Morgunblaðið - 12.11.2006, Blaðsíða 63
Í síðustu heimsóknunum duldist
engum að hún var orðin fársjúk en
baráttuandinn var enn til staðar.
Við kveðjum Auði með innilegu
þakklæti fyrir ómetanleg störf,
hreinskiptni hennar, stuðning og
hressilega samveru í gegnum árin.
Okkur, sem lengst höfðum starfað
með henni, verður minningin um
hana alla tíð samofin okkar eigin lífi
og starfi eins og verða vill þegar fólk
er samvistum alla daga áratugum
saman. Hetjuskapur hennar í barátt-
unni við sjúkdóm sinn er okkur öll-
um fordæmi.
Elsku Andrés, Lína, Sighvatur,
Ómar Andrés, Sigga, Silla og aðrir
ættingjar, við á Veirurannsókn send-
um ykkur öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Samstarfsfólk á
veirufræðideild LSH.
Ég hef stöðugt undrast þann styrk
og kraft sem Auður sýndi í barátt-
unni við krabbameinið – og þó ekki.
Svona var hún nefnilega gerð. Við
deildum kjörum um langt árabil á
Rannsóknastofu Háskóla Íslands í
veirufræði við Eiríksgötu og börnin
okkar voru saman í Hálsakoti, sem
var foreldrarekið barnaheimili. Þeg-
ar því var lokað kom tími þar sem við
vorum í raun eins og framlenging
hvor af annarri. Þetta kom til af því
að gift fólk fékk einungis 4 klst. vist
fyrir börn undir skólaaldri á leikskól-
um og skóladagurinn í yngstu bekkj-
um grunnskóla var 2–3 klst. Við feng-
um heimild til að hafa vinnutímann
sveigjanlegan og iðulega byrjaði önn-
ur okkar eldsnemma en hin tók við
um miðjan daginn og vann fram á
kvöld. Hvort sem við unnum þannig
eða gátum verið í vinnunni á sama
tíma var samvinna okkar algjörlega
hnökralaus. Við vorum orðnar eins
og gömul hjón, það þurfti fá eða eng-
in orð til að láta hlutina ganga.
En lífið var ekki bara saltfiskur.
Það voru haldin eftirminnileg partí
og afmæli, farið í Brekkuskóg og
matarveislur haldnar. Kússkússið
hans Andrésar er meðal bestu mál-
tíða sem maður man eftir og þá var
sko ekki jafn auðvelt og nú að finna
framandi hráefni til matargerðar.
Það var einstaklega gott að leita til
Auðar, hvort sem bónin var stór eða
smá. Hún var sannur vinur og gaf af
sér, skilyrðislaust. Hún hafði ríka
lund og gat rokið upp, en var sem
klettur þegar eitthvað bjátaði á í al-
vörunni. Hún var afar vel gefin og
skýr í hugsun og svolítið stríðin. Það
var gaman að sjá til hennar á spít-
alanum núna í haust, komandi bæði
starfsfólki og gestum í opna skjöldu
með dálítið svörtum húmor. Svo hló
hún stríðnislega og maður dáðist að
stoltinu sem skein í gegn og var
henni svo eðlislægt.
Allt frá því meinið greindist var
baráttan hörð og stöðug og Auður
var alltaf reiðubúin að halda áfram
og prófa næsta lyfjakokkteil þegar
sá síðasti var hættur að hafa áhrif.
Ást hennar til fjölskyldunnar gaf
henni mikinn kraft því velferð þeirra
skipti hana öllu máli. Umhyggja
þeirra og kærleikur umvafði hana og
þau gerðu henni kleift að dvelja eins
lengi heima á Tómasarhaganum og
nokkur kostur var. Hún notaði líka
tímann til að hitta vini og vanda-
menn, spila bridds, fara í sumarbú-
staðinn, á kaffihús og almennt séð að
njóta lífsins eins og kostur var. Við
Hermann og börnin okkar sendum
Andrési, Línu, Sighvati, Ómari
Andrési, Siggu, Sillu og öðrum ætt-
ingjum og vinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigríður Guðmundsdóttir,
(Sigga G.).
Auður Antonsdóttir líffræðingur
var í starfsmannahópnum sem
lagði grunn að Rannsóknarstofu
Háskólans og Landspítalans í
veirufræði fyrir rúmum 30 árum.
Átti hún sinn stóra þátt í því að vel
gekk að koma rannsóknarstarf-
seminni í gang. Auður vann síðan í
fullu starfi að veirurannsóknum og
kennslu alla sína starfsævi og lá
ekki á liði sínu. Hún vann að margs
konar verkefnum til greininga á
bráðum veirusýkingum og rann-
sókna á árangri ónæmisaðgerða
gegn þeim. Var hún alla tíð einn af
burðarásunum í starfi rannsóknar-
stofunnar og lét sér annt um hag
hennar fyrr og síðar. Hún kynnti
sér tækninýjungar og var mjög ötul
við að koma þeim inn í rannsókn-
arstarfið. Kom það að ómetanlegu
gagni.
Auður var mikil félagsvera. Hún
gekk ung í félag íslenskra náttúru-
fræðinga og gegndi þar ýmsum trún-
aðarstörfum árum saman af sama
dugnaði og hún vann störf sín á
rannsóknarstofunni.
Barátta Auðar við banvænt
krabbamein síðustu tvö árin var
engu lík þó að sjúkdómurinn yrði að
lokum sigurvegarinn. Við, sem eftir
lifum, viljum helst sjá þann skæða
sjúkdóm krabbamein verða fyrir
áföllum líka, ef hægt er. Hér er gós-
enland til alls konar sjúkdómarann-
sókna, ekki síst krabbameinsrann-
sókna. Þær ættum við að efla af
miklum krafti því að mörgum
spurningum er ósvarað. Við gætum
t.d. reynt að svara betur en gert hef-
ur verið spurningunni hvað það eig-
inlega er sem veldur því að hraust
fólk í blóma lífsins verður krabba-
meini að bráð á svo skömmum tíma?
