Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 21 edda.is „NÖTURLEG OG FYNDIN“„ÓTRÚLEGA MIKIL SAGA“ n ins 004 „Afar vel heppnuð saga ... höfundi tekst að gera gleði og sársauka næstum heillar ævi skil í merkilega stuttri frásögn og söguhetjan sjálf fylgir lesandanum að lestri loknum.“ Kristrún Heiða Hauksdóttir, Frbl. „Kristín skrifar knappan, hæfilega ljóðrænan stíl, og notar hann til að koma ótrúlega mikilli sögu til skila.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Nöturleg og fyndin ... Lesendum er margsinnis skemmt í þessari vel hugsuðu sögu, þeir finna sárt til aðstæðna drengsins. Jón hefur fullan sóma af þessu verki sínu.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Frbl. „Indjáninn er fín viðbót við íslensku skáldævisöguflóruna auk þess að vera gott innlegg í umræðu um einelti og þroskaraskanir.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl. „Frábær bók!“  Bryndís Loftsdóttir, Eymundsson Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ZIAD AMRO er stofnandi öryrkja- bandalags Palestínu og stjórnandi félags blindra Palestínumanna. Amro hélt nokkur erindi um stöðu fatlaðra Palestínumanna í Reykjavík í vikunni og áhrif „beinbrotsstefnu“ Yitzhak Rabins, fyrrverandi for- sætisráðherra Ísraels, á tíðni fötlun- ar á meðal þúsunda Palestínumanna. Amro segir aðspurður ekki hægt að aðskilja daglegt líf og menningu Palestínumanna frá stormasömu sambandi þeirra við Ísraelsmenn. Átökin hafi áhrif á alla og þau komi fram í menningunni, gott dæmi sé leikritið „Handan við múrinn“, sem fjalli, eins og nafnið gefur til kynna, um áhrifin af aðskilnaðarmúr Ísr- aelsmanna sem verði fullbúinn þre- falt lengri en Berlínarmúrinn. Inntur eftir stöðu fatlaðra Pal- estínumanna í dag segir Amro málaflokkinn hafa liðið fyrir mikinn fjárskort í palestínsku stjórninni. „Þetta má rekja til þess að Ísr- aelsstjórn hefur ekki afhent palest- ínskum yfirvöldum tekjur af skatt- greiðslum í lok hvers mánaðar eins og þau eiga að gera. Samanlagt skulda þau nú Palestínumönnum 600 milljónir Bandaríkjadala [41,5 millj- arða króna] og hefur fjárskorturinn leitt til þess að stjórnin getur ekki staðið við skuldbindingar sínar.“ Missa sjónina í fangelsum Amro segir aðbúnað fatlaðra í Pal- estínu því fara ört versnandi. „Nú eru um 320 fatlaðir í haldi Ísr- aelshers sem hefur um 10.000 Pal- estínumenn í haldi. Helmingi þess- ara fanga, eða um 5.000, var rænt. Margir þeirra hafa ekki aðgang að nauðsynlegum lyfjum og vitað er um nokkra sem eru að missa sjónina vegna þess að þeim er neitað um læknishjálp. Jafnframt er vitað að Ísraelsmenn gefa palestínskum föngum verkjalyf við öllum sjúk- dómum, óháð alvarleika þeirra.“ Amro, sem er 41 árs, missti sjón á vinstra auga á sjöunda aldursári vegna sjúkdóms. Þegar hann var rétt liðlega tvítugur árið 1987 missti hann sjónina á því hægra, í kjölfar táragasárásar Ísraelshers í Hebron, þar sem hann var við háskólanám. Hann fékk svo Fulbright-styrk til háskólanáms í Bandaríkjunum og vill taka fram að honum sé vel við bandarísku þjóðina, mun síður við stjórnvöld í Washington sem ávallt fylgi Ísraelsmönnum að máli. Hann er harðorður í garð Yitzhak Rabins, fyrrverandi forsætis- og varnarmálaráðherra Ísraels, og svo- kallaðrar „beinbrotsstefnu“ hans, sem tekin hafi verið upp á dögum fyrstu uppreisnar Palestínumanna á níunda áratugnum og ætlað var að örkumla sem flesta Palestínumenn. „Með þessu hugðist Rabin komast hjá fordæmingu alþjóðasamfélags- ins, þar eð morð þykja fréttnæmari en örkuml, auk þess sem þannig var komið í veg fyrir að þeir sem urðu fyrir árásum Ísraelshers gætu orðið píslarvottar. Það er vitað að 18.000 Palestínumenn örkumluðust á dög- um fyrri uppreisnarinnar og 6.000 til viðbótar frá því sú síðari hófst í októ- bermánuði árið 2000. Þúsundir manna hafa því örkumlast. Þá hafa 110 fatlaðir Palestínumenn verið myrtir á síðustu sex árum.