Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 43
tónlistarmennirnir fóru að koma hingað hundelt-
ir af útsendurum Hitlers. Og áreiðanlega er rétt
sem einhvern tíma var sagt, að það hefði verið
betra ef hingað hefðu komið fleiri gyðingar.
Gagnkvæmnin
E
n það er ekki bara svo að hingað
flytji útlendingar. Íslendingar
flytja til útlanda. Sumir fara til
annarra landa í nokkur ár til
náms eða starfa. Aðrir setjast
þar að. Við tökum eftir því
hvernig þeim er tekið. Að minnsta kosti tökum
við eftir því ef þeim er ekki vel tekið. Þannig
hafa orðið töluverðar umræður hér vegna nei-
kvæðra skrifa blaða í Danmörku um viðskipta-
umsvif Íslendinga þar í landi. Við eigum erfitt
með að skilja hvers vegna Íslendingar megi ekki
kaupa fyrirtæki í Danmörku án þess að orð sé á
því haft í heldur niðrandi tón þar. Og af hverju
bara í Danmörku? Margir ungir Íslendingar,
sem þar búa, hafa haft á tilfinningunni síðustu
misseri að þeir séu litnir hornauga af Dönum og
að gamalt danskt viðhorf til Íslendinga hafi skot-
ið upp kollinum á nýjan leik.
Það er býsna stór hópur Íslendinga sem býr á
Norðurlöndum. Hið sama má segja um Bret-
land og meginland Evrópu. Á árunum 1967–
1969 skall hér á ein mesta kreppa í efnahags-
málum sem upp hafði komið á 20. öldinni. Mikið
atvinnuleysi dundi yfir. Í janúar 1969 voru um
6.000 manns atvinnulaus á Reykjavíkursvæð-
inu. Hvað gerði þetta fólk til að bjarga sér? Það
flutti til útlanda í leit að vinnu. Fjölmargir
hinna atvinnulausu Íslendinga fengu vinnu í
Danmörku og Svíþjóð. Sumir ílentust þar. Aðrir
fluttu heim aftur þegar atvinnuástandið batnaði
hér. Raunar fór einhver hópur til Ástralíu. Þar
er að finna nokkurn hóp Íslendinga og afkom-
enda þeirra.
Hvernig ætli við mundum bregðast við ef um-
ræður hæfust í þessum löndum um að það væri
nauðsynlegt að takmarka innflutning Íslendinga
til þessara landa? Að það væri hætta á því að það
yrðu vandræði með þá ef atvinna minnkaði í
þessum löndum. Raunar hefur verið viðvarandi
atvinnuleysi á meginlandi Evrópu í áratugi án
þess, að Íslendingar þar hafi verið reknir heim.
Í umræðum hér heyrist að útlendingarnir,
sem hingað hafa flutt, haldi hópinn og eigi lítil
samskipti við þá sem hér voru fyrir þegar þeir
komu. Kannast einhver við að Íslendingar haldi
hópinn í útlöndum? Það eru starfandi Íslend-
ingafélög í útlöndum. Það eru sendir prestar til
útlanda til þess að veita hópum Íslendinga þjón-
ustu og svo mætti lengi telja. Gera útlendingar
hér eitthvað annað en við gerum þar?
Allt snýst þetta um gagnkvæmni. Við getum
ekki búizt við að Íslendingar njóti réttinda í öðr-
um löndum sem við erum ekki tilbúnir til að
veita fólki frá sömu löndum hér. Við getum ekki
búizt við að geta stundað viðskipti í öðrum lönd-
um sem útlendingar mega ekki stunda hér. Við
gerum slíkar kröfur. Við fjárfestum í sjávar-
útvegi í öðrum löndum en teljum sjálfsagt að
banna útlendingum það sama hér.
