Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 38
borgarlíf 38 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Skuggahverfið. Þó sagði Vífill Magn- ússon, þjóðkunnur arkitekt, að sér þætti það afleitt; svona ætti ekki að byggja og hverfið væri í heild mistök. Svo má ekki gleyma því að sum- staðar hefur verið byggt við, eða fyllt upp í skörð, og það hefur stundum tekizt afar vel. Í þessu sambandi vil ég taka undir með Bjarka Jóhann- essyni skipulagsfræðingi, sem benti sérstaklega á viðbygginguna við Al- þingishúsið sem tekin var í notkun 2002. Það er Sigurður Einarsson arkitekt sem heiðurinn á af útliti þessa húss og tengingunni við Al- þingishúsið, sem hefur tekizt vel. Jó- hannes S. Kjarval, arkitekt hjá Skipulagi Reykjavíkur, benti sér- staklega á námsmannablokkir við Lindargötu sem jákvætt dæmi. Ann- ar arkitekt, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvað það svæði eimitt hafa tekizt hörmulega. Meðal þess sem telja má að vel hafi tekizt í Kvosinni er Hótel Reykjavík Centrum á horni Túngötu og Að- alstrætis. Höfundar eru arkitektar í Argos, Stefán Örn Stefánsson, Grét- ar Markússon og Steinar Sigurðsson. Þar var um leið byggt yfir bæjarrúst frá landnámsöld, hvort sem það var bær Ingólfs eða einhvers annars. Maður undrast hvað þessi skáli hefur verið stór. Það er myndarlega að þessu staðið, en hefði þó orðið enn betra, ef rými hefði verið til að byggja við hliðina tilgátuhús, sem sýndi, svo nærri sem hægt er að fara, hvernig þarna hefur verið inn- anstokks. Þær Fríða og Hrefna í Arkibúll- unni nefndu til viðbótar því, sem vert er að hrósa, svonefndan Alaskareit við Skógarsel í Breiðholti, svo og Bryggjuhverfið við Grafarvog, sem er að vísu ekki víðáttumikið, en þar er margt að sjá sem gleður augað, telja þær. Íbúðarhúsabyggð í Grafarholti og á Norðlingaholti Þegar litið er yfir sögu blokka- bygginga á Íslandi frá 1942, þegar fyrsta blokkin í Reykjavík reis, er undravert hversu lítið jákvætt hefur gerzt annað en það að nú mundu vera lyftur í slíku húsi. Þessi blokk við Hringbraut og önnur við Lönguhlíð eru enn í fremstu röð hvað útlit snertir ásamt Sigvaldablokkinni við Skaftahlíð, sem byggð var 1955. Á síðustu fimm árunum hafa byggjendur íbúðarhúsa átt þess kost að fá lóðir í Grafarholtshverfi annars vegar og hins vegar á Norðlingaholti. Fremst á brún Grafarholts, ofan við golfvöllinn í Grafarholti, risu strax allmörg vel teiknuð einbýlishús og stefnuna nefndi ég þá nýfúnkis eins og áður var nefnt. Megineinkenni er að húsin eru í aðalatriðum tveggja hæða kubbar, en hér er auðséð að ágætir arkitektar hafa um vélað og þarna er margt á listrænum nótum. Þegar á leið voru umfram allt byggðar blokkir í Grafarholtshverfi; ugglaust vel byggð hús sem halda vatni. En frumleika vantar og listræn tök. Hið dæmigerða sambýlishús frá þessu árabili á öllu Reykjavík- ursvæðinu er þriggja hæða blokk með útskoti fyrir stigagang, klædd með innbrenndu áli utan á ein- angrun. Það þykir vera hinn kórrétti frágangur og hann er víðast hvar not- aður á blokkum, en ekki alltaf á steyptum einbýlishúsum, segja arki- tektar. Þetta eru í gerðinni betri hús en hin eldri, en ekki alltaf að skipu- lagi. Oft hef ég séð í auglýsingum skipulagsuppdrætti og undrast