En heyrðu, hvað ertu að virkja þennan pólitíska þráð í mér? Fjallar ekki viðtalið um siglingar og Ísland?“ Kenndi Muhammed Atta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.