Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 40
við manninn mælt
40 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að fer ekkert á milli mála
hvar hjarta Jódísar
Kristínar Jósefsdóttur
slær. Innan um myndir
af ástvinum á stofu-
veggnum í húsi við Norðurgötu á Ak-
ureyri, flestar svarthvítar, er ljós-
mynd af ljóðskáldinu Davíð
Stefánssyni.
– Þarna eru brúðkaupsmyndir og
fjölskyldumyndir, segir hún og horfir
yfir myndirnar, og Davíð Stefánsson.
Hann gaf mér myndina. Mér finnst
hún ekkert lík öðrum myndum af
honum, – hann er svo góðlegur
þarna, blessaður.
– Þú ert mikill ljóðaunnandi.
– Ég byrjaði að safna ljóðum fjög-
urra ára og hef safnað þeim síðan,
eins og ég mögulega get. Mín allra
fyrsta ljóðabók var Skólaljóð –
kvæðasafn handa unglingum til að
lesa og nema. Pabbi gaf mér hana
þegar ég var fjögurra ára.
Hún sækir velkt eintak og sýnir
blaðamanni.
– Svo kraup ég við rúmið, las
Skúlaskeið og grét, – það var svo
sorglegt.
– Þú hefur verið læs þá?
– Já, ég lærði að lesa öfugt. Það
var verið að láta Svein bróður stafa,
ég sat hinumegin við borðið og lærði
að lesa á haus. Ég er enn ansi fljót að
lesa á móti mér. Það er það skemmti-
legasta sem komið hefur fyrir mig, –
að verða læs.
Hún horfir yfir bækurnar.
– Ég ætlaði mér alltaf að eignast
mikið af fallegum ljóðabókum og svo
kom þetta smátt og smátt. Ég keypti
gamlar bækur hvar sem þær urðu á
vegi mínum og við Stefán [Eiríksson]
vorum bæði í sambandi við Braga
Kristjónsson. Stefán átti enga ljóða-
bók þegar ég kynntist honum; ég gaf
honum fyrstu bókina, ljóð eftir Stein-
grím Thorsteinsson.
Jódís fæddist 16. maí árið 1928 á
Búrfelli í Hálsasveit og fluttist 5 ára
gömul í Þverárhlíð, þar sem hún bjó
til 16 ára aldurs.
– Þá kom dálítið los á mig. Ég fór
fyrst í kaupavinnu vestur á Slitvinda-
staði í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Það var hvasst þar. Þetta var tvíbýli,
uppeldissystur konurnar og bænd-
urnir bræður. Þeim kom svo illa sam-
an að um leið og hundarnir fóru að
gjamma, þá rifust þeir líka. Ég tók að
mér að semja frið og gerði það í
gegnum kerlingarnar. Ég sagði við
Sigrúnu húsmóður mína að Steinunn
systir hennar hefði sagt mér hvað
hún hefði verið falleg ung. Ég sagði
Steinunni að Sigrún hefði sagt mér
hvílíkur dugnaðarforkur hún væri.
Svo fóru þær að tala saman og árið
eftir voru þær farnar að bjóða hvor
annarri í kaffi.
Jódís horfir íbyggin á blaðamann.
– Ég laug þessu. Þær höfðu aldrei
sagt þetta. En ég hafði séð á mynd
hvað Sigrún hafði verið falleg, segir
hún, flogin aftur í tímann, þagnar eitt
vængjatak og heldur áfram fluginu: –
Þetta var yndislegur tími í Stað-
arsveit; ég hef aldrei verið eins ham-
ingjusöm og þar. Ég á enn vini það-
an, eins og Jóhannes Pálsson sem
býr núna í Hveragerði. Vinátta okkar
var eins og hjá konum, – við gátum
setið á þúfu og sagt hvort öðru sénsa-
sögur.
Jódís lítur rannsakandi á blaða-
mann, glettni í augnaráðinu, og bætir
við:
– Viltu vita meira?
– Já!
– Þegar ég var 15 ára kynntist ég
manni sem hét Þorkell Árnason.
Hann var 23 ára og við opinberuðum
eftir hálfan mánuð. Þetta er satt! En
við vorum lítið saman, hann fór suð-
ur, ég var fyrir norðan og það slitnaði
upp úr þessu um veturinn. Ég hef lít-
ið talað um þetta. En mér þótti
óskaplega vænt um hann og þykir
enn. Hann fórst með Júlí veturinn
1959 og ég á minningarstein um hann
uppi í kirkjugarði með nafni hans og
dánardægri, sem ég set alltaf blóm á.
Jódís vann lengi á Amtsbókasafn-
inu, fyrst í afleysingum um sumar-
tíma og svo í útlánum.
– Ég fékk 800 krónur á mánuði og
fannst það alltof lítið, þó að ég þyrfti
svo sem ekki á peningunum að halda.
