Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FÁAR þjóðir norðan Alpafjalla eru eins sinnulausar um nánasta um- hverfi sitt og Íslendingar. Hvar- vetna í samfélaginu rekumst við á kæruleysi og léttúð gagnvart um- hverfinu. Í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. nóvember síðastliðinn er kostuleg frétt. Nokkuð ósannfærandi er að sjá Valgerði Sverrisdóttur í hlut- verki utanríkisráðherra kynna á fundi ríkisstjórnarinnar ákvörðun sína um að stofna til þróunarverk- efnis á sviði jarðvegsbóta. Verkefni þetta á að auka þekkingu á myndun eyðimarka og aðgerðir til að koma í veg fyrir myndun þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hvorki meira né minna! Þegar þessi sama kona gegndi starfi iðnaðarráðherra var hún í andstæðu hlutverki. Fáir ráðamenn meðal virkjanasinna fylgdi öllu harðar fram umdeildri virkj- anastefnu gegn náttúru Austur- lands. Í framkvæmd þeirri er óhjá- kvæmileg myndun stærstu eyðimarkar af mannavöldum á Norðurlöndum. Náttúrufræðingar höfðu árum saman bent á þá aug- ljósu áhættu sem verið var að taka með áformunum um Kára- hnjúkavirkjun. Kannski að vinstri hugur ráð- herrans viti ekki hvað sá hægri ger- ir. Gamla fólkið sagði: Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri! Umhverfismál á Íslandi hafa ver- ið í gíslingu glórulausrar virkj- anagleði sem skammsýnir ráða- menn hafa mótað. Við eigum að hafa í huga að árið sem brjál- æðið við Kára- hnjúka hófst fluttu ýms ís- lensk fyrirtæki á sviði upplýsinga- samfélagsins starfsemi sína úr landi m.a. vegna erfiðs rekstr- arumhverfis. Hágengisstefna rík- isstjórnarinnar kom fyrst og fremst stóriðjustefnunni og bröskurum að gagni meðan á sama tíma kreppti að ferðaþjónustu, útgerð og nýsköpun í atvinnulífi landsmanna. Ég legg eindregið til að tekin verði upp ný örnefni í væntanlegum forum í nýmynduðu lóni milli Vatna- jökuls og Kárahnjúkastíflu: Öðrum megin dalsins verði Friðriksfen en Valgerðarvilpur hinum megin til þess að nöfn þeirra sem áttu einn stærstan þátt í umdeildum ákvörð- unum gleymist hugsandi Íslend- ingum aldrei, hvorki um aldur né ævi. Við eigum að stuðla að því að Ís- land verði betra en ekki með lítt ígrundaðri virkjanastefnu. Við þurf- um að leggja aðrar áherslur á upp- byggingu atvinnulífs en með bygg- ingu umdeildra rándýrra mannvirkja á borð við Kára- hnjúkavirkjun sem ekki eru aft- urkræf. Við eigum að efla aðrar greinar tengdar upplýsinga- samfélaginu og ferðaþjónustu sem við höfum mjög gott vald á. Fyrir hugmyndafrjótt fólk eru endalaus tækifæri til nýsköpunar á okkar eig- in forsendum meðan stóriðjan leiðir fyrr eða síðar til stöðnunar þegar fram líða stundir. Að vori verðum við að fella þessa virkjanaglöðu ríkisstjórn sem hefur því miður gert of mörg afdrifarík mistök. Við þurfum ríkisstjórn sem vill betra Ísland án stóriðjustefnu og leggur ríka áherslu á lýðræði, betra umhverfi og að stjórna með þátttöku allra landsmanna. GUÐJÓN JENSSON, bókasafnsfræðingur, skógarbóndi og leiðsögumaður. Gott er að hafa tungur tvær Frá Guðjóni Jenssyni: Guðjón Jensson Í MORGUNBLAÐINU 5. október sl. birtist athyglisverð grein eftir Bjarna Benediktsson, þingmann sjálfstæðismanna. Greinin heitir „Þingið á síðasta orðið“. Þar bend- ir höfundur á að löggjafinn hafi ekki bolmagn til að veita fram- kvæmdavaldinu nægilegt aðhald. Þar kennir hann peningaskorti um og fer hann villur vegar því á Al- þingi er alltaf meirihluti annars vegar og minnihluti hins vegar sem er valdalaus gagnvart meiri- hluta. Aðeins er vald sem forset- inn á að hafa til aðhalds með því að vísa máli til þjóðarinnar með því að undirrita ekki lög. Þau öðl- ast ekki gildi fyrr en forseti und- irritar þau. Nú vita allir lands- menn að þetta ákvæði er einskis virði. Fyrir rúmum tveimur árum voru margfræg fjölmiðlalög ekki undirrituð af forseta heldur dregin til baka og ekki kosið eins og stjórnarskráin kveður á um að gera skuli eins fljótt og verða má. Forsetinn orðaði þetta eitthvað á þá leið við fjölmiðla að valdhaf- arnir hefðu veitt sér meiri völd en stjórnarskráin