Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 62

Morgunblaðið - 12.11.2006, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Komið er að kveðju- stund. Við höfum haft nokkurn tíma til að kveðjast og höfum nýtt hann vel. Auður mín, nú ert þú laus við þrautirnar og okkar er að takast á við sorgina. Í sorginni er gott að hugsa til þeirra mörgu gleði- stunda sem við höfum átt í gegnum árin, allt frá því að við vorum smá- stelpur í Kvennó, í gegnum MR og síðar með fjölskyldum okkar. Fljótlega kom í ljós áhugi Auðar á öllu sem við kom náttúrunni og stóð hún jafnan fremst í líffræðitímum þegar kennarinn kom með dýr til að kryfja eða plöntur til að sýna okkur á sama tíma sem ég fékk leyfi til að yf- irgefa stofuna. Þá eru eftirminnileg- ar stundir á Íþöku þar sem Auður kenndi ýmsum bridge. Þótti henni ekki annað tækt en að ég lærði al- mennilega bridge til að við gætum spilað saman. Við vorum einar af fáum stelpum sem spiluðu bridge á Íþöku meðan við vorum í MR. Þessi bridgeáhugi okkar hefur fylgt okkur alla tíð og eru ekki fá kvöldin sem við höfum malað Gunna og Andrés í brigde þótt okkur hafi þótt einkenni- legt hvað þeim gekk stundum ótrú- lega vel á móti okkur miðað við þeirra heimagerða Johnsen/Sigurðs- Auður Kristín Antonsdóttir ✝ Auður KristínAntonsdóttir, fæddist á Hofsósi 24. febrúar 1950. Hún lést á líkn- ardeild LHS í Kópa- vogi 1. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 8. nóvember. sonarkerfið, tauga- kerfið. Auði þótti gaman að ferðast og því verra sem veðrið var því skemmtilegra. Reynd- ar var hún mjög loft- hrædd og þegar við fórum á Vestfirði á sínum tíma og núna í vor á Strandirnar stóð henni ekki alveg á sama á einstaka stað en það var ekki hennar að hætta við eða gefast upp. Eftir að þær syst- ur byggðu bústað á ættaróðalinu í Skagafirði fórum við Gunni ófáar ferðirnar norður með Auði. Alltaf vorum við velkomin með henni. Hún taldi nauðsynlegt fyrir mig að hvíla mig við og við frá amstri hversdags- ins og enginn staður væri betri til þess en Miðhóll. Hún og Gunni sýsluðu að ýmsu innan dyra sem ut- an og sérstaklega sáu þau um vatns- veituna á staðnum. Þær systur hafa unnið þrekvirki við trjárækt þarna fyrir norðan hið byggilega land og var þetta hennar unaðsreitur. Hún og Silla systir hennar hafa unnið við trjáræktina af mikilli eljusemi og Sigga hefur stutt þær í þessu. Auður tók á veikindum sínum eins og öðru í lífinu af festu og skynsemi. Hennar var ekki að gefast upp og átti hún góðan tíma í tæplega tvö ár eftir að veikindin komu upp. Hún naut hans með fjölskyldu og vinum og erum við afar þakklát fyrir þann tíma. Við Gunnar, börn okkar og barna- börn vottum Andrési, Línu, Sighvati og augasteininum hennar ömmu sinnar, honum Ómari Andrési, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við þökkum Auði fyrir ánægjulegar stundir í gegnum árin. Bergþóra. Það voru frekar feimnar og ófram- færnar stúlkur sem settust í 1. bekk í Kvennaskólanum í Reykjavík haust- ið 1963. Þetta á a.m.k. við um und- irritaða sem var komin til höfuð- borgarinnar norðan úr landi. Það var þó mikill styrkur af því að jafnaldra mín og vinkona úr Grenivíkurskóla, Gunna Þorbjarnar, var í hópnum. Við Gunna settumst í C-bekkinn og tókum okkur sæti í gluggaröðinni að vestan. Það var þétt setinn bekk- urinn, þar sem það var eftirsótt að stunda nám í Kvennó. Stelpan sem sat aftan við mig hafði sterka nærveru og var þar að auki hress og skemmtileg. Hún var ljós yfirlitum og átti létt með nám. Ég hafði þó tilfinningu fyrir því að hún lægi ekki mikið yfir bókunum. Myndin af Auði stendur mér skýr fyrir hugskotssjónum og sú mynd hélst óbreytt alla tíð. Það er sorglegt að hugsa til þess að Auður skuli nú hafa kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Hún er sú þriðja í gluggaröðinni að vestan sem kveður langt um aldur fram. Hinar tvær voru Víóla Pálsdóttir frá Siglufirði og Inga Ólöf Ingimundardóttir úr Kópavogi. Fyrsti veturinn þróaðist þannig að við Gunna, Auður, Kristín og