Ég hringdi í Davíð Stefánsson [skáld
frá Fagraskógi], sem var í bókasafns-
nefnd, gamall bókavörður og var oft á
safninu. Ég kynnti mig fyrir honum
og þéraði hann þá, hann þéraði svo
marga. Ég sagði að ég væri að hugsa
um að biðja um kauphækkun. Hann
spurði hvað ég fengi í kaup. Ég sagði
það og að ég vildi fá 1.500 krónur. Þá
sagði Davíð: „Ég ræð því nú ekki.“
Ég vissi að hann væri að skrökva því.
Svo ég sagði: „Ég veit þér getið það
alveg.“ Hann sagði: „Nei, þér skuluð
tala við Árna Johnsen [gjaldkera].“
Svo hringi ég í Árna daginn eftir og
segi við hann að ég ætli að biðja um
kauphækkun. Þá segir hann af asna-
skap: „Já, Davíð var búinn að tala við
mig og nefndi 1.500 krónur.“ Ég
hringdi í Davíð og sagði: „Ég ætla nú
að þakka yður fyrir. Þér hafið lagt
inn góð orð með mér við Árna.“ Og
hann svaraði: „Það var nú ekki nema
sjálfsagt. Þér eruð svo einstaklega
drengileg.“ Þetta er það fallegasta
sem nokkurn tíma hefur verið sagt
við mig. Enda var þetta skáldið sem
ég dáðist svo að.
Hann þéraði mig óbeint fyrstu árin
þegar hann kom á safnið. Mér fannst
þetta skrýtið og sagði við hann: „Eig-
um við ekki bara að þúast Davíð?“
„Jú, jú,“ sagði hann .„Það er bara
ekki til siðs að karlmenn bjóði það.“
Eftir það þúaði hann mig alltaf. Ég
man að Árni varð hissa þegar hann
kvaddi mig: „Ja, vertu blessuð, bless-
uð.“ Hann tvítók svo oft það sem
hann sagði.
– Vann hann með þér á safninu?
– Ekki þá, hann var orðinn gamall
maður og blandaði lítið geði við fólk.
Einu sinni settist hann hjá litlum
strák, Þorvaldi Kristinssyni. Það var
lítið að gera svo ég heyrði að Davíð
sagði við hann: „Hvað ert þú að lesa
góði?“ Og Þorvaldur svaraði: „Það er
bara Svarti Pétur og Sara“. Þá hló
Davíð og sagði: „Já, það eru nátt-
úrlega bókmenntir!“ Það var óskap-
lega gaman að vinna á safninu. Þó að
ég væri alveg uppgefin, til dæmis eft-
ir langan vinnudag síðar á Mogg-
anum, þá leið þreytan úr mér um leið
og ég gekk inn í andrúmsloftið á safn-
inu.
Hún bendir blaðamanni á málverk
eftir Siglaug Brynleifsson, sem vann
með henni á safninu, af Helluhöfða í
Hrísey.
– Mér finnst hún ótrúlega falleg,
þó að hún sé ekki nema svona.
– Hvað sérðu við bækur?
– Veistu, þær kenna manni ansi
margt, bara hversdagslegasta bók.
Mér þykir svo vænt um þær. Það er
gott að koma við þær, lesa þær og
njóta.
– Hvað áttu mikið af ljóðabókum?
– Ég hef aldrei talið það. Ég á bók
sem bókasöfnunum þykir merkileg,
deildirnar hans Jóns Þorlákssonar
frá Bægisá. Páll frá Vaðbrekku fyrir
austan sagðist eiga átta eintök af
þeim, en enga heila sem hann gat
komið saman í eina bók, – þetta voru
svo miklir ræflar. Svo eignaðist ég
grútarbiblíuna lítil. Hún fór nú illa
lagsmaður, ég geymdi hana í kassa í
Hjarðarholti í Stafholtstungum og
það komust mýs í hana, átu skinnið
utan af henni. Annars er hún nokkuð
staðheil.
Jódís hverfur úr stofunni og það
heyrist aðeins daufur ómur af gömlu
gufunni úr eldhúsinu. Svo kemur hún
færandi hendi með innvols grút-
arbiblíunnar.
– Nafnið er þannig tilkomið að einn
kaflinn heitir Harmagrátur Jeremía
og það er skrifað harmagrútur, segir
hún til skýringar.
– Ertu trúuð?
– Nei, nei, ekki nema í meðallagi.
Mér þykir bara gaman að eiga bibl-
íur. Ég trúi á það sem er gott í fólki,
sjálfsagt veldur því einhver kraftur.
En Stefán var ofsalega trúaður.
– Þú varst dyggur stuðningsmaður
Alberts Guðmundssonar.
– Já, mér fannst hann dásamlegur
maður. Stefán var orðinn stuðnings-
maður hans og lítið atvik varð til þess
að ég lagðist á sveif með honum. Þeg-
ar Gunnar Thoroddsen stofnaði rík-
isstjórn varð hann réttdræpur í hug-
um sjálfstæðismanna, en Albert
studdi hann og sagði að ef hann gæti
ekki fylgt sannfæringu sinni, þá hefði
hann ekkert í stjórnmál að gera. Ég
var að þurrka hendurnar eftir upp-
vaskið, heyrði þetta í útvarpinu og
sagði við Stefán: „Komdu með snep-
ilinn, ég ætla að skrifa undir.“ Ég
safnaði síðan ógurlegum fjölda af
meðmælendum fyrir hann.