Við Íslendingar höfum leitað eftir erlendu
vinnuafli. Við höfum sjálfir sótt útlendinga til
þess að vinna hér. Sjávarútvegurinn á Íslandi
er frumkvöðull á þessu sviði. Við gætum ekki
rekið fiskvinnslufyrirtæki á Íslandi án erlends
vinnuafls. Við tökum fegins hendi við skatt-
greiðslum frá þessu fólki. Við gætum ekki rekið
dvalarheimili fyrir aldraða og sjúkrahús nema
vegna þess að við höfum fengið erlent vinnuafl
til þess. Nú liggur við að við getum ekki rekið
verzlanir nema með því að fá til þess erlent
vinnuafl. Það erum við sem höfum sótt þetta
fólk til þess að hjálpa okkur við að halda þessu
samfélagi gangandi. Pólverjar komu hingað
ekki í upphafi af eigin hvötum. Þeir voru sóttir.
Við getum ekki komið þannig fram við fólk að
við nýtum okkur starfskrafta þess þegar okkur
hentar en vilji það setjast hér að gerum við at-
hugasemdir.
Þetta snýst allt um gagnkvæmni. Við eigum að
koma fram við útlendinga, sem hingað hafa kom-
ið til starfa, alveg eins og við ætlumst til að kom-
ið sé fram við Íslendinga í öðrum löndum. Á
þessu er enginn munur og á ekki að vera neinn
munur.
Sumir íslenzku iðnaðarmannanna, sem fóru til
Svíþjóðar fyrir bráðum fjórum áratugum, komu
heim þegar atvinnuástandið batnaði en aðrir
urðu eftir. Það sama mun gerast hér. Sumir út-
lendinganna, sem hingað hafa komið til starfa,
munu hverfa heim til sín þegar betur árar þar,
og þá getur jafnvel verið komin upp sú staða að
við megum illa við því að missa þá, en aðrir verða
hér eftir og eyða ævi sinni hér.
Víðsýni
V
ið eigum að hafa alla burði til vegna
menntunar og almennrar upplýs-
ingar að sýna víðsýni í þessum
efnum. Fólk er fólk hvar sem er í
heiminum. Ein ástæðan fyrir mik-
illi velmegun hér eru útlending-
arnir sem hingað hafa komið til starfa. Þeir hafa
virkað eins og vítamínsprauta á íslenzkt efna-
hagslíf.
Í öllum löndum á norðurhveli jarðar, í hinum
ríku samfélögum fólks, hafa stjórnmálamenn og
stjórnmálaflokkar leikið þann ljóta leik að höfða
til ótta og þröngsýni hjá fólki. Og stundum unnið
mikla sigra út á þá pólitík. En enginn þeirra sem
það hafa gert, hvorki einstaklingar né flokkar,
hafa nokkru sinni skipt nokkru máli í pólitík við-
komandi landa. Til þess að þeir hinir sömu skipti
máli þurfa að verða til mjög sérstakar aðstæður
og þær eru hvergi fyrir hendi, hvorki hér né í ná-
grannalöndum okkar nú um stundir og ólíklegt að
þær verði til aftur.
Við eigum að meta að verðleikum framlag
þeirra útlendinga sem hingað hafa komið til okk-
ar samfélags. Það hefur verið mikið, alveg frá
upphafi fyrir bráðum 70 árum, og er enn. Við eig-
um að átta okkur á að þetta fólk hagar sér ekkert
öðruvísi hér en þeir Íslendingar sem setjast að í
öðrum löndum og er vel tekið.
Við eigum að koma fram við útlendinga hér
eins og við viljum að komið sé fram við Íslendinga
í öðrum löndum. Við eigum að taka þeim opnum
örmum, hvort sem þeir koma hingað í atvinnuleit
– sem Íslendingar hafa þurft að gera í öðrum
löndum – eða vegna þess að þeir eru á flótta und-
an kúgunaröflum í sínu heimalandi.
Við erum menntuð og upplýst þjóð og eigum að
haga okkur sem slík í þessum málum sem öðrum.
» Það er augljóst af tali manna á milli að útlendingar eru ímiklum metum ef þeir eru duglegir að vinna. Og þannig
hafa innflytjendur frá Asíu öðlast virðingu Íslendinga. Þeir hafa
verið duglegir að vinna og koma sér fyrir. Það kunna Íslend-
ingar að meta. Hið sama á við um Pólverja. Þeir eru duglegir að
vinna og eftir því taka landsmenn.
rbréf
Morgunblaðið/Brynjar Gauti