Morgunblaðið - 12.11.2006, Side 60
60 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
R
étt er að
geta
þess til
skýr-
ingar í
upphafi, að á rit-
unartíma var samband
kirkjudeilda og trú-
félaga annað og verra
en nú er; einkum var
spjótum beint að Róm,
eins og berlega sést í
fyrri partinum. Höf-
undur er John Harvey
Kellogg (1852-1943),
læknir og aðventisti,
sem ásamt bróður sín-
um, Will Keith Kel-
logg (1860-1951), er
hvað þekktastur fyrir
kornflögur, sem eftir
þeim eru nefndar.
En hann segir:
Lúther var mikilmenni í fleiru
en einu. Ekki kemur það minnst
fram í afstöðu hans í heilbrigð-
ismálinu.
Fyrir Lúthers daga var það tal-
ið gott að skifta sér sem minnst af
líkama sínum og þörfum hans.
Saga kaþólsku kirkjunnar ber
þess ljósan vott. Það mun t.d. vera
full ástæða til að trúa því, að „höfð-
ingi“ Jesúítanna, Ignatíus Loyola,
var vanur að ganga á óhreinum,
útslitnum skóm, að hann aldrei
setti greiðu í hár sitt, heldur lét
það flókna saman eins og það gat,
að hann aldrei hreinsaði neglur
sínar o.s.frv.
Annar helgur maður var svo
ákafur í guðrækni sinni, að seinast
voru komnar 300 bætur á bux-
urnar hans, og þegar hann dó,
voru þessar buxur hengdar upp,
öðrum til eftirbreytni.
Sankti Franz, sem stofnaði
Franciskana-regluna, hafði sjálfur
upplifað þetta, og hafði því per-
sónulega reynslu fyrir, að maður
væri minna plágaður af freist-
ingum hins vonda í slíkum buxum,
heldur en í heilum og hreinum
buxum.
Um einn helgan mann er sagt,
að hann hafi þjónað guði á þann
hátt, að menn gætu fundið lyktina
af honum svo sem fjórðung mílu.
Svo óhreinn var hann.
Þær eru ekki fáar sögurnar um
það, að helgir menn gátu fælt ljón
og önnur villidýr. Ætli skýringin
sé ekki þessi: Ólyktin af þeim var
svo megn, að dýrin þorðu ekki að
eiga við þá.
Þegar Lúther brenndi bann-
setningarbréf páfans og reif sig
lausan frá allri andlegri harðstjórn
varð þetta til þess, að milljónir
manna byrjuðu að hugsa með viti
og nota sansana. Móti skæðum
veikindum fóru menn að nota ann-
að en særingar og þvílíkt; menn
fóru að skilja, að það væri affara-
sælla að gæta heilbrigðisregln-
anna.
Það, sem óæðri kennarar héldu
fram, sem sé, að sjúkdómar væru
sendir af forsjóninni og væru ann-
aðhvort að skoða sem „tyftandi
náð“ ellegar þá sem „reiði drott-
ins“,– ef þeir væru ekki sendir af
íllum öndum –, allt þetta fór meira
og meira að ganga úr gildi.
Margt er til eftir Lúther, sem
vitnar um, hve skarpskyggn hann
hafi verið í heilsufræðilegu tilliti. Í
„Borðræðum“ hans er margt gull-
korn, og skal eg hér setja eitt og
annað úr þeim:
„Beztu dagarnir voru dagarnir
fyrir flóðið. Þá lifðu menn lengi. Þá
átu menn ekki um skör fram, ... og
hin fríska, kalda uppspretta lífgaði
þá; vatn hennar möttu þeir meir
en fínt vín.“
„Á hverju höfðu forfeður vorir
annars þörf meiri en á ávöxtum? ...
Og ekki trúi eg því, að Adam fyrir
fall sitt hafi haft lyst á kjöti ux-
ans.“
„Það er ekki sagt, að vér eigum
að eta allt, þótt guð hafi skapað
það. Ávextirnir voru skapaðir
mönnum og dýrum til fæðslu, en
dýrin til dýrðar og vegsemdar
drottni.“
„Svefninn er verk náttúrunnar
oss til mesta gagns og viðhalds
heilbrigðinnar. Eg þekki varla
nokkra meiri skapraun en þá, að
vekja mig snögglega, þegar eg sef
sem bezt. Mér er sagt, að á Ítalíu
sé það siður að pína menn með því
að ræna þá svefninum. Það er því
plága, sem eg vona, menn ekki
lengi vilja líða.“
„Þegar eg var sjúkur í Schmal-
kalden, gáfu læknarnir mér svo
mikið af meðulum, eins og eg hefði
verið uxi. Guð hjálpi þeim, sem á
að reiða sig á læknana í einu og
öllu nú á dögum! Meðul eru guðs
gáfur, eg skal ekki neita því. Held-
ur ekki vil eg segja, að engir
læknar séu til, sem nokkuð viti.
