Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MJÖG góð stemning var á stórtónleikum í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem Magni Ásgeirsson kom fram ásamt þeim Toby, Josh, Dilönu og Storm úr Rock Star Supernova-þátt- unum. Einnig spiluðu hljómsveitirnar Á móti sól og húshljómsveitin úr sjónvarpsþáttunum. Að sögn Atla Bollasonar, tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins sem var á tónleikunum, stóð Magni sig áberandi best söngvaranna. „Hann náði salnum best og valdi skemmtilegustu lögin. Áhorfendur voru mikið til í yngri kantinum, mest unglingar, en líka hellingur af börnum í fylgd með fullorðnum.“ Uppselt var á tónleikana í gærkvöldi og verða tónleikarnir endurteknir í kvöld. Morgunblaðið/Ómar Rokkað feitt í Laugardalshöllinni HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir rétt tæplega fertugum karlmanni fyrir tvær líkamsárásir og sætir hann fangelsi í 12 mánuði. Honum var auk þess gert að greiða áfrýjun- arkostnað málsins, um 340 þúsund krónur. Ákærða er gefið að sök að hafa í september árið 2004 slegið karlmann hnefahöggi í andlitið með þeim afleið- ingum að höfuð hans skall í jörðina. Hlaut maðurinn blæðingu bak við vinstri hljóðhimnu og inn í höfuð- kúpu og blæðingu og bjúg í eyrna- lappahluta heila. Þegar vinur fórn- arlambsins ætlaði að hringja á lögreglu elti ákærði hann og sló hnefahöggi í andlitið með þeim afleið- ingum að nefbrot hlaust af. Greiðslukortafærsla og þrjú vitni að árásinni Ákærði hefur neitað sök og sagðist fyrir dómi hafa verið á heimili sínu þegar árásirnar voru gerðar laust fyrir klukkan fimm um morguninn. Hins vegar lá fyrir í málinu að ákærði notaði greiðslukort sitt nálægt árás- arstaðnum tveimur og hálfum klukkutíma fyrr, auk þess sem þrjú vitni, sem voru á staðnum, staðfestu það að ákærði væri árásarmaðurinn. Maðurinn hefur áður hlotið dóma, þar á meðal þrívegis vegna líkams- árása, þ.e. árið 1991 og 1995. Árið 1996 var hann svo dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Danmörku. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Haraldur Henrysson, fv. hæstarétttardómari. Ragnheiður Harðardóttir vararíkis- sóknari flutti málið af hálfu ákæru- valdsins og Ragnar Aðalsteinsson hrl. varði manninn. Árs fang- elsi fyrir líkamsárás Neitaði sök og sagð- ist hafa verið heima FLUGUMFERÐARSTJÓRAR sóttu einungis um 29 af 87 stöðum flugumferðarstjóra sem í boði voru hjá Flugstoðum ohf. Umsóknar- frestur rann út í gær. Alls voru 226 störf í boði hjá Flugstoðum ohf. og sóttu 160 manns um störfin, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Flugmálastjórnar. Af þeim 66 sem völdu að sækja ekki um störf sem þeim buðust voru 58 flug- umferðarstjórar. Einhverjir af þeim flugumferðarstjórum sem sóttu um gegna stjórnunarstöðum. Hjördís segir ljóst að ef ekki náist að manna stöður flugumferðarstjóra fyrir áramót, þegar breytingin verð- ur, verði ekki hægt að halda uppi sömu flugumferðarþjónustu og nú. Sem kunnugt er voru öllum starfs- mönnum Flugmálastjórnar Íslands, sem gegndu störfum sem færast yfir til Flugstoða ohf., boðin störf hjá nýja fyrirtækinu. Breytingin tekur gildi 31. desember næstkomandi og þá verða störfin lögð niður hjá Flug- málastjórn. Tryggja sambærileg réttindi Flugstoðir ohf. sendu frá sér upp- lýsingabréf til starfsmanna Flug- málastjórnar og einnig yfirlýsingu í fyrradag. Í yfirlýsingunni, sem er um viðurkenningu á réttarstöðu starfsmanna, segir m.a. að félagið hafi ákveðið að til viðbótar réttindum í núgildandi kjarasamningum starfs- manna muni félagið, í gildistíð kjara- samninganna, veita starfsmönnum sambærilegan biðlaunarétt og opin- berir starfsmenn njóta komi til nið- urlagningar starfa hjá Flugstoðum ohf. á tímabilinu. Einnig mun félagið hafa til hliðsjónar ákvæði um rétt- indi opinberra starfsmanna varðandi uppsagnir og ekki beita uppsagnar- rétti