hversu lítil alúð virðist vera lögð í gott skipulag. Á Norðlingaholti eru bæði blokkir og einbýlishús, nokkur þeirra glæsi- leg. Lítið ber þó á þeim nema ekið sé um hverfið, vegna þess að blokkirnar standa utantil. Talað hefur verið um að nokkur verktakabragur sé á útliti margra húsa í hverfinu. Ég hygg þó að hægt sé að finna miklu verri dæmi um þess konar útlit en á Norð- lingaholti og sum koma þar á óvart, þar á meðal þriggja hæða sambygg- ing sem byggð er í sveig og sést lang- ar leiðir, því hún stendur á suðvest- urhorni hverfisins og ekkert sem skyggir á hana. Þetta er þó ekki þriggja hæða bokk eins og virzt gæti, heldur raðhús þar sem hver íbúð er í sneið á þremur hæðum. Eins gott að þeir sem þar búa eigi ekki í erf- iðleikum með stigana. En þetta verð- ur að teljast vel teiknað hús. Stórhýsi og opinberar byggingar Fremur fáar opinberar stórbygg- ingar hafa risið í höfuðborginni á síð- ustu fimm árum, en þar ber hæst hús OrkuveituReykjavíkur. Þetta hús, dökkgrátt og dimmleitt á svipinn, gnæfir yfir umhverfi sitt uppi á Höfða og fellur vægast sagt ekki vel að nærliggjandi iðnaðar- og úthverf- abyggð. Það er einn aðalókosturinn, sagði Pétur Ármannsson arkitekt. Við húsið sjálft kvað hann að vel mætti telja bæði upp kosti og galla. Grunnhugmyndin væri góð og þarna hefði vissulega verið byggt af metn- aði. Forsalurinn er bæði of dökkur og eiginlega hrikalegur, sagði Pétur, og þarna verða sumir lofthræddir. Stór opinber rými, bæði í forsal og á lóð, mundu nýtast margfalt betur ef hús- ið hefði verið byggt á fjölförnum stað. Gagnvart óþarfa bruðli kvaðst Pét- ur alltaf neikvæður og lóðarfrágang- urinn væri eins og búast mætti við í kringum arabíska furstahöll. Vest- urhluti byggingarinnar, sem er út af fyrir sig fallegur vegna þess að hann er dálítið svífandi, er með of dökkri klæðningu. Þar er ég sammála Pétri, en veit nú hvers vegna svo fór. Búið var að gera ráð fyrir og panta ljóst efni, en mistök urðu við frágang þeirrar pöntunar og menn sátu eig- inlega uppi með þetta. Ekki voru allir ánægðir með að fram fór lokuð samkeppni um hönn- un hússins. Þeir sem fengu að vinna verkið voru Arkitektastofan Horn- steinar og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar. Fyrir mitt leyti vil ég eindregið hrósa þeim fyrir verkið; húsið er bæði magnað og æv- intýralegt, en hægt er að taka undir með þeim sem telja húsið byggt á röngum stað. Stefán Örn Stefánsson arkitekt gaf húsi Orkuveitunnar þá einkunn að það væri „út úr öllum hlutföllum“ og Vífill Magnússon arkitekt kvað það sína skoðun að húsið væri „hreint og beint hræðilegt“. Þegar menn taka svo til orða um verk hámenntaðra kollega sinna gæti læðst að manni sá grunur að nægilegt væri að fá næst- um hvern sem er til verksins. Ekki þykir það heldur gott. Nýjasta stórhýsið í Reykjavík er Morgunblaðshúsið við Hádegismóa. Þá er verið að tala um hús ritstjórn- arinnar, sem risið hefur á allra síð- ustu árum, en af einhverjum ástæð- um hefur það verið hannað með alveg óskyldu útliti og prentsmiðju- húsið og mörgum kemur það und- arlega fyrir sjónir. Það var af ein- hverjum ástæðum erfitt að fá álit viðmælenda minna á þessu húsi; sumir sögðu án hrifningar að það væri „í lagi“, en þær stöllur Fríða og Hrefna í Arkibúllunni töldu það vera of órólegt í útliti. Allir voru sammála um að staðsetningin við skógi vaxna brekku við Rauðavatn væri einstök og ég vil bæta því við að matsalur starfsfólksins sem snýr út að Rauða- vatni er líklega í sérflokki. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu var húsið sérsniðið að þörf- um dagblaðaframleiðslu. Prent- smiðjuhúsið teiknaði Garðar Hall- dórsson arkitekt, en hús ritstjórnarinnar er eftir Halldór Guðmundsson arkitekt. Menn voru almennt jákvæðir gagnvart viðbyggingunni við Alþing- ishúsið og Vífill Magnússon nefndi líka að við Borgartún mætti sjá allvel hönnuð hús. Bryggjuhverfið við Grafarvog taldi hann aftur á móti það versta sem hann mundi eftir í svipinn og aldrei mundi hann vilja búa þar. Ég þykist hins vegar viss um að þar eru fjölmargar áhuga- verðar íbúðir án þess að ég hafi skoð- að þær sérstaklega. Í heild þykir mér hafa vel til tekizt. Við vorum sammála um að vera ósammála um Bryggjuhverfið. Smáatriði sem setja svip á byggingar Ef eitthvað í þá veru að mikil natni sé lögð í ný smáatriði á síðustu fimm árunum, þá eru það líklega helzt út- byggðir, eða útstæðir gluggar, sem sjá má á alls konar húsum. Miklu oft- ar hafa húsin ávinning af þeim. Guðni Pálsson arkitekt er höfundur nokkurra þeirra og segir réttilega að þeir hafi þann kost að íbúar hússins geti þar fengið þrefalt víðáttumeira útsýni en ella. Gluggar af þessu tagi setja svip á nokkur háhýsi í Skuggahverfi og á blokkir skammt vestur af Smára- torgi í Kópavogi. Þar hagar svo til að borðkrókur í eldhúsi snýr einmitt út að slíkum glugga og íbúarnir geta eiginlega drukkið morgunkaffið utan aðalveggja hússins og þar að auki snúa þessar hliðar í morgunsólarátt. Í næstu grein: Byggingarlist í Kópavogi síðustu fimm árin. Bogadregið Á suðvesturhorni Norlingaholts eru þriggja hæða íbúðir, sam- byggðar í bogadreginni byggingu. Óvenjulegt skipulag og mikill stiga- gangur í hverri íbúð, en heildin er vel hönnuð og í hverfinu er margt sem ekki verður flokkað undir verktakaútlit, en undan því hefur verið kvartað. Höfundur hefur verið blaðamaður í 51 ár og skrifað um byggingarlist jafnlengi. Eitt af stórhýsunum frá síðustu fimm árunum Hluti Morgunblaðshússins í Hádegismsmóum, eða öllu heldur annað húsið, því ekkert hefur verið gert til að tengja þau saman í útliti. Sumir álitsgjafar töldu hér vel að verki staðið, en öðrum þótti útlitið of órólegt. Vel heppnað Viðbygging við Alþingishúsið og tenging þessara bygginga er meðal þess sem þykir hafa tekizt vel og þó var verkefnið vandasamt. Blokkir Vandaður frágangur og góð hönnun einkennir þessi hús við Þórð- arsveig. Sambýlishús í Reykjavík hafa yfirleitt tekizt vel á tímabilinu. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Nýfúnkis Einbýlishús að Ólafsgeisla 93 í Grafarholti. Eigandi og hönnuður: Hreinn Ólafsson, byggingatæknifræð- ingur. Dæmigerður nýfunkis þar sem klæðning með náttúrusteini og sedrusviði eru til prýði. Einsleitt Í Sóltúnshverfi hafa risið myndarlegar blokkir með ágætum íbúð- um. Hér er komin tiltölulega þétt byggð samkvæmt kröfum tímans og blokk- irnar líta yfirleitt ágætlega út, en eru ef til vill óþarflega líkar hver annarri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.