Um svipað leyti lagðist Stefán fár-
sjúkur á spítala. Albert hringdi á
hverjum einasta morgni á Moggann
til að spyrja hvernig honum liði. Þá
sagði hann mér iðulega frá fólki sem
hefði komist til heilsu eftir alvarleg
veikindi. Daginn sem Stefán deyr
hringir Albert að kvöldi og segir við
mig: „Blessuð stúlkan mín, nú veit ég
ekki hvað ég get sagt þér.“ Hann
kom á jarðarförina. Mér líkaði svo vel
við hann og eins konuna hans, – mér
fannst hún voða væn. Sjáðu, segir
Jódís og dregur fram enn eina bók-
ina. Ég fékk frá þeim ljóð Þóru frá
Kirkjubæ, sem hefur hvergi verið fá-
anleg í bókabúðum.
Þannig er líf Jódísar, – innbundið í
bókarkápur. Hún er með gleraugu í
bandi um hálsinn, fléttar hendurnar
saman eins og síður í bók og horfir á
þær þegar henni er mikið niðri fyrir.
Eftir fráfall Stefáns tók hún saman
við Bomma, Hjálmar Blómkvist Júl-
íusson.
– Ég kynntist fyrst Sólveigu kon-
unni hans, sem vann hér í bókabúð.
Þau voru trúlofuð og hann kom til að
sækja hana í vinnuna, sætur strákur,
ljóshærður og hrokkinhærður. Ég
var síðan í sambandi við hana eftir að
hún varð umboðsmaður Morg-
unblaðsins á Dalvík, en eftir að hún
veiktist og dó, þá tók hann við af
henni og þá höfðum við heilmikið
saman að sælda. Hann kom stundum
að heimsækja mig, – þú veist hvernig
það er.
– Já.
– Ja-á, þú veist það alveg. Hann fór
að hringja stundum í mig, sagðist
vera góður bílstjóri og að hann gæti
farið með mig í frí. Ég fór undan í
flæmingi, þar sem ekki var langt síð-
an Stebbi dó. Svo byrjuðum við í til-
hugalífi, bara eins og ungt fólk, héld-
umst í hendur og kysstumst, – og
ekkert meir. Trúirðu þessu? Í langan
tíma! Ja-á. En hann var virkilega
mitt lífslán, hann var það. Það var
einkennilegt, en öllum fannst hann
skemmtilegur. Um leið og hann kom
inn þyrptist fólk að honum. Hann
hermdi vel eftir fólki og var ákaflega
fallegur maður.
– Og nú ertu ein.
– Já, nú er ég ein, segir hún einlæg
og það kemur hik í samtalið. Og líkar
það ágætlega. Reyndar býr sonur
minn niðri á Eyri, Eiríkur. Hann er
afskaplega gáfaður drengur en á afar
bágt, skal ég segja þér. Hann er 55
ára og greindist með geðhvörf fyrir
nokkrum árum. Það er honum mjög
erfitt. Þessa bók skrifaði hann tvítug-
ur og gaf mér í jólagjöf, segir hún og
enn sækir hún bók „Í Hundagötu
forðum“, handskrifaða og ekki þarf
að fletta henni lengi til að sjá að stíl-
brögðin eru hugmyndarík, leiftrandi
skemmtileg og afar persónuleg.
– Við áttum svo lengi heima í
Lundagötu; það er Hundagatan sem
hann nefnir svo, segir Jódís brosandi.
Veistu, ég hef aldrei selt þessa bók.
Ég lét prenta hana og hann má gera
það við upplagið sem hann vill, því
þetta var til að gleðja hann.
– Hvenær fórst þú sjálf að yrkja?
– Ég var ansi lítil þegar ég fór að
bulla svona. Pabbi var agalega
skemmtilegur og kenndi mér brag-
fræði. Fyrstu vísurnar sem ég man
orti ég níu ára þegar hann drap fyrir
mér köttinn minn. Það var í fyrsta
skipti sem pabbi vissi að ég gerði vís-
ur. Ég sat yfir kisu þegar hún var að
fæða kettlingana; ég mátti ekki fara
frá, því þá elti hún með kettlingana í
rassinum. Oft voru þeir drepnir
strax, en mér fannst þessi svo fal-
legur að ég suðaði í pabba um að
Gimbrin var engin sárabót
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tilhugalíf „Svo byrjuðum við í tilhugalífi, bara eins og ungt fólk, héldumst í hendur og kysstumst,“ segir Jódís.
Pétur Blöndal
ræðir við
JÓDÍSI KRISTÍNU JÓSEFSDÓTTUR