Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 12.11.2006, Qupperneq 71
þeim kennd enska og almennt hand- verk svo þeir gætu unnið fyrir sér í hinu nýja þjóðfélagi. Þeir voru einn- ig sendir í vist á heimili hvítra manna til að læra umgengnisvenjur „siðaðra manna“. Markmiðið var að gera þá að fullgildum borgurum hinna nýju Bandaríkja. Skólinn naut mikillar virðingar og segir Ólafía að menn hafi komið langar leiðir til að skoða hann. Nemendurnir sem voru á aldr- inum frá sex ára til þrítugs kölluðu Pratt „pabba“ og sýnir það vel þá feðrahyggju sem vestrænir menn tömdu sér gagnvart frumbyggjum annarra landa. Þeir litu á frum- byggja eins og börn sem ekki væru komin jafn langt og þeir sjálfir í þró- uninni til siðmenningar og því þyrfti að koma þeim til þroska. Siðir frum- byggja voru álitnir barnaskapur eða villimennska og segir Ólafía til dæm- is frá því að eitt sinn hafi frú Pratt vaknað um nótt við ógurlegan há- vaða. Indíánarnir í skólanum höfðu farið fram úr rúmum sínum og „dönsuðu sem óðir væru á döggvotri flötinni og voru að fagna fullu tungli, sem skein í heiði“. Frú Pratt fór fram úr og sagði þeim að „pabba Pratt“ myndi ekki líka þetta, þeir ættu að sofa um nætur eins og annað fólk. Indíánarnir létu þá „sefast“ og fóru að sofa. Engu að síður bjargaði framtak manna eins og Pratts her- foringja mörgum indíánaættbálkn- um frá tortímingu. Það bætti þeim hins vegar ekki menningu þeirra og þjóðskipulag sem þeir glötuðu við innrás hvítra manna. Innflytjend- urnir töldu sig hafa „fundið“ þessa heimsálfu og sú skoðun var útbreidd að góður indíáni væri dauður indí- áni. Ólafía var því mjög hrifin af framtaki Pratts og henni og indíán- unum í skólanum varð vel til vina. Pratt herforingi, sem hafði að leið- arljósi að best væri að fræðast um hlutina af lifandi mönnum en ekki bókum, spurði Ólafíu spjörunum úr um Ísland og kom ekki að tómum kofanum. Þau sátu löngum stundum í fjörugum samræðum og Ólafía hef- ur einnig orðið margs vísari um sögu og siði Bandaríkjamanna. Hjónin sóttu kirkju á hverjum sunnudegi en lítið var rætt um trúmál á heimilinu. Eitt sinn fór Ólafía með þeim í jarð- arför „svertingja“ og dáðist að söngnum og „fagureygðum“ blökku- konunum, sem sýndu sorg sína og söknuð af hispursleysi. Skelfilega heitt var í veðri og svitinn bogaði af Ólafíu en hún vildi ekki fara úr jarð- arförinni svo menn héldu ekki „að [henni] stæði á sama um svert- ingja“.Ólafía hafði ekki áður kynnst fólki af öðrum kynþáttum né þeirri kynþáttahyggju sem getur fylgt sambúð ólíkra kynþátta. Þessi um- mæli hennar sýna að hún vildi ekki að menn héldu að hún liti niður á blökkumenn enda var það í sam- ræmi við boðskap kristinnar trúar um að allir menn væru jafnir fyrir Guði og í anda kvennabaráttunnar sem hún hafði háð af krafti. Hún var samt ekki laus við kynþáttafordóma og segir til dæmis í endurminn- ingum sínum að ritgerðirnar sem indíánarnir skrifuðu á skóla Pratts væru „hverjum hvítum manni sam- boðnar“. Yfirburðir hvíta kynstofns- ins, sem þröngvaði menningu sinni upp á aðra kynstofna, voru óum- deildir á þessari tíð. Takmarkalaus mildi og gæska Á árunum 1909–1912 bjó Ólafía í Vaterland, einu fátækasta hverfi Óslóar og reyndi að rétta konunum þar hjálpandi hönd. Ólafía réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Engin stúlka var svo vesæl eða ómerkileg að henni þyrfti ekki að rétta hjálpandi hönd. Þvert á móti, því vesælli og syndugri sem hún var, þeim mun meiri kærleik þurfti að sýna henni. Mildi hennar og gæska átti sér