Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 58
58 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ísraels-her hefur verið
gagn-rýndur harð-lega víða
um heim eftir
stór-skota-árás sem kostaði
18 óbreytta borgara lífið í
bænum Beit Hanun á
Gaza-svæðinu. Flest
fórnar-lambanna voru konur
og börn. Þúsundir
Palestínu-manna fylgdu
fórnar-lömbum árásarinnar
til grafar á fimmtu-daginn.
Óttast er að árásin leiði til
hermdar-verka.
Mahmoud Abbas, forseti
Palestínu-manna, hefur lýst
yfir þjóðar-sorg vegna
árásanna, en hann hefur
jafn-framt sakað
Ísraels-stjórn um að
fyrir-gera friðar-viðræðum
með aðgerðunum.
Embættis-menn í Ísrael
sögðust harma árásina,
fyrir-skipuðu rann-sókn og
buðust til að aðstoða þá
sem særðust í árásinni.
„Það er alveg ljóst að
þetta voru hræði-leg mis-tök,
sem hafa verið gagn-rýnd í
Ísrael, og við höfum harmað
árásina,“ sagði tals-maður
utanríkis-ráðuneytis Ísraels.
Íslensk stjórn-völd for-dæma
árásina
Blóð-bað á Gaza for-dæmt
Reuters
Náms-menn í Beirút mót-mæla á-rásinni á Gaza.
Nancy Pelosi, leið-togi
demó-krata í fulltrúa-deildinni
í Bandaríkjunum, verður fyrst
kvenna til að gegna em-bætti
for-seta þing-deildarinnar.
Sigur demó-krata í
þing-kosningunum í
Banda-ríkjunum mun breyta
póli-tísku lands-lagi þar
tölu-vert. Pelosi er mjög
vinstri-sinnuð og því munu
líklega nokkrir
vinstri-sinnaðir
demókratar
verða
for-menn
mikilvægra
þing-nefnda.
Demókratar
lýstu því strax yfir að George
W. Bush Bandaríkja-forseti
yrði að breyta um stefnu í
Írak. Nancy Pelosi sagðist
vilja að repúblikanar og
demókratar ynnu saman að
því að finna lausn á
vandanum í Írak.
„Bandaríska þjóðin lýsti
því hvergi eins skýrt yfir og í
Íraks-málunum að hún vildi
breyttar áherslur.“
Kona
forseti
þing-
deildar
Til-nefndur til eftir-sóttra
verð-launa
Leik-mynda-hönnuðurinn
Börkur Jónsson hefur verið
til-nefndur til Evening
Standard-leikhús-
verðlaunanna bresku fyrir
leik-mynd sína í sýningunni
Ham-skiptin eftir sögu
Franz Kafka í upp-setningu
Vestur-ports í London.
Verð-launin verða veitt í
London hinn 27. nóvember
næst-komandi.
Sér-stök viður-kenning
Ís-lenski sýningar-skálinn
á Feneyja-tvíæringnum fékk
sér-staka viður-kenningu
fyrir „framúr-skarandi
fram-setningu og sam-spil
lista-manns og
arkitekta-stofu“.
Í skálanum er tón-listar-
og ráðstefnu-hús við
Austur-höfn kynnt ásamt
til-heyrandi borgar-skipulagi
og upp-byggingu í
miðborginni. Hönnunin er
verk dönsku
arkitekta-stofunnar
Hennings Larsen
Tegnestue, í sam-vinnu við
Batteríið arki-tekta og
lista-manninn Ólaf
Elíasson.
Listir
Kvenna-sveit Gerplu vann
silfur-verðlaunin á
Evrópu-meistara-mótinu í
hóp-fimleikum í Tékk-landi
fyrir viku. Þetta er í fyrsta sinn
sem íslensk sveit vinnur
verðlaun á
Evrópu-meistara-móti í
hóp-fimleikum. Í liði Gerplu
eru: Íris Mist Magnúsdóttir,
Ásdís Guðmundsdóttir, Ásdís
D. Þorsteinsdóttir, Sara Rut
Ágústsdóttir, Svava Björk
Örlygsdóttir, Rut
Valgeirsdóttir, Íris
Svavarsdóttir, Auður
Ólafsdóttir, Hrefna Þ.
Hákonardóttir, Kolbrún
Sveinsdóttir, Guro
Andersson, Magdalena
Guðmundsdóttir og Jóhanna
Gunnarsdóttir.
Gerpla vann
silfrið
Úrslit þing-kosninganna í Banda-ríkjunum á
þriðju-dag komu í ljós á fimmtu-daginn, en
demó-kratar náðu meiri hluta bæði í
fulltrúa-deild Bandaríkja-þings og í
öldunga-deildinni.
George W. Bush Bandaríkja-forseti lýsti yfir
persónu-legri ábyrgð á ósigri repúblikana og
tilkynnti við sama tækifæri að Donald
Rumsfeld myndi hætta sem
varnar-mála-ráðherra. Í hans stað kemur
Robert Gates, fyrr-verandi for-stjóri
bandarísku leyni-þjónustunnar, CIA.
Bush sagði að Íraks-stríðið hefði skipt
mestu í sigri demó-krata. Hann og Rumsfeld
hefðu farið vandlega yfir málið og komist að
þeirri niður-stöðu að nú væri rétti tíminn til að
skipta um forystu í ráðu-neytinu. For-setinn
varaði hryðju-verkamenn við að fagna brott-för
Rumsfelds, því Bandaríkja-menn myndu
ekkert gefa eftir í bar-áttunni og standa áfram
með írösku þjóðinni.
Rumsfeld
hættir
Reuters
Donald Rumsfeld hlustar á Robert Gates.
Eldur í
Breið-
holti
Morgunblaðið/Sverrir
Eldur kom upp í blokk
í Breið-holti seint á
þriðjudags-kvöld.
Maður og kona fengu
alvar-leg bruna-sár og
lést konan af völdum
þeirra á
fimmtudags-morgun.
20
slökkvi-liðs-menn
komu fljótt á staðinn
og eldurinn náði ekki
að breiðast út. Í-búar
blokkar-innar fengu
áfalla-hjálp.
Fyrr-verandi for-seti Íraks,
Saddam Hussein hefur verið
dæmdur til dauða fyrir glæpi
gagn-vart mann-kyninu, en
hann fyrir-skipaði líf-lát 148
sjíta í þorpinu Dujail norður af
Bagdad 1982. Dómnum
hefur verið á-frýjað og verði
hann stað-festur verður
Saddam Hussein hengdur
innan 30 daga. Þegar
dómarinn las upp dóminn
hrópaði Saddam: „Írak lengi
lifi. Íraska þjóðin lengi lifi.“
Saddam er 69 ára. Hann
fæddist nálægt Tikrit,
kvæntist þrisvar og eignaðist
sex börn. Hann varð forseti
Íraks 1979.
Saddam Hussein
dæmdur til dauða
Reuters
Saddam Hussein Netfang: auefni@mbl.is
AUÐLESIÐ EFNI