Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 68
68 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
S
á ástæðu til að lengja pist-
ilinn um hinn merkilega
slátrara í Viborg og söfn-
unarástríðu hans, láta
myndverkin vera í for-
grunni en hið ritaða mál mæta af-
gangi. Myndverkin sjálf segja nátt-
úrlega meiri sögu en langur texti,
hér einstakt að leikmaður taki sig til
og sanki að sér á fáeinum árum slíku
úrvali listaverka og geri það af jafn
djúpu innsæi.
Það mun alveg rétt, sem haldið
hefur verið fram, að suma hluta heil-
ans nota menn yfirleitt ekki á Vest-
urlöndum, en að í frumskóginum
þróist ósjálfráð viðbrögð, innsæi og
skynjun á andrúmslofti og að sjá fyr-
ir hluti áður en þeir gerast. Einnegin
rétt að þetta hafi ekkert með yf-
irnáttúrlega skyggnigáfu og töfra að
gera eins og margur álítur, frekar
staðbundin þróun heilans. Þróun-
arferlið verður ekki greint með aug-
unum, er hins vegar öllum sýnilegt
hvað ytri ásýnd og litaraft mannsins
snertir, þannig eru innfæddir harla
ólíkir lengst í suðri og norðri sem og
austri og vestri, líkaminn bregst
vitaskuld öðruvísi við hita en kulda
sem og margþættri fæðu. Og það er
jafn eðlilegt að samsvarandi ferli
eigi sér stað í heilanum og tilfinn-
ingagreindin verði önnur samkvæmt
gefnum forsendum, en samt eru
menn enn í dag að átta sig á þessu
og slá á lær sér.
Í ljósi þessa er engin ástæða til að
líta niður til þeirra sem eru öðruvísi
en eigin kynstofn og hreinn barna-
skapur að álíta það skyldu okkar að
frelsa þetta fólk frá „villutrú“og
samlaga háttum okkar og siðvenj-
um. Í Afríku, hvar uppruna manns-
ins er ef til vill að finna, höfðu menn
lifað í þúsundir ára án hinnar svo-
nefndu siðmenningar hvíta kyn-
stofnsins. Hún er af mun yngri toga
en samt óttast margur að sökum
ágirndar hennar sé fyrirbærið á
góðri leið með að tortíma mannkyn-
inu, einkum sökum virðingarleysis
við móður náttúru. Það má einnig
giska á að hér sé sjálf náttúran að
sinna hlutverki sínu og afmá frávik
frá milljóna ára þróunarferli sem
ógni jafnvæginu, en þau reginöfl
skyldi enginn mennskur hugs-
unarlaust ganga á hólm við. Þetta
hafa blökk náttúrubörnin skynjað
mun betur en hvíti maðurinn, einnig
að dauði felur í sér líf og að hamfarir
verði fyrir dulin öfl sem ber að virða
og lifa með …
Í kjölfar iðnbyltingarinnar, flótta
úr dreifbýlinu, samþjöppun jarð-
arbúa og hraðans sem fylgdi í kjöl-
farið fjarlægðist siðmenningin
sjálfsprottið innsæi, á sótti hand-
stýrð múghugsun.
Þetta uppgötvuðu listamennfyrir meira en hundrað ár-um, málarinn Mattissevarð gagntekin af sköp-
unarmætti frumstæðra og smitaði
Picasso af hrifningu sinni. Innsæi
mál málanna og varð smá saman út-
hverfara, myndlistarmenn vildu
skynja viðföngin í algjörleika sínum
yst sem innst og yfirfæra á dúka
sína sem og í þrívídd, á stundum um-
búðalaust og hrátt, Chagall talaði
jafnvel um fjórðu víddina. Og á
stríðsárunum þá mikils háttar
myndlistarviðburðir voru í biðstöðu
sóttu framsæknir danskir myndlist-
armenn stíft í sali þjóðminjasafnsins
í Kaupmannahöfn, einkum í þjóð-
háttadeildina sem var þeim ótæm-
andi brunnur myndefna …
Uppistaðan í safni Max Wørzner
eru Haustsýninga-, Cobra- og Cor-
ner-málarar og meðal þeirra Svavar
Guðnason, Asger Jorn, Carl-
Af myndverkasafni slátrara
Erik Raadal Börn á kirkjugarðsvegg, 1938, olía á léreft, 76x152. Dæmi af
hugtakinu náttmálverk, mørkemaleri.