eng- in takmörk þegar stúlkurnar hennar voru annars vegar og hún bað Guð heitt og innilega um að hjálpa sér að hjálpa þeim. Hún gaf starfi sínu nafnið „Boðun vonarinnar“ en stúlk- urnar kölluðu hana stundum æð- arfuglinn því eins og hann reytti hún fiðrið af eigin brjósti til að hlúa að þeim. Starf Ólafíu útheimti frumkvæði því það þýddi lítið að sitja heima og bíða eftir að hinir hjálparþurfi kæmu til hennar. Í Vaterland var hún ekki feimin við fólk, þar þekkti enginn hana sem fósturdóttur Þor- bjargar ljósmóður á Skólavörðu- stígnum eða fröken Ólafíu. Hverfið var í raun eins og eyja í borginni, þangað fór enginn að ástæðulausu og fólkið sem bjó þar átti ekki erindi upp á Karl Jóhann eða í fínni hverfi bæjarins. Þetta skuggahverfi hafði skilgreind landamæri og þarna fannst henni hún vera örugg. Á nóttu sem degi þræddi hún göturnar og leitaði uppi stúlkurnar, og fólk varð fljótlega vant því að sjá þessa lágvöxnu konu með ljósið og góð- mennskuna í augunum stika yfir pollana. Engum datt í hug að snerta hár á höfði hennar og haft er eftir lögreglumönnum sem störfuðu í hverfinu að hvorki harðsvíraðasta bófa né versta drykkjuræfli hefði dottið í hug að ráðast á hana þar sem hún var ein á ferli um niðdimmar nætur. Til þess var tekið að hvar sem hún fór bar hún með sér ró og öryggi sem vakti virðingu, og engar barði hún „trúboðsbumbur“ eins og Helge Refsum, lögreglumaður í Vaterland og síðar dómari í Bergen, orðaði það. Trúin var henni forsenda tilver- unnar og gaf henni kjarkinn en hún hefur samkvæmt þessu haldið henni fyrir sig þar til hún taldi viðmæl- anda sinn reiðubúinn að taka á móti kærleika Krists. Refsum segir að augum Ólafíu hafi enginn getað gleymt, þau hafi verið „gáfuleg, mild og máttug“ og brennt sig inn í vit- und þeirra sem kynntust henni. Stundum mátti sjá hana burðast með vatnsfötur upp Akersbakken og gamla konu sem hún var að hjálpa við vatnsburðinn staulast á eftir henni í hálkunni. Öðrum stundum mátti sjá hana leiða heim útúrdrukk- inn fjölskylduföður og forða honum þannig frá handtöku fyrir ölvun á al- mannafæri. Hún vildi öllum hjálpa. © CORBIS Frænkur Ólafía og fóstra hennar og frænka, ljósmóðirin Þorbjörg Sveinsdóttir, sem var frænka Ein- ars Benediktssonar skálds. © CORBIS Hátíðarbúningur Ólafía á yngri ár- um en framan af ævinni klæddist hún hátíðarbúningi íslenskra kvenna þegar hún kom fram. Ólafía – Ævisaga Ólafíu Jóhanns- dóttur er 539 blaðsíður og gefin út af JPV útgáfu MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 71 Gísli Eiríkur Helgi Oddur* *fyrir okkur hin ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 33 63 9 11 /0 6 www.bifrost.is imíSsenragroB113 0003334 08:15 Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópu- fræðaseturs Háskólans á Bifröst kynnir nýja ritgerð: Verktakinn í Brussel 08:35 Marius Vahl, sérfræðingur í málefnum EFTA ríkjanna hjá CEPS stofnuninni (Center for European Policy Studies)í Brussel: Double democratic deficit influence of the EEA on democracy in Iceland and Norway. 09:15 Pallborðsumræður og spurningar úr sal Katrín Jakobsdóttir, bókmenntafræðingur Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Ögmundur Jónasson, formaður stjórnar Evrópu- fræðaseturs Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 08:15-10 í salnum Háteigi Evrópusamvinnan og lýðræðið Morgunfundur Evrópufræðaseturs á Bifröst, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, BSRB, ASÍ og Samtök iðnaðarins smáauglýsingar mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.