Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
14. nóvember 1976: „Á fundi,
sem Landsmálafélagið Vörð-
ur efndi til fyrir nokkru lýsti
Ólafur Björnsson, prófessor
og fyrrum alþingismaður,
þeirri skoðun sinni, að þótt
við mikil vandamál hefði ver-
ið að etja á undanförnum
misserum í efnahagsmálum
væri stærsti vandinn þó
kannski eftir. Með þeim orð-
um átti þessi þrautreyndi
efnahagssérfræðingur við, að
það væri kannski erfiðast af
öllu að halda efnahagsbat-
anum, sem byrjaður væri að
koma í ljós, í réttum skorðum
svo að allt færi ekki úr bönd-
um á ný. Þetta er áreið-
anlega rétt. Vandinn fram-
undan er sá að missa ekki
tökin á batanum og það er
sízt auðveldara en það verk-
efni, sem við hefur verið
glímt að undanförnu. Þess er
þó að gæta að nú er fyrst og
fremst um að ræða vanda
sem fylgir vaxandi velgengni
en ekki þann vanda, sem
tengdur er kreppu og stjórn-
leysi.“
. . . . . . . . . .
9. nóvember 1986: „Á miklu
ríður að útvegurinn fái að
nýta þann árangur, sem nú
er í hendi, til að greiða niður
gamlar skuldir og byggja
upp eigin fjármagn að nýju.
Fimmtán ára samfelldur
hallarekstur, á verðbólgu-
tímabilinu, hefur bundið út-
gerðinni þunga skuldabagga,
auk þess sem lítil sem engin
endurnýjun hefur orðið í flot-
anum. Um síðustu mán-
aðamót námu skuldir útvegs-
ins við olíufélögin, ein sér,
langleiðina í hálfan annan
milljarð króna, eða sem svar-
ar tíu mánaða viðskiptum.“
. . . . . . . . . .
10. nóvember 1996: „Í skipu-
lagsmálum gamla miðbæj-
arins togast nefnilega margs
konar hagsmunir á. Í fyrsta
lagi eru það verndunarsjón-
armiðin, sem áður er lýst og
hljóta að hafa forgang. Það
eru vissulega almannahags-
munir að gömul bygging-
arlist sé varðveitt og henni
sómi sýndur. Miðborgin er
andlit Reykjavíkur út á við,
auk þess sem svipur hennar
og ástand er mikilvægur
þáttur í þeirri ímynd, sem
Reykvíkingar sjálfir hafa af
borginni sinni.
Í öðru lagi eru einkahags-
munir eigenda gamalla húsa.
Ekki hafa allir metnað eða
fjármuni til að halda merkum
húsum við eða gera þau upp í
upprunalegri mynd. Það er
ekki óeðlilegt að Reykjavík-
urborg styrki menn til slíkra
hluta eða kaupi af þeim eign-
ir þeirra, sé henni í mun að
vernda húsin.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DAGUR HELGAÐUR FEÐRUM
Í fyrsta skipti er dagur helgaðurfeðrum í dag, sunnudaginn 12.nóvember. Sú ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að taka upp feðradag,
að tillögu félagsmálaráðherra, hefur
verið tilkynnt Almanaki Háskólans,
sem hefur staðfest að nýtt dagsheiti,
feðradagur, verði formlega skráð í
Almanakið fyrir árið 2008.
Eflaust heyrast þær raddir að
upptaka feðradags skipti engu máli í
jafnréttisumræðunni, ekki frekar en
að maðurinn í gönguljósinu verði
kona í pilsi. Þetta hafi jafnvel aðeins
þýðingu fyrir blómabúðir. En form-
legar breytingar hafa mikið að segja
þrátt fyrir allt, þær gefa ákveðin
skilaboð til samfélagsins og bera
nýjum tíðaranda vitni. Er það ekki
tímanna tákn að feðradagur sé tek-
inn upp hér á landi í fyrsta skipti árið
2006 þegar slíkur dagur hefur verið
haldinn hátíðlegur víða erlendis frá
upphafi síðustu aldar?
