Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 36
borgarlíf
36 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Til þess að svara spurning-unni um gæði bygging-arlistar á öllu höfuðborg-arsvæðinu hef ég stuðzt við
álit fjögurra skipulagsfræðinga og
ekki færri en átta arkitekta á ýmsum
aldri og af báðum kynjum. Þeir eru:
Pétur Ármannsson, Vífill Magnús-
son, Sigurður Einarsson, Jóhannes
Kjarval, Fríða Jónsdóttir, Hrefna
Björg Þorsteinsdóttir og Stefán Örn
Stefánsson. Skipulagsfræðingarnir
eru: Haraldur Sigurðsson, Gísli Nor-
dal, Smári Smárason og Bjarki Jó-
hannesson. Sjálfur hef ég tekið fjölda
ljósmynda af húsum í Reykjavík, sem
koma til álita þegar reynt er að
leggja mat á gæði byggingarlistar. Í
öðrum hluta þessarar samantektar
verður fjallað sérstaklega um bygg-
ingarlist í Kópavogi, og í þriðja og
síðasta hluta verður sama efni úr
Garðabæ og Hafnarfirði tekið fyrir.
Hér er að sjálfsögðu farið fljótt yfir
sögu og efninu skipt í tvo þætti, sem
hvor um sig verður metinn sér-
staklega: 1) Stórhýsi og opinberar
byggingar. 2) Íbúðarhús. Í þeim
flokki eru blokkir og annars konar
sambyggingar, raðhús og einbýlis-
hús, bæði stór og smá.
Nýfúnkis og „refabú“
Ekki er beint hægt að tala um
kaflaskil í byggingarlist á síðustu
aldamótum. Tíundi tugurinn rennur
að hluta saman við þann fyrsta á
þessari öld og ekki er hægt að tala
um neina afgerandi nýja tízku eða
byggingarstefnu á þessum fyrstu
fimm árum aldarinnar. Við lifum enn
á tíma síðmódernismans, eða hvað
menn vilja kalla hann, en einstreng-
ingsháttur og alls konar bannhelgi
sem fylgdi með í kaupunum upp úr
miðri síðustu öld hefur látið undan
síga. Raunar hefur annað afleitt fyr-
irbæri skotið upp kollinum í staðinn,
sem er minimalismi eða naumhyggja.
Hún hefur raunar stungið sér niður í
fleiri listgreinum en afleiðingin er alls
staðar sú sama; einskær leiðindi ein-
kenna hana.
Skömmu eftir síðustu aldamót
voru byggð nokkur íbúðarhús fremst
á Grafarholti sem kalla mátti nýfúnk-
is. Þar var brotið upp á nýjung; með-
al annars með öðruvísi skipan horn-
glugga en áður var, en yfirleitt eru
stærri gluggafletir á þessum nýju
húsum en tíðkaðist á síðustu öld. Ég
hafði þá nýlega séð frábærlega vel
teiknuð hús af þessu tagi úti á Spáni
og gerði mér vonir um að þarna sæist
vísir að nýjum stíl, sem færi eins og
logi yfir akur. En svo varð alls ekki.
Að vísu var haldið áfram, einkum í
raðhúsum og einbýlum, að byggja
samkvæmt forskrift fúnkisstefn-
unnar. En þau urðu sífellt snauðari
að ánægjulegum útúrdúrum og ein-
hverju sem sérstaklega væri gert
fyrir augað.
Verktakasvipmót
Ástæðan, segja viðmælendur mínir
úr röðum arkitekta, er sú að verktak-
ar hafa komið til skjalanna í vaxandi
mæli. Þeir fá heilu lengjurnar með-
fram götum og fá líklega mestan
ávinning af því að byggja mjög ein-
föld og tilbreytingarlaus hús og höf-
undarnir eru ekki nærri því alltaf
arkitektar. Sumir kalla það „skó-
kassahús“ og þær stöllur í Arkibúll-
unni, arkitektarnir Fríða Jónsdóttir
og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir,
sögðu að stundum væri einnig talað
um „refabú“. Ekki hefur þetta verið
tekið fyrir á fundum hjá arkitektum,
sögðu þær, en þeir ræða það í smærri
hópum. Raunar eru skýrari dæmi um
þetta fyrirbæri í nýjum hverfum í
Kópavogi en Reykjavík. Lengst nær
þetta í Hafnarfirði, þar sem verktak-
ar hafa svo að segja einir fengið að
byggja gríðarstórt hverfi og einn
byggingarfræðingur hefur teiknað
hús fyrir flestalla verktakana. Við
hugum nánar að því í síðasta hluta
þessarar samantektar þar sem fjallað
verður um Hafnarfjörð. Greinilegt er
að hér verða skipulagsyfirvöld að
spyrna við fótum. Heimildarmenn
mínir sögðu að ekki mætti meta alla
verktaka á sama hátt að þessu leyti.