gerði. Þarna tekur framkvæmdavaldið fram fyrir hendur forseta á heldur óvæginn hátt enda létu þeir hendur standa fram úr ermum við að selja eigur þjóðarinnar á gjafverði til stuðn- ingsmanna sinna. Það verður aldrei lýðræði á Ís- landi fyrr en ákvæði um þjóð- aratkvæðagreiðslu verða í höndum þingmanna á svipaðan hátt og er í Danmörku, þar sem 1/3 þing- manna getur sett mál í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þá fyrst mun verða hægt að stöðva þessa sjálf- töku Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokksins. Þetta ætti að kynna almenningi fyrir kosningar og sér- staklega á fólkið á landsbyggðinni þessum flokkum grátt að gjalda sbr. kvótalögin. Í leiðinni vil ég minnast á skatt- leysismörkin. Þegar staðgreiðslan var tekin upp á sínum tíma borg- uðu menn skatta eftir á. Skatt- leysismörkin voru talin vera nauð- þurft en sjálfstæðismenn vildu aldrei viðurkenna að í verðbólgu rýrnaði nauðþurftin eða skattleys- ismörkin eins og Stefán Ólafsson hefur sannað og mega stjórnvöld skammast sín fyrir harða skatt- heimtu á öryrkja og aldraða. Kominn til valda við kólgunnar haf kóngurinn völdin sér tryggði. Þá sex hundruð milljarða sægreifum gaf sögulegt lénsveldi byggði. Upp hér spratt þá einræði eignir þjóðar gefnar. Landa fyrst með lýðræði lágt nú sigla þegnar. HALLDÓR HALLDÓRSSON, félagi í Frjálslynda flokknum. Lénsveldið Ísland Frá Halldóri Halldórssyni: 14.500.000 - LAUS STRAX Góð 2ja herbergja 63,5 fm íbúð, þar af 5,5 fm geymsla. Frábær fyrstu kaup. Góð staðsetning í Hafnarfirði. Brynjar tekur á móti gestum (bjalla merkt opið hús). Eyrarholt 5, 2. hæð - 220 Hf. Opið hús í dag kl. 16:00-17:00 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Sími 533 4040 jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., ÁSAKÓR - MEÐ BÍLSKÚR Glæsilegar nýjar íbúðir á frá- bærum stað, rétt við enda golfvallarins á Vífilsstöðum. Um er að ræða 3ja og 4ra herb. íbúðir. Íbúðirnar af- hendast fullbúnar án gólf- efna og fylgir þeim stæði í bílageymslu eða bílskúr. Góð hönnun og skipulag. MJÖG TRAUSTUR VERK- TAKI. lögg. fasteignasali Kristinn Valur Wiium sölum., s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is KLAPPAKÓR - SÉRHÆÐIR Um er að ræða sérlega vönduð og vel staðsett hús á frábærum útsýnisstað. Sérinngangur. Mikil lofthæð. Vandaðar sérsmíðaðar inn- réttingar og innihurðir. Íbúð- inar eru 3aj herb. 84,5 fm og 5 herb. 149,0 fm. Að auki fylgir íbúðunum sér- merkt stæði og sérgeymsla í lokuðu bílastæðahúsi. Stað- setning húsanna er með því betri sem sést hefur, með tilliti til útsýnis. SÝNINGARÍBÚÐIR TILBÚNAR TIL SKOÐUNAR. ÍBÚÐARHÓTEL - GLÆSIÍBÚÐIR Íbúðirnar, sem eru alls fimm, eru staðsettar í góðu stein- húsi í miðborginni. Heildar- stærð er 565,8 fm. Glæsi- lega innréttaðar íbúðir með öllum húsbúnaði. Vaxandi rekstur. Miklir möguleikar. ÞVERHOLT - TIL LEIGU Mjög gott skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í nýlegu og vönduðu húsi. Sérlega vel staðsett. Stærð um 198 fm, auk þess fjögur sérmerkt bílastæði. Tvö þeirra í bíla- stæðahúsi. Bjart og gott húsnæði með góðum glugg- um á þrjá vegu. Lyfta. LAUST STRAX. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Stórglæsileg 3ja herb. íbúð á 2. hæð, 101 fm ásamt stæði í bíla- geymslu. Vandað eikarparket á gólfi. Flísalagt bað með innréttingu. Tvö góð herbergi og góðar stofur. Vönduð sérsmíðuð eldhúsinnrétting úr eli með góðum tækjum. Tvennar suðursvalir er snúa að garði. Eign fyrir vand- láta V. 26,5 millj. Guðrún Björg á bjöllu. S: 694 1401. 7393 Glæsileg 140,8 fm íbúð á tveim- ur hæðum í litlu fjölbýli á þess- um vinsæla stað í Kópavogi og með sérinngangi af svölum, íbúðin er á efstu hæð. Fjögur svefn- herbergi. Kirsuberjaviður í eldhúsinnréttingu, gegnheilt parket á gólfum. Sérgeymsla í sameign. Jón Ragnar sýnir eignina. S: 694-1134. V. 29,9 millj. 7332 REKAGRANDI 1 - OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 13:30 OG 14:30 FÍFULIND 3 - OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 14 OG 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.