Mæðradagur hefur verið fastur
liður í tilverunni á Íslandi annan
sunnudag í maí frá árinu 1934. Þá
hafa börn á öllum aldri verið minnt á
að þau eigi móður og að nú sé ástæða
til að gera eitthvað fyrir hana. Það
hefur auðvitað verið undarlegt fyrir
börnin að á hverju ári rynni upp
mæðradagur, en það væri aldrei nein
sérstök ástæða til að minnast pabba
síns. Enda voru feður lengst af í hlut-
verki fyrirvinnunnar, jafnvel tugi
eða hundruð sjómílna frá landi, dög-
um eða mánuðum saman, og fylgdust
lítt með því sem fram fór innan
veggja heimilisins; móðirin sinnti
um börnin. Eftirminnilegt er ljóð
Jóns úr Vör:
Og manstu
gleði þína á miðri nóttu,
er þú vaknaðir við, að á koll þinn
var lagður vinnuharður lófi
og um vanga þinn
strokið mjúku og hlýju handarbaki.
Fóstri þinn var kominn
– og kyssti þig, er þú lagðir hendur um háls hans.
Og það var enn kul í sjóvotu yfirskegginu.
Og næsta morgun var blár steinbítur
á héluðum hlaðvarpasteini,
og sól sindraði í silfri ýsuhreisturs, –
og hamingja hins fátæka manns.
En flestir feður tóku auðvitað
virkan þátt í uppeldi barna sinna,
eða eins og aðstæður leyfðu, og þeg-
ar þeir voru heima voru þeir nálægir.
Þeir sýndu jafnvel tilfinningar.
Þannig lýsir Guðjón Friðriksson
heimkomu Einars Benediktssonar
árið 1887 eftir nær þriggja ára úti-
vist í Kaupmannahöfn: „Benedikt
Sveinsson tekur á móti syni sínum á
bryggju í Reykjavík, faðmar hann að
sér, þrýstir fast og fellir tár.“
Auðvitað er það ekki þannig að
börn bíði feðradagsins til að gleðja
pabba sinn eða að karlmenn verði að-
eins föðurlegir þennan dag. En ber
ekki að fagna öllum tilefnum sem
þjappa fjölskyldum saman? Og það
er ekki aðeins formið sem mótar efn-
ið, heldur mótast það af efninu.
Kjarni málsins er sá að tímarnir
hafa breyst. Karlmenn taka meiri
þátt í heimilisstörfum og uppeldi
barna en áður, ekki síst yngri kyn-
slóðin. Það óraði engan fyrir því að
nánast allir feður myndu nýta sér
fæðingarorlof eftir að því var komið
á. Sú löggjöf er ef til vill stærsta
skref í þágu karlmanns sem föður
sem stigið hefur verið hér á landi.
Feður fá þá kærkomið tækifæri til að
vera hjá börnum sínum og tengjast
þeim tilfinningaböndum. Eftir því
sem þau bönd eru þéttofnari, þeim
mun betur halda þau. Og feður verða
líklegri til að verja enn meiri tíma
með börnum sínum. Ekki síður er
þetta mikilvægur áfangi fyrir feður
sem eiga fá tækifæri til að vera með
börnum sínum, hvort sem það er
vegna vinnu eða fjölskylduaðstæðna.
Það var lofsvert framtak hjá Mar-
gréti Blöndal og Inger Önnu Aikman
að hafa frumkvæði að því að óska eft-
ir því við félagsmálaráðherra að sér-
stakur dagur yrði helgaður feðrum
hér á landi. Nú geta íslenskir pabbar
hlakkað til feðradagsins. Þá verður
börnunum hugsað til þeirra – og eig-
endum blómabúða.
Á
sjötta og sjöunda áratug síðustu
aldar var ekki jafn mikill friður
um verkalýðshreyfinguna og nú
er. Ástæðan var sú að verkalýðs-
félögin sjálf voru vettvangur mik-
illa pólitískra átaka. Alþýðuflokk-
urinn hafði framan af ráðin í
verkalýðshreyfingunni enda voru skipulagsleg
tengsl á milli Alþýðuflokks og Alþýðusambands.
Með klofningi Alþýðuflokksins 1938 og stofnun
Sameiningarflokks alþýðu-Sósíalistaflokks, sem
varð til með sameiningu Kommúnistaflokks Ís-
lands og vinstri arms Alþýðuflokksins, sem þá
laut forystu Héðins Valdimarssonar, varð breyt-
ing á og Sósíalistaflokkurinn varð smátt og
smátt mest ráðandi innan verkalýðsfélaganna og
ASÍ.
Þegar komið var fram yfir 1950, og kalda
stríðið var skollið á, var verkalýðsfélögunum
markvisst beitt í pólitískum átökum. Það varð til
þess að flokkarnir hófu að búa um sig innan
verkalýðsfélaganna og Sjálfstæðisflokkurinn
náði þar meiri árangri en búast hefði mátt við í
fyrstu.
Sá maður, sem hélt utan um þessa baráttu
Sjálfstæðisflokksins í verkalýðsfélögunum á
þessum árum, var Gunnar Helgason, sem jarð-
settur var sl. miðvikudag. Hann var einn af föstu
punktunum í tilveru þeirra sem störfuðu innan
Sjálfstæðisflokksins á þeim árum. Flokkur er
ekki bara þeir sem starfa í fremstu víglínu á Al-
þingi eða í ríkisstjórn eða í sveitarstjórnum.
Flokkur er líka þeir sem starfa að tjaldabaki frá
degi til dags. Lengst af var Gunnar Helgason í
þeim hópi. Á þessum árum kom fram sterk sveit
nýrra forystumanna í verkalýðsfélögum úr Sjálf-
stæðisflokknum, bræðurnir Guðjón Sigurðsson,
sem vann glæstan sigur í Iðju, félagi iðnverka-
fólks og Pétur Sigurðsson, sem um langt árabil
var í forystu fyrir sjómönnum, og Sverrir Her-
mannsson og Guðmundur H. Garðarsson á vett-
vangi samtaka verzlunarmanna, svo einhverjir
séu nefndir.
Gunnar Helgason var maðurinn sem vann
hina daglegu vinnu og hélt þessum hópi saman.
Verkalýðshópurinn var dálítið sér á parti innan
Sjálfstæðisflokksins og það hefur ekki verið auð-
velt fyrir þá sem störfuðu innan verkalýðsfélag-
anna að koma þar fram sem sjálfstæðismenn en
það hefur heldur ekki verið auðvelt að halda
þeim saman. Þeim sem fylgdust með Gunnari að
störfum á þessum árum fannst hann alltaf vera í
símanum. Hann virtist óþreytandi í að tala við
fólk, sem getur líka verið erfitt á stundum. Og
rak mikla fyrirgreiðslustarfsemi við einstak-
linga, sem var þáttur í pólitík þeirra tíma.
Gunnar Helgason naut augljóslega mikils
trausts forystumanna Sjálfstæðisflokksins á
þessum árum, þeirra Ólafs Thors, Bjarna Bene-
diktssonar, Gunnars Thoroddsens og Jóhanns
Hafsteins. Um miðjan Viðreisnaráratuginn tók
hann sæti í borgarstjórn Reykjavíkur og átti þá
samstarf við Geir Hallgrímsson, sem þá var
borgarstjóri í Reykjavík. Og ekki tilviljun, að við
útför hans voru saman komnir þeir þrír menn,
sem síðan hafa gegnt formennsku í Sjálfstæð-
isflokki, þeir Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson
og Geir H. Haarde.
Starf Gunnars Helgasonar og félaga hans skil-
aði þeim árangri að sjálfstæðismenn náðu fót-
festu í verkalýðshreyfingunni og sköpuðu sér þá
vígstöðu að vinstri menn urðu að tala við þá.
Undir lok þessa tímabils varð til eins konar
óformlegt bandalag á milli sjálfstæðismanna í
verkalýðshreyfingunni og þeirra Hannibals
Valdimarssonar og Björns Jónssonar. Það hafði
gífurlega þýðingu í harðri pólitískri baráttu
kaldastríðsáranna.