Til væru þeir sem búnir væru að átta
sig á því að það borgaði sig betur að
vanda teikningar og byggja veglega.
Óneitanlega stingur í augu að
minna hefur verið byggt af íbúðum í
Reykjavík en í Kópavogi og hlutfalls-
lega er meira byggt í Garðabæ og
Hafnarfirði einnig. Aðspurður um
helztu byggingarsvæði Reykjavíkur
síðustu fimm árin segir Haraldur
Sigurðsson, skipulagsfræðingur hjá
Reykjavíkurborg, að það sé fyrst og
fremst Norðlingaholt og Grafarholt
auk þess sem gert hefur verið til að
þétta þá byggð sem var fyrir, en talin
vera of gisin. Þar á meðal er Sól-
túnshverfi í nánd við Borgartún, þar
sem myndarlegar blokkir hafa risið
og að sjálfsögðu Skuggahverfið á
Lindargötu-Skúlagötusvæðinu og á
reit sem afmarkast af Njálsgötu,
Grettisgötu og Frakkastíg. Þar hefur
virkilega verið tekið á því umkvört-
unarefni að byggðin sé of gisin og
gamla Skuggahverfið hefur fengið
stórborgarlegan brag. Sannarlega
enginn verktakasvipur þar.
Mér hugnast vel að ganga um
Skuggahverfið; mörg háhýsanna eru
glæsileg og auðvelt er að sjá fyrir sér
að víða er frábært útsýni úr þessum
húsum. Allt frá því endurreisnin
hófst hafa menn haft á henni ákaflega
skiptar skoðaanir. Vel man ég eftir
gömlum og niðurníddum húsum á
þessum stað og finnst lítil eftirsjá í
þeim. En það er sem fyrr að ekkert
eru menn eins innilega ósammála um
og byggingar. Ég heyrði til dæmis
Hörð Ágústsson, sem er nýlega lát-
inn og skrifaði margt um gamlan og
nýjan arkitektúr, að þetta nýja svip-
mót væri alltof „peningalegt“. Mig
rak í rogastanz. Hlaut það ekki að
liggja í hlutarins eðli að nýtt, háreist
og glæsilegt hverfi bæri þess vott að
það hefði kostað peninga? Ef það má
ekki sjást þá værum við heldur betur
farin að snobba niðurávið.
Fyllt upp í skörð
Aðspurður um Skuggahverfið í 101
kvað Pétur Ármannsson, arkitekt og
forstöðumaður byggingarlist-
ardeildar á Kjarvalsstöðum, að
grunnhugmyndin danska hefði verið
allgóð og það kæmi vel út að flétta
saman háhýsi og ívið lægri bygg-
ingar. Sum húsin eru dökkgrá og
verða of þyngslaleg, en þarna er
sannarlega byggt af metnaði, sagði
Pétur. Þetta svæði hentaði vel til
slíkrar endursköpunar, en almennt
yrði að fara varlega þegar eldri hús
væru látin víkja. Hann kvaðst samt
vera jákvæður þegar á heildina væri
litið.
Flestir arkitektanna, sem ég ræddi
við, voru býsna ánægðir með
Borgarlandslag í
upphafi aldarinnar
Síðasta hálfa áratuginn
munar mest um háhýsin
sem mynda klasa í
Skuggahverfi. Þar fyrir
utan hafa verið byggð
ný hverfi í Grafarholti, í
Norðlingaholti og eldri
byggð hefur verið þétt
til muna í Sóltúnshverfi.
Gísli Sigurðsson lítur
á málið ásamt nokkrum
arkitektum og skipulags-
fræðingum.
Vel hönnuð opinber bygging Höfðaborg við Borgartún er meðal þeirrra
húsa sem eina hæst rísa, bæði í bókstaflegri merkingu og hvað útlit snertir.
Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson
Borgarlandslag Í Skuggahverfinu gamla er risin glæsileg byggð hárra sambygginga sem mynda mörg áhugaverð sjónarhorn og taka á sig glæsilega mynd þegar ekið er vestur eftir Sæbraut.
Skiptar skoðanir Sú stórbygging sem alltaf kemur til álita þegar rætt er um vandaða, eða miður vandaða hönnun
uppá síðkastið er Hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 í Árbæjarhverfi. Flestir arkitektar, sem spurðir voru, töldu að
hér væri margt vel gert. Þó fannst einum það hræðilegt. Allir voru þó sammála um að staðsetningin væri ekki góð.
Staða og þróun arkitektúrs á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fimm árum aldarinnar