“ Fræg sé sagan af því þegar ísraelskur skrið- dreki ók yfir mann í hjólastól. Verða að viðurkenna þjóðstjórn Spurður um hótun Khaleds Meshaal, æðsta leiðtoga Hamas, um að hefja þriðju uppreisnina innan sex mánaða ef ekki tækist að koma á friði segir Amro aðra uppreisnina enn í fullum gangi og sú þriðja myndi líklega fela í sér harðari aðgerðir. Þess má geta að Meshaal hefur dregið hótunina til baka. „Fyrir nokkrum dögum sendu Hamas-samtökin frá sér tímamóta- yfirlýsingu um að þau væru tilbúin að hefja friðarviðræður við Ísr- aelsmenn um stofnun palestínsks ríkis þar sem landamæri Ísraels eins og þau voru fyrir sexdagastríðið árið 1967 verða lögð til grundvallar.“ Aðspurður að lokum um væntan- lega þjóðstjórn Palestínumanna seg- ir Amro að stjórnvöld í Bandaríkj- unum og Ísrael hafi áður lagst gegn myndun hennar og að þegar hún liggi fyrir eigi þau engra annarra kosta völ en að hefja friðarviðræður að nýju, viðræður sem Sameinuðu þjóðirnar ættu að leiða. „Þúsundir hafa örkumlast“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Baráttumaður Ziad Amro gætir hagsmuna fatlaðra Palestínumanna. Hann hefur litla trú á friðarvilja Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels. ÁHUGASAMUR starfsmaður vöru- sýningar í Peking fylgist spenntur með þegar vélmennið Seisaku-kun gerir tilraun til að hjóla upp litla brekku. Að sögn dagblaðsins China Daily, er Seisaku-kun fremst á sínu sviði þegar kemur að hjólreiðum, enda sérhannað til að herma eftir hreyfingum mannslíkamans. Talið er að í náinni framtíð muni vélmenni verða sjálfsagður hluti lífsins á hverju heimili. Reuters Skyldi það hafa það? Suva. AP, AFP. | Yfirmaður hers Fídjí-eyja, Frank Bainimarama, sagði í gær að viðræður og for- sætisráðherra eyjanna hefðu farið út um þúfur og hann hótaði að steypa stjórninni af stóli í dag ef hún yrði ekki við kröfum hans. Bainimarama gaf forsætisráð- herranum Laisenia Qarase og stjórn hans frest til hádegis að staðartíma í dag, á miðnætti að ís- lenskum tíma, til að verða við kröfum hans, meðal annars um að hætta við þrjú umdeild lagafrum- vörp og víkja lögreglustjóra eyjanna formlega frá. Skömmu áður hafði Qarase lýst því yfir að stjórnin hygðist fresta afgreiðslu lagafrumvarpanna sem herinn hefur lagst gegn. Í einu frumvarpanna er kveðið á um sak- aruppgjöf til handa mönnum sem rændu völdunum árið 2000. Bain- imarama segir að hin frumvörpin tvö ívilni frumbyggjum á kostnað Fídjí-búa af indverskum uppruna. Qarase sagði að afgreiðslu frum- varpanna yrði frestað til að óháð nefnd gæti skorið úr um hvort þau brytu í bága við stjórnarskrána. Forsætisráðherrann sagði að lögreglustjóri eyjanna, Ástralinn Andrew Hughes, yrði í leyfi þar til ákveðið yrði hvort endurnýja ætti ráðningarsamning hans. Qarase hét því einnig að styðja ríkissak- sóknara eyjanna ef hann kæmist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra Bainimarama fyrir nýleg ummæli hans um stjórnina. Lög- reglustjórinn er sagður vera hlynntur því að Bainimarama verði ákærður fyrir áróður gegn stjórn- inni. Her Fídjí-eyja sýnir stjórninni klærnar  ! "# *   +(  ),&(-,     . .   (-/  , (-,    ) (+-  (   +  0(       1 ( )( )    /       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.