Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 41,2 fm góð risíbúð við Efstasund í Reykjavík. Íbúðin skiptist í gang, baðherbergi, eldhús, svefnherbergi og stofu. Þetta er vel staðsett íbúð með góðu útsýni í rólegu og grónu hverfi. Sérgeymsla í kjallara og sameiginlegt þvottahús. Stutt í alla þjónustu. V. 13,9 millj. 7831. Opið hús í dag milli kl. 15.00 og 16.00. Efstasund 100 – Opið hús – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Lyngási 5-7, sími 545-0555 Til sölu eða leigu 192,5 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Húsnæðinu er í dag skipt í 10 skrifstofur, fundarher- bergi, kaffistofu og snyrtingu. Húsnæðið er klætt að utan með viðhaldslítilli klæðningu. Gott útsýni. Síðumúli - 108 Reykjavík Mjög gott 768 fm atvinnuhúsnæði. Húsnæðið skiptist í tvo stóra sali og skrifstofur og snyrtingu. Mikil lofthæð, gott gámapláss á plani. Laust fljótlega, frábær staðsetning. Skútuvogur - 104 Reykjavík Stálgrindar iðnaðar/atvinnuhúsnæði við Vesturhraun í Garðabæ. Húsið er að grunnfleti 1.493,3 fm fyrir utan milliloft og er á einni hæð. Húsinu er hægt að skipta niður í misstórar einingar. Átta innkeyrsludyr eru á vesturhlið hússins og tvær innkeyrsludyr á norðurhlið hússins. Gluggar og hurðir úr áli. Lóð verður frágengin með malbikuðu plani og bílastæðum. Vesturhraun - 210 Garðabær Urðarhvarf 12 - 203 Kópavogur Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Héraðsdómslögmaður Löggiltur fasteignasali Halldór Jensson viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Halldór Jensson viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Halldór Jensson viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Halldór Jensson viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Glæsileg skrifstofu- og verslunarbygging til sölu eða leigu. Húsið er vel staðsett á móti Húsasmiðjunni við Urðarhvarf, með góðu útsýni. Um er að ræða eina sex hæða heildstæða byggingu, auk bílakjallara. Sjötta hæðin er inndregin. Gert er ráð fyrir verslunarrekstri á 1. og 2. hæð hússins og skrifstofum á öðrum hæðum. Lyfta í húsinu.Húsið er klætt að utan með álklæðningu og álgluggum og er því viðhaldslítið. Traustur byggingaraðili. Mjög gott 205,7 fm atvinnuhúsnæði á einni hæð, miðsvæð- is í Garðabæ. Húsnæðið skiptist í tvo sali, annar er í dag nýttur sem skrifstofa og sýningarsalur en hinn sem vinnu- salur með stórum innkeyrsludyrum. Tvær snyrtingar og eldhús. Möguleiki á að skipta húsnæðinu í tvær sjálfstæðar einingar. Góð aðkoma. Getur verið laust fljótlega. Halldór Jensson viðskiptastjóri halldor@domus.is s. 840 2100/440 6014 Lyngás - 210 Garðabær SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. VESTURBRÚN 28 - EINBÝLI SÖLUSÝNING Í DAG KL. 14-16 EINSTÖK STAÐSETNING - EINSTAKT ÚTSÝNI Sýnum í dag þetta einstaklega vel staðsetta og reisulega hús. Um er að ræða alls 406 fm hús sem skiptist þannig: Aðalhæðin er á tveimur hæðum og er samtals 255 fm með bílskúrnum. Á jarðhæð eru tvær íbúðir, 60 fm og 90 fm, hvor um sig með sérinngangi. Aðalhæðirnar skiptast í hol, miklar og opnar stofur, stórar svalir með óviðjafnanlegu útsýni. Rúmgott eldhús, eitt stórt herbergi, stórt þvottahús. Tveir inngangar eru á aðal- hæðina. Fallegur bogadreginn stigi upp á efri hæðina. Þar eru 4-5 herbergi og tvö baðherbergi. Stórar flísa- lagðar svalir úr hjónaherbergi. Innangengt er niður á jarðhæðina þar sem eru geymslur og stórt þvottahús ásamt íbúðunum tveimur. Húsið stendur á 1.108 fm fallegri og gróinni lóð. Næg gestabílastæði fyrir framan húsið. Ólafur Blöndal og Sveinn Eyland frá fasteign.is bjóða þig og þína velkomna að skoða húsið í dag frá kl. 14-16. MARGIR í okkar þjóðfélagi hafa nú áttað sig á því að það voru mistök á sl. vori þegar