Vihelm Lundström Samstilling, 1940, olía á léreft, 168.5x119.5 cm.
Ejler Bille Frábrugðnar persónur, 1943, olía á léreft, 120x97 cm.
Else Ahlfelt Titill óþekktur; 1943, 103x100 cm.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Í
rska söngvaranum Damien
Rice er margt til lista lagt,
hann er til að mynda fimur
diskódansari eins og þeir sáu
sem sóttu baksviðspartíið
eftir Náttúrutónleikana í Laug-
ardalshöll sællar minningar. Hann er
þó fyrst og fremst tónlistarmaður,
magnaður tónlistarmaður sem túlkað
getur sorg af mikilli list eins og
glöggt má heyra á 9, nýrri plötu hans.
Ekki var mikið um tónlist á heimili
Damiens Rice og hann segist lítið
hafa spáð í listina – var frekar útivið
að leika sér með hundinn sinn eða
dorga. Þá bar það við að systir hans
kom heim með kærasta sem átti gít-
ar. Rice ungi fór að fikta við gítarinn
og segir að eftir það hafi hann eig-
inlega alltaf verið með hljóðfæri í
höndunum, ýmist að semja eða
syngja og spila.
Músíkáhuginn varð til þess að
hann gekk í hljómsveit, háværa rokk-
sveit sem kallaðist Juniper. Rice var
söngvari í Juniper og með þetta líka
fína listamannsnafn, Dodi Ma, en það
byggist á tungumáli sem hann fann
upp sjálfur. Sveitin komst á samning
hjá PolyGram og um tíma virtist sem
það væri fullt að gerast – tvær smá-
skífur og tónleikar á nokkrum helstu
tónleikastöðum Dyflinnar. Rice /
Dodi Ma kunni aftur á móti illa við
sig í sveitinni, líkaði ekki hvert
stefndi í tónlistinni. Hann sagði því
skilið við félaga sína, eyddi nokkrum
mánuðum í flakk um Evrópu en sneri
svo heim til Dyflinnar og hóf sólófer-
il.
Heima er best
Á meðan Rice var í Juniper kynnt-
ist hann upptökustjóranum og tón-
smiðnum David Arnold og þegar
Arnold spurði að Rice væri byrjaður
að troða upp einn hafði hann sam-
band og bað um að fá að stýra upp-
tökum á sólóskífu. Rice tók honum
vel og þeir hófu samstarf, fyrst í lag-
inu „The Blower’s Daughter“ og síð-
an heilli plötu.
Arnold vildi taka plötuna upp í
hljóðveri í Lundúnum og ekkert til
spara, en Rice var á öðru máli, hann
hafði samið lögin heima í svefn-
herbergi og fannst rétt að taka þau
upp þar, sem hann og gerði einn síns
liðs. Eftir hverja upptökulotu fór
hann síðan með lögin til Arnolds í
Lundúnum og þau voru síðan hljóð-
blönduð þar.
Fyrsta smáskífan, áðurnefnt „The
Blower’s Daughter“, kom út haustið
2001 og vakti mikla athygli. Rice var
þó ekki ánægður með hvert stefndi
með plötuna, fannst hún ekki hljóma
eins og hann hefði helst viljað þrátt
fyrir fagmennsku og fína aðstöðu. Á
endanum tók hann upptökurnar og
fór með þær heim til sín til að ljúka
við þær sjálfur. Það tók hann drjúgan
tíma, um ár, og úr varð platan O.
Eftir því sem menn lýsa Juniper
þá var sú sveit hávær og kraftmikil,
en O er þvert á það, innhverf og ró-
Depurð og tregi
Robbie Fry
Sérlundaður Írska söngvaskáldið Damien Rice.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson