Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 64

Morgunblaðið - 12.11.2006, Page 64
64 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Húsnæði í boði Fullbúin íbúð til leigu, City Rent. 101. Gullfalleg 55 fm íbúð með öllu. Skammtímaleiga. Laus núna. Very nice accomodation for rent, avilable now. Uppl. husaleiga@hotmail.com eða í síma 0033 685965580. Góð íbúð til leigu. Ný standsett góð íbúð til leigu á 120 þús. á mán- uði. Innifalið hiti, rafmagn og hús- sjóður, geymsla fylgir, uppþvottavél og þvottavél. Uppl. í s. 822 9946. Sumarhús Þjónusta Húsbyggingar. Löggiltur húsa- smíðameistari getur bætt við sig verkum til dæmis uppslætti á húsum, uppsetningu á innrétting- um, milliveggjum o. fl. Tilboð eða tímavinna. S. 899 4958. Vöruflutningar Bílar Ssk., dísel jepplingur. Land Rover Freelander árg. ‘03. Ek. 62 þ. Glæsi- legur bíll með dráttarbeisli o.fl. Verð 2.350. Upplýsingar í síma 840 1429. Vélhjól 60 þús. kr. verðlækkun Örfá ný Honda fjórhjól 4x4 TRX 450 eftir. Nú 540 þús. + vsk. Sýnd á Dverghöfða 27. Upplýsingar í síma 892 2030. Vélsleðar YAMAHA RX 1 ónotaður. Til sölu YAMAHA RX 1 árg. 2003, ek. aðeins 1.000 km, lítur úr sem nýr. Vél fjór- gengis 1000cc. 140 hp. Verð 590 þús. stgr. Ath! Engin skipti! Uppl. í síma 896 8882. Hjólhýsi Árgerð 2002. Hjólhýsi sem skiptist í svefnherbergi, stofu, eldhús og bað. Stærð hússins er 10 x 28 fet. Húsið er skemmt á hlið eftir flutning. Verð 1400 þús. Uppl. sími 893 6020 milli kl. 13:00 og 18:00. Lyftarar Lyftari Lyftir upp í 7,59 m og lyftir mest 1440 kg. Verðið er 600.000 með vsk. Upplýsingar í síma 897 2387. Til og frá flutningaþjónusta. Tökum að okkur flutninga: Bíla, báta, vélar, rör, timbur o.fl. Erum með 10 m vagn sem ber tæp 10 tonn. Erum með lágan flatvagn, öflugur bíll. S. 847 1335. Byggingavörur Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn ✝ Reynir Jónssonfæddist í Reykjavík 7. júlí 1937. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 1. nóv- ember síðastliðinn. Hann er sonur Eyj- ólfs Steinssonar og Elínar Torfadóttur en ólst upp hjá Kristjönu E. Guð- jónsdóttur og Jóni B. Péturssyni, fóst- urforeldrum sínum. Uppeldissystir Reynis er Gréta Jónsdóttir. Hálf- systkini frá móður eru Þorsteinn, Hilmar, Lilja og Vilhjálmur, Guð- björnsbörn. Hálfsystur frá föður eru Ingveldur, Hel- ena og Eygló, Eyj- ólfsdætur. Reynir giftist ár- ið 1961 Hjördísi Hjartardóttur. Þau slitu samvistir árið 1995. Börn þeirra eru Jón Benóny, Ólöf og Hjördís. Barnabörn Reynis eru Reynir Már Ólafsson, Hjördís Sigríður Ólafs- dóttur og Heiðdís Anna Hafsteins- dóttir. Útför Reynis var gerð 9. nóv- ember, í kyrrþey að ósk hins látna. Elskulegi faðir okkar, nú er komið að síðustu kveðjustund. Eft- ir talsverð veikindi hefur þú kvatt þennan heim og þjáningar þínar verið linaðar. Hlutverki þínu hér er nú lokið og við trúum því og treystum að þú sért kominn á betri stað. En minningarnar okkar um þig verða ávallt til staðar og við munum ylja okkur við þær um ókomna tíð. Í minningunni höfum við hóf- saman dugnaðarmann sem lagði sig allan fram í hverju sem tekist var á við. Handlaginn varstu með eindæmum og vandvirkur og skild- ir aldrei eftir hálfkláraða hluti. Bílar og bílaviðgerðir áttu hug þinn allan og nýlega hafðir þú fest kaup á húsbíl sem þig langaði að nota til að ferðast um landið. Og baráttuviljinn í veikindunum var svo mikill að þú náðir að fara eina ferð vestur á Ísafjörð síðastliðið sumar þar sem rætur þínar liggja. Við trúum og treystum á að þú ferðist nú af krafti annars staðar, með öðrum hætti. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Þú varst alltaf til staðar og ávallt var hægt að reiða sig á þig þegar við þörfnuðumst þín. Barna- börnin sóttust jafnframt mikið í návist þína enda varstu einstak- lega góður afi. Alltaf var stutt i hjartagæskuna þína, aldrei mátt- irðu neitt aumt sjá án þess að vilja reiða fram hjálparhönd. Við mun- um einnig hversu skipulagður þú varst með allt, hvort sem það sneri að heimilinu, þér sjálfum eða helsta áhugamáli þínu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við kveðjum þig nú í hinsta sinn og biðjum Guð að geyma þig. Sérstakir þakkir til hjúkrunar- þjónustu Karítas og Líknardeildar Landspítalans. Jón Benóný, Halla Rún, Ólöf, Hafsteinn og Hjördís. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Það verður sárt að geta ekki komið í heimsókn til þín og spjallað um daginn og veginn. Það var alltaf í uppáhaldi hjá okk- ur systkinunum að koma til þín og heyra skemmtilegar sögur sem þú hafðir að segja. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Valdimar Briem) Þú munt alltaf lifa í minningu okkar. Með þessum orðum biðjum við því góðan guð að geyma þig og vernda. Þín barnabörn Hjördís Sigríður, Reynir Már og Heiðdís Anna. Reynir Jónsson mér mikill fengur að kynnast jafn kátri og góðri konu. Okkar vinskap- ur hefur haldist fram á þennan dag. Árið 1993 komu þrjár galvaskar systur norður í Sléttuhlíð til að girða land og planta trjám því þær voru að fara að byggja sumarbústað í Mið- hólslandi. Upp frá þessu hafa kynni okkar eflst og styrkst. Þegar ég læt hugann reika þá kemur svo margt fram sem við Auð- ur munum eiga bara fyrir okkur en ég veit að það verður gott að ylja sér við góðar minningar um stundir sem ég átti með henni. Við fórum m.a. í ferðir um landið okkar til skoða nátt- úruna og eru tvær ferðir sem eru mér sérstaklega minnisstæðar, mik- ið var hlegið í þessum ferðum. Ann- ars vegar er það ferðin í Þórðarhöfða sem við fórum í ásamt 90 öðrum ferðalöngum. Þegar við vorum hálfn- aðar upp á Höfðann kallaði náttúran, svo nú voru góð ráð dýr. Við horfðum hvor á aðra og hlógum, ákváðum svo að dragast aftur úr án þess að mikið bæri á. Þegar við vorum orðnar síð- astar fundum við gott nothæft gil og ... mikið var gott að létta á sér. Fór- um svo að líta í kringum okkur og sáum alla þessa fegurð, nutum út- sýnisins og ákváðum að staldra við og spjalla. Svo var það seinnipart sumars 2004 að við fórum einn sunnudag í góðan göngutúr fram í Hrollleifsdal. Þessi ferð var hreint ótrúleg, þar kom í ljós hvað Auður var vel að sér í öllu sem viðkom gróðri og nátt- úrunni, vissi m.a. fjöldann allan af nöfnum á plöntum sem á vegi okkar urðu. M.a. sýndi hún mér eini sem ég hafði aldrei séð áður. Við lentum í ýmsu í þessari ferð s.s. að missa bíl- inn ofan í drulludý en við „hlógum“ hann upp aftur. Oft var hlegið mikið á „Hólnum“, en svo var bústaður þeirra systra kallaður. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst svona góðri konu eins og Auði, okkar félagsskapur var ómet- anlegur. Samúðarkveðjur til ætt- ingjanna frá okkur á Hrauni. Elínborg Hilmarsdóttir. Auður hóf virka þátttöku í starfi Félags íslenskra náttúrufræðinga um það leyti sem miklar breytingar urðu á starfsemi þess. Ný kjara- samningalög tóku gildi 1986 og fékk þá félagið fullan samnings- og verk- fallsrétt. Auður átti ríkan þátt í mót- un stéttarfélagsins og stýrði ótal vinnustaðafundum til að kynna fé- lagsmönnum breytingarnar. Miklar vonir voru bundnar við nýjan rétt og menn voru ákveðnir í að fylgja kröf- um félagsins eftir. Þegar ekkert gekk við samningaborðið var boðað verkfall. Auður var formaður verk- fallsnefndar og sjálfsagt að hún stýrði verkfalli félagsins, sem það fór í ásamt öðrum félögum í BHMR, 1989 og stóð í 5 vikur. Hún vildi gjarnan standa þá vakt lengur, fannst menn fljótir til að semja og byggja á loforðum við fólk sem ekki væri treystandi. Eins og síðar kom á daginn hafði hún rétt fyrir sér í því efni. Árið 1989 tók Auður við for- mennsku í félaginu og gegndi henni í tvö ár. Þetta var erfiður tími sem einkenndist af samningsrofum og til- raunum ríkisins til að einangra félög háskólamanna. Það var mikil gæfa að Auður tók þetta starf að sér enda tókst að koma félaginu ólöskuðu út úr þessum hamförum. Löngu síðar þegar forystukreppa skók Bandalag háskólamanna settist Auður þar í stjórn til að koma lagi á hlutina. Í tví- gang gegndi hún starfi fram- kvæmdastjóra FÍN auk fjölda verk- efna sem hún tók að sér fyrir skrifstofu þess. Þegar nýtt launa- kerfi og dreifstýrðir samningar komu var Auður fremst í flokki þeirra sem unnu að gerð stofnana- samninga og vann að samningamál- um fyrir félagið svo lengi sem hún hafði heilsu til. Hér