Alþingi ákvað að opna landið fyrir erlendum rík- isborgurum nýrra aðildarríkja ESB. Við höfum í áratugi haft opinn, sameig- inlegan vinnumarkað með Norðurlöndum og síðar bættist við frjáls för frá ESB. Þannig hefur umhverfið verið í mörg ár. Við tókum okkur frest til 1. maí sl. um að takmarka frjálsa för frá hinum 10 ríkj- um við stækkun ESB til austurs í tvö ár, en mikill meirihluti Al- þingis vildi ekki fram- lengja frestinn til 2009 eins og Frjálslyndi flokkurinn taldi eðlilega varúðarráðstöfun. Þannig gátum við Íslendingar undirbúið okkur með margt sem við þurfum að lagfæra og efla í þjónustu og upplýsingagjöf til nýrra innflytjenda. Það má vel líkja ástandinu nú við flóð sem við ráðum lítið við, enda stóðu stjórnvöld ekki við sín loforð eins og nú hefur verið upplýst á Alþingi. Okkur í Frjáls- lynda flokknum hafa verið gefin ým- is nöfn í umræðunni, svo sem fenja- fólk sem fjalli um ,,málefni útlendinga í anda fáviskunnar“ eins og Grímur Atlason, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, skrifaði á heimasíðu sinni. Við frjálslynd erum sögð full ,,hryllings“ yf- ir að börn innflytjenda komi til landsins í grein Álfheiðar Ingadóttur varaþingmanns VG í Morgunblaðinu. Að við dönsum á línu rasism- ans í máli okkar eins og Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður sagði og Steinunn Valdís sendir okkur sömu skilaboð. Ég tel rétt að svara þessu með tilvitnun í orð mín á Al- þingi 7. nóv. sl. þegar málefni útlend- inga á Íslandi og fjölgun þeirra var rædd. ,,Hæstv. forseti. Sú umræða sem við erum í varðandi þessi mál er nokkuð vandasöm og menn þurfa að gæta þess að fara ekki með um- ræðuna inn á það svið að hér sé verið að amast við fólki af ákveðnum lit- arhætti eða af ákveðinni trú. Stefna Frjálslynda flokksins — það er rétt að gera hana aðeins að umræðuefni að gefnu tilefni. Það vill svo til að hún er óbreytt og stendur í þessari bók hérna, málefnabók Frjálslynda flokksins, og henni verð- ur ekki breytt fyrr en við höldum þá landsfund, ef við þurfum að breyta henni, sem við sjáum reyndar ekki. Við tókum þá afstöðu í Frjáls- lynda flokknum á síðastliðnu vori þegar við fórum að skoða nánar þessi málefni um að hér yrði frjáls för launafólks inn í landið, að vara við því að nýta okkur ekki fyrirvar- ann að minnsta kosti til ársins 2009 og reyna þar af leiðandi að hafa stýr- ingu á þessum málum, reyna að skipuleggja að taka vel á móti því fólki sem væri að koma hingað og koma í veg fyrir að hér yrði sú staða sem m.a. er nú að koma upp, að hér er mikill fjöldi fólks sem vissulega á rétt á að koma hingað miðað við nú- gildandi lög. En það er mjög hætt við því að umræðan verði á þeim nót- um á komandi missirum, m.a. vegna þeirra breytinga sem örugglega verða á vinnumarkaði, að það dregur hér úr atvinnu ef að líkum lætur. Við sjáum þegar tilhneigingu til þess að atvinnurekendur segja upp Íslendingum í byggingariðnaði og halda erlendu vinnuafli. Það vill svo til að við erum með kjarasamninga þar sem fólk vinnur sér inn starfs- aldurstengd réttindi. Fólk fær hærra kaup yfirleitt með lengri starfsaldri. Þeir sem inn koma geta farið að vinna hér á lægri launum. Það er mjög mikil hætta á að það verði vandamál í framtíðinni.“ Við erum vel menntuð og upplýst þjóð að ég taldi, og vænti þess að við getum tekið á vanda sem nú er til staðar án þess að vel gefið fólk í trúnaðarstörfum æði inn í þessa um- ræðu með sleggjudóma. Innflytjendur Guðjón A. Kristjánsson skrifar um málefni innflytjenda » ...og vænti þess aðvið getum tekið á vanda sem nú er til stað- ar án þess að vel gefið fólk í trúnaðarstörfum æði inn í þessa umræðu með sleggjudóma. Guðjón A. Kristjánsson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.