Á milli Morgunblaðsins og Gunnars Helgason-
ar voru töluverð tengsl á þessum árum, sem rit-
stjórn Morgunblaðsins þakkar að leiðarlokum.
Forsagan
Þ
að hefur verið fróðlegt að fylgjast
með umræðum síðustu daga um
útlendinga á Íslandi, umræðum,
sem hlaut að koma að. Þegar fyrst
var farið að tala um hugsanlega
aðild Íslands að Evrópusamband-
inu fyrir mörgum áratugum var ótti við útlend-
inga sterkasta einkenni þeirra umræðna. Þeir
sem þá þegar töldu að slík aðild kæmi ekki til
greina voru þeirrar skoðunar m.a. vegna þess að
þeir óttuðust að útlendingar mundu fjölmenna
hingað.
Þá voru aðstæður aðrar. Þjóðin var nýbúin að
öðlast sjálfstæði. Útlendingar voru enn að veiða
okkar fisk úti fyrir ströndum landsins, sem var
augljóst arðrán hinna gömlu nýlenduvelda í Evr-
ópu, sem höfðu látið greipar sópa um auðlindir
annarra þjóða um allan heim og orðið ríkar á því
og þjóðin var ekki búin að gleyma sambýlinu við
Bandaríkjamenn sem voru ótrúlega fjölmennir
hér á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Svo hafa
einhver einkenni þjóðernisstefnu, sem einkenndi
okkar heimshluta á fyrri hluta 20. aldarinnar,
náð hingað.
Síðan gerðist margt. Fleiri og fleiri Íslend-
ingar fóru til náms í öðrum löndum og komu
heim með breiðari sýn á umheiminn og til-
veruna. Þjóðin fór að ferðast til annarra landa í
stórum stíl þannig að allur almenningur fór að
horfa á umheiminn með öðrum augum. Ein-
hverjir hópar útlendinga höfðu komið hingað til
lands og komið sér vel. Á árunum fyrir seinna
stríð og eftir að það var hafið komu hingað
nokkrir erlendir tónlistarmenn, sem áttu mikinn
þátt í að leggja grundvöll að því mikla tónlistar-
lífi, sem við getum státað af. Á árunum eftir stríð
kom svolítill hópur þýzkra kvenna hingað og hóf
störf, aðallega í sveitum en þá þegar var orðið
erfitt um vinnuafl í sveitum. Eftir uppreisnina í
Ungverjalandi 1956 komu hingað nokkrir ung-
verskir flóttamenn. Yfirleitt átti þetta fólk nokk-
uð auðvelt með að samlagast íslenzku samfélagi.
Víetnamstríðið og lyktir þess leiddi svo til
þess að hingað kom nokkur hópur flóttamanna
úr þeirri heimsálfu. Þá mátti aftur greina hinn
gamla ótta við útlendinga. Þá hringdu málsmet-
andi menn á ritstjórn Morgunblaðsins og hvöttu
til þess að blaðið hæfi baráttu gegn komu útlend-
inga hingað til lands. Þegar þeim hinum sömu
var boðið að lýsa þeim skoðunum undir eigin
nafni í blaðinu útskýrðu viðmælendur að það
gætu þeir að sjálfsögðu ekki gert undir sínu
nafni en blaðið hlyti að geta gert þeirra sjón-
armið að sínum. Sem ekki var gert.
Smátt og smátt höfum við öðlast reynslu á
þessu sviði sem í öllum megindráttum hefur ver-
ið góð. Það er augljóst af tali manna á milli að út-
lendingar eru í miklum metum ef þeir eru dug-
legir að vinna. Og þannig hafa innflytjendur frá
Asíu öðlast virðingu Íslendinga. Þeir hafa verið
duglegir að vinna og koma sér fyrir. Það kunna
Íslendingar að meta. Hið sama á við um Pól-
verja. Þeir eru duglegir að vinna og eftir því
taka landsmenn. Þegar horft er yfir farinn veg
verður ekki annað sagt en þjóðin hafi haft gott af
þessari blöndun, alveg frá því að fyrstu erlendu
Laugardagur 11. nóvember
Reykjavíkur
Frímínútur í Melaskóla.