Berg- þóra, sem líka sátu í gluggaröðinni, stofnuðum saumaklúbb og hittumst reglulega með handavinnuna. Eitt- hvað fór á milli mála hver afköstin voru með nálarnar en félagsskapur- inn var góður. Það er margs að minnast frá þessum árum og sá vin- skapur sem myndast þegar einstak- lingurinn er ennþá að mótast varir alla tíð. Það var því eðlilegt og mikilvægt að þessi hópur endurnýjaði vinskap- inn þegar í ljós kom að Auður okkar var orðin alvarlega veik. Bergþóra hafði forystu í þeim efnum og á þakk- ir skildar fyrir. Þessar samveru- stundir voru okkur öllum mikilvægar og skemmtilegar. Á haustdögum fór- um við t.d. til Þingvalla og eyddum deginum þar saman. Þá var Auður orðin mjög veik en engu að síður var stutt í glens og gaman hjá henni. Mér þykir leitt að geta ekki fylgt Auði síðasta spölinn. Ég vil af heilum hug þakka fyrir góða viðkynningu um leið og ég votta eftirlifandi eig- inmanni og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Valgerður Sverrisdóttir. Í annað sinn á stuttum tíma hefur skarð verið höggvið í hóp 19 bekkj- arsystra sem brottskráðust frá MR árið 1970. Eftir sitjum við hinar og hugsum um dauðans óvissa tíma og það að enginn sjái fyrir hvenær kall- ið kemur. Í tvö ár erum við búnar að fylgjast með hetjulegri baráttu Auð- ar við krabbamein. Það hafði að lok- um betur í glímunni og við erum hnípnari og svolítið eldri fyrir vikið. Við kynntumst í 4. bekk í MR, vor- um þá búnar að velja okkur stærð- fræðideild skólans. Sumar þekktust áður og nokkrar höfðu verið sam- ferða Auði frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Kynnin eru því orðin um og yfir 40 ár. Auður sat á aftasta borði hjá Bergþóru vinkonu sinni og sálufélaga; þær létu oftast lítið fyrir sér fara. Auður var hörku námsmað- ur, hún hafði mikinn áhuga á stærð- fræði og líffræði, enda lagði hún líf- fræði fyrir sig sem ævistarf. Kynnin frá þessum árum hafa styrkst í áranna rás. Hópurinn hefur haldið úti saumaklúbbnum Svarta afturstingnum um árabil, en þar er aldrei saumað. Við höfum farið í ferðalög saman, bæði innan lands og utan og síðast en ekki síst höfum við lengi spilað saman bridge, en stór hópur bekkjarsystranna hefur spilað um árabil í Bridgeklúbbi Veðurstofu Íslands. Auður var einn besti spil- arinn í hópnum, en á MR árunum sátu hún og Bergþóra oft á Íþöku- lofti og spiluðu, þegar okkur hinum datt það fráleitt til hugar. Við urðum smátt og smátt fullorðnar, eignuð- umst börn og buru, en á einhvern dularfullan hátt kemur alltaf upp gamli bekkjarbragurinn úr MR þeg- ar hópurinn hittist, ráðsettar og vel miðaldra verðum við aftur að stelp- um, við hlæjum hátt og gjömmum mikið og höldum að við séum tvítug- ar. Auður hafði hárfína og góða kímnigáfu, hvellur hlátur hennar gaf til kynna að hún hefði séð einhvern annan flöt á því málefni sem var uppi á teningnum í hvert sinn er við hitt- umst. Við vissum alltaf að Auður var áreiðanleg og pottþétt í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, við fylgdumst með henni sem líffræðingi og sóma sinnar stéttar – formaður FÍN og framkvæmdastjóri þess um skeið. Hún kom okkur mjög á óvart þegar hún bauð okkur til sín að Sléttuhlíð- arvatni fyrir nokkrum árum, en þar sagðist hún eiga lítinn sumarbústað. Þetta reyndist í raun stórt, velbúið hús sem hún og systur hennar höfðu reist af myndarskap. Þarna í nepj- unni og garranum hafði Auði tekist að koma upp dálaglegu safni trjáa, sem harðgerð og þolin stóðu af sér veður og vind. Auður sjálf var líka harðgerð og þolin og stóð af sér storma lífsins og farnaðist vel. Allt sem hún kom nálægt varð betra fyrir hennar tilstilli, hún var mannasættir og það var engum vandkvæðum bundið að lynda vel við hana. Við sendum Andrési, Línu, Sig- hvati og litla Ómari Andrési okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ing Auðar lifir lengi og við eigum eft- ir að sakna vinar í stað. Bekkjarsystur úr 6-X MR 1970 Auður Antonsdóttir kom til starfa, þegar Rannsóknarstofa í veirufræði var að hefja göngu sína árið 1974 og starfaði þar nær óslitið eftir það. Auður hafði þá nýlokið námi í líf- fræði við Háskóla Íslands. Stuttu eftir að hún hóf störf fór hún til Kaupmannahafnar, þar sem hún kynnti sér veirurannsóknir á örveru- fræðideild Kaupmannahafnarhá- skóla. Heim komin setti hún upp margar af mótefnamælingunum, sem gerðar eru á rannsóknarstof- unni, og hafði umsjón með þeim alla tíð. Auður kom líka meira og minna að öllum störfum og verkefnum á rannsóknarstofunni og var einkar lagin við að rækta veirur og segja mátti að hún hafi haft „græna fing- ur“ í þeim efnum. Hún kenndi og verklega veirufræði í mörg ár við læknadeild og fleiri deildir Háskól- ans. Auður var að vinna að gæða- málum rannsóknarstofunnar þegar hún varð fyrirvaralaust að hætta störfum vegna veikinda sinna. Auður var góður vinnukraftur, traust, afkastamikil og hörkudugleg. Hún var einn af máttarstólpum vinnustaðarins sem margt hvíldi á. Hún er eftirminnileg öllum, sem henni kynntust, ákveðin og réttsýn með sitt prakkaralega bros. Auður starfaði mikið á vettvangi Félags íslenskra náttúrufræðinga, var m.a. formaður félagsins og einnig var hún um tíma í leyfi frá rannsókna- stofunni til að vinna sem fram- kvæmdastjóri þess. Hún vann ötul- lega að kjaramálum náttúrufræðinga. Við dáðumst að dugnaði hennar og elju í þeim efnum. Þar var oft við ramman reip að draga þótt ekki sé meira sagt. Auður missti aldrei móð- inn og vann oft fram á nætur við að undirbúa fundi. Nú hafa náttúrufræð- ingar og fleiri stéttir innan Landspít- alans misst öflugan talsmann, sem kunni einnig skil á öllu, sem á undan var gengið í þessum málum. Það var mikið áfall bæði persónu- lega fyrir starfsfólkið og fyrir starf- semi rannsóknarstofunnar, þegar Auður greindist með krabbamein í byrjun október 2004. Henni var í fyrstu ekki hugað líf nema í nokkra mánuði, en meðferðin gekk vonum framar og hún fékk tvö ár og mánuði betur. Auður tók veikindum sínum af mikilli skynsemi og nýtti tímann vel þrátt fyrir erfiða meðferð. Hún naut tímans með fjölskyldu og vinum eins og hægt var og kom oft í heimsókn til okkar á rannsóknarstofuna. Það var okkur þungbært að sjá hana taka til á skrifborði sínu og hillum, flokka og fleygja og koma ýmsum málum í annarra hendur. „Ég er komin til að henda smávegis,“ sagði hún gjarnan glaðlega þegar hún kom. Alltaf var hún hress í bragði og gat notið þess að fara í kaffi með okkur. Veikindi sín gat hún rætt og leyfði starfsfólki að fylgjast með hvernig gengi. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN NJÁLSDÓTTIR, Eyrarholti 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Jón Vífill Albertsson, Fanney Júlíusdóttir, Anna Kristrún Sigurpálsdóttir, Arnar Sigurðsson, Silja Ósk Sigurpálsdóttir, Björn Heiðar Jónsson, Ingigerður Sigurpálsdóttir, Ísar Logi, Styrmir Davíð, Elma Lilja, Ylfa Rún. ✝ Okkar ástkæri ÞÓRÐUR SIGURÐSSON frá Akranesi, Blikahólum 12, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 6. nóvember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 15. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín H. Kristjánsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Aad Groeneweg, Jón Pétur Jóelsson, Ólafur Þór Jóelsson, Lára Óskarsdóttir. ✝ Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, LILJA SIGRÍÐUR BACHMANN HAFLIÐADÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fimmtudaginn 9. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Óttar Októsson, Ragnar Kærnested, Sigrún Ólafsdóttir Bylgja Kærnested, Gizur Bergsteinsson, Örvar Kærnested, Harpa Ævarsdóttir, Dröfn Kærnested, Kristinn Guðbjartsson. ✝ Okkar elskulegi og ástkæri GUÐMUNDUR INGI ÓLAFSSON, Hólabraut 14, Skagaströnd, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 8. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur R. Ingibjörnsson, Hrönn Árnadóttir, Árný Guðrún Ólafsdóttir, Haraldur Friðriksson, Rebekka Laufey Ólafsdóttir, Ari Þór Guðmannsson, Brynjar Max Ólafsson, Ingibjörn Hallbertsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.