En það segi eg: Takið þá beztu af
þeim, og hversu langt eru ekki
jafnvel þessir frá því að vera full-
komnir? Nei, það bezta verður víst
að lokum það, að maður sjálfur lif-
ir eftir lögum heilbrigðinnar og
kemst hjá því að verða sjúkur. Það
kemur fyrir að eg verð lasinn, en
þá fer eg snemma að hátta og er
varasamur með það sem eg borða,
og svona verð eg bráðlega góður
aftur. Mikið þýðir það, að sinnið
fái ró. Læknarnir mega gjarnan
hafa sínar kenningar fyrir sig, en
þeir mega ekki ímynda sér, að eg
verði þræll í þeirra höndum, til
þess finna þeir upp allt of marga
vitleysuna.“
Orð Lúthers um læknana á
hans tíma þykja ströng, en þegar
maður þekkir ástand þeirra tíma,
sést þó, að þau voru réttmæt. En
auðvitað er öldin önnur nú. Varla
er sú vísindagrein til, þar sem
framfarir hafa verið meiri, sérlega
á síðustu öld, heldur en í lækn-
isfræðinni.
Orð Lúthers um náttúrulegar
lífsvenjur, einfaldar lífsreglur, um
að fara snemma til hvíldar, um
frískt loft og um umskipti í verki
o.fl. eru og verða ætíð þýðingar-
mikil.
Lúther
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Áhugaverð grein birtist í Frækorninu árið 1903,
og kom þar í ljós enn og aftur hvað Marteinn
Lúther var á undan sínum tíma í mörgu efni.
Sigurður Ægisson ákvað að endurbirta hana í
tengslum við nýliðinn Siðbótardag, 31. október.
HUGVEKJA
✝ Kristín Ingi-björg Þor-
steinsdóttir fædd-
ist 13. apríl 1930.
Hún lést 24. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þor-
steinn Snorrason
húsasmiður á Eski-
firði, f. 6. sept-
ember 1894, d. 14.
júní 1983, og Guð-
rún Helga Hall-
dórsdóttir, f. 7.
júní 1895, d. 6.
september 1963. Alsystur Krist-
ínar eru Siggerður, f. 1931 og
Kolbrún, f. 1933. Hálfsystkin
hennar sammæðra eru Hörður,
f. 1915, dó á öðru ári, Pétur
Stefánsson, f. 1917, d. 1993,
Helga Stefánsdóttir, f. 1919, d.
1991, Hafsteinn Stefánsson, f.
1921, d. 1999 og Anna Stef-
ánsdóttir, f. 1925.
Kristín giftist
Sigmundi Vigfúsi
Eiríkssyni frá
Fagranesi á
Reykjaströnd í
Skagafirði 5. jan-
úar 1958. Börn
þeirra eru Björn
Sigurþór, f. 28.
október 1957, Stef-
án Hermann f. 22.
febrúar 1959, Ei-
ríkur Hörður f. 19.
apríl 1968 og
Huldís Ósk f. 19.
ágúst 1970. Sonur Kristínar og
Högna Sigurðssonar úr Vest-
mannaeyjum er Þorsteinn, f. 27.
september 1947. Barnabörn
Kristínar eru nítján og barna-
barnabörn átta.
Útför Kristínar var gerð frá
Fossvogskirkju 30. október, í
kyrrþey.
Það mun hafa verið á vordögum
1957 að Simmi bróðir kom fyrst
með kærustuna sína, hana Krist-
ínu, heim í Fagranes. Hann hafði
verið á vertíð suður í Njarðvíkum,
vann í beinamjölsverksmiðju í
Innri-Njarðvík. Kristín vann í
frystihúsinu þar og þar munu
hafa tekist með þeim kynni.
Mér er enn í minni hversu mér
þótti Kristín glæsileg og fín og
líkt og hún bæri með sér einhvern
framandi heimsborgarablæ. Svo
var hún líka bráðskemmtileg og
orðheppin og kunni sögur af
merkilegu fólki bæði af Suður-
nesjum og Austfjörðum. Og hún
sagði þann veg frá að einstök at-
vik og ókunnar persónur stóðu
manni ljóslifandi fyrir sjónum.
Þannig hef ég enn þann dag í dag
fyrir innri sjónum myndina sem
hún dró af Vilhjálmi skáldi úr
Skáholti og svo fór hún með
kvæðið af léttfættu rottunum og
myndinni af skáldinu og Kristi
„mönnunum sem að enginn hefur
skilið“. Kristín var á Fagranesi
þetta sumar með Þorstein son
sinn sem þá var orðinn átta ára
gamall. Gekk hún þegar í öll verk
af þeim dugnaði sem henni var
laginn og man ég að pabbi hafði
orð á því að hún væri „myndvirk“
sem var ekki lítið hrós í hans
munni. Og var það orð að sönnu.
Kristín var ákaflega myndarleg í
verkum, listræn og lagin í hönd-
um. – Það eru engar ýkjur að
segja að þetta sumar hafi verið
glatt á hjalla á Fagranesi og átti
Kristín ekki minnstan þátt í því.
Fyrsta barn þeirra Simma og
Kristínar, Björn Sigurþór, fædd-
ist svo í byrjun vetrar og árið eft-
ir fluttu þau til Sauðárkróks þar
sem þau bjuggu um nokkurt skeið
og dvaldi ég þar hjá þeim fyrsta
vetur minn í gagnfræðaskólanum
og þar fæddist þeim sitt annað
barn, Stefán Hermann (1959).
Simmi og Kristín fluttu síðan úr
Skagafirðinum, bjuggu fyrst á
Eskifirði, æskustöðvum Kristínar,
og síðan bæði í Keflavík og
Reykjavík og stundaði Simmi þar
ýmiss konar vinnu bæði til sjós og
lands uns hann gerðist verkstjóri
við línulagnir hjá Rarik þar sem
hann vann til dauðadags, 25. sept-
ember 1977. Þá voru þau Kristín
fyrir nokkru flutt til Hveragerðis
og búin að bæta við tveim börn-
um, Eiríki Herði (1968) og Huldísi
Ósk (1970). Eftir að þau fluttu úr
Skagafirðinum kom Simmi jafnan
á hverju vori þegar fugl tók að
verpa í Drangeyjarbjargi og fóru
þeir bræður mínir þá til Eyjar
bæði til eggja og í fugl. Kom
Kristín þá oft líka norður með
börnin, og dvaldi þá gjarnan
nokkra daga í senn. Ég hlakkaði
alltaf mikið til þessara vor-
heimsókna enda fór ég brátt sjálf-
ur að taka þátt í þessum vertíðum
með bræðrum mínum í hinni nótt-
lausu voraldar veröld við Drang-
ey.
Haustið 1966 settist ég á skóla-
bekk í Reykjavík og varð þá
skemmra á milli mín og þeirra
hjóna og átti ég margar ánægju-
stundir á heimili þeirra, fyrst í
Reykjavík og síðar í Hveragerði.
Var þá margt rætt og sögur sagð-
ar að norðan og austan. Þá vorum
við bræður farnir að huga að
Kristín Þorsteinsdóttir
Svava Skaftadóttir, oft kennd við
Viðey, er fallin frá, horfin sjónum
okkar mæt, fróð og glæsileg kona.
Hún náði háum aldri, fædd l7. febr-
úar 1911.
Minningar frá heimili hennar og
Skúla Pálssonar eru ótal margar og
allar mjög ljúfar. Fyrst frá Baróns-
stíg, þá Laufásvegi, nokkur ár á Suð-
ureyri, síðan Laxalón og síðast í
Efstaleiti.
Þau nefndu Laxalón hús það er
þau reistu skammt frá golfklúbbi
GR.
Þar hófu þau lax- og silungseldi
svo og tilraunir með regnbogasilung.
Einnig gerðu þau aðstöðu fyrir fisk-
rækt fyrir austan fjall. Árin þar á
undan ráku þau frystihús hér í
Reykjavík, Laxinn, og annað á Suð-
ureyri við Súgandafjörð í nokkur ár.
Þjóðþekkt er starf þeirra.
Frá Laxalóni eru ótal mjög
ánægjulegar minningar. Þar var
ávallt gestkvæmt í meira lagi og
gestrisni mikil. Þangað sóttu menn
og konur í félgsskap þeirra hjóna svo
og þeirra stóru fjölskyldur. Þjóðmál
voru oftast efst á baugi. Skoðanir
þeirra hjóna fóru ekki á milli mála.
Framsóknarmönnum ekki gert hátt
undir höfði eða vinstri mönnum yf-
irleitt. Dróst ég strax sem ungur
maður sem stál að segli við að hlusta
á allar þær umræður.
Svava Skaftadóttir
✝ Svava Skafta-dóttir fæddist í
Varmadal á Kjal-
arnesi 17. febrúar
1911. Hún lést á
LSH í Fossvogi 24.
október síðastlið-
inn.
Eiginmaður
Svövu var Skúli
Pálsson, oft kennd-
ur við Laxalón.
Svava og Skúli
eignuðust þrjá syni,
Skafta Svavar,
Svein Hlífar og Ólaf
Inga.