Hér á landi gæti verið auðveldara að
finna svör við þessari mikilvægu
spurningu en á nokkrum öðrum
stað.
Um leið og ég kveð Auði að leið-
arlokum og þakka henni langt og
gott samstarf með þessum fátæk-
legu orðum langar mig til að senda
Andrési, Línu, Sighvati, Siggu syst-
ur og öðrum í fjölskyldu Auðar inni-
legar samúðarkveðjur.
Margrét Guðnadóttir.
Það er undarleg tilfinning að standa
nú í þeim sporum að kveðja hana
Auði. Ekki að það hafi ekki verið fyr-
irséð undir það síðasta að stríðið við
krabbann hlyti að tapast, en uppgjöf
var aldrei til í hennar huga. Barátta
síðustu tveggja ára hafði verið upp á
líf og dauða. Þann tíma nýtti hún vel,
fór norður í bústað, fór með fjölskyld-
unni til Kaupmannahafnar, stundaði
kaffihúsin óspart með vinahópunum
og síðast en ekki síst naut hún sam-
vistanna við ömmustrákinn sinn.
Við Auður unnum ærið lengi sam-
an, allt frá því við hófum störf á
„Veirunni“ beint af skólabekknum.
Þá mátti telja starfsfólkið á fingrum
annarrar handar, en smám saman
fjölgaði samstarfsfólkinu, einkum
eftir að flutt var af Keldum niður á
Landspítalalóð. Við deildum vinnu-
stað í á fjórða áratug, oft skrifstofu-
aðstöðu og síðast tölvu eftir að sú
tækni hélt innreið sína. Samstarf
okkar var mjög gott og aldrei bar
skugga á það, setið var yfir dönskum
krossgátum í pásum og síðar mogga-
gátunum framundir það síðasta.
Ógleymanlegar eru einnig ferðirnar
á veirufundina í gegnum tíðina, vítt
og breytt um Evrópu.
Á þessum tíma fór Auður til náms
og rannsókna til Kaupmannahafnar
með fjölskylduna vetrarlangt.
Seinna brá hún sér svo í annað starf
um stundarsakir er hún tók að sér
starf framkvæmdastjóra Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga um skeið,
hafði enda starfað sem formaður fé-
lagsins, þekkti innviði þess betur en
flestir og var oftar en ekki aðalmað-
urinn í kjara- og stéttarbaráttu okk-
ar. Hún kom aftur á gömlu veiruna
og vann þar svo lengi sem stætt var.
Auður var einstök samstarfskona og
einstök manneskja og ég kveð hér
traustan vin.
Við Ingimar og dætur okkar send-
um fjölskyldunni okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Skarð Auðar verður
vandfyllt og minningin um hana mun
ekki blikna.
Sigrún Guðnadóttir.
Ég vann í stóru happdrætti árið
1993 þegar ég kynntist Auði. Það var
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 63
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SNORRA HELGASONAR.
Þórdís Todda Jónsdóttir,
Helgi Snorrason, Þóra Sigurþórsdóttir,
Jón Snorrason, Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir,
Páll Snorrason,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
RÚNARS PÉTURSSONAR
vélstjóra,
Garðabraut 21,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-deildar
Sjúkrahúss Akraness, HB-Granda , Kiwanisklúbbn-
um Þyrli og Ásgerðarsystrum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Jónsdóttir,
Guðfinna Rúnarsdóttir, Birgir Guðnason,
Rúnar Örn og Guðný Sara Birgisbörn,
Ingibjörg M. Kristjánsdóttir, Fjölnir Lúðvígsson,
Rúnar Máni Baldursson, Birta Líf og Helga Lind Fjölnisdætur.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
JÓNS GUÐLAUGSSONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra
Sælgætisgerðarinnar Opal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki við hjúkrun-
arheimilið Sóltún fyrir kærleiksríka umönnun og
allar góðu samverustundirnar.
Magnús Heiðar Jónsson, Inge Christiansen,
Guðlaugur Gauti Jónsson,
Birgir Rafn Jónsson, Ingibjörg Norberg,
Sturla Már Jónsson, Steinunn Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ROSE E. HALLDÓRSSON,
Reynimel 61,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Frank M. Halldórsson,
Betsy Halldórsson,
Georg Halldórsson, Stefanía Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
JÓHÖNNU ALEXANDERSDÓTTUR,
Sörlaskjóli 28,
Reykjavík.
Minný Ísleifsdóttir,
Guðrún Ísleifsdóttir, Haukur V. Guðmundsson,
Ísleifur Ólafsson,
Jóhanna L. Hauksdóttir, Ingibjörg R. Hauksdóttir.
✝
Þökkum innilega sýnda samúð og hlýjar kveðjur
við andlát og útför,
SIGURÐAR M. HELGASONAR
fyrrverandi borgarfógeta.
Þorbjörg Gísladóttir,
Guðný Sigurðardóttir, Héðinn Jónsson,
Gísli H. Sigurðsson, Birna G. Hjaltadóttir,
Helgi M. Sigurðsson, K. Soffía Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
REYNIR JÓNSSON,
Álfaskeiði 100,
220 Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 1. nóvember síðastliðinn á
Líknardeild Landspítalans. Útför hans fór fram í
kyrrþey fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn að
ósk hins látna.
Jón Benóný Reynisson, Halla Rún Friðriksdóttir,
Ólöf Kristjana Reynisdóttir, Hafsteinn Jakob Pétursson,
Hjördís Reynisdóttir,
og barnabörn.