nema að undangenginni skrif- legri áminningu og að fengnum at- hugasemdum starfsmannsins. Í upplýsingabréfinu er m.a. fjallað um lífeyrisréttindi starfsmanna. Fé- lagsmenn í BSRB og BHM njóta áfram sömu réttinda og þeir hafa gert sem opinberir starfsmenn. Vafi hefur leikið á framtíð lífeyrisréttinda 26 flugumferðarstjóra sem eru í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) eftir lok febrúar 2008. Flugstoðir ohf. munu leitast við að tryggja réttarstöðu þessara starfs- manna í samráði við yfirvöld og að úrlausn liggi fyrir sem allra fyrst. Ella munu Flugstoðir ohf. gera ráð- stafanir til að tryggja að umræddir starfsmenn eigi kost á lífeyristrygg- ingu að þessu tímabili loknu sem samræmist núverandi kjörum starfsmanna í A-deild LSR. 58 flugumferðarstjórar sóttu ekki um störf Flugstoðir ohf. munu leitast við að tryggja flugumferðar- stjórum sambærileg lífeyrisréttindi og þeir njóta nú FRESTUR til að sækja um embætti forstöðumanns Listasafns Íslands rann út sl. mánudag, og bárust menntamálaráðuneytinu átta um- sóknir um stöðuna. Þeir sem sóttu um stöðuna eru: Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Birna Kristjánsdóttir forstöðumað- ur, Einar Hákonarson myndlistar- maður, Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður, dr. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur, Hanna Guðrún Styrmisdóttir myndlistar- maður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri, og Rakel Pétursdóttir deildarstjóri. Menntamálaráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára frá 1. mars nk., að fenginni umsögn safnaráðs. Átta vilja embætti for- stöðumanns ♦♦♦ ÓVÍST er hvort Alþingi nær að fara í jólafrí hinn 8. desember nk., eins og miðað er við í starfsáætlun þingsins. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþing- is, segir að það verði að koma í ljós hvort áætlun standist; það fari eftir því hvað þingmönnum liggi mikið á hjarta, segir hún. Um tuttugu þingmál bíða þess að komast í aðra umræðu. Þeirra á meðal er frumvarp menntamálaráð- herra um Ríkisútvarpið ohf. Að sögn Sólveigar leggur stjórnarmeirihlut- inn áherslu á að það frumvarp verði afgreitt fyrir jól. „Þetta er þriðja ár- ið, þar sem fjallað er um þetta mál, og það er kominn tími til að í því fáist lýðræðisleg niðurstaða,“ segir hún. Stjórnarandstæðingar hafa gefið til kynna að ítarleg umræða muni fara fram um frumvarpið. Óvissa um þinglok LÖGREGLAN í Keflavík mældi svarta BMW-bifreið á 201 km hraða á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt fimmtu- dags. Bifreiðin var á ferð við enda tvöföldunar brautarinnar vestan megin og ekið í vesturátt – há- markshraði þar er 90 km hraði á klukkustund. Lögreglumenn gáfu ökumanni merki um að stansa en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og hélt áfram ferð sinni á ofsahraða. Hófst þá eftirför lögreglumanna sem endaði með því að þeir misstu sjón- ar á bifreiðinni. Þeir náðu hins veg- ar skrásetningarnúmeri bílsins og handtóku eiganda hennar í gær- morgun. Hann var yfirheyrður í gærdag en samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu neitaði hann að hafa ekið bifreiðinni í umrætt skipti. Lögregla varðist frekari frétta og sagði málið í rannsókn. Mikill hraði við framkvæmdasvæði Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á milli kl. 23 og miðnættis á miðvikudags- kvöld, á vegarkafla þar sem fram- kvæmdir standa yfir – skammt frá nýrri verslun IKEA. Sá sem hraðast ók var mældur á 117 km hraða en leyfilegur há- markshraði á umræddum vegar- kafla er 50 km hraði. Banaslys varð á þessum slóðum 11. nóvember sl. þegar bifreið var ekið á vegstein við framkvæmdasvæðið en unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar- innar. Rannsókn málsins beinist m.a. að meintum hraðakstri öku- manns. Neitar að hafa ekið bílnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.