Útför Svövu var gerð í kyrrþey
samkvæmt hennar ósk.
Þú fólk með eymd í arf!
snautt og þyrst við
gnóttir lífsins linda,
litla þjóð, sem geldur
stórra synda,
reistu í verki
viljans merki, –
vilji er allt, sem þarf.
Trúðu á sjálfs þín hönd,
en undur eigi.
Upp með plóginn. Hér
er þúfa í vegi.
Bókadraumnum,
böguglaumnum
breyt í vöku og starf.
(Einar Benediktsson)
Páll Vígkonarson
Mig langar að kveðja kæra föður-
systur með örfáum orðum. Hún var
sú síðasta í hópi sjö systkina.
Í æsku minni var það fastur liður á
jólunum að fara upp á Laxalón í jóla-
boð til Svövu og Skúla. Farið var úr
Vesturbæ Reykjavíkur og kom Skúli
á jeppanum sínum að ná í okkur.
Þetta þótti löng leið og vegir ekki
malbikaðir og var þetta á þeim tíma
sem foreldrar mínir áttu ekki bíl.
Alltaf var tekið vel á móti okkur með
veisluborði sem svignaði undan
kræsingum sem Svava hafði útbúið.
Þarna hittist fjölskyldan og varð
þetta til þess að við bundumst
traustum böndum. Alltaf var líka
gaman að kíkja á fiskeldið hjá Skúla
sem var frumkvöðull í því hér á landi.
Seinna þegar foreldrar mínir höfðu
eignast bíl var það fastur liður hjá
þeim að renna í hlaðið á Laxalóni um
helgar og taka nokkrar rúbertur í
bridge og spjalla saman enda voru
þau samrýmd systkini, faðir minn og
Svava.
Eftir að Skúli féll frá 1993 og
Svava fluttist á Dalbrautina þá spil-
aði hún brigde eins oft í viku og hún
gat og naut þess og spilaði allt fram á
þetta ár, þótt orðin væri 95 ára. Við
vorum sammála um það að ef maður
byrjar að spila brigde þá sé það eina
spilið sem manni finnst varið í að
spila. Alltaf var hún jákvæð sama
hvað bjátaði á og gat maður lært
mikið af henni.
Ómetanlegt er fyrir alla að hafa
hitt hana hressa og káta á ættarmóti
sem haldið var í lok ágúst í Gríms-
nesinu þar sem afkomendur systkina
hennar hittust og eiga þau Sveinn
Hlífar sonur hennar og systurdóttir
hennar, Anna Gunnarsdóttir, bestu
þakkir skyldar. Þetta var ógleyman-
leg stund og gaman hvað margir
mættu og gaman að skoða myndirn-
ar sem teknar voru þarna.
Mér þótti mjög leitt að geta ekki
verið við jarðarför hennar þar sem
ég var erlendis en sendi innilegustu
samúðarkveðjur til sona hennar
Skafta, Sveins Hlífars, Sólveigar
konu hans og Óla Inga og annarra
fjölskyldumeðlima.
Blessuð sé minning hennar.
Anna Björg Þorláksdóttir.
Svava valdi að verða jarðsett í
kyrrþey, þar er henni vel lýst. Hún
var alla tíð lítillát, hjartahlý og fórn-
fús með afbrigðum. Samt sem áður
var hún sá klettur sem stórfjölskyld-
an byggði á. Hún og maður hennar
Skúli voru sannarlega vinir vina
sinna og gestrisin mjög. Hún var
eldri systir móður okkar og hægt er
með sanni að segja að hún hafi geng-
ið henni í móðurstað og reyndist
okkur börnum hennar sem besta
amma. Heimili þeirra hjóna á Laxa-
lóni stóð alltaf opið og var öllum tek-
ið opnum örmum. Við systkinin átt-
um þar alltaf athvarf ef á þurfti á að
halda og margar góðar minningar
þaðan, enda litum við á Laxalón sem
okkar annað heimili. Vitaskuld hefur
Svava oft verið þreytt en aldrei
heyrðum við hana kvarta, þrátt fyrir
langan vinnudag og miklar annir,
enda var hún vel skapi farin. Eftir að
þau hjónin fluttu í Efstaleitið var
börnum okkar einnig vel tekið og
ræktaði Svava þannig fjölskyldu-
bönd næstu kynslóðar.
Við þökkum þér elsku frænka
kærlega fyrir alla hjálpina, gjafmildi
og hjartahlýju.
Kysstu mömmu frá okkur og skil-
aðu kærri kveðju til Skúla.
Við kveðjum þig á sama hátt og þú
kvaddir okkur: „Guð veri með þér.“
Sigurbjörg og
Guðný Á. Ottesen.