verða ekki talin fleiri trúnaðarstörf sem Auður gegndi fyrir félagið en þau eru fjöl- mörg. Á 50 ára afmæli FÍN var hún kjörinn heiðursfélagi. Það var mikið áfall þegar kom í ljós fyrir tveimur árum að Auður væri með banvænan sjúkdóm. Þrátt fyrir það kom hún áfram að störfum félagsins eins og kraftar leyfðu. Síð- astliðinn vetur voru miklar umræður um það innan félagsins hvort það ætti að taka þátt í samfloti með öðr- um aðildarfélögum bandalagsins við gerð kjarasamnings við ríkið. Auður tók þátt í þeim umræðum þegar heilsan leyfði. Þá eins og alltaf áður var einkenni hennar skýr og jarð- bundinn málflutningur, laus við hvers konar skrúðmælgi eða tilfinn- ingasemi. Á einum slíkum fundi var gerð grein fyrir stöðu mála og voru skiptar skoðanir um hvað ætti að gera. Auður hlustaði á þessar um- ræður um stund en sagði síðan: „Þið þorið greinilega ekki að standa ein og þá er best að viðurkenna það og fara inni í þetta samflot“ síðan hló hún sínum óviðjafnanlega hlátri og þá þorðu allir. Þegar horft er yfir þau störf sem Auður gegndi fyrir félagið sést að hún kom víða við en var ekki þaul- sætin í neinu embætti. Hún var jafn- an þar sem eldarnir brunnu heitast hverju sinni. Það er ekki ofsögum sagt að engin ein manneskja hafi átt meiri hlut í því að gera FÍN að stétt- arfélagi en Auður Antonsdóttir. Félag íslenskra náttúrufræðinga sendir fjölskyldu Auðar samúðar- kveðjur við fráfall hennar. Páll Halldórsson og Ína Björg Hjálmarsdóttir. Kveðja frá veirufræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss Það var þungt yfir starfsfólki veirufræðideildar Landspítala – há- skólasjúkrahúss hinn fyrsta nóvem- ber en þá fréttist af andláti eins starfsmanns deildarinnar, Auðar Antonsdóttur. Engum kom fréttin á óvart þar sem vitað var að hún var langt leidd eftir baráttu við illvígan sjúkdóm í rúm tvö ár. Auður hafði ráðist til deildarinnar sem þá hét Rannsóknarstofa Há- skólans í veirufræði fyrir hartnær 35 árum þegar hún var enn við nám í líf- fræði við Háskóla Íslands og unnið farsælt starf frá fyrstu tíð. Hún var metnaðarfull fyrir vinnustað sinn og stóð fyrir ýmsum faglegum nýjung- um ekki síst á sviði mótefnamælinga gegn veirum, enda hafði hún haldið til Kaupmannahafnar til að kynna sér þær aðferðir til hlítar. Hvergi var komið að tómum kofunum í fræð- unum þar sem Auður var og var hún fljót að átta sig á aðalatriðunum. Auður tók lengi virkan þátt í vinnu í stéttarfélagi sínu, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, og var formaður og framkvæmdastjóri þess um árabil. Kært áhugaefni hennar á því sviði fyrir utan hin hefðbundnu stéttar- félagsstörf var útgáfa á nýju Nátt- úrufræðingatali sem hvorki henni né öðrum hefur tekist að hrinda í fram- kvæmd enn sem komið er. Við vinnu sína í Félagi íslenskra náttúrufræð- inga þurfti hún að sinna verkefnum og vandamálum af ýmsu tagi allt frá einkamálum stéttarfélaga sinna til hinnar eiginlegu stéttabaráttu sem allar stéttir þurfa að heyja við vinnu- veitendur sína um kaup og kjör. Þar áttu náttúrufræðingar hauk í horni í Auði og í kjarasamningum sýndi hún mikla kunnáttu, reynslu, vit og festu. Það mun ekki ofsagt og ekki hallað á neinn að fullyrða að án Auðar Antons- dóttur væru kjör náttúrufræðinga á landinu mun lakari en þau eru nú. Á vinnustað sínum var Auður allt- af vinnusöm og afkastamikil auk þess að vera hrókur alls fagnaðar bæði á vinnustað og í mannfagnaði. Hún var gæfusöm í einkalífi og er missir Andrésar, eiginmanns henn- ar, og tveggja uppkominna barna þeirra, Sigurlínu og Sighvats, mikill og allt of snemma. Stórfjölskyldan hafði komið sér upp góðum og traustum sumarbústað í Skagafirði þar sem þau dvöldu þegar þau gátu og má segja að í augum Auðar lágu allar leiðir til Skagafjarðar. Það hefur verið sagt að við fráfall komi alltaf maður í manns stað. Kannski á þetta ekki við um Auði Antonsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Arthur Löve yfirlæknir. Auður Kristín Antonsdóttir  Fleiri minningargreinar um Auði Kristínu